Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 2
2 JOLABLAÐ TIMANS 1948 HALLDDR KRISTJÁNSSDN: Hugleihing um kristna trú Þó að trúmál séu í sjálfu sér ekki skilningsatriði, er þó rétt að gera sér grein fyrir áhrifum trúarlífsins. Ungt fólk nú á tímum vill vera frjálst og ó- háð. Það lætur ekki skipa sér að trúa og það lætur heldur ekki kúga sig til uppgerðarlotningar. En væntanlega læt- ur það ekki heldur banna sér að trúa eða virða. Þó ao menn verði hvorki trúaðir né vantrúaðir af hagkvæmisástæðum, er það ekki ómerkilegt að athuga hvaða álirif trúin hefir haft og hefir enn. Það er að minnsta kosti ekki verra fræði- legt viðfangsefni en hvað annað. Hitt má svo muna líka, að áhrifin ein eru ekki sönnunargagn. Stundum er börn- um sagt ósatt til að ná heppilegum á- hrifum og sjálfsagt má finna margt í sögu trúarbragðanna, sem er í ætt við það. Það er ekki ætlunin með þessum lín- um að sanna neitt trúfræðilegt. Hins vegar vænti ég að geta átt samleið með þeim, sem hleypidómalaust vilja skoða reynsluna í ljósi eigin skilnings. Ég ætl- ast ekki tii þess, að neinn trúi því, sem brýtur í bág við skynsemi hans, þegar henni er beitt af fullri einlægni. Þetta á ekki að vera trúboð, heldur aðeins hleypidómalaus athugun nokk- urra staðreynda, sem snerta áhrif krist- innar trúar. Kristin kirkja greinist í ýmsar deildir og jafnvel hér á landi er mikill ágrein- ingur milli trúaðra manna. Slíkt verð- ur ekki fengizt við hér. Þaö sem er sam- eiginlegt skiptir mestu máli. Þó að saga trúarbragðanna sé flókin og löng, virðist mér þó að greina megi með fáum orð- um kjarna kristindómsins eitthvað á þessa leið: Maðurinn hefir skilyrði til að vaxa og þroskast til fullkomnunar í réttlæti og siðgæöi, ef hann vill það af einlægni og leitar sér hjálpar tii þess. Æðri máttarvöld vaka yfir mönnun- um í kærleika og náð og grípa inn í líf manna með vissum hætti. Menn geta náð andlegu samfélagi við þetta góða afl ef þeir leita þess með réttu hugar- fari og alvöru. Kristur er opinberun hins eilífa kær- leika, sem vakir yfir mönnunum og læt- ur ekki af að vinna sín líknarstörf meðal hinna smáu og þjáðu og mótmæla ó- réttinum hvað sem það kostar, hikar ekki við sjálfsfórn, en heldur áfram að lifa og hjálpa jafnvel ofsækjendum sín- um, því að kærleikurinn er ódauðlegur. Þessi kjarni mun vera, sameiginlegur öllum kirkjudeildum kristinna manna, þó að það sé næsta mismunandi, sem utan um er ofið á hverjum stað. Nú má segja, að kristindómurinn byggist mjög á öðrum trúarbrögðum, frumkristnin hafi mjög mótast af-trú og helgiritum Gyðinga, og í siðfræði Krists sé fátt eða ekkert, sem ekki megi finna annars staðar. Líf Krists og fórn- ardauði eigi sér líka hliðstæður. Allt hefir þetta nokkuð til sins máls, en breytir hvergi því, sem hér er um að ræða.Glugginn minn er jafngóður, þó að ljós dagsins falli einnig um aðra glugga. Höndin, sem leiddi mig, er jafn mikils virði fyrir mig, þó að hún hafi hjálpað fleirum eða aðrar hendur leitt aðra. Boðskapur kristninnar og líf og starf á ekki gildi sitt undir því að vera ein- stakt og dæmalaust, heldur hinu, að vera satt og rétt. Og trauðla mun trú- uðum manni finnast því minna til um hinn guðdómlega kærleika, sem hann kemur víðar fram í sögu og samtíð. Frægasta skáld, sem nú er uppi á ís- landi, lætur einn speking sinn og and- legan leiðtoga segja: „Siðferði er ekki til í hlutunum. Og það er ekki til neitt siðgæði, aðeins mis- munandi hagkvæmar venjur.“ í samræmi við þetta segir spekingur- inn líka: „Þaö er aðeins til einn heimur og í honum ríkir annað hvort hagkvæmt eða óhagkvæmt ástand fyrir þá, sem lifa.“ Þessi andlegi leiðtogi talar líka um „óvin lífsins, guð kristinna manna.