Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 18
18
JÓLABLAÐ TÍMANS 1948
varpa á íslandi. Hannesi Hafstein tókst
að sameina íslenzku nefndarmennina
um þetta frumvarp, nema einn, Skúla
Thoroddsen, og er þetta harla kunnugt,
en má þó enn rifja þetta upp, fyrir þá
sem eru svo ungir að þeim finnst þessir
atburðir hafa gerzt í forneskju.
Andstaðan gegn „uppkastinu“ varð á-
kaflega snögg og baxdaginn heitur.
Fylgismenn frumvarpsins munu þó hafa
talið sér sigurinn harla vísan. Foringi
þeirra, Hannes Hafstein, fór um landið
og barðist sem ljón og hafði vissulega
með sér einvalalið, marga þingmenn
sem telja mátti örugga í kjördæmi sínu
á hverju sem gengi, en gegn frumvarp-
inu var víða teflt nýliðum, sem hinir
vönu stjórnmálamenn töldu sig víst
mundu hafa í öllum höndum við.
Sunnudaginn 6. september, fjórum
dögum fyrir kosningar, var þingmála-
fundur á Austurvelli í Reykjavík. Guð-
mundur Björnsson, landlæknir, sem þá
var í blóma aldurs síns og fylgismaður
frumvarpsins, sagði á þeim fundi á þá
leið, að það ætti að taka þá sem vildu
gerast steinar í vegi þjóðarinnar — það
ætti að taka þá og sökkva þeim á fer-
tugu dýpi hér fyrir utan eyjar. Þessum
orðum var síðan mjög á loft haldið gegn
honum og uppkastinu, en margt var
sagt á báða bóga; munu þar hafa sann-
ast sem oftar orð Þorsteins Erlingssonar,
sem vel þekkti til hlutanna, að það var
vandinn, „hvað kleift væri að hafa yfir
hátt, og hverju yrði dreift út að baki“.
Kjördagur, 10. september, var á
fimmtudegi. Miðvikudagurinn 9. sept-
ember fyrir 40 árum rann upp yfir
Reykjavík, ofurlítill andvari á norðan
og nær heiðríkur himinn, fagurt veður.
Allir áhugamenn komu snemma til úr-
slitabardagans.
Þá bar það til, að ung dóttir Hannes-
ar Hafsteins kemur flaumósa og hágrát
andi inn til móður sinnar og spyr hvort
þetta sé satt, að búið sé að setja hann
pabba sinn í tugthúsiö.
Von var að barniö spyrði. Á þessari
sömu stund flaug um allar götur Reykja
vikur miði nokkur, en á honum stóð
stóru og feitu letri: „íslandsrádherra í
tugthúsið.“ En er betur var að gáð, stóð
með heldur smáu Ietri fyrir ofan: Al-
berti fyrrverandi.
Alberti var hinn síðasti Dani sem var
íslandsráðherra, og hafði á sínum tíma
afhent embættið í hendur Hannesi Haf-
stein. Aiberti kemur við Alþingisrímur
hinar fornu, þá er sendinefnd íslenzkra
stjórnmálamanna kemur á fund Krist-
jáns konungs 9., sem þá var gamlaður,
og segi'r: „Vilt þú ekki Alberti, út til
dyra ganga?“
„Alberti fór út á hlað,
ofan hinir tóku,
fengu honum heljarblað
höfðingjarnir klóku.“
— cg Alberti segir m. a.:
„Ég mun ykkar óðalsorð
ekki móti vera,
en fyrir sjálfra ykkar orð
ekki mikið gera.“
Og Alþingisrímurnar enda á þessu, og
mun það vera fegurst kveðið um Alberti:
Allir mæna á Albirti,
ás hins nýja siðar,
ætla að renni upp öldin ný,
öldin ljóss og friðar.
Kom þú svo með Fróða-frið,
fögur tímans stjarna,
sldn þú broshýr vöggu við
vorra ungu barna.
Þetta var áður en heimastj órnin
fékkst, en þá var sú stjórnarbót í aðsigi.
En hver var þá Alberti?
