Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 23

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ TÍMANS 1948 23 á skíðum um Bjarkarhlíðina á heiðbjörtum vetrar- kvöldum þegar stjörnurnar tindruðu. Þá kom þeim í hug: Ef til vill má hér sjá ljós í glugga í nýja bænum okkar næsta vetur. Dag nokkurn fyrir jól var lánbeiðnin tekin til meðferðar. Hún var felld. Því var borið við að hér væri ekki um innansveitar- mann að ræða. Nefndarmenn kváöu ýmsa menn borna og barn- fædda í sveitinni, sem vantaði lán. Þeir viðurkenndu að Lars væri óvenjulega duglegur. En það varð að neita umsókn hans. Lars og Marit féll þetta þungt. Allar framtíðar- vonirnar fuku út 1 veður og vind. Um kvöldið fóru þau út í hlíðina — til drauma- landsins. Það var tunglskin og ágætt skíðafæri. Snjór- inn var mjúkur sem silki. Kvöldiö*var töfrandi. Him- ininn, jörðin og hafið var allt geislum stráð. Þvilík fegurð! En þeim var svo þungt í skapi að þau veittu þessari miklu fegurð litla athygli. Þau voru vængbrotin. Draumurinn búinn. Lars mælti: „Hérna átti bærinn að standa. En þannig er lífið. Við heimilisleysingjarnir verðum að fara stað úr stað. Við getum ekki fengið að sýna hvað í okkur býr, hvað við getum, aðeins strita fyrir aðra, þar til kraftarnir dvína. Svo er það hreppurinn sem við tekur.“ Hann sagði þetta með nokkurri gremju. En er hann tók aftur til máls var rómurinn mýkri. „Ég verð að fara héðan. Ég eignast aldrei neitt teljandi án þess að freista gæfunnar. Heimurinn er stór, og víða betri möguleikar til að komast áfram. Ef til vill verð ég svo stæður einhverntíma að geta byggt án þess að fá lán. Ætlarðu að bíða eftir mér?“ Hann lækkaði róminn er hann sagði síðustu orðin. „Þú þarft ekki að spyrja mig um það,“ svaraði Marit. „Það veiztu.“ En hún var náhvít, og grátstaf- urinn í röddinni er hún sagði: „En það má kaupa gullið af dýru verði. Það er illt að láta beztu árin fara til einskis. Það hafa margir þá sögu að segja, allt of margir." Hún þagnaði. Svo mælti hún: „Við getum reynt aftur að sækja um lán, undir mínu nafni. Enginn getur neitað því, að ég sé héðan upprunnin.“ „Þú,“ sagði Lars. „Þú ert kvenmaður. Það ber eng- an árangur. Karlmennirnir ganga fyrir og það er nóg af þeim.“ Hún mælti: „Ég ætla að reyna. Þú getur frestað burtför þinni til vors. Við skulum bíða eftir svarinu.“ „Jæja, það má reyna þetta,“ sagði hann. „Það er heldur ekki árennilegt að fara út í óvissuna um há- vetur. Og ég get verið hjá þér dálitið lengur." Hann brosti og faðmaði hana að sér. Hún brosti einnig. Aftur lifnaöi vonin í brjóstum þeirra. Þau voru ung. Alit gat lagast. Tíminn leið. Dag nokkurn um veturinn gerðist sá atburður, sem kom hugum fólksins í mikið uppnám. Hákon, einka- sonurinn, hafði farið upp í sel eftir heyi. En Lars vann að skógarhöggi eins og venjulega. Er fram á daginn leið gerði blindhríð af norð- vestri, Lars varð að hætta vinnu og kom heim. Nú var orðið svo áliðið daginn að Hákon hefði átt að vera kominn heim, ef allt hefði gengið að óskum. En það voru komnir skaflar, sem hlutu að seinka för hans. Bóndinn fór oft út til þess að hlusta. Menn fóru að verða hræddir urn Hákon. í þvílíku óveðri segir fátt af einum. Lars sagðist þá ætla að fara inn í dalinn og moka verstu snjóskaflana, því að hestinum gengi illa að draga ækið í ófærð þeirri, sem komin var. Fólkinu létti við að heyra að Lars færi. Veðrið var reglulega vont. Það sá ekki út úr aug- unum. Hríðin lamdi Lars í framan. Hann varð sí- fellt að þurrka augun. En