Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 20
20 leiguliðum, en verkamannastéttarinnar gætti þá enn lítið, en stakkur kosninga- laganna ærið þröngur. En foringjar flokksins voru ekki allir af einu sauða- húsi. Margir hinna mestu foringja hans voru fátækir og ættlausir lýðskólamenn, Grundtvígsmenn, sem lásu kafla úr biblíunni hvern dag. Frá annari hlið komu menn hins nýrri ííma, Brandesar menn, menn sem hugðu að vissu leyti á andlega heimsbyltingu. Edvard Brandes stofnaöi „Politiken" með Hörup, einum harðsnúnasta og vægðarlausasta foringja vinstrimanna. Sumir vildu her- væðast í hófi og eftir efnahag. Sumir vildu afmá hvert einasta vopn. Loks vildu sumir reyna einhverja samvinnu við hægrimenn, aðrir vildu fella vægðar laust fyrir stjórninni og stjórnarmönn- um hvert einasta mál, hvort sem gott væri eða illt, og gera henni þannig á endanum ókleift að lifa. Þetta var köll- uð eyðingarstarfsemi, og átti harða for vígismenn. Af öllu þessu leiddi að flokk ur vinstrimanna var sífellt að riðlast, einn foringi snérist gegn öðrum, flokka- deildum voru sífellt gefin nú nöfn og ný sambönd án afláts innan fylkingar- innar, eða rofin á ný. Það hefir verið sagt, og eflaust með réttu, að það eitt hafi haldið vinstrimönnum saman, hvað Estrup var klárvígur.Ofurlítið mjúkari foringi mundi auðveldlega hafa getað sundrað vinstrimönnum nóg til þess, alla valdatíð Estrups, að halda nokkrum meiri hluta og stjórna landinu löglega. Við þetta ástand eLst Alberti upp, slík ur höfuðskálkur. Hann lét lengi vel ekki á sér kræla. Flestir héldu hann vera hægrimann. Hægrimenn réðu fyrir þeim gæðum lífsins sem Alberti mat mest; Þeir höfðu völdin og peningana. Alberti var dulur, meir en aðrir menn, og hefir engan vitnisburð skilið eftir um ævi sína, nema verk sín. Enginn kann að vita hvað í hug hans bjó þegar hann réðist inn í stjórnmálin. Það var 1892; þá var hann 41 árs. Sú saga er til þess, að hann lenti ófor varandis í deilum við einn af mönnum Hörups, ritstjóra „Politiken". Það kom í ljós að Alberti var ekki lamb að leika við Hann var stórhöggur og vægðarlaus og hann skammfærði manninn alger- lega. Hörup tók upp málið gegn Alberti, en hann dróg sig þá úr bardaganum á þeim vettvangi. En hann hefir líklega hugsað sem svo, að hann skyldi leiða smámennum að glettast við sig. Hann bauð sig fram á móti sjálfum Hörup í því kjördæmi sem hann hafði haldið örugglega í 16 ár. Og_nú var það sem enginn mundi hafa ætlað, nú féll þessi mikli foringi fyrir Alberti. Sumir vinstri manna studdu Alberti, en um hægri menn var það sagt, að þeir hefðu feginshugar kosið sjálfan andskotann, bara þeir gætu losnað við Hörup. Hörup kom ekki aftur á þing. En Al- berti. sigldi, fyrst með varúð, en síðan liraðbyri til mikilla valda og mannvirð- inga. Hann var búinn að stela mörgum miljónum úr sjálfs síns hendi 1901 og falsa mörg trúnaðarskjöl. Þá var hann gerður að dómsmálaráðherra og æðsta verði réttvísinnar í hinni nýju stjórn vinstrimanna, mannanna sem af heil- um hug og brennandi. hjarta ætluðu að koma, á betra mannlífi og réttlátara þjóðfélagi í landi sínu. Alberti fékk fs- land til forráða sem aukagetu. Hann gaf út með konungi hina nýju stjórnar- skrá íslands, 3. október 1903, og lögin um skipulag hinnar innlendu stjórnar, og hann fékk stjórn landsins í hendur hinum fyrsta íslenzka ráðherra. Hann var æðsti vörður laga og. réttar i Dan- mörku í sjö ár samfleytt. Seinast varð- ist hann árásum