Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 11
JÖLABLAÐ TÍMANS 1948 11 það ekki, nei. Þá var það aftur hann Hákon: — En vandi er mér á höndum, Dúfa mín, ef hon- um þykir svo mikils um hana vert, þessa gjöf þína, aö hann megi ekki þess njóta ,sem meira mundi og sýnist, að honum mætti vera fyrirbúið eftir sína jökulgöngu, en heldur áfram að heimta þetta hnossgæti af mér, svo að hann fái notið munaðar þess í öðrum heimi.... En nú mundi hæfa, að Iiús- 'bóndi gengi til bæjar og veitti jarðneskum leifum síns heimamanns þann umbúnað, sem nauður rekur til og landsvenja býður. .. . Piltar, þið bindið upp af bátnum og gangið til búðar og nærið ykkur. Þið getið svo byrjað að gogga þennan blessaðan afla upp í fjöruna, þó að mér kynni eitthvaö að dveljast. Svo gengu þau heim, þau heiðurshjón, þegar hann hafði smeygt sér úr brókinni uppi við búðina og breitt hana á búoarvegginn. En álút var hún, hús- freyjan, Hvítur minn — og var hún þó ekki herða- lotin, sú kona. Það var ekki torséð á honum Hákoni, þegar hann kom ofan eftir, að hann væri í þungum þönkum. Og þegar aðgerðin byrjaði, þá sagði hann ekki orð við okkur. En það æmti í honum annað veifið. Ég sá, að stundum bogaði af honum svitinn, og öðruhverju blés hann og púaði ákaflega. Allt í einu hætti hann aö fletja, snéri hnífnum í hendi sinni og starði í eggina um stund, en sagði síðan: — Ámóta stilling á stálinu því arna og á gátinni þinni, Hákon Oddsson! Svo brá hann blaðinu upp í sig allra snöggvast og kjamsaði því næst nokkrum sinnum, en skók síðan höfuðið á sama hátt og sauð- kind, sem kemur alvot upp úr vatni eða legið hefir lengi í kalsarigningu. — Óþefur af eins og af máli þess manns, sem ekki lætur sína forsjá renna götuna á undan ræðunni. Og hann þreif í oddinn á hnífs- blaðinu, brá hnífnum á loft og reiddi hann um öxl. Svo fleygði hann honum þannig, að hann fór í boga í loftinu, snérist við á fluginu og kom á oddinn í stærðar stein. Blaðið hrökk í sundur, og Hákon laust upp ópi, hlakks — og þó gremju, og mælti síðan hátt: — Gruna kann heimskan, það horskur veit! Svo æddi hann upp í verbúð og sótti sér annan hníf, stóð því næst góða stund við flatningsborðið og hvatti hann, þungur á brún og áhyggjulegur, en tók síðan að fletja og flatti nú ýkjulaust á við tvo drjúga ' flatningsmenn, en annað veifið rumdi hann við eða ræskti sig, og stundum rak hann i rof — hrutu nokkur orð í einu: — Satt segir hún!.... En þörf var þér engin frá að segja draumvitran þinni.... Þín skylda jöfn á báða bóga — hjálp við þína Dúfu og við aumingj- ann.... Þú skalt, Hákon Oddsson — skalt!.... Ef ekki bíta — slíta þá!.... Hvers manns níðingur, sögðu þeir gömlu, — ehemm! Nei, nú yrði trúlega ekki farið á sjó í fyrramálið, hugsaði ég með mér, Litli maðurinn.... Og ekki þótti mér horfa líklegar um það, eftir að aðgerð var lokið og ég búinn að fara inn og súpa mér blöndu- sopa. Þá sá ég, hvar Hákon geisaði inn grundir, snéri sér við, æddi fyrst upp og siðan ofan, spígsporaði fram og aftur, aftur og fram, kvað við raust um tíma. Svo var hann allt í einu farinn að hefja steina — og loks að rífa upp grjót. Á endanum æddi hann heim að bæ, en í búðina kom hann, áður en við vorum háttaðir. Hann yrti ekki á