Aðal-alfræðiorðabók Dana gerir þessa
grein fyrir manninum, meðal annars:
Hann var fæddur 1851. Varö dóms-
málaráöherra í ráðuneyti vinstri manna
í júlí 1901, þá fimmtugur, og jafnframt
íslandsráðherra. Hann lét til sín taka
um þetta: 1) Réttarstöðu íslands. 2)
Kom á lögum um vanrækt börn og af-
vegaleidda unglinga og um skilorðs-
dóma. 3) Knúði fram hýðingarlögin, þ.
e. viðauka viö dönsku hegningarlögin,
að ofbeldismenn og nauðgunarmenn
skyldi húðstrýkja. 4) Hann aftók opin-
ber skækjuhús í Danmörku 1906. Baðst
lausnar 24. júlí 1908, eftir nákvæmlega
sjö ára ráðherradóm. Var þá veitt hæsta
nafnbót sem ótiginn maöur gat fengið í
Danmörku, geheimekonferensráð. Sex
vikum síðar, 8. september, gekk hann
ótilkvaddur á vald lögreglunni og á-
kærði sjálfan sig fyrir svik, skjalafals
og fjárdrátt, sem hann taldi nema 9
milljónum króna, en reyndist eftir
meira en tveggja ára rannsókn nær 18
milljónir, og höfðu slík finl aldrei gerzt
á Norðurlöndum. Þetta hneyksli varð
frægt að endemum um öll lönd jarðar
og gerði Dönum óbætanlegt tjón meðal
þjóðamia. Var 17. desember 1910 dæmd-
ur í 8 ára tugthús, þyngstu hegningu
sem bókstafur laganna leyfði. Var náð-
aður í ágúst 1917 fyrir ágæta hegð-
un í fangelsi. Lifði eftir þaö kyrlátu lífi
í Kaupmannahöfn. Lézt af slysförum 14.
júní 1932, 81 árs að aldri.
. Þetta eru í fáum og þurrum orðum
eftirmælin eftir þann mann sem um
langt árabil stóð einna mestur ljómi af
í Danmörku, og þó jafnframt mikill
styr, pólitískan vígamann, þann sem
trauðla átti sinn líka að harðfengi og
snarræði, mann sem um langa hríð var
brjóst og hlíf fyrir flokki sínum, en
stafnbúi og samvígismaður eins göfug-
asta og grandvarasta stjórnmálamanns
sem Danir hafa átt, I. C. Christensens,
manns sem var samverkamaöur Hann-
esar Hafsteins um heimastjórn handa ís
lendingum og fékk honum í hendur ráð-
herradóminn yfir málefnum íslands.
Ekki var það kyn, þó að fall Albertis
væri notað gegn Hannesi Hafstein, þar
sem það kom upp í hendur andstæð-
inganna daginn fyrir sjálfar kosningarn
ar. Það var vitanlegt, að framgangur
„uppkastsins" bygðist á samvinnu við
flokk Albertis, vinstri. menn og stjórn
þeirra í Danmörku, enda lögðu frum-
varpsmenn hér mikla áherzlu á það,
þegar í stað, daginn fyrir kosningarnar
og kosningadaginn, að fall Albertis
hefði engin áhrif á stjórnina í Dan-
mörku. Birtu þeir um þetta símskeyti
frá íslenzka skrifstofustjóranum í
Kaupmannahöfn, bæði í blöðum og
fregnmiðum. En nærri má geta hversu
hneykslisfregnin hefir komið þeim í
opna skjöldu, þar sem höfuðvopn and-
stæðinganna var það, að uppkastsmenn
gengju erinda Dana og væru að berjast
fyrir dönskum hagsmunum. Og svona
voru þeir þá, þessir dönsku herrar sem
þeir höfðu verið að makka við: sjálfur
íslandsráöherrann stórglæpamaöur!
Jón Ólafsson segir í „Reykjavíkinni“
9. september, að kosningasmalar and-
stæðinganna telji mönnum nú trú um
þaö, að Alberti hafi alla tíð verið heima
stjórnarmaður, eins og Hafstein. Því sé
líka skotið að vitgrönnum mönnum í
Skuggahverfinu, að Alberti sé enn ís-
landsráðherra í Kaupmannahöfn, þó aö
Hafstein sé það hér! Það má af mörgu
sjá, aö Hafsteinsmenn hafa orðiö nokk-
uð ráðþrota við hneykslisfregnina og
að skynsamlegt tal hafi lítið gagnaö á
götum Reykjavíkur þann daginn.