andstæðinga sinna í þinginu með svitann á enni sér og skammbyssuna í vasanum, en með köld- JÖLABLAÐ TÍMANS 19 4 8 um og rólegum vitsmunum og því blygð- unarleysi sem engin dæmi þykja til. Hann var leystur frá ráðherradómi með þeim heiðri sem fágætur var: hæstu nafnbótum og meiri heiðursmei’kjum en hans feikna slcrokkur mætti bera. Þá var hann búinn aö taka 18 miljónir króna úr sjálfs síns hendi og falsa skjöl þar eftir. Fám dögum áður en hann lagði leið sína inn í fangaldefann sat hann eina hina dýrlegustu veizlu sem gerist í Danaveidi, sat við hlið kon- unginum og át krásirnar sem áður á- kaflega. Sagan af Alberti verður enn rakin nokkuð hér. Hún er meira en reyfarinn einber. Hún varð sorgarsaga og smán heillar þjóðar. Hún er sorgarsaga alls mannkyns, allra stétta og allra tíma, sagan um það, hvernig skálkurinn færir sér í nyt frjálst og gott þjóðfélag til að snúa sannleikanum í lygi, frelsi og réttlæti í smán og skömm. Höfundur Alþingisrímna kvað fagur- lega um Alberti, „ás hins nýja siðar“, meðan valdasól hans skein i heiði. Einn úr hópi íslenzkra Hafnarstúdenta, And- rés Bjöi'nsson hinn eldri, gerði honum eftirmæli, mjög á íslenzka vísu: getur verið. Og, ef til vill, hefir Holger ekki gleymt henni.“ Fi’ú Kalmer svaraði þessu ekki. „Ætti ég að leita hana uppi?“ Spumingin hljóm- aði sem dulklædd ósk. Hr. Kalmer vissi að andmæli af hans hálfu yrðu til þess að draga umræðurnar á langinn. Hann þekkti vel konu sína. Það var bezt að hún hefði þetta eins og henni sýndist. Hann hafði aldrei þurft á stærð- fræðiþekkingu sinni, er gerði hann að prófessor, að halda til þess að reikna dæmi hins daglega lífs fyrir prófessorsfrúna. Hún leysti úr öllum „verkefnum“ heimilisins. Hann mælti: „Þar sem þú ert svo skyld henni, er eðlilegt að þú viljir fá sannar fregnir um hana.“ Fi’ú Kalmer reis á fætur og gekk út úr stofunni. Prófessorinn sat einn eftir. Dyravörðurinn á d’Angleterre aðgætti lyklana áð- ur en hann svaraöi spurningu frúarinnar. „Nei, ungfrúin er ekki viðstödd. Hún fór í ameríska sendiráðsbústaðinn til þess að borða morgunverð.“ „Það var leiðinlegt," sagði frú Kalmer. „Þér vitið ekki hve nær búast má við henni? Hún er náfrænka mín. Ég heiti prófessorsfrú Kalmer.“ Dyravörðurinn svaraði: „Eftir því sem ég bezt veit verður ungfrúin önnum kafin allan daginn. Og í kvöld fer hún í Konunglega leikhúsið." Albert fóli, er frelsið gaf Fróni úr luktum hnefa, valdastóli er oltinn af ofan í tukthúsklefa. Vísan sýnir hið ytra mjög þann hug sem andstöðumenn á íslandi báru til Dana í bardaganum. En fyrst og fremst er þó skáldið að leika sér að bragsnilld sinni, á mjög íslenzka visu. Og enga sök áttu íslendingar við Alberti, nema síður væri. — Og þrátt fyrir allt átti Alberti marga þá kosti sem prýða máttu hinn bezta mann. Um eitt neitar hon- um enginn: hann tók örlögum sínum af mikilli karlmennsku. Frú Kalmer kom til hugar að um misskilning væri að ræða. Þetta væri ekki sú rétta Adelina Evald- Ottosen. En það hlaut að vera hún. Allt benti til þess. Annars þótti henni það óviðfeldið að frænkan skyldi búa hjá ókunnu fólki, en ekki hjá ættingjum sínum. Frúnni fannst það skylda sín að finna Adelinu. „Viljið þér vera svo góður og fá ungfrú Evald- Ottosen nafnspjald mitt er hún kemur,“ sagði frúin. Símanúmer mitt er í skránni svo hún getur hringt til min.