neinn okkar, en svipti sér úr fötunum. fleygði sér upp í rúmið sitt og dró sæng upp yfir höfuð. Þeg- ar ég var að sofna, heyrði ég stunur og tannagnístur. Þaö var háð hart stríð í rúminu hans Hákonar, það kvöldið, þó að stundum legðist hann fyrir eins og barn, hjúfraði sig niður með værðarstunum og signdi sig og læsi bænir upphátt, eins og einhver væri við- staddur, sem ætti að gæta þess, að lesiö væri og lesið rétt, engu við bætt og engu undan skotið. Aldrei iá Hákoni það mikið á, aldrei nokkurn tíma það óðagot á honum, þegar hann var að vekja okkur á sjóinn og hafði ekki eingang hugann við annað bundinn en aflabrögðin, að hann gæfi sér ekki tíma til að kveða frá upphafi til enda hátt og snjallt og með þeim áherzlum, sem honum þóttu við hæfi, þessa gömlu þulu: RAKEL P. ÞDRLEIFSSDN : „Hví skyldi ei gróa sáning sú, sem vér til þroska viljum nú. Óforþént megum akur á engri skuld kasta þar fyrir, heldur yrkingar aðferð þá er sjálfir brúkað höfum vér.“ Þannig mælti orðsins og jarðarinnar yrkjandi á átjándu öld og tel ég, aö nokkurt hald sé enn í þessum orðum hans. Nei, það er ekki landsins sök, þá illa gengur. Það er nærri þvi gömul saga að segja frá því, aö lín geti sprottið hér. Um það bil þrettán ár eru liðin síðan að fyrst var gerð tilraun með að rækta það. Upp frá því hefir það árlega glatt geð mitt og hjarta að sjá þaö spretta. Ef til vill eru það fleiri en einn og fleiri en tveir, sem í ár sjá það spretta og gleðjast yfir fegurð þess og nytsemi. Það er kvartað yfir því og þykir af- leitt, að lítið sem ekkert fæst af lér- efti og annarri álnavöru í búðunum, en Þingvelli gæti verið einn slíkur akur; óslitinn akur af hinu þolna og haldgóða ég segi ykkur satt, að hitt er enn verra, að við skulum ekki framleiða þessa vöru, úr því að það er hægt. Víst er það athyglisvert hve mikið erlent fé þarf til þess að klæða hvern þegn i landinu frá því innsta til hins yzta, til svefns og setu. Veit ég þaö eitt, að hagkvæmara væri, bæði fyrir ríki og einstaklinga, að sá sína akra, rækta sitt lín og vinna úr því í sínum eigin iðjuverum, allt sem þarf í lök og dúka, handklæði og hvern annan léreftsfatnað, heldur en að leita stöðugt til annarra þjóða, sem jafnvel eiga bágt með að láta nokkuð af hendi. Þegar ekið er úr bænum, blasir við á báða bóga óbrotið land, falinn sjóð- ur, fullur af blómum, bláum línblóm- um. Leiðin frá Eeykjavík og austur á íslenzka líni. Ég hefi áður í stuttu erindi getið nokkuð um uppruna línsins og notkun þess í fyrndinni og skal fæst af því rak- ið hér. En lín er ein elzta jurt, sem menn kunna skil á að notuð hafi verið til klæðnaðar. Indverjar ræktuðu lín meir en 5000 árum f. Krist og nefndist það atasi á Sanskrift og atasa eða krama, það sem búið var til úr því. Sið- ar kom ekypskt lín og varð frægt meðal þjóðanna fyrir fínleik og gæði. Fjöldi mynda í listsögu fornegypta skíra þessa iðju þeirra. Um það bil 600 árum f. Kr. er þess getið, að segl á skipum Fönikíu- manna væru úr egyptsku líni og með myndsaum. Fluttu þeir og einnig egyptskt lín til Tyrusborgar. — Og smám saman fluttust mennirnir vestur eftir Asíu og Evrópu, og þá alla leið til ís- lands, eins og vitað er. En hvort lín- ræktin hefir komið hingað með þeim