Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 3
JOLABLAÐ TIMANS 1948 3 Gubmundur Gíslason Hagalín: Lamh fátæka irLannslrLs Þaö var hlý og fögur ágústnótt, fullt tungl á heið- um himni, hæglætis austan kaldi, sjólaust með öllu. Við Markús vorum á þiljum einir manna, sátum makindalegir á lyftingarþakinu — hléborðs megin. Mciria lá með stórseglið eitt uppi, og umbúnaður eins og þegar verið var við fiskidrátt. En þetta var einungis hálfri stundu eftir miðnætti, tilgangslaust að renna færum meðan svona var dimmt. var heid- ur ekki neins staðar fisk að fá, þó að í björtu væri — eða svo gat það varla heitið, hafði verið aumasti slítingur nú í marga daga, og höfðum við þó talsvert leitað fyrir okkur. Og þetta var ekki svona einungis hjá okkur, heldur líka hjá þeim ófáu skipum, sem við höfðurn haft tal af á flakkinu. Ég átti ekki vakt á þiljum, en ég var hvorki syfjað- ur né þreyttur, hafði ekki verið það mikið um að vera upp á síðkastið. Og ég hafði hrifizt af veður- blíðunni og tunglsljósinu á síðari hluta kvöldvaktar- innar. Hvernig hafði það líka vérið með hann Jón á Hrynjanda? Hann hafði í sífellu sungið eða réttara sagt raulað — vorvísur við færið sitt. Hann hafði nokkrum sinnum endurtekið hana, þessa: Blómin væn þar svæfir sín sumarblænum þýðum yzt í sænum eyjan mín iðjagræn í hliðum. Á vorin, þegar miðnætursólin roðaði sjóinn hjá Horni og Sléttu, söng Jón á Hrynjanda um „fagurt kvöld á haustin" — en þegar nótt tók að skyggja, raulaði hann vorvísur. Ég var farinn að þekkja hann það mikið, hann Markús, að ég þóttist vita upp á hár, að í svona veðri mundi hann drifa sig upp strax og heyrðist í bjöll- unni, sem booaði vaktaskipti. Hann var ekki laus' við tunglsýkina, sem þeir sögðu sumir, félagar mínir, að ég væri haldinn af, — nú, og einhver varð að vera uppi, þó að ekkert væri að gera, og vaktarfélag- ar Markúsar mundu þiggja að fá að poka í friði — en að poka var það kallað, þegar þeir, sem áttu vakt á þiljum, sváfu niðri í hásetaklefa alklæddir og ekki í rekkjum sínum, heldur sitjandi eða liggjandi á bekkjunum.... Og ég þekkti það af reynslunni, að sitthvað gat borið á góma, þegar við Markús vorum einir uppi og ekkert að starfa. Við þurftum ekki að hugsa um að halda á okkur hita, og við sátum grafkyrrir og horfðum út á sjóinn. Þarna lá eftir honum tindrandi og iðandi tunglskins- brú. Hún var bjarmaskærust og blikmest í miðjunni, en jafnvel þar var hún þó með dökkum, síkvikum rákum, þar sem voru skuggar hinnar rislágu vind- báru. Svo dofnaði glitið til beggja hliða, eins og máð- ist meir og meir, unz við tóku, að því er virtist allt í einu, tinnusvartir bekkir, sem stungu af við þó all- dökkan sjávarflötinn — utan við þessa svartgljáu dregla. En einmitt í þeim gat að líta iðandi, hverfilit- ar agnir — maurildi, dularfyllst alls, sem þarna bar fyrir augu — því hvaðan kom þeim ljómi, hvaðan þessi töfrakenndu litbrigði? Ekki var máninn þar að verki, því að víst hafði maður séð þau, þó aö ekki væri tunglskin. Nóttin var þögul, þögulli en ella vegna hinna sí- endurte^nu hljóða, er skipinu fylgdu: hríslkennt gjálfur, letilegt marr, eins og niðurbælt ískur — og loks ofurlítið glamur, líkt og einhverjar duldar verur væru að rísla sér í barnagullum úr málmi. samfélags. Mönnum þykir hagkvæmt að vera með í slíkum kröfugöngum. Það þykir