Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 31
JOLABLAÐ TIMANS 1948
31
ekki vör. En hvor þeirra haföi leikiö hana svona háðu-
lega?
Hún vissi það' ekki, og það var þungbærast af öllu.
Báðar öskjurnar og hringarnir voru svo líkir ásýndum,
að henni var ókleift að greina í sundur.
Hún gat nú meö engu móti vitað, hvort hringurinn,
sem hún haföi kjörið sér til eignar var frá eiginmann-
inum eöa elskhuganum. Hún reyndi með öllu móti aö
skýra það fyrir sér, en árangurslaust. Hafði hún ekki
daginn sem hún fékk gjafirnar og lét báðar öskjurnar í
skrifborðshólfið, lagt gjöfina frá m.anninum sínum
hægra megin? Hún hafði þá svo lítinn gaum gefið aö
þessu og svo oft fært þær úr stað, að ekkert varð á því
byggt.
Nú reyndi hún að skýra fyrir sér hugarfar beggja gef-
endanna. Maðurinn hennar, var hann ef til vill sinkur
og óheillyndur? Hún unni honum ekki, hafði jafnvel
borið vott af fyrirlitningarhug til hans nú um skeið.
Hvað þekkti hún hann eftir sex ára hjónaband. Hvaða
tilfinningar bar hann til hennar? Og Jacques, Jacques,
svo glæsilegur og ástríðuheitur! Jacques, sem hún elsk-
aði svo heitt og hún hafði haldið að elskaði hana fölskva-
laust. Var það hugsanlegt, að hann heföi óvirt hana
svona? Hún, sem hafði gefiö honum sjálfa sig. Gefið
honum meira en hún mátti gefa. Gat það verið, að hann
hefði haldið, að hún gæti sætt sig við að þiggja afmælis-
gjöf frá honum, sem ekki væri þúsunda, heldur aðeins
hundraða virði?
Hugsanir hennar voru á ringulreið. Aðeins eitt virtist
henni ljóst, að hún fengi aldrei aö vita sannleikann um
þetta. Og einnig fann hún, að eiginlega þekkti hún hvor-
ugan þennan mann neitt, sem hún þó hafði skipt lífi
sínu á milli undanfarið.
Hugur hennar brann af löngun til að vita sannleik-
ann um þetta. En hún sá engin úrræði. Ekki gat hún
farið til skartgripasalans og spurt hann, hvor hefði
keypt svikna hringinn og hvor þann ósvikna.
Nú var hún komin heim að húsi sínu. Hún gekk við-
stöðulaust inn. Bráðum stæði hún augliti til auglitis við
manninn. sinn, og á morgun yrði hún að heimsækja
Jacques.
Þegar hún hugleiddi þetta, fann hún, að hún var reið
þeim báðum. Hún gat ekki fundið sér hugsvölun í því
að vita, hvor þeirra hefði svikið hana. Þess vegna fýlltist
hugur hennar beizkju og hatri til þeirra beggja.
Snorri Sveinsson þýddi.
ORÐSENDING
til húsráðenda og húsmæðra
Farið varlega með eldinn.
Jólatré eru bráðeldfim. Ef
kviknar í jólatré þá kæfið
eldinn með því að breiöa yfir
hann. Setjið ekki kertaljós í
glugga eða aðra staði þar
sem kviknað getur í glugga-
tjöldum eða fötum.
Forðizt að leggja heimili
yðar í rústir og að breyta
glsði í sorg!
Gleðiieg jól, farsælt komandi ár.
'BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS
Það lifnar yfir bænum er líða fer
að jólum,
þótt langar séu nætur og veðrin
sitt á hvaö,
og likast er sem tilveran
leiki öll á hjólum
og lífið standi á öndinni —
og síðan dansar það.
Já, bærinn er á þönum, slík býsn
þarf nú aö gera,
að bæta, fága, snyrta
og kippa í betra lag,
svo allir megi á jólunum jólalegir vera
og éta, drekka og klæðast með
sönnum jólabrag.
Þeir keppast við að auglýsa,
sem aldrei vörur hafa,
svo yfirfullt af leiðbeiningum
sérhvert dagblað er,
og auglýsingaljósin um strætin
geislum stafa,
við stórmerkin í gluggunum
fólkið tapar sér.
Og skotizt er í búðir að skoða,
spyrja og kaupa,
og skipulegar fylkingar hjá ýmsum
dyrum sjást,
en þess á milli sitt á hvað
hendast menn og hlaupa
að höndla sína jólagæfu
ef hún skyldi nást.
Og þaö er meira en furða
hvað íbúarnir endast
að auka nýjum gjöldum við
daglegt reksturstap,
en jólakvcöjur berast
og jólagjafir sendast
og jólaveizlur haldast
með át og drykkjuskap.
En bak við þennan eril og allt,
sem hæst nú lætur
og auglýsingabjarmann,
sem jólafastan ber,
í hugans leynd býr þrá eftir
hátign helgrar nætur,
þar hlustar eyra barnsins,
sem leynist enn með þér.
Og barn þíns hjarta íinnur
að enn er engill sendur
frá ævintýraheimum, sem sveipa
leynd og duld,
það veit að blessun líísins
er lögð í þínar hendur
ef lífsins kvöð þú skilur
og greiðir þína skuld.
:: 11
1 |
« n
♦♦
♦♦ XX
♦♦
::
♦♦
«
n
♦♦
n
♦♦
♦♦
«
«
PRENTSMIÐJAN
^ddct h.j^.
LINDARGÖTU 9A . REYKJAVÍK . SÍMAR: 3720 & 3948 . SIMNEFNL PRENTEDDA . POSTHOLF 552
tt
tt
::
n
n
::
«
::
::
::
«
8
::
♦♦
tt
1
::
tt
::
♦♦
I
I
Prentar fyrir yður
BÆKUR
BLÖÐ
TÍMARiT
Getur nú leyst af hendi með
stuttum fyrirvara
SMÁPRENTUN
EYOUBLAÐAPRENTUN
FJÖLRITUNARBÆKUR
Prentsmiðjan notar
tækifariö og óskar
öIíuííi viösklptavmum
sínum
(jleiileyta jéta
cy (jóÍA c(f ýarAœU kwancti átA /
K
tt.
tt
H
♦♦
::
1
H
K
Ú
::
::
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■
ttmttmtUtt
8
♦♦
i
tt
K
♦♦
tt
tt
H