Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 5
JÓLABLÁÐ TÍMANS 1948 5 varla hafið þið Hákon verið saman til sjós, — eða hvað? — Nei, hann var kominn að Töngum, og eftir það reri hann — en var ekki á þilskipum. En pabbi sálaði var hjá honum, þegar hann var upp á hákarl á Niröi gamla, jagtinni, sem þeir áttu, afi þinn og Hákon — og þeir kannski fleiri, frændur. Hins vegar reri ég hjá honum tvö vor, þau næstu áður en ég fór alfarinn að heiman og réðst að Sauragerði. — Rerir hjá honum — var hann aflamaður, karl- inn? — Það er nú bæði já og nei við því. Það var ekki ósvipað, Hvítur minn, með hann sem formann og þig sem dráttarmann. Útkoman varð víst sjaldan mikið ofan við meðallag — og lýg ég því þó. Þeir voru nú ekki beysnir, utansveitarformennirnir, marg- ir hverjir, sern höfðu uppsátur á Töngum á þeim ár- um.... En það get ég fortalið þér, aö hann hefði getað skotið hverjum einasta formanni ref fyrir rass, ef hann hefði verið að hugsa um það. — Jæja? — Það held ég. Eða hvað heldur þú um mann, sem þurfti ekki annað en reka vísifingurinn niður í sjó- inn og sleikja af og smjatta til þess aö vita, hvar hann átti aö leggja og hvar ekki? Ég hafði heyrt svipað þessu — ja, eiginlega sama — um annan mann, en sízt vildi ég nú draga úr rennslinu, sem komið var á hann Markús, og svo sagði ég þá: — Nú þykir mér þú segja mér furðufréttir! — Það kann að vera, en þetta er satt, garmurinn. — Ég er ekkert að rengja þig, en segðu mér frá þessu eitthvaö nánar. — Jú, hann Hákon rak kannski fingurinn niður í sjóinn á frægasta fiskimiði, þar sem átti að vera fisk- ur eftir allri þeirri reynslu, sem hann og aðrir höfðu fengið, og sagði svo, þegar hann hafði sleikt af og smjattað: — Ekki lífbragð af honurn! — Og svo? — Svo lagði hann þar ekki, en þar lagði kannski einhver annar. •— Nú og hvað? — Og varð ekki var — ekki sem heitið gæti.... En svo fór hann eitthvað og eitthvað, Hákon, rak fingur- inn niður í, þar sem sumum hefði máski þótt ólíkleg- ast að fiskur væri, og sagði, þegar hann var búinn að kjamsa: — Hér þykir mér spurt eftir Hákoni. Hér skal, ef nokkurs staðar á að vera reynandi. — Og fiskaði hann þá? — Þessi tvö vor, sem ég var með honum, brást þaö ekki, aö eftir því gengi, sem hann sagði, utan alls einu sinni. Við vorum ekki á færum, og ekkert hafði verið að fá á lóöirnar í nokkra daga. Þá var það á leiðinni í land, að Hákon lét okkur róa skratti mikinn krók, og svo vitaskuld loksins stanza. Hann viðhafði sinn venjulega prófunarmáta og sagði svo, að spurt væri eftir Hákoni. Síðan var farið í land, við átum, gerð- um til góða þessum kvikindum, sem í bátnum voru, bjuggum okkur út með beitu og fórum svo aftur fram. Við drógum lóðirnar, stokkuðum þær og lögðum þær á nýja staðnum. Morguninn eftir voru þær dregnar, og þá var allur aflinn tuttugu og þrjár þorsk- kindur. — Ja, hver skrambinn! Hvað sagði hann þá, Hákon? — Hann lét eins og ekkert væri, sagði bara um leið og endinn kom: — Mættir hafa komið svo sem eyktinni fyrr, Hákon bóndi. Aftans bíður óframs sök, sögðu þeir gömlu.... Svo fann hann bara nýjan stað upp á sama máta, og þar feilaði honum ekki, enda er ég viss um, að þaö hefir honum ekki heldur gert á þeim fyrri. — En hvað þá? — Hann hefir verið