Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 13
JOLABLAÐ T I M AN S 194 8 73 og nú fékk Guðmundur viðunandi forsögn á því, hvað honum var ætlað að gera í ferðinni. Þetta varð undarlegur dagur. Við Hákon unnum að kistusmíðinu úti í smíðaskemmu, og víst sóttist okkur verkið. Ég var nú ekki búinn að fá mikla æfingu í smíðum á þeim árum, en þó er mér óhætt að segja, að ég væri snyrtilega lagtækur, og mér hefir alltaf unnizt frekar vel. Ekki vantaði það, að hann Hákon væri laginn, og ekki að tala um flýtinn hans við verk. En þennan dag var á honum aðra stundina eitthvert óðagot, sem tafði fyrir, en hina stóð hann kannski aldeilis verklaus. Og svo var talað: — Ekki dúr, hún svaf ekki dúr!.... Ekki að að spyrja — með hennar innræti, hennar hjarta!.... Ætti að toga þér tungu úr hvofti Hákon.... Díli, Díli — Díladrengurinn! Hann inn í hlíð; en hvernig skyldi honum líka að hakka í sig hráa sektartungu Hákonar Oddssonar?.... Leystu nú vandann, Há- kon — lézt þér ekki fyrir brjósti brenna að tvöfalda' ansvarið. ...? Hvort hann kom í nótt? Skylöi halda það — tvíellftur — heimtaði og volaði, hvað ann- að — þessi vesalingur, fátæki maðurinn, einn af þess- um smælingjum — eins og Hann sagði.... Fáðu mér beinið mitt, Gunna, — komdu með spyrðurnar mínar Kákon! .... Friðlaus þar — hér einskis notið, þunnar trakteringgar!. .. . Hún — kennir sér.... Vildi vel — gert í góðu skvni! Hver skyldi tvíla það?.... Einn af þessum smælingjum, — og sérð enga leið, Hákon Oddsson, kempan slyng!.... Og svo verður hann hér — vitjar þín, Hákon.... Og hún, sem er mannást og miskunn heilt í gegn .... Sé ekki neitt — ekki þess slags, — ekki enn. En mundi hann ekki bráðum fara að berja? .... Hver bukkar mín hús?...-f Karl er þetta, Kiðhús minn, kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn, — Magnús fá sínar spyrður! Svona og svipað skyldi hann láta ganga. Þegar við komum til m,áltíðanna, var þar Sæhild- ur föl og dauf — hreinlega eins og þetta væri dæmd manneskja. Og nú kyssti hann hana ekki og strauk henni. Hann gaf henni bara auga — og svitnaði.... Og svo leit hann kannski allt í einu eins og bænar- augum á mig — á mig, hann Hákon Oddsson! Eftir miðdaginn fór hann á undan mér út. Þegar ég kom út í skemmuna, lá hann þar á bæn.... Hann þaut upp og fór eitthvað að tauta — og um leið að fálma og fitla við hárið á sér og skeggið. Ég gekk að minni vinnu, en það segi ég þér satt, Hvítur minn, að nú var mér ekki farið að lítast á blikuna. Allt í einu vatt hann sér að mér og spuröi, spurði eins og í neyð, var sosum engin upplyfting í rödd eða lát- bragði: — Viltu brennivín, stráki? Nóg á kútnum — korn- brennivín frá þeim dönsku, — líka til franskt koníak, — kannski þú viljir það heldur? Nei, nú féll mér allur ketill í eld. Og ég sagði ekki dautið. Ég grúfði mig bara yfir hefilinn, og Hákon gekk ekki frekar á mig með brennivínið, en rauk í smíðarnar. Og nú fór ég að þenkja, hafði þaö sosum til á þeirri tíð, Hvítur minn, ekki síður en nú, þó að allt væri það kannski lausara í reipunum. Ég var nú ekki nema eins og hver annar unglingur, og eins og allt var í þá daga, datt víst fæstum ungling- unum í hug að efast um — minnsta kosti þegar til stykkisins kom — tilveruna hinum megin við skil- rúmið og að þeir dauðu gætu á ýmsan máta látið af sér vita. Og þetta, sem hann Hákon hafði sagt okk- ur — að ég hafi sosum farið að efast um sannleika þess! Ég sé nú reyndar ekki enn þann dag í dag, hvemig það hefði átt að vera hægt, enda víst sitt- hvað, sem ég þykizt ekki hafa ástæðu til að draga í efa, en nú er sagt lygi og slúður — eða hjátrú í bezta falli, en það verður enginn fátækari á því í andanum, að vita sitthvað kvikt í kringum sig, hvort sem það er kallað svipur eða álfur.... Og ég get sagt þér það, að ég hafði ekki einu sinni haft fyrir því að athuga í innstu skemmunni, hvort spyrðurnar væru þar, sem Jólagatið haf ði sagt honum Hákoni.... En það var annað: Hvernig var þetta með hjónin? — Voru þau virkilega hrædd við karlinn, þennan vesaling, sem aldrei hafði verið neitt að manni, ég aldrei heyrt talað um nema eins og hvern annan aum- ingja