Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 16
16 JÓLABLAÐ TÍMANS 1948 bæran sjúkdóm að stríöa, og bar annarr fótur hans menjar þess æ síðan. Dró það úr þreki Þorsteins við erfiða vinnu, einkum eftir að aldur færðist yfir hann. Þvi iýsti hann meö þessari vísu: Sízt fæ ég nú sýnda rögg, sina er biluö keðja, gaf ég þó áður hamarshögg heitu járni á steðja. Um lestur sinn og bóklega iðju fórust honum orð á þessa leið: Sjónin óðum minnkar mér, það mæðu fjölgar pundum, hef ég þó áður horft í kver í hálfrökkrinu á stundum. Á ævikvöldinu varð Þorsteinn og að minnast þess, að manninum ber að efla sinn andlega þroska. Á það bendir þessi vísa: Mál er kornið að sjá að sér, svo mun betur haga. Kenni drottinn mildur mér mína að telja daga. Hér eru birt sýnishorn af rithönd Þorsteins, upþháfsstöfuni og bókahnút- um. Magnús Bjarnason Árið 1927 ritaði Bogi Th. Melsteð grein í tímarit um Magnús Bjarnason frá Hnappavöllum. Þar segir svo: „Magnús Bjarnason er borinn og barnfæddur í Öræfunum, einhverri hinni einangruðustu byggð á íslandi. Þar bjuggu á Hnappavöllum í nærri fjörutíu ár um miðja 19. öld hjónin Bjarni Pálsson og Ingunn Magnúsdóttir og höfðu forfeður þeirra átt lengi heima í Austur-Skaftafellssýlu. Eru gamlir og seigir menn til í ættinni, svo sem séra Brynjólfur Guomundsson, er var prest- ur í 60 ár (1726—1786) á KálfafellsstaÖ í Suðursveit og varð 86 ára. Árið 1839 á annan þriðjudag í jóla- föstu, er þá bar upp á 10. desember, ól Ingunn húsfreyja son og var það Magn- ús. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og var lengstum hjá þeim, á meðan þau voru uppi. Hann varð snemma veikur af beinkröm og þjáðist lengi af henni, enda mun lítið hafa verið um læknis- hjálp, allra sízt í tæka tíð. Hefir hann jafnan borið minjar eftir veiki þessa, því að hann er bæklaður og á erfitt með að ganga. Hann gat því ekki unnið erfiða vinnu, en hafði ofan af fyrir sér með því að binda inn bækur, eins og það tíðkaðist til sveita. Líka tók hann snemma að sér sölu á bókum og blöð- um. Um nokkur ár hafði hann líka póst- afgreiðslu á hendi í Öræfum. Það leið ekki á löngu, áður en blaða- útgefendur tóku að gefa gaum að út- sölumanni sínum í Öræfum, því að allt- af kom skilvíslega borgunin frá honum. Eitt af þeim blöðum, sem Magnús hafði útsölu á, var „Fróði,“ er Einar Ásmunds- son í Nesi átti mestan þátt í að koma á fót, en Björn Jónsson prentari gaf út, fyrst á Akureyri (1880—85), en seinast í tvö ár á Oddeyri (1885—87). Hann lagði svo vel í þökk útsölu M. B. á blað- inu, að hann bað hann um að koma norður á Akureyri og taka að sér alla útsendingu þess. Hann vantaði nú mann til þess. M. B. réð þá af að takast starf þetta á hendur og fór norður, en þá var hann svo óheppinn, að blaðið hætti að koma út fyrsta sumarið, sem hann var nyröra (1887). Hann varð því af þeirri vinnu. Þó dvaldi hann þarna nyrðra í þrjú ár, en síðan réðst hann vestur um haf með mönnum, sem fóru að norðan til Ameríku, og settist að í Bandaríkjun- um, Mauntoin-byggðinni í Norður- Dakota. Þetta var 1890 og var M. B. þá á 51. árinu. Þá er M. B. var setztur að vestra, byrjaði hann brátt á bóka og blaöasölu fyrir íslehdinga og hefir haft hana á hendi jafnan síðan, (þ. e. til 1927). Varð bókasala hans brátt miklu meiri en á meðan hann var á íslandi. Hann mun hafa selt blöð og bækur fyrir flesta bóka- og blaðaútgefendur á íslenzka tungu, þá er gefið hafa nokkuð út að ráði, og reynzt öllum jafnan hinn áreið- anlegasti maður. Taldi t. a. m. Þórhallur biskup Bjarn- arson hann vera beztan af öllum útsölu- mönnum Kirkjublaðsins. Reynzla Hins íslenzka fræðafélags er og hin sama. í raun réttri á M. B. engan sinn líka að reynslu fræðafélagsins. Þá er ný bók er í vændum frá félaginu, skrifar hann því, segir, hvað mörg eintök hann vilji fá af henni og eftir nokkurn tíma, venju- blessaðan fugl.... Og hann var, eins og reyndar oftar, fljótur út. Eftir örlitla