“ Þetta er eitt afbrigði af kenningu efn- ishyggjumanna. Það er ekki til neitt sið- gæði og við eigum að miöa allt við það, hvað hagkvæmast er og þægilegast. Það er rétt að setja þessa skoðun upp við hlið hinnar kristnu grundvallar- reglu: Það, sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Ef til vill segir einhver, að þetta sé hagkvæmasta reglan. Hún mun að sönnu verða það fyrir heildina, en einstakling- urinn á oft að velja milli þess að fylgja hinu kristna siðgæði eða hinu, sem hag- kvæmast er fyrir hann. Þessi hagkvæmnisregla einkennir mjög þjóðiíf okkar í dag. Það þykir hagkvæmt, að þjóöfélagið hafi miklar og margvíslegar skyldur við þegnana. Það á að sjá fyrir mönnum að mörgu leyti. Skólar, sjúkrahús, margskonar hæli og hjálparstofnanir er heimtað af þjóð- félaginu. Það er hagkvæmt. Til þess að þetta sé hægt, þarf ríkissjóður tekjur. Þá er hagkvæmt að hafa lög og reglur um skatta og skyldur. En jafnframt er það hagkvæmast fyrir hvern einstakan að smeygja sér undan skyldunum. Á grundvelli hins hagkvæma vilja meim gjarnan vera heimilislausir og undan- þegnir sköttum og skyidum meðan þeir þurfa einskis með, því að þjóðfélagið veitir sína hjálp jafnt þegar hennar þarf með, þó að vangert og misgert hafi ver- ið við það . Hér kemur lítil dæmisaga, sem er mjög lærdómsrík. Hún er um ávexti þess mannlífs, sem leitar hins hagkvæma á- stands en afneitar siðgæðinu. Ógift móðir var með fjögra ára barn, sem þurfti hælisvistar. Hún hitti einn af yfirmönnum heilbrigðismálanna og krafðist réttarins. Víst átti barnið ský- lausa kröfu til hælisvistar, en þar var fullskipað fyrir. Konan talaði margt um vonzku og vanrækslu þjóðfélagsins, sem brigðist skyldum sínum. Embættismað- urinn mótmælti engu og konan talaði af hita, því að hún fann til óréttarins. Að lokum sagðist embættismaðurinn sjá eina leið til að bjarga málinu. Það vant- aði starfsfölk á hælið. Konan væri laus og liðug. Hún gæti fengiö þar atvinnu fyrir ágætis kaup með ríflegum fríum og tómstundum. Þá skyldi hann sjá svo um, að hliðrað yrði til og barnið nyti hælisvistar. Konan fór og hefir ekki leitað aftur til þeirrar skrifstofu. Hún var að leita þess, sem hagkvæmast væri fyrir sig, en hlustaði ekki eftir því, að það, sem hún vildi að aðrir gerðu sér, ætti hún að gera þeim. Þessi dæmisaga er sönn þjóðlífsmynd. Það er létt verk að smala saman mak- ráðum og eigingjörnum smásálum til að gera kröfur á hendur hins ópersónulega Kristján Sigurðsson, Brúsastöðum: Þift innsta vígi Við yzta haf þitt auga skynjar rönd, af eiíífheiðu Ijóssins geislaveldi. Þar byggir vonin víð og fögur lönd og viljinn knýr að fara um landnámseldi. Hver gaf þér hina glöðu leitarþrá? Hver gœddi líf þitt starfsins undramætti, og óf í sál þér hneigð að hlýða á huldumál z lífsins strengjaslœtti? Sem úfin poka stikar inn um sirönd, og steypir dökkum hjúp á jörðu þína, en geislinn sundurgreiðir styrkri hönd liinn gráa kufi og nœr á þig að skína, í andans ríki eins cr glíma háð, þar örlög tvís f/n skapast mannabörnum, en upp er skorið eins og tii er sáð, það er þér leiðarmerki villugjörnum. \ Og haturs nátííröll herja þína jörð. Þeim heiðniguðum enn er lyft að stalli og þsirra er dýrð í þinni bœnagjörð, og þér finnst nautn að hlýða þeirra kálli. Þótt valdsins grœðgi teygi krabbaklœr og kreisti hrjáðar þjóðir inn að hjarta, þá er það máski anda þínum nœr, en eiga tal við Mannsinssoninn bjarta? Þó sannar hann að sálar þinnar blik, er sígilt tákn úr andans furðuveldi, og aö þú fremur við þig sjálfan svik að selja öðrum vald í þínum eldi. m Hann laust við sprota, kom fram kœrleiks- 1 lind, hann kenndi þér að elska hana og finna, að hún er lífs þíns sanna sigurmynd og samnefnari geislabrota þinna. Lát innra lífs þíns bjartast morgunblik með beinu.skeyti nema tröllsins auga því sigurleysi sannar allt þitt hik. Já, seg þú slitið fyigd við nceturdrauga því dómur guðs er genginn um þitt pund. Hann gaf þér reit og kvisi er áttu að sinna. Ef kemur þú í kœrleiksgróðurlund, þar- köllun þinni muntu verksvið finna. Þá gefst þér tóm að virða vígið þitt, þar vex og dafnar margs kyns flœkjugróður, þar tímans blekking mörg á sœti sitt og sannleiksandinn gengur þar um hljóður og enn mun brotna bylgj'an mörg á þér því brimhljóð tímans flytur þar um sanninn, en treysta má að vígið öruggt er ef alltaf má þar finna sjálfan manninn. \ i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.