hann var þrekmikill, bauð hríðinni byrginn og beit á jaxlinn. Hann varð að finna Hákon. Ef til vill var hann hjálparþurfi. Það dimmdi stöðugt meir og meir. Hve langt var irnar í þinginu urðu harðari og hvass- ari. Flokksmenn Albertis hlógu þær enn allar af sér. Alberti höfðaði 10 til 20 meið yrðismál á blöðin vikulega. Hann fékk dóm fyrir því, að blaðið „Köbenhavn" skyldi ekki mega nefna hann á nafn. Þá komu einu sinni í blaðinu fáeinar smá- línur: Barnið hjalar í vöggu sinni: A — A — A. En móðirin segir dauðskelkuð: Guð hjálpi þér, barn! Hvað ætlarðu að fara að segja! Alberti stefndi líka fyrir þetta! Hann bannaði með ráðherravaldi að ráöherrar væri nefndir á nafn í „revíu“. En höfundarnir og leikararnir höfðu þá ýms brögð við. Þá bannaði Alberti allar revíur. Við fjárlagaumræður 1908 urðu árás- irnar á Alberti óvenjulega harðar. Gegn- um hlátrasköll og liróp flokksmanna hans skáru sig framígrip manna eins og Edvard Brandes, Hermans Trier o. fl.: Dómsmálaráðherrann lýgur! Slikt var óheyrt áður í þingsölum Dana. Við þriðju umræðu fjárlaganna stóð Alberti í ræðustólnum og varðist af hinni sömu karlmennsku og fyrr. En þá stóð svit- inn á enni honum, sem ekki var honum eiginlegt. Þá bar hann skammbyssu í vasa sínum. Nú vissi hann ekki lengur á hvaða augnabliki úrslitasönnunin gæti komiö fram. Þá ætlaði hann að ganga afsíðis og binda enda á málið. Þá nótt sat Christensen og horfði á hann, og þeir sem þekktu hin ljósgráu, kyrru augu hans lásu nú þar dauðadóm Albertis. Litlu seinna leysti hann Alberti úr stjórninni við hina mestu sæmd sem verða mátti. Alberti varð formaður í Stóra norræna félaginu og hafði þá árs- tekjur sem nema mundu 70—80 þúsund krónum. Það var geysifé á þeim árum. Allir fjandmenn Albertis töldu nú að hann hefði undan borið fyrir fullt og allt. Óreiðan í fjármálum hans gæti ekki verið svo mikil að honum væri nú ekki innanhandar að ráða þar bætur á í kyrrþey. I. C. Christensen hafði farið um Jót- land með Friðriki konungi sumarið 1908. Það var slik sigurför fyrir hann, að fár eða enginn danskur forsætisráðherra mun hafa hlotið slíka för. Hann stóð nú á hátindi valda sinna og ástsældar og vissi sér einskis ótta von. Ameríski sendiherrann ætlaði að gifta dóttur sína þriðjudaginn 8. september. Hann bauð hinum sæmdum hlaðna Al- berti til veizlunnar. Alberti afþakkaði boðið með stuttorðu bréfi — „það er búið að bjóða mér annað“ — skrifar hann. Og þessi brúðkaupsda|;ur Banda- ríkjameyjarinnar rann upp í dýrð sinni. Danska stjórnin átti mikið annríki við kurteisi. Hún stóð öll í sínu fegursta stássi úti á Löngulínu, meö I. C. Christ- ensen í broddi fylkingar, til að taka á móti Alexöndru Bretadrottningu og Dog- mar keisaraekkju frá Rússlandi, en þær lögðu þar að landi. Það hafði átt að vera ■ ráðuneytisfundur um daginn, og á dag- skrá var ríkislánið til Albertis. En þess- ar tignu konur rugluðu fundinum, og næsti fundur ráðuneytisins fékk annað verkefni. „Politiken" sagði þennan morg un, nær berum orðum, að Alberti falsaði reikningai Næstu daga átti að vera aðal- fundur bændasparisjóðsins. Nú var þar engin undankomu von. Þennan morgun kom Alberti i skrif- stofu sína sem vani hans var. Hann fór inn í Glyptotek-matstofuna, sem hann var vanur, át mat sinn, og sá enginn að honum væri brugðið. En eitt gerði hann þennan morgun sem ekki var venja hans: hann kom tvisvar til rakarans og lét hann raka sig tvisvar. Og meðan I. C. Christensen stóð úti á Löngulínu, lagður gyltum borðum með