Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 14
14 JÓLABLAÐ TÍMANS 1948 nokkuð neöar. Síðan er þessari hand- fylli vikið til hiiðar og næsta tekin. Með þessu móti verður línið jafnt í rótina, en það er höfuðnauðsyn að snyrtilega sé fariö með stráið. Eftir upptökuna liggur línið á akrinum í 4—5 daga og veðrast. Síðan er því saínað, sé það þurrt, bundið i knippi og geymt sem órotið lín. Að feyskja eöa rota lín er með fernum hætti. Einn er sá að breiða stráið þunnt út á grasvöll, helzt meðan heitt er í veðri. Því er snúið við með nokkurra daga millibili, svo að þaö njóti sem jafn- ast döggva jarðarinnar. Þessi aðferð tek- ur um eða yfir nokkrar vikur. Önnur að- feröin er sú að feyskja í gryfju, smá- tjörn eða í litlum bug við árbakka. Eru þá línknippin sett i rimlakassa og þeim sökkt í vatnið. Þá er grjóti hlaðið á, svo að línið fljóti ekki upp. Þessi aðferð tek- ur skemmri tíma en grasfeyksjun. Öldum saman hefir lin verið feyskt við bakka árinnar Lís í Beigíu. Menn hafa reynt að flytja gerlagróður þessa grugguga fljóts til annarra staða og til annarra landa, tii þess að fiýta fyrir rotun eða feyskjun línsins. Þriðja að- ferðin er að feyskja í heitu vatni. Er það gert í þéttri steinþró og þarf hita- stigiö að vera 29 til 30 gráöur og sem jafnast allan tímann. Mér hefir reynzt þessi aöferö taka minnst 10 daga undir þeim kringumstæðum, sem tilraunin var gerð við hér. Fjórða aðferðin er sú, að grænflá strá- ið. Er það einungis gert í vél. Er sú að- ferð fremur ný og þykir ódrýgja stráið talsvert meira en önnur verkun. Þegar búið er að feyskja línið er þaö brákað. Svo er hismið barið eða dustað úr því og það dregið gegnum linkamba áður en það er spunnið. Lín getur sprottið hér í öllum árum, en eins og atvinnuháttum þjóðarinnar er háttað tel ég vissast, til þess að ná sem beztum árangri, aö það sé ræktað með verksmiðjurekstur fyrir augum, því jafnvel þótt það yrði ekki fullunnið í landinu fyrir innanlandsmarkað, þá er víst, að það má selja það hálfunnið út úr landinu. Það bar til dáiítið atvik síðastliðinn vetur. Maður nokkur hér í borginni, fékk fyrirspurn um það frá ensku firma hvort hægt væri að fá óunnið lín hér á landi, þar sem hann hafði lesið um það í ítölsku tímariti, að lín væri rækt- að hér. Er nú vissulega tímabært að hefjast handa og rækta hér lín í stór- um stíl. Það hefir aldrei verið mikil hætta á verðfalli á líni. Eins og ullin hefir um alda raðir ver- ið ylgjafi og klæðaskraut þessarar þjóð- ar, vona ég, að hún eigi eftir að finna metnað sinn í því, að nota einungis ís- lenzkt lín í þann fatnað, sem það er hæft í. Oflæti og prjál í klæðaburði er mikil óprýði og spillir menningunni í landinu. Hélt að ætlaði að verða mannskaði. Uugur maður vur í örœfaferð með þrautreyndum ferðamanni. Komu þeir að á, sem féil stritt og var stórgrýlt, en bratt niður í farveginn. Nennti sá yngri ekki að sliga af baki og teyma 'nestinn niður bakkann, eins og hinn geroi, enda fór hestur hans helzt til neðarlega út í. Ilrakti straumurinn hann niður af vaðinu og hékk hann þar um hrið á steini, sem hann hafði undir kviðnum. Bjóst farar- stjóri við að manninum myndi þá og þegar skola niður íina og gekk niður fyrir vaðið og tók sér stöðu þar, sem liann taldí líklegast að fylgdarsvein sinn bæri að bakka. Samt fór þetta svo, að hest- urinn öziuði að landi með manninn á baki. Þeir félagar Iiéldu nú áfram ferðinni og mæltust ekki við. Var sá eldri sár yfir ókærni stráksins að stofna sér af léttúð í s'íkan Iiázka, en dró þó að veita honum átölur. Þá segir fylgdarmaður eftir nokkra stund: ,,Eg hélt nú að ætlaði að verða mannskaði úr þessu.