Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 15
JÖLABLAÐ TÍMANS 1948 15 ari marg endurteknu samstöfu harðspenntur streng- ur fjörs og lifsnautnar. Svo sagði hann hátt: — Nú fer ég inn og hitti þann gamla, fleygi mér út af. Hann verður ekki seinn á sér að koma, hugsa ég. Og svo segi ég Dúfu minni, bara ekki hvaða ráð er fundið — ekki heldur, ekki núna, hver það fann. Hún kynni þá að spyrja þig!.... Og sem sviptivindur vék hann sér við og þeyttist út úr skemmunni. Litli maðurinn þagnaði, og ég leit til austurlofts- ins. Mér varð órótt. Nú var greinilega byrjað að birta. Æ, karlinn mátti til að Ijúka við söguna. Eftir svo sem korter færu þeir að koma upp, hinir, kannski fyrr, ef Birni stýrimanni dytti í hug að fara að sigla. En .... en eftir andartaksþögn byrj aði Markús af tur: — Jarðaríarardagurinn rann upp, og um dagmála- leytið komu iíkmenn og prestur. Já, það var sosum haldin húskveðja — og líkmennirnir voru sex, allt bændur, eins og þegar jarðaðir voru vel metnir hús- ráðendur. Sjálfur var Hákon ekki líkmaður, var eins lconar aðstandandi, enda ekki þetta pakk viðstatt, þetta móðurfólk hans Magnúsar heitins. Líkmenn- irnir voru bændur, sem ekki fóru í ver, annaðhvort létu vinnumenn sína fara til róðra — eða gutluðu bara viö sjó heiman frá sér. Þegar prestur og líkmenn komu, var þeim boðið inn í kamelsi og þar borið fyrir þá kaffi og lummur, og brennivín gátu þeir fengið eins og þeir vildu. Hann var nú ekki frá því að smakka það, hann séra Ásgeir, sem kallaður var stúdent, og rausnin hans Hákonar reyndist víst um of, áður en yfir lyki þennan dag. En menn urðu nú ekki nema rétt sæthýrir — þarna, jú, ég man, að hann Simbi á Hálsi sagði við Hákon: — Það hafði ég aldrei haldið, að maður ætti eftir að verða líkmaður að honum Magnúsi gamla jólagati. En annars veit ég ekki, hvenær maður ætti sér skemmtistund í þessari sveit, ef ekki væru þó þessar blessaöar jarðarfarir! Han'n var þá ekki lengi að taka upp þráðinn, hann sér Ásgeir: — O, það er margt, sem við eigum þeim að þakka, sem bæði sendir manneskjurnar hingað og tekur þær til sín — hvort tveggja oftast einhverjum til gleði. Og það \var ekkert hugarvíl yfir honum Hákoni — núna, hafði iika hamazt við róðrana, eftir að við vorum búnir með kistuna: — Það er heldur ekki ástæða til annars en gleðjast, þegar hann, þessi biessaður fugl, er floginn burt úr þeim frosthögum, sem þessi heirnur var honum, og yfir á hana Ljómaströnd. ... En berið þið ykkur nú að því að brjóstbæta ykkur á þessu. Þið fáið svo franskt koníakk, áður en við förum með hann. Það var þessi iðilgóða tíð, þetta vor, og þennan dag var logn og sólskinsblíða. Kistan var þess vegna ekki borin nema að bæjardyrunum, og í þeim stóð presturinn, meðan hann hélt húskveðjuna, en lík- mennirnir og heimilisfólkið — ég tel mig með því — sat á kálgarðsveggnum. Það var rétt gott, það sem séra Ásgeir sagði, og alltaf flutti hann bezt, þegar hann var vitund hýr. Hann fór maklegum lofsyrð- um um þau hjónin, ekkert meir — og allt fór vel fram, þó að einir tveir af líkmönnunum sofnuðu þarna í sólskininu, höfðu farið eldsnemma á fætur og sumir róið eða riðið talsvert langt — og svo fengið dropann. Reyndar fór hann að hrjóta ónotalega