Napóleonshatt og ráðherra sína í kring- um sig, þrammaði tröllið Alberti yfir á Nýtorg, upp þrepin á dómhúsinu, gegn- um lögregluvarðstofuna. Allir spruttu upp og bruktuðu sem ákaflegast. Hann gerði boð fyrir lögreglustjóra, en hann var ekki við. Ungur lögfræðingur tók á móti honurn og bauð hinum göfuga gesti sæti. Alberti sagði rólega og brotalaust: Ég er kominn til að ákæra sjálfan mig fyrir skjalafölsun og fjársvik, sem nema níu miljónum. (Hann vissi ekki sjálfur bet- ur en þetta, hvað peningamálunum leið!) — Fulltrúanum féll allur ketill í eld. Alberti endurtók orð sín og sagði í skipunartón: Viljið þér ekki skrifa þetta! Einn ráðherrann varð of seinn í fín- heitin úti á Löngulínu. En nú kom hann þangaö fróðari en hinir. I. C. Christen- sen mun sjálfur hafa sagt svo frá, að honum sortnaði fyrir augum. Nú var annað efni fyrir ráðherrafund. Christen- sen vildi segja af sér með alla stjórnina, þegar í stað, en var atkvæðum borinn eftir harð'ar umræður. Fjórum dögum seinna sagði stjórnin af sér. Þá var hneisa Danmerkur útmáluð í öllum blöð um jarðar. Utanríkisráðherrann baðst fyrstur lausnar. En úti á íslandi voru þessa daga tai- in atkvæði eítir alþingiskosningarnar. Tíu fylgismenn „uppkastsins“ voru kosnir, tuttugu og fjórir andstæðingar þess. Samvinna íslenzku forustumann- anna við vinstrimennina dönsku, um nýja skipun á sambandi landanna, var brotin beggja megin hafsins. Alberti réð litlu eða alls engu um úrslitin hér á landi. En fregnmiðinn sem andstæðing- ar Hannesar Hafsteins báru hér um bæ- inn daginn fyrir kosningarnar, feitletr- aður: „íslandsráðherra í tukthúsið“ — hann sýnir hversu fast og hlífðarlaust var barizt. Þessi miði varð ekki blað í sögu þjóðarinnar. En hann er og verður eins og bókmiði milli tveggja blaða í sögu íslands, þar sem kapítulum skipti. Alberti flækti mál sitt með þrjósku og stórlæti í tvö ár. En hann hafði ekki svo mikið við að áfrýj a undirréttardóminum. Hann var áður búinn að kynna sér laga- stafinn. Hann gekk hnarreistur inn í fangelsið í Horsens, rétt fyrir jólin 1910. Fangaverðirnir heilsuðu honum allir með heiðurskveðju þegar hann gekk inn. Svo mikil var persóna þessa synduga manns, og slíkur var hann að orðspori. Hann sat og prjónaði sokka í fangels- inu í sjö ár, og lærði spönsku. Hætti þó við að fara til Argentínu og bar beinin í Danmörku. Meðan hann var dómsmálaráöherra hafði hann komið fram tveim breyting- um á reglugerð um fangelsið sem beið hans: í fyrsta lagi að fangarnir skyldi þéraðir. í öðru lagi að þeir skyldi fá vexti greidda af kaupi sínu. Eitt sinn baö fanginn Alberti að mega tala við for- stöðumanninn. Hann lagði fyrir hann viðskiptabck sína við fangelsið og taldi að sér væru vanreiknaðir 2 aurar í vexti. Forstöðumaðurinn athugaði málið. Kvörtun fangans reyndist rétt og 2 aur- um var bætt við innieign Albertis hjá danska ríkinu. Alberti kom aftur á sínar fornu slóðir í Kaupmannahöfn, það er að segja: gat- an stóð honum enn opin, veitingastof- urnar, söfnin, veðhlaupabrautin, að ó- gleymdum „Privatbankanum", þar sem hann átti nokkrar sparisjóðsbækur og gætti með natni. Hann bar örlög sín með fáorðri ró og vann aftur semúð margra fyrir karlmennsku sína og stolt. Sú saga er sögð að hann kæmi til I. C. Christensens, berði að dyrum og segir, þegar opnað er: Þekkirðu mig ekki, Christensen? — Nei, ég þekki þig ekki, Alberti, segir Christensen og lokaði hurð inni. En sannleikurinn er sá, og hefir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.