hlaupinn af, fiskurinn, eins og lá í orðunum hans Hákonar — er nú ekki seinn á sér stundum, göngufiskurinn. — En hvað var það þá, sem gerði, að hann var ekki hæstur? — Það voru vitaskuld sérlegheitin og þankaflugiö. Stundum fór hann ekki á sjó í bezta og blíðasta veðri. Ef hann dreymdi draum, sem honum fannst eitthvað ískyggilegur, þá fór hann ekki á sjó fyrr en draum- urinn var kominn fram eða hann þóttist vera búinn vilji knýja fram sætari ilm, fegurri liti og meiri unað en nokkru sinni fyrr, áður en það kveður. En fólkið hefir lítinn tíma til að gefa slíku gaum. Allt hey verður að kornast í hlöðu áður en fer að rigna aftur, og svo eru göngurnar komnar. _________ Á smaladögum renna hvítir fjárhópar niður með hverjum læk. Lömbin, sem voru ofurlítil um vorið, hafa vaxið vel, svo aö sum nálgast móðurina að stærð. Hjörðin verður því aldrei eins stór, eins og þegar smalað er í fyrsta sinni á haustin. Ef litið er yfir réttina, verður manni ef til vill starsýnast á veturgömlu ærnar. Þær minna á stúlkur um tvítugt. Sléttar í andliti og lagðfríðar bera þær höfuðin hátt, og furðu líkar eru þær flestar hverjar. Eldri ærnar eru reynd- ari ásýndum og meira ólíkar innbyrðis, eins og hver og ein hafi eignast sinn sérstaka persónuleika í baráttunni fyrir tilverunni. Lömbin eru þó jafnan ljúf- ust. Hrædd í augum reyna þau að hanga í móður sinni. Hreyfingarnar eru hvikar og óvissar, eins og hjá börnum. Ótti þeirra við þrengslin og mennina er ekk- ert furðulegur eftir frelsið í högunum, og ekki heldur ástæðuiaus, þvi að fæst af þeim eiga langt líf fyrir höndum. Bóndinn mun velja úr fallegustu gimbr- arnar, þær eiga að vaxa og fæða nýja kynslóð. Hin eru rekin í kaupstaðinn. Enginn vegur liggur heim að bæn- um, en ef gott er í sjóinn er hægt að flytja föng til vetrarins á báti. Annars eru þau flutt á hestum. Sé tíðin köld og votviðrasöm verður haustið ótrúlega erfitt bæði mönnum og skepnum, en þegar öllu er lokið framkallar það stolta gleði að vita að nú vantar ekkert. Bæöi fólki og fénaði getur liðið vel. í kjall- aranum eru tunnur með slátri, 1 skemm- unni kornmatur og síldarmjöl og allar hlöður eru fullar af heyi. Nú gengur vetur í garð og dagarnir verða stuttir en lengi að líða. Þegar vindur stendur af hafi, með lemjandi rigningu og freyðandi brimi, flytja bárurnar stundum við frá fram- andi löndum. Margir munu álíta að það sé létt aö fá timbur á þann hátt, en sú er ekki raunin. Bakkarnir eru víðast háir og ef trén eru þung verða karl- mennirnir að reyna krafta sína til hins ýtrasta, við að bjarga þeim á land. Bóndinn er þó glaður yfir gjöfum hafs- ins, því að kannski hugsar hann sér að byggja fjárhús, eða gera nýja girðingu. Þaö eru líka mörg áhöld sem bóndabær þarfnast, er hann nú getur smíöað. í mildri tíð liggur féð úti fram undir jól, en hvern dag þarf að smala því nið- ur að ströndinni, og ef útlit er fyrir hríð er það rekið í hús. Um háveturinn, meö- an allrá veðra er von, er það hýst hverja nótt. Það fer eins konar sælutilfinning um hvern góðan f jármann er hann opn- ar dyrnar á morgnana og mætir hlýju hússins og sauðalyktinni. Á hann stara ótal eftirvæntingarfull augu. Eiga þær að fara á beit, eða fá hey í jötuna? í góðu veðri er þeim hleypt út. Þær eru næstum