veit enginn fyrir víst, en margt bendir til þess, að svo hafi verið, svo sem ör- nefni og klæðagerð, og segir meðal annars svo í Landnámu: „Skútaðar-Skeggi hét ágætur maður í Noregi, hans son var Björn, er kallað- ur var Skinna-Björn, af því aö hann var Hólmgarðsfari,“ (það er að segja, að hann sigldi með grávöru til Rúss- lands, til Novgorod). Frjólendi er mikið um þessar slóðir og lín og akuryrkja ævaforn. Ekki er ólíklegt aö Skinna- Björn hafi flutt með sér í vesturveg bæði lín og bygg og fleira, sem fágætt var heima fyrir. Síðar réðst hann til ísfands og nam Miöfjörö og Línakradal. Eigi er ólíklegt að Björn hafi sáð þar til korns og klæöis og gefizt vel, þótt það síðar hafi gleymzt og týnzt af or- sökum, sem okkur eru enn ekki fylli- lega Ijósar. Þess er getið í eistu heimildum, eins og Kristinrétti að „tíund skyldi gjalda í léreftum þeim og vaðmálum, sem kaupa gæti í því héraði,“ einnig er í annarri heimild getið um að „órotið lín skyldi gjalda í tíund og skyldi það eigi vera minna en spannar langt.“ Ýmiss kirkjubúnaður sýnir að lín var mikið notað til slíkra liluta. Fornminjar okkar eru sú auðlind, sem lengi mun veita andlega næringu, ef úr henni er teygað og vel getur verið við gaumgæfa skoðun, að íslenzkt lín frá fyrri tíð eigi þar eftir. að koma fram í dagsljósið. „Hvernig datt þér í hug að rækta lín?“ er spurning sem oft dynur yfir mig. En ég segi sem satt er: Það kom alveg af sjálfu sér. Mikinn hluta ævi minnar hefi ég verið skoðandi, ja, kannske fremur hlustandi, náttúrunnar, og stuðningur minn í þeim efnum hefir oft og einatt verið reynsla liðinna tíma, já, löngu liðinna tíma. Um margra ára skeið lagði ég stund á að viða að mér ýmsum lyfjajurtum og ein þeirra var lín. Því var það að fyrsta línfræið, sem ég sáði, var keypt í Reykja- víkur Apóteki. En þessi tegund af lini verður ekki há, aðeins 45—50 cm. Stöng- ullinn greinist oft allt neðan frá rót- inni. Lín þetta ber mikið og stórt fræ og getur staðið lengur á akrinum, þar sem leggurinn er ekki jafns virði á við spunalín. Það var einmitt lin upp af þessu fræi, sem ég íór með til Dan- merkur í október 1938. Hafði ég árið áður komizt yfir bækling um lín eftir Chr. Lunden, forstöðumann fyrir Til- raunastöð ríkisins í Lyngby. Tjáði hann mér, að þar sem að olíulín hefði náð þeim þroska, þá mundi spunalín einnig gefast vel. Naut ég allra góðra ráða og gestrisni Lundenhjónanna. Eigi var annað gert að líni í Lyngby en að rækta og bera saman hinar ýmsu tegundir. En hið fræga og fagra Landbúnaðarsafn er þarna fast hjá tilraunastöðinni, eða að Virumgaard, sem er bæjarnafnið, og fékk ég nóg lín til þess að æfa mig í að vinna úr því í gömlum áhöldum i safninu. Eina línverksmiðjan, sem þá var til í Danmörku var í Tommerup á Fjöni og fór ég þangaö með lín það, sem ég hafði meðferðis og geymt var í vöruskemmu Sameinaða í Höfn. í Tommerup var áhugasamur forstj óri, sem lært hafði sína iðn í Belgíu. Var sú aðferð efst á döfinni að grænflá strá- ið, og þar sem línið, sem ég kom með, var órotið, þá hlaut það þessa aðferð, En þar sem þetta lín var mun styttra en spunalín, og vélarnar sniðnar eftir því, þá flóknaði það meir en ella við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.