“ Frú Kalmer hélt heimleiðis með sporvagninum. Er hjónin voru að borða morgunverð stríddi prófess- íorinn konu sinni með því, að halda því fram, að þessi ungfrú væri ekki Evald-Ottosen, fi’ænka henn- II. Þegar Alberti féll hið mikla fall, 8. sept. 1908, var einu stjórnarblaðinu íslenzka núið því um nasir að það hafði ári fyrr farið um hann mjög lofsamlegum orðum fyrir afrek hans og harðfylgi og líkt hon um viö Alexander mikla. Þetta Alexand- ersnafn á Alberti komst inn í íslenzkan kveðskap á þeim árum. Það hafði staðið bæði mikill styrr og mikill ljómi um nafn þessa volduga manns. Alberti var sívinnandi og mikill reglu- maður í daglegu lífi. Hann var sælkeri og mathákur, en fyrirleit drykkju og svall. Alla sína ráðherratíð kom hann fyrstur allra hvern morgun í stjórnar- skrifstofurnar, hann kom stundvíslega á hvern einasta fund, hann fyrirleit venjulegar skemmtanir, en-sat oft með vinum sínum á beztu veitingastöðum. Hann fór að hátta upp úr náttmálum hvert kvöld og lét konu sína eina um gesti, ef þeir voru einhverjir. Hvernig gat þá þessi maður sólundað 18 miljónum króna á 18 til 20 árum, auk allra sinna miklu tekna? Það er fljót- sagt: Alberti var fjárglæframaður, fjár- hættubraskari í stórum stíl, í leynum, og þó glópur í fjármálum. Taumlaus peningagirnd steypti honum. Spiladjöf- ullinn herjaði sál hans og tilveru og sleppti aldrei takinu, þó að Alberti feng ist ekki við smásyndir eins og peninga- spil. Braskið leiddi hann snemma út í svik og hvers konar hættuspil. Sá skuggi fylgdi honum, að hann hefði á unga aldri komið sinni sök á annan mann, en þó varð þetta aldrei sannað. En við braskfélaga sinn á yngri árum sagði hann: Ef mér mistekst, fer ég úr landi eða ég drep mig. Alberti var vitur maður og kaldhygg- inn. Hann hefir fljótt séð það, hversu ar. Þennan dag myndi ókunnug stúika hi’ingja hana upp og spyrja forviða hverju þetta gegndi. „Það getur skeð, Jóhannes," svaraði frúin. „Þú ert góður stærðíræðingur. En þessa gátu leysir þú ekki betur en ég. Frænka mín heitir Adelina Edvald- Ottosen, sú er fór til Ameríku. Nú kemur ung stúlka, ber þetta mjög óalgenga nafn. Hún býr í gistihúsi, týnir dýrum skartgrip á götum úti. Það þarf ekki mikla reikningshæfileika til þess að reikna það út, að þetta er sama stúlkan. En hvort hún er komin í kynnisför eða til dvalar er ósannað mál.“ Klukkan hálf sex um kvöldiö hringdi síminn. Frú Kalmer greip símtækið. „Halló! Er það professorsfrúin?“ „Já, það er ég. Er það. ... Er það... .?“ „Það er Adelina. Sæl frænka. Þú hefir....“ „Sæl, góða mín. Við vildurn sjá þig. Ég leitaði þín á gistihúsinu. En þú vai’st úti.“ „Já, ég var úti að boi’ða morgunverð — og gera ýmislegt. En hvernig vissir þú að ég var hér?“ „Ég sá það í blaðinu. Þú auglýstir eftir skartgrip, er þú hafðir týnt. En hvemig er það, fáum við ekki að sjá þig?“ „Jú, þakka þér fyrir frænka. Ég vissi ekki ....“ „Hvað vissir þú ekki? Vissir þú ekki að þú ert vel- komin, góða mín. Við hlökkum öll til að sjá þig, bæði ég, maðurinn minn og Holger. Hann býr í Ríkis- spítalanum. Hann er útskrifaður læknir. — Hvenær kemurðu kærá Adelina?" „Já — ég — ég vildi helzt koma í kvöld. En ég get það því miður ekki,“ „Nei, ég veit að þú ætlar í Konunglega leikhúsið. Það sagði þjónninn (dyx’avörðurinn) mér í morgun. En á morgun?“ „Já, þá kem ég, góða frænka. Ég hlakka til.“ „Jæja, þú kemur þá. Hve lengi verðurðu hér? Ætl- arðu aftur til Amei’íku?" „Það — það veit ég ekki.“ „Hvar ætlarðu að vera um páskana, góða?“ „Ég veit það ekki, frænka.“ r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.