stund fór ég á eftir honum. Mér hafði dottið ofurlítið í hug út af því, hve órólegur hann varð, og hve snarborulegur hann var, þegar hann næstum hentist út úr dyrunum.... Og hvað sé ég ekki, þegar ég kem út á hlaðið? Þar stendur sú svarta og snyrtilega kista, lokið ekki á henni nema að hálfu, og Hákon bóndi að troða ofan í hana tvenn- um grásleppuspyrðum. Það hafði ekki verið kistulagt fyrr en kvöldið áður, en þegar búið var að því, var eftir að slátra hrútnum og vinnumennirnir komnir niður í verbúð. Svo hafði þá Hákon rokið í það, en síöan gleymt þessari þjónustu við gamla manninn, þangaö til þarna við matborðið, — því að hann hafði ekki lengur haft áhyggjur út af honum, talið vand- ann leystan. En nú heyrðist sagt við hlið mér: — Hákon, gáðu að guði! Hvað ertu að gera? Þetta var Sæhildur húsfreyja. Hún hafði verið uppi á dyralofti að búa sig og stóð nú þarna við híiðina á mér í sparifötunum. Hákon vék sér við, var búinn að hagræða spyrð- unum og setja lokið á sinn stað: — Komdu hérna, Krúadrengurinn, og hjálpaðu mér að tylla lokinu.... Svo vatt hann sér að konu sinni: — Ég er að friða þennan aumingja — hann heimtar þetta, heimtar, segi ég, heimtaði það sein- ast í fyrrinótt, Dúfa mín elskuleg. Og ég taldi þá rétt að hafa þær tvennar, aðrar frá mér, úr því að hann munar í þetta á annað borð, þann sómamann! Hún starði á hann, konan, og leit síðan á mig, voru spurnar- og rannsóknar- og vafaaugu. Og Há- kon vék sér í áttina til mín. — Þaö er óhætt, öllu óhætt, — það var einmitt hann, þarna — litli hausinn með stóra vitið, sem leysti vandann, sem fann það sjálfsagða ráð, — jamm, ekki ég, ekki hann Hákon Oddsson. Síðan snéri hann sér aftur að kistunni, sem ég var að skrúfa á lokið, vék sér að fótagaflinum á henni og signdi yfir þetta legurúm líksins og grásleppuspyrðanna, trúlega þeirra einu, sem á hefir verið kastað rekum'vígðrar moldar í íslenzkri kristni. , Og húsfreyjan spennti greipar, drúpti höfði og bærði sínar bogadregnu varir. Hún var auðsjáan- lega — að yfirveguðu máli og hafandi heyrt orð bónda síns — orðin sér þess meðvitandi, að þarna mundi svo fullnægt óskum þess framliðna skjólstæð- ings hennar sem framast væri unnt af þeirra hendi, sem stæðu ennþá hérna megin við þokubakkann .... Og þá er heim var komið aö kvöldi, virtist hún ganga að húsmóðurstörfum af sinni venjulegu ró og at- orku, — því að hún og þau hjón bæði höfðu gert allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að gera heim- för jarðneskra leifa Magnúsar gamla Vigdísar- sonar, sem kallaður var jólagat, svo virðulega og rausnarlega sem hann hefði verið vel stæður og vel metinn bóndi og fullkominn meðal gjaldandi. Hitt var svo annað mál, en var þó ekki nema hlið- stætt því, sem dæmi voru til áður, að séra Ásgeiri < stúdent hafði ekki farnazt sem bezt í sínum em- bættisverkum, þegar til kirkjunnar kom. Hann hafði drukkið fast á inneftirleiðinni — ekki verið tekin \ af honum ráðin um það, — Hákon ekki þótzt til þess kallaöur. En þegar prestur var kominn í kirkju, mælti hann einungis: — Ég er ekki hingað kominn til þess að bera út hugsanlega bresti þessa hérvistaraumingja — þessa óskilagemlings, sem nú fyrst mun komast í sína skila- rétt. Takið hann og berið hann út! Og það var gert. En Hákon leiddi prest við hlið sér út aö gröfinni, og næstir á eftir kistunni gengu þeir. En þegar að gröf- inni kom og kistan hafði verið látin síga þrjár álnir í jörðu niður, þagði prestur og hafðist ekki að. Þá spurði Hákon, sem hafði fengið presti spaðann: — Ætlarðu ekki að kasta rekunum? Ónei, séra Ásgeir geröi sig ekki líklegan til þess. En Hákon Oddsson, sá maður, gerði það ekki enda- sleppt við Magnús Vigdísarson. Hann greip um hönd prests og lét hann kasta rekunum þremur, og hann hafði yfir orðin um uppruna mannlegs holds, aftur- hvarf þess í móðurskaut jarðar og upprisu þess í fyll-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.