Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐ TÍMANS 1948 hvort að öðru og líkja yndisleikanum við gróður jarðar. Ýmsar matjurtir ritn- ingarinnar bera enn hin fornu heiti, t. d. baunir, gúrkur, melónur og grasker. Sömuleiðis kúrennur, myrta, malurt og Cúminum (sem er skyld kúmeni og notuð sem ostakrydd). Ennfremur Rúta (sem látin er í brennivín, notuö gegn kvefi o. fl.), dilla, anisfræ o. fl. kryddjurtir. Dilla (Anethum) er ögn ræktuð hér. Hálfþroskaðir blómsveipirnir notaðir í grænsúrs, en blöðin í súpur. — Hjá Es- aja spámanni (XXVIII.) er lýst akur- yrkjustörfum: Hvort plægir plógmaður- inn í sífellu til sáningar, ristir upp og herfar akurland sitt? Hvort mun hann eigi þegar hann hefir jafnað moldina að ofan, sælda þar karfa og sá kúmeni, setja hveiti niður í raðir, bygg á tiltekn- um stað og speldi í útjaðarinn? Karfi er sennilega „Nigella sativa“ einær jurt, skyld „jómfrú grænkunnar" (N. damas- eena), sem blómræktarmenn kannast við. „Kúmen“ Jesaja mun vera Cúm- inum, sem áður er nefnd. Speldi er hveitiafbbrigði. Esaja (XVII.) segir: Þjóðflokkar munu tvístrast eins og sáð- ir á hólum fyrir vindi, er drottinn hast- ar á þá. Þessar „sáðir“ munu vera Jerikó-rósin fræga, lítil, einær jurt, skyld káli, algeng við Jerikó og víðar í Palestinu. Þegar aldin hennar eru þrosk- uð, vefur jurtin sig saman í kuðung, losnar upp og berst langar leiðir með vindi. Þegar svo regn eða dögg vætir hana, breiðir hún úr sér og fellir fræ í hinum nýju heimkynnum. Eru Jeri- kórósirnar stundum þúsundum saman á ferð, veltandi og hoppandi fyrir vind- inum. Davíð konungur á sennilega við Jeríkórósina, er hann segir: Guð minn spenntu þá eins og hjól, eins og jurta- ögn fyrir vindinn. Til eru fleiri jurtir svipaðs eðlis. í Matteusar guðspjalli (XIII., 25.) segir: Líkt er himnaríki manni, sem sáði góðu sæði í akur sinn. En meðan fólkiö svaf kom óvinur hans, sáði illgresi meðal hveitisins og gekk svo burt. En er grasið spratt og bar á- vöxt, kom illgresið í ljós. Þjónarnir vildu reyta illgresið, en húsbóndinn kvað þá líka munöu uppræta hveitið með illgresinu. Látið hvorttveggja vaxa til kornskuröartímans. Tínið þá illgres- ið fyrst og bindið það í bundin til að brenna, en safnio hveitinu í mína korn- hlöðu. Hvaða illgresi sáði óvinurinn? Ekki arfa, því að hann er hægt að reyta, án þess að skemma hveitið. Þetta mun hafa verið rýgresistegund (Solinum temu- lentum), sem vex fljótt og líkist í fyrstu mjög hveiti eða rúgi. Það er slæmt ill- gresi og eitrað þar aö auki. Forn-Grikkir kvörtuðu undan því og sögðu menn verða kennda af heitu brauði, sem rý- gresisfræ var saman við. — í Jóhannes- ar guðspjalli (XII.) stendur: „Þá tók María pund af ómenguðum nardus- smyrslum og smurö'i fætur Jesú og þerrði með hári sínlt fætur hans, en húsið fylltist af ilm smyrslanna.“ — Nardus er oftar nefnt. Það er unnið úr rót og stönglum jurtar af garðabrúðu- ætt (Nardostachys jatamansi). Hún vex einkum í Himalajafjöllum og voru smyrslin verzlunarvara mjög snemma á tímum. Safran er gulur litur, sem unn- inn var úr blómum dvergliljunnar (Crocus) þegar í fornöld — og mikið þótti til koma. Dvergliljur eru ræktaðar hér í görð- um og blómgast mjög snemma vors. — Sætur Calamus er ilmandi grastegund frá Norðvestur-Indlandi. Blöð þess eru með engiferbragöi og ilma, ef þau eru marin., Myrra og Virak eru fræg fyrir ilm sinn. Þau eru unnin úr trjám af balsam- ætt. Er myrra þurrkuð trjákvoða úr berki á 10 m. háu tré (Commiphora