hátt, hann Simbi, og þegar þá Gvendur stóri rak í hann olnbogann, kaiiaði gamli maðurinn nokkuð hátt: — Hvað ertu að klípa mig Jóhanna! Það er ekki til neins. Ég vakna ekkert. Ég er þreyttur og illa upp- lagður! Að lokinni húskveðjunni var öllum boðið inn, og nú var sezt að matborði. Hákon hafði slátrað vetur- gömlum hrút, og svo var finasta ketsúpa — og koniakk eins og menn lysti. Um það bii, að menn voru búnir að borða og voru að fá sér lokasnafsana, áður en lagt yrði af stað — húsfreyjan heldur ekki tilbúin, en hún ætlaði að fylgja — þá sá ég, að Hákon fór aö iða í sætinu, og þaö held ég hann hvitnaði líka.... Svo spratt hann upp og sagði: — Sitjið þið rólegir, blessaðir mennirnir, og eitt- hvað er eftir af leka. Ég þarf að skjótast út og dóta mig agnarvitund, áður en við geysumst með þennan PÁLL ÞDRSTEINSSDN: Skaftfeilskir hagieiksmenn .. . ' Þorsteinn hafði ekki aðstöðu til auð- Þorstemn Gissurarson, tól söfnmmr’eins °g þessi vísa hans ber 7 vott um: Þorsteinn Gissurarson, er bar viður- nefnið tól, bjó á Hofi í Öræfum. Hann mun hafa fæðzt 24. marz 1768 og dáið 23. febrúar 1844. Hann var hagleiks- maður hinn mesti, bæði á smíði og bóka- gerð. Af smíðatólum hans er viöurnefn- ið dregið. Bendir það til þess, að þau hafi þótt fjölbreytt og vönduð að þeirr- ar tíðar hætti. Hann skrifaði og upp bækur og skreytti þær af miklum hag- leik með fögrum upphafsstöfum og bókahnútum. Þorsteinn tól var hagmæltur og er enn kunnugt um sumt af vísum hans og kveðlingum. Árið 1823 urðu prestaskipti í Sand- fellsprestakalli. 29. marz þaö ár voru séra Brynjólfi Árnasyni, er setið hafði í Sandfelli um 19 ára skeið, veitt Meðal- landsþing, en 6. júní sama ár var Sand- fellsprestakall veitt séra Sveini Bene- diktssyni, er vígðist þangað um það leyti. Þegar séra Brynjólfur flutti burt úr Öræfum orti Þorsteinn tól nokkrar vís- ur, er Magnús Stephensen kanferenzráð birti í Klausturpóstinum. Þar segir svo: Þér sé lof, Urð! og það í ljóðum þér, sem mannkostum flestum góðum prest Brynjólf Árna — prýddir — kund. Návistar hvers ár níu og tíu notið höfum með yndi fríu. Æ! liðin er sú lukkustund. En þér, Verðandi! ættu gjalda Öræfabúar lofið kalda þú að burt tekur þetta ljós, sem lýsti oss með lærdóm sínum og lifnaði’ engu síður fínum, er verðskuldaði virða hrós. Skuld! haltu kyrrum skærum þínum skil hann ei snöggt frá bræðrum mínum njóti þeir hans og noti bezt. Alfaðir, þú, sem öllum betur Öræfabúum hjálpað getur Æ! gef þeim aftur góðan prest. Á síðustu árum ævi sinnar orti Þor- steinn tól brag, er felur í sér yfirlit um ævi hans. Þar segir hann svo um viður- nefni sitt: Allir menn, sem undir sól eru og nokkuð vinna, þarfleg munu þurfa tól, þar má nafn mitt finna. Mikinn hlaut ég aldrei auð af sem nokkrir státa, en drottinn gaf mér daglegt brauö, sem duga má sér láta. Á æskuárum átti Þorsteinn við þung- fí 03 -(ci-lra /cs •. ^cvwngu^Picvwvuwv fivÆi ....w VvM lilljencný íi't Vofnft Jicusncfr örnttcus -+•" ‘ ft-C (flUJCUV Micirut •Kl a Jfiún. Uc eíía. cv íjörbic ub CL tjofe (jan Q\J\ QÍIuv 'jö \) tcxWivlíutfuuIVCL_ ofq fanlt ðvcL-umiV a' 5oUn * 4ynal cðoc, alUv JÚ-fo. Sýnishorn af rithönd Þorsteins Gissurarsonar tóls

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.