og kjána, já, og mér sýnzt hann þannig þessi vor, sem ég hafði róið á Töngum? Og þau höfðu ver- lín ekki heyra landbúnaði til! Á sínum tíma sendi ég Búnaðarfélagi íslands af- rit af bréfi þessu, svo og skýrslu þá, er áður getur. Engin áhöld gat ég fengið heim með mér að því sinni, og sat svo þar til í fyrra, að ég fékk brák og þytztiáhald frá Svíþjóð, hvort tveggja til heimilis- iðnaðar. Á garðyrkjusýningunni, sem haldin var í Garðastræti 1941, var íslenzkt lín til sýnis í fyrsta sinn, svo að teljandi var. Vakti það almenna • eftirtekt eigi síður útlendra manna sem hér dvöldu, en hinna, sem bágt áttu meö að trúa því að hvít og fin vara kæmi úr brún- um hálmi. Það var um vorið 1945 að forseti ís- lands mæltist til þess, að gerð yrði til- raun með línyrkju að Bessastöðum og fór svo fram í þrjú sumur. Gafst þessi tilraun vel í tvö skiptin, en miklu síöur þriðja sumarið. Tel ég það meðfram vegna þess, að jörð var þá sízt til sán- ingar búin. Var tíðarfar einnig óhag- stætt það sumar. — í þessi þrjú skipti, sem ég sáði þar líni, var notuð sama tegund af fræi, sem var Stormont Gossamer. Hefir þessi tegund gefizt hér ágætlega, eins og reyndar víðar, og mæli ég með þessu fræi, ef unnt væri að fá það. Sýnishorn af líni þessu, ræktað hér í Blátúni, sendi ég til Svalöv í fyrravor, þar sem það var tekið til nákvæmrar rannsóknar og komst það fyrir fínleik og gæði í fyrsta verðflokk. Hefir þessi árangur glatt mig mest af öllu, siðan ég byrjaði að fást við þessar æfingar með ræktun á líni. Mér fannst þaö nærri því ótrúlegt, að handahófslegt sýnis- horn af íslenzku líni hefði slíka mögu- leika og væri svo silkimjúkt og fagurt, sem raun ber vitni um. Hver getur ef- ast um, aö ísland sé gott línland? Sérhver íslendingur þarf að kunna að fara með lín. Sáið aðeins í örlítinn blett til þess að fá æfingu í að fara með það, og afkomendur ykkar þakka ykkur fyrir það, að þið lögðuð þennan lykil í hendi þeirra. Mörgum er í minni líndeildin á Landbúnaðarsýningunni í fyrra og hafa borizt margvíslegar fyrirspurnir, ekki hvað sízt um kaup á fræi og vona ég að Búnaðarfélag íslands sjái sér fært aö greiða úr þeim vanda, eins og yfir- leitt öðrum framkvæmdum þessu við- komandi. Sýnishorn þau, sem komu frá verk- smiðjunni Linum á Jótlandi úr línstrái því, sem ræktað var að Bessastöðum 1946, færðu mönnum heim sanninn um hvaö gera má, ef skilyrðin eru fyrir hendi. Eins og getið hefir verið um í dag- blöðunum hafa forsetahjónin gefið Bessastaðakirkju dúk þann, sem á sýn- ingunni var, til ævai'andi eignar, og klæðir hann altarið. Eftir því, sem bezt verður vitað, mun það vera í fyrsta sinn sem efnið í slíkan grip er sprottið úr ís- lenzkri mold og er það eitt merkilegast við dúkinn. Stafir hafa verið dregnir í dúkinn hér og þar meö dekkra língarni en dúkurinn er, og er það spunnið af höfundi þessarar greinar, en ísett af Unni Ólafsdóttur. Öll heimili vilja keppa að því að eiga sem mest af góöri línvöru. Það er hald- gott og fallegt og mikið auðveldara í þvotti en bómull. En hvort sem menn kjósa bómull eða lín á ekki að nota vítissóda eða klór til þess að auðvelda þvottinn. Að minnsta kosti missir línið nokkuð af sínum upprunalega gljáa við notkun slíkra efna. En það, sem máli skiptir, er að menn hefjist handa, einstaklingar eða heild og hryndi ræktun þess í framkvæmd í stórum stíl. Nóg er jarðnæðið hér sunn- an lands og norðan og til engrar rækt- unar betur fallið en línyrkju. Fara hér á eftir nokkrar leiðbeiningar handa þeim, sem byrja vilja: Lín er einær jurt. Það þarf að sá því á hverju vori, meðalvöxtur þess er frá 60 upp í 100 cm. Eins og nafnið bendir til er jurtin bein og lítilsháttar greind að ofan. Blöðin á stöglinum eru mjög óveruleg og gisin og falla oft snemma af. Lín ber ýmist hvitt eða blátt blóm. Blátt er algengast. Eftir blómgunina myndast fræið. Það er lengi að þroskast og ætli menn aö þroska það til fulls, þarf línið aö standa lengur en ella á akrinum. í hverju fræhylfi eru til jafn- aöar 10 12 brúnleit og gljáandi frækorn. Línstöngin er hol að innan en á milli yztu himnunnar og trjáfrauðsins, sem bindur jurtina saman, eru