abyssinica) í Suöur-Arabíu. Myrra er notuð sem reykelsi í kaþólskum lönd- um. Virak er unnið úr berki Bosvellia o. fl. trjáa í Norðaustur-Afríku, Arabíu og Austur-Indíum. Það er líka reykelsi. Vitringarnir færðu Jesúbarninu gjafir: gull, reykelsi og myrru. En myrra Jakobs mun hafa verið unnin úr einskonar klettarós (Cistus, sem vex í Miðjarðar- hafslöndunum. Loks mun myrra, sem nefnd er í sálmunum (XIV.) og víðar, einkum hafa verið unnin úr Balsamden- dron-trjám frá Arabíu og Somalilandi. Flestir kannast við söguna um glataða soninn: Hann langaði jafnvel til að seðja hungur sitt á drafi (baunahýði) því, sem svínin átu. Baunir þessar eru fræ Carob-trésins og kallaðar Jóhann- esarbrauð. Vex tréð í Miðjarðarhafs- löndum. Aldinhýðið er leðurkennt, dökk- brúnt að lit. Notað til gripafóðurs, en fátæklingar neyta þess einnig. Vínandi er líka gerður úr því. í 1. Mósebók (XXX. 14,) er sagan um ástareplin. Rúben gekk eitt sinn út um hveitiskurö- artímann og fann ástarepli á akrinum og færði þau Leu móður sinni. Þá sagði Rakel við Leu: Gef þú mér nokkuð af ástareplum sonar þíns. Fékk Rakel að lokum eplin gegn því, að Jakob, maður þeirra beggja, skyldi hvíla hjá Leu þá nótt. Ástareplin eru rætur Mandragara- jurtarinnar, sem nefnd er Ölrún á ís- lenzku — og er skyld kartöflum og tó- baki. Ölrún er lág og stöngullaus, með miklar gildar rætur, sem stundum eru líkar mannslíkama að lögun. Var mikil trú á krafti Ölrúnar til forna. — í Suðurlöndum eru margar þyrnóttar plöntur. Enda segir ritningin snemma um jörðina: „Þyrna og þistla skal hún bera þér.“ Frásögnin um Jónas spámann er alkunn. Þegar hann beið fyrir utan Nineveborg, lét Drottinn rísinusrunn upp spretta yíir Jónas til þess að bera skugga á höfuð hans í sólarhitanum. Varð Jónas stórlega feginn runnanum, en hann visnaði að vísu daginn eftir. Rísínus er stundum ræktaður hér í gróð- urhlgmn til gamans. Hægðarlyf eru unnin^lí 'honum (laxerolía). Hjá Esekíel er talað um byggkökur. Þar segir einnig (IV. 9,): Tak þér hveiti, bygg, baunir, flatbaunir, hirsi og speldi; lát þaö í eitt ker og gjör þér brauð af. Allmargar fleiri jurtir eru nefndar í ritningunni, en hér skal nú staðar numið. í fornöld var gróðrinum skipt í þrjá aðalflokka: gras, tré og jurtir. Hélzt það langt fram eftir öldum. Heimildarrit: The Story of Plants eftir Hutchinsson og Melville. London 1918. Hjá kristnum mönnum. Slúpbrotsmenn nokkrir í Afríku Ieituðu manna- byggöa. Pegar Jieir urðu manna fyrst varir, vissu þeir ekki hvort það væru villimenn eða hvítir menn, en eðlilega vildu þeir forSast að verða mannæt- um að bráð, fyrst þeir höfðu bjargazt á Iand. Fóru þeir að öllu sem hljóðlegast óg læddust í áltina til mannanna, ef þeir gætu eitthvað heyrt til þeirra án þess að gera vart við sig. Prestur var með í för- inni og fór hann fyrslur. Þessir menn, sem strandmennirnir stefndu til, voru hvílir menn og sátu við spil. Það heyrði prestur fyrst til þeirra, að þeim lirukku blótsyrði ærið hressilega. Sprettur hann þá upp og kallar: „Guði sé lof. Við ex-um komnir til kristinna manna.