“ Þetta þótti hinum svo vel mælt, að hann hætti við allar átölur. AfmæSiskveðja til Rakeíar PéLursdóttur, 9. nóvember Gullfaileg blóm í grjóturðunum lifa, gleðstu mín sál, því þar er Guð að skrifa náttúrusögu lífs í litaskrúða ljósperlum skreyttan regnsins daggar úða. Þú heíir jörð með glæstum jurtagróðri grænlima tré í fögru skógarrjóðri. Þeir,- sern að lifa, finna beztan friðinn frjómoldir við og blómum skreyttu sviðin. Um veikbyggoa,n stilk fer móðurhöndin mjúka, mein burtu flytur einatt af þeim sjúka. Gróðurinn þroskast jafnt við storm sem stillu, stjórnast hans næring ei af hugarvillu. Þú hefir skap er sker upp sigurörvar, skýrleik, er metur, ei til baka hörfar. Náttúrubarn frá norðurhjarans landi nýju.m á brautum tvinnar hör af bandi. Fimm tugi ára farinn veg má líta, fágaöan krans af blómv.m skal þér hnýta. Áranna tugir orkufrekir reynast, átökin þung að nýjum leiðum beinast. Þú hefir náð að nema land hjá^vegi, náttstundir gert að þínum vinnudegi. Árla sá rís, er yrkir jörð til gæða, annarra vilja eitt það skyldi glæða. Markið til vegs í víðsjá þinni reisir vilji þinn fastur, harða hnúta leysir. Þar af skal æskan ævistörfin meta, áfram að halda, sjálfstæð sporin feta. Z. í upphafi skyidi endirinn skoða. Koim nolvkur í bypgðum íslendinga vestanhafs var hrædd uni bcnda sinn. Si’O hagaði lil um störf bónda, að hann kom oft eeint frá vinnu á kvö'.din og reyndar ekki fyrri en á nótt.u. Vinnukona var á beimilinu og var svefnstaður hennar uppi á lofti en hjónaherbergi niðri. Þóttist konan oí't heyra urngang nokkurn og þrusk uppi hjá vinmikonu eftir háttatíma en nður cn bóndi henn- ar kcm heini og léli henni sterkur grunur á því. að maður hennar hefði þav viðkomu. Iíafði lnin af því rniklar áhyggjur og jafnvel andvökur cn ræðir þó ekki um. Nú ber svo li! dag nokkurn að stúlkan þarf að skreppa í kaupstsð og fer hún fyrirvaralaust og \’ar engin von að hún kremi heim aftur fyrr en næsta dag. llugsar húsfreyja scr, að nú skuli hún nota lækifærið og verða alls vís um næturferðir bónda síns í svefnloft stúlkuunar. Verður það nú ráð hennar, að hún háttar sjálí' í rúm vinnukonu og slökkur Ijós hjá sér. Ekki líður löng stund þar til manngangur heyr- ist í húsinu og er gengið upp stigann og inn í vinnukonuherbergi. Fer komumaður kunnug'ega að öllu. gengur að rúminu og beilsar þeirri, er þar var Ineð kossi, en dregur síðan af sér \oskIæði og legst niður hjá henni. Húsfrcyju þykir nú bera vel í veiði. ViII hún fá sannar sukir á bónda sinn og tekur honum bliðlega en mælir i'átt, því að hún vill ekki láta þekkjast á málrómnum. Kómumanni var og annað frekar í hug eu miklar orðræður. En er kontmni þykir tími til kominn kveikir hún ljós, en bregður þá heldur í brún, því að hún hafði aldrei fyrri heyrt eða séð mann þann er lijá henni var. Þóttist hún þá vita sakleysi bónda síns. Feimnismál nútímans. Og aumingja slúlkuna dreymdi, að hún var á gangi úti á götu og hafði cr.gin klæði önnur cn hatt á höfði, og varð feimin og miður sín, því að hatturinn var síðan í fyrra.' ið honum svona yfirtaks góð. Ekki gátu þau gert aö því, þó að hann kynni að vera á einhverju rjátli.... Já, hrædd við hann — og maður eins og Hákon! Þetta var hreinlega eitthvað ónáttúrlegt, fannst mér.... Hugsa sér, ef það ætluðu nú að fara að verða heimilisvandræði