ekki hagkvæmt aö ganga hús úr húsi og sækja sér björg í bú, taka bollapörin á efri hæðinni en suðupott- inn á hinni neðri, stígvélin í kjallaran- um og gleraugu gömlu konunnar á hanabjálkaloftinu. Plitt þykir' hag- kvæmt, að falsa skýrslur og brjóta verð- lagslög, svo að fólkið komi og færi mönn- um sjálft andvirði allra þessara muna og meira til . Það þykir hagkvæmt að njóta sjálfur forréttinda. Það þykir hagkvæmt að lifa ekki sam- kvæmt hinni kristnu grundvallarreglu. Stundum misskilja menn boðskap hins kristna kærleika. Boðorðið dæmið ekki, túlka þeir þá svo, að menn eigi hvorki að hafa skoðun né stefnu. Það er þó hið'grófasta guðlast og algjörlega röng túlkun. Kristinn maður á að hafa sann- færingu og íylgja henni djarft og ör- uggt. Hann á að berjast gegn yfirgangi, ójöfnuði og forréttindum. En hann gerir það ekki með hatri og heift. Menn eru ekki varaðir við dómsýki til þess að gera þá stefnulausa og reikula í ráði. En það er hægt að berjast ákveðið gegn forréttindum og þegnskaparleysi án þess að fordæma hina breysku. Yarn- aðaroröin lúta að því. Við vitum aldrei til fulls um þau atvilc og tildrög, sem hafa gert mennina það, sem þeir eru. Við vitum ekki, hvað orðið hefði úr okk- ur sjálfum í þeirra sporum. Við vitum heldur ekki, hvort þeirra veikleiki er verri en okkar, þó að á öðrum sviðum liggi og komi ef til vill óþægilega við okkur. Þess vegna ber okkur að varast persónulega áfellisdóma um eðli og gerð samferðamannanna. Slík hófsemi og sanngirni á ekkert skylt við stefnuleysi. Reglan er hér í samræmi við snilli- yrðið gamla: Illt verk skal hata en elska manninn. Þetta kemur líka heim við heilræðið, sem Túllus prestur réði læri- sveini sínum í Númarímum hjá Sigurði Breiðfjörð: feáSsS' m; Elskaðu góða en aumkva þá afvega sem leiðast. Sumum finnst líka, að ofmikil áherzla hafi verið lögð á auðmýkt hjartans í hinum kristna boðskap. Myndi það þó ekki vera hollast og heppilegast að finna til vanmáttar síns og takmarkana og vilja af einlægum huga þiggja hjálp til að komast til meiri þroska? Er það ekki höfuðþáttur í öllu helgihaldi og guð- rækni kristinna manna að samstilla hugi sína í bæn og leit þeirrar hjálpar? Og er það ekki réttasti og hollasti lífs- skilningurinn þegar alls er gætt, að öll þurfum við hjálpar og líknar við, og því ættum við öll að reyna að hjálpast að sameiginlega? Þetta átti ekki að vera trúboð og ég veit líka vel, að menn fara ekki að trúa, jafnvel þó að þeir finni, að það myndi vera hagkvæmast, að allir gerðu það. Þetta verður heldur ekki nein trúar- játning. Hér átti aðeins að túlka ákveð- ið sjónarmið í deilumálum, — draga fram atriði, sem hafa sagnfræðilega úr- slitaþýðingu. Þjóðfélagið er byggt á kristnum grund- velli. Vestrænt lýðræði byggist á mann- helgi kristinnar lífsskoðunar. Þess vegna varð kirkjan öflugasti andstæðingur kynþáttahaturs og kúgunar nazismans. Hitt sé ég ekki, hvernig hægt er að framkvæma þær kröfur, sem á þessum grundvelli eru gerðar til þjóðfélagsins einstaklingnum til þroska og verndar, ef fólkið hættir sjálft að rækja hinar kristnu frumdyggðir. Levítinn lét hinn rænda og særða mann liggja hjálpar- vana við veginn. Hann er dæmi þeirra, sem segja nú: Hér þarf að sönnu að hjálpa, en það er ríkið en ekki ég, sem það á að gera. Það er ekki slíkt réttlæti, sem frelsar heiminn. Enginn