allar hvítar nema forustuærin, hún er svört. Ef lausamjöll er á ganga þær í sporaslóð og sú fyrsta getur verið komin á beitilandið, þegar þær síðustu eru enn heima á túni. Eftir hópnum fer bóndinn og hundurinn, þar til allar hafa náð á ákvorðunarstað. Það er hugþekk sjón, er féð kemur heim á kyrru vetrarkvöldi. Yfir hvíta hjarnbreiðuna rennur það áfram, ró- samur, þolinmóður hópur, og snjórinn brakar undir hinum mörgu fótum. Mán- inn gerir gullbrú yfir sjóinn. Snjórinn glampar og glitrar í hans kalda, silfur- hvíta ljósi. Heima rýkur úr reykháfnum, það er hlýtt þegar karlmennirnir koma inn. Að loknum kvöldverði lesa þeir eða í nótt fer elskunnar engill blíður sem andblær hljóður um dimman geim, með blik af eilífðarbjarmans loga og brot af sakleysi til þín heim. Og djúpin ljóma og draumsól fríða í dýrð um harmskógalöndin skín, er lítill engill með litla vængi lítur fagnandi inn til þín. Hann leikur við þig sem lítill krakki að litlum geisla frá Drottins sól, og lindarstraumi frá lífsins brunni, sem leitar hjartans, er djúpt sig fól. Þá fyllist stofan af hörpuhljómum og hjartað þiðnar, sem frosið var, _ er sérðu ljósálfinn leyndra sorga við litla engilinn dansa þar. Og burt þeir svífa á björtum vængjum og brosa til þín — og hverfa hljótt. Þú krýpur niður og klökkur biður; og klukkur hringja um jólanótt. S. D. hlusta á útvarpið, en kvenfólkið sýslar við tóvinnu. Einhverntíma kemur stórhríð. Það brestur og brakar í húsinu, eins og norð- anvindurinn vilji blása því um koll. Ef konur eða börn reka nefið út fyrir dyrn- ar finnst þeim þau ekki ná andanum, og snjórinn þyrlast fyrir augun, svo að enginn sér neitt. Karlmennirnir leita uppi hlýjustu föt sín, áður en þeir fara út í fjárhúsin. Það er ekki langur vegur en þegar þeir koma aftur eru þeir fann- barðir og kaldir, jafnvel í augnabrún- irnar hefir hlaðið snjó. Aldrei finnur maðurinn betur smæð sína en einmitt í svona veðri, sem án miskunnar pínir lífið úr hverri þeirri veru, sem lendir á valdi þess. Þó finn- ur hann jafnframt yfirburði sína, þar sem hann á sjálfur þak yfir höfuðið og heldur undir verndarvæng sinum tvö til þrjú hundruö skepnum. Annað hvort er það hirðuleysi, eða fólkið vill lifa eins nálægt náttúrunni og hægt er, hvort sem veldur hefir það aldrei tvöfalda glugga í húsum sínum. Morgnarnir eru því nístandi kaldir, áð- ur en kveikt er upp. Frostrósir þekja gluggarúöurnar og ef maður vill sjá út, verður að þýða með andgufunni ofurlít- ið op á harða skelina. Svo einn morgunn er frostið horfið af rúðunni og Ijúfir vindar leika um bráðnandi snjó. Lungun hafa þegar fundið loftbreytinguna, og í svefnrofun- um hvíslar maður að sjálfum sér: Það er vorið sem kemur, kemur að sunnan. En það er ekki vorið sjálft. Án efa mun mörgum sinnum skiptast á frost og þýða, sólskin og hríðar, áður en það kemur fyrir alvöru. Ef til vill verður líka rigning og þoka vikum saman og yndi þess minna en væntað var. Þó mun einhvern tíma koma svo fagurt veður, svo undursamlegt lifandi samræmi milli sólar, hafs og lands, að maður gleymir hinum langa vetri og öðrum erfiðleikum lifsins. Þeir líða á burt þar til þeir mynda dökkan bakgrunn fyrir þær ljósu, litríku myndir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.