Annað mál er það, hvort fregnin hefir
í rauninni valdið nokkru verulegu um
úrslitin, og þá að vísu nær eingöngu í
Reykjavík. Út um land gat hún síður
ekki við Magnús jólagat, ekki við vesalinginn, þó að
hann væri í hempu — ekki við þann, sem hefir verið
hjálparþurfi, jafnvel þó hann til höfðingsbokka teld-
ist. Hann hristi höfuðið, Hákon. — Ég veit ekki til
þess, barn, að þeir hafi verið hræddir við nema eitt.
En mér er ekki vitanlegt,að neinn af þeim hafi gert sig
svo mikinn, að hann gerði ekki ráð fyrir einum meiri.
Og hver er ekki smærri en smár fyrir honum, þegar
þar aö kemur, — og þá miskunnar þurfi? Það var þeim
að minnsta kosti — það er okkur öllum að minnsta
kosti inngróið í sál og samvizku — að sá, sem hneyksl-
ar einn af þessum smælingjum, sá, sem situr yfir
hans rétti, sá, sem dregur sér hans lamb, já, sá, sem
ekki hjálpar honum gegn ofbeldismanninum og hin-
um rangiáta, sá sé svo farinn, að honum sé myllu-
steinninn betri — því hann hafi drýgt syndina gegn
heilögum anda, barnið gott — anda miskunnsem-
innar....
Nú þagnaöi hann, Hvítur minn, — hann var rétt
að kalla oröinn móður, hann Hákon. En svo hélt
hann áfram, augun heit, augnaráðið sárt — sýndist
mér:
— Og þegar hann svo fór að krefja mig, þessi hrak-
hólamaður, strax og hann var farinn af þessum heimi,
sem aldrei átti neitt, sem Magnúsi Vigdísarsyni væri
ætlað, já, fór að heimta af mér þennan veraldar-
munað, sem honum fannst vera, en margur rakkinn,
til að mynda hann Díli okkar hérna, lætur út úr sér
með velgju — og ’geispandi af ógeði — þá fannst
mér — og fannst það meir og rneir — eins og ég,
Hákon Oddsson, stæöi meö lamb fátæka mannsins
mér viö hendur fast — og heföi öllu fyrirgert, ef ég
fengi ekki gert þessum villta paradisarerfingja, með
heimsský armóðsins á báðum sínum augum, þá úr-
lausn, sem hann gæti tekiö gilda, — sem hann skildi
og honum dygði.... Þá komst þú, Litli maðurinn með
lánshendurnar og lukkuhausinn, og rakst það úr-
ræði upp að nefinu á Hákoni, sem honum hafði sézt
yfir — af því að það lá fyrir framan tærnar á hon-
um — losaðir hann við lambið og þar með lavibs-
skuldina.... Og hérna — hann benti á gimbrina, —
hérna — við þessari áttu að taka frá mér og henni
Dúfu minni, þakklætisvottur — á svo að heita, fannst
það upp á vissan máta bezt við hæfi aö launa með
lambi, — minnist kannski, hvernig formóðir þess var
tilkomin, Krúsadrengurinn!
Litli maðurinn stóð upp, reigði sig, skældi sig þessi
undur. Svo skyggndist hann milli himinskauta — og
gaut síðan til mín sínum haliskyggnu hvarmsólum:
— Komirðu í Móa til Móa-karlsins og Móa-kon-
unnar, þá geturðu séð, hvernig þaö hefir hafzt við
hjá mér — eða trúlega frekast hjá henni Mörtu og af
sprenginu — þetta umbunarkyn .... Hvernig hitt
kann að hafa tímgast, það sem sáð var til þarna í
hlöðunni og ósýnilegt var gefið — það er annað mál.
Þó er hann ekki frá því, Litli maðurinn, að það kynni
endur og eins að hafa skotið upp af því gróðrarnál,
sem einhver útigangsskepnan gæti hafa séð sér mun
í, — verður að stóla á það, garmurinn — því hann
er sosum sömu trúar og hann Hákon Oddsson.
Þetta er ráðhúsiö í Jerúsalem, einhver fegursta bygging,
sem rcist hefir verið þar á seinni ölrtum.