taki þetta, sem vörn fyrir þjóðfélagslegt ranglæti. Fjarri sé mér að v.erja þaifS,. ^itt.vildi ég að,allir ,sæju, að meðan einungis er leitað hins hag- kvæma, verður forréttindanna leitað, og þá verður baráttan aðeins um það, hverjir eigi að njóta forréttindanna. Þá er beira að vera einsetumaður úti í eyði- mörkinni en skilmingaþræll í þeim vopnaburði. Hér þurfum við fólk, sem viðurkennir siðgæði og sækist ekki eftir forréttind- um af því það er brot á þeirri lífsskoð- un, sem sjálfsvirðing þess og innri frið- ur styðst við. Ef ekki er hægt að boða og rækta það siðgæði, er grundvellin- um kippt undan því menningarþjóðfé- lagi, sem við lifum í. Hin kristna trú og kristna lífsskoðun byggði menningu íslenzks þjóðfélags upp með aldalöngu starfi. Það er ekki hægt að svipta þeim grundvelli burt án þess að þjóðfélagsbyggingin haggist. Þetta þýðir ekki það, að við eigum að hafa þjóðkirkju og kenna kristna lær- dóma í öllum skólum til að vernda þjóð- félagið, hvort sem við teljum kristin- dóminn réttan eða rangan. En þetta þýðir, að við verðum að leita annarra röksemda gegn kristinni trú, en þeirrar, að hún sé óþörf og óheppileg í þjóðfé- lagi okkar. Það eru söguleg vísindi, að lífsskoðun kristninnar er grundvöllur menningar- þjóðfélags, eins og við öll viljum lifa í. Af ráðnum hug vil ég láta allar hug- myndir um framhaldslíf einstaklingsins liggja milli hluta. Sumum finnst ef til vill lítils virði að keppa að andlegum þroska og fullkomnun í siðgæði og dyggð, ef þeir hljóta hvorki persónu- lema umbun né hegningu í öðru lífi. Þeir um það. Hitt er óvéfengjanleg stað- reynd, að hverri kynslóð er trúað fyrir uppeldi og þroska hinnar næstu. Sá, sem á sér siðgæðisreglur og virðir þær, kennir börnum sínum það líka. Sá, sem telur hagkvæmt að smeygja sér undan skyldunum og seilast til forréttinda, kennir sínum börnum það. Þetta fram- haldslíf kynstofnsins ætti að vera góð- um mönnum nóg til að finna til ábyrgð- ar gagnvart þeim, sem eru ómótaðir og máttvana gagnvart þróuninni. Það er vitanlega hagkvæmt að láta sig gilda einu um þá, eins og það var hagkvæmt að bera út börn og yfirleitt alltaf að ganga á hlut hinna smáu og veiku, þar sem ekki þarf að óttast eftirmálin. Nú kunna menn að segja, að hér sé þá svo komið, að enda þótt trúin á framhaldslíf og réttláta umbun síðar meir, hafi oi'ðið mönnum hvöt og lagt á þá skefjar, svo að þeir hafi komið bet- ur fram, ætti ekki að þurfa aö kaupa menn svo eða hræða til að vera góðir. Góður maður geri vel án endurgjalds- vonar eða ótta við hegningu. Hann þurfi því enga trú til að fylgja siðgæði sínu. Þeir, sem þannig líta á málin, skoða þá gjarnan trúna sem hækjur eða hjálp- artæki, sem að vísu hafi haft góða þýð- ingu, en þurfi nú ekki lengur með. Hitt verðum við þó að viðurkenna, að hér kemur fleira til greina en siðfræðin ein. Reynsla trúaðra manna er sú, aö trúin gefur þeim bæði þrek og styrk til að fylgja boðorðum siöfræðinnar. Trú- arvissan gefur öryggi og baráttuþrek, þó að illa gangi í bili. Hún eyðir vonleys- inu, sem leggst eins og lamandi hönd yfir, þegar horfur eru tvísýnar. Og hið andlega samfélag hefir þýðingu, sem sízt má vanmeta. Menn kunna að segja, ef þeir vilja, að enn sé talaö um trúna, sem hjálpartæki, sem hinn sterki og frjálsi maður ætti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.