út úr öðru eins og þessu — hjá svona manpeskjum, já, ef karl-skrattans-tusk- unni ætlaði að takast að launa þannig allar velgerö- irnar, að þau yrðu máski hálf.... já, hálfsturluð af því, þessi einstöku myndar- og manngæzku hjón!.... Mikið var að vera ungur og heimskur og óreyndur! Nú heyrði ég Hákon segja: — Spurðu ekki að því, spurðu ekki af því! Um leið og mér var að hverfa veröldin, þegar ég lagði mig eftir miðdaginn, var hann sosum kominn.... Spyrð- urnar, spyrðurnar — beinið mitt Gunna!. ... Og Dúfa mín svona — getur enginn að því gert, þó að hann sé ekki annað en eitt miskunnar- og mann- gæzkunnar búr! En bíðum við! Skoðum Litla manninn! Fann hann þar ekki enda í flækjunni! Fáðu mér beinið mitt, Gunna, — ýáðu mér spyrðurnar, Hákon! .. Og nú. ... Já, vitaskuld.... En hvort það var til nokk- urs? Var þá enginn skaðinn skeður, sosum .... Þar stundi hann Hákon .... Jú, ég léti það bara flakka. Og ég hætti að hefla og leit á Hákon bónda. — Heyrðu mig, formaður góöur! sagði ég svona heldur léttilega. Hann leit snöggt við mér, rak upp á mig augun — var rétt ámóta og hann heíði ekki vitað af mér þarna hjá sér. Hann sagði ekki neitt, og ég hélt þá áfram: — Ertu virkilega smeykur við karl-tuskuna — eöa réttara sagt slæðinginn af honum — þú, Hákon Oddsson á Töngum? Hann fálmaði út í loftið: — Þett-þetta er ekki fyrir börn — ekki fyrir unglinga, stúfurinn! Þetta setti nú bara í mig kergju — var eiginlega ekki líkt Hákoni að orða þetta svona: — Mætti nú ekki barn-krakkinn leggja til mál- anna? Nei, nú sagði hann ekkert. Hann taara góndi: — Já, ef óvitinn gæti nú gefiö þeim fjölfróða manni, ííákoni frá Melum, ráð, sem dygði? Hann hefir sjálfsagt ekki búizt við mikilli vizku frá mér, en samt kom á hann hálfgildings áfergju- svipur: — Hvernig mætti það til bera? Ég, sem ekkert finn, sem ekkert finn, þó að ég sé alltaf ao þenkja og fúndera! — Ég veit það, vitaskuld, að það væri líklegra, að þú hefðir fundið eitthvert ráð heldur en ég, en ef það dugir — og ég held það dugi, ef þú bara vilt fylgja því — þá ætti að vera sama, frá hverjum það keníur. Hann sló út frá sér handleggjunum: — Hvao er þetta, hvað er þetta? Talaðu þá, tal- aðu, Krúsadrengurinn! — Jæja, þú skalt bara.... Markús þagnaði — sagði síðan: — Nei, Hvítur minn, ég ætla ekki að segja þér það — láta það bara koma hinseginn — með fram- kvæmdinni. .. . Jæja, þegar ég var búinn segja það, sem ég hafði að segja, keyrði hann sig allan í hnút, hendurnar hálfkrepptar: — Spyrðurnar, beinið, — beinið, spyrðurnar? Þetta tuggði hann nokkrum sinnum. Svo rauk hann fram að dyrum, snéri sér við, strikaði inn á gafl, sveittist þessi ósköp, — stanzaði, horfði. Það lá brot af spegilgleri á hillu yfir hefilbekknum. Skyndilega ædtíi Hákcn að bekknum, þreif af sér kaskeitið — var alltaf með gljáderskaskeiti, þegar hann þá þurfti ekki sjóhatt, — greip spegilbrotið og skoðaöi sig — og sagði svo: — Jarnm, mikið er þetta fallegt enni, gáfulegt, von, að Dúfu minni lítist á þetta!.... En hvað um gild- ir? I-Ivað inni fyrir? Tórnt, tómt! .... Skammast þú þin nú ekki, Hákcnar-haus? Krúsadrengurinn — þessi knappur á hans veimiltítubúk — eins og kríu- egg á við bjargfuglsegg — hann gat! Hann henti brotinu aftur í ruslið á hillunni, leit á mig, augun geislandi. Svo stökk hann allt í einu í loft upp, sló út höndum, gapti, skók höfuðið: — Ta, ta, ta, ta, ta! Það var eins og skylfi í þess-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.