“ aumt líf upp á að horfa. Hann gat líka varla á hryss- unni húkt, þó að maður færi ekki nema fót fyrir fót og hún ekki stórstlg, enda lét ég hann hátta og Velgdi svo ofan í hann nýmjólk. — Mér þykir hún hafa verið stórráð, Markús! — En hvað heldur þú, að Hákon hafi gert? Hann gengur aftur upp fjöruna og t likonu sinnar: — Það má nú víst ekki minna vera en að ég þakki. þér fj^rir. Og þarna kyssti hann hana eina tvo, ef ekki þrjá kossana. Það held ég hafi hreinlega legið við, að hann væri hrærður. Þar varð hann trúlega fyrir láni, karltetrið hann Magnús jólagat, því aö það væsti víst ekki um hann þarna á Töngum. — Hvað segirðu, jólagat? — Jú, jú, það held ég hann væri kallaður, þegar han þá ekki var nefndur Vigdísar- eða Vigguson. — Og veiztu, hvernig í ósköpunum það var til komið? — Einhvern tíma mundi maður hafa heyrt það. Þetta hafði alltaf verið hálfgerður aumingi til heilsu, var matvinnungur, þegar bezt var, var lengi framan af ævinni hjá móðurfólki sínu innst inni í Drangahlíð, en vistin víst ekki allt, jafnvel þegar eitthvað var þó borgað með honum til þessa skemmtilega skyld- fólks hans. Þá var það einhvern tíma, að þangað kom maður, hitti á akkúrat eins og sá, sem kom aö Lambastöðum, enginn í bænum nema Magnús — ekki að minnsta kosti fullorðinn. Þá sagði hann þetta: — í Drangahlíð lifir maður í hærusekk eilífrar föstu, lambið mitt — þar á ekki nema eitt einasta gat — og það er þetta jólagat! Svo fylgdi þá þetta jólagat honum upp frá því. — En það var farið vel með hann á Töngum? — Það var nú meira en það. Hann varð hreinlega hálfrellinn, karlinn, ámóta og eftirlætiskrakki, en það var ekki reiknað honum til syndar af þeim hjón- unum, en hins vegar held ég, að dóttur þeirra og vinnukonunum hafi þött nóg um. Það var nú svo einstakt með hann Hákon, varö líka frægt. Hann fór að kenna karlinum að taka í nefiö, ekki svo, að hann reyndar færi aö bera það á sér, en þótti orðið gott að fá nefdrátt annaö veifið. Svo sagði einhver — ég held það hafi verið bóndi innan af sveit — að - það sýndist nú vera nokkuð óþarft að vera að tæra tóbaki í karlfjandann hann Manga jólagat. Þá svar- aði Hákon: — Hann skal ekki af heiminum fara, úr því að hann komst á okkar heimili, án þess aö hafa notið einhvers þess munaðar, sem hver maöur leyfir sér og þykist ekki verri fyrir! Og Sæhildur rétt að segja tróð í hann mat og mjólk. — Drekktu nýmjólkina, Magnús minn, — Hún verð- ur að bæta þér það upp, sem tannleysið bagar þig við matinn. Svo var það þá seinna vorið mitt á Töngum, að við vorum við lóðir í einstöku blíðu-veöri. Það var « reytingsfiskirí, og ég sat við beituskurö og við að hálsskera, en Hákon beitti út — eins og hann var vanur. Þá segir hann allt í einu og lítur á mig: — Komdu hérna, Krúsadrengurinn, og beittu fyrir mig stundarkorn. Mig syfjar svo. — Jú, ég held ég hafi ekki látið standa á mér, enda átti ég nóg á beitufjölinni — skorið, á ég við, — færði mig aftur á skutþóttuna og tók við beitingarlóðinni. — Það er ekki áherðingurinn núna, stúfurinn minn, klárar þig víst af þessu, sagði hánn, -— ferð ekki að láta hana flækja sig, hugsa ég, þú með þitt lag og þínar lánshendur, — jú, það sagði hann, bless- aður fuglinn.... Nú, og svo lagði hann skinnstakk- inn sinn ofan á fiskinn í skutnum, var að tauta á meðan hann var að jafna úr stakknum: — Ég finn það er einhver vera, sem sækir á mig, getur víst ekki sýnt sig í svona björtu eða látið mann vakandi vita viljann sinn — og þarf þó ekki mikiö magnið til, þegar ég er annars vegar, stúfur. Líklega er þetta einhver nýliðinn — því varla getur það verið gamall og slæptur slæðingur, trúlegast, aö nú verði ég be'ð- inn að vera líkmaður að einhverjum inni á sveit, sem sofnaö hefir síðan ferö varð seinast að innan.... Og svo fleygöi hann sér á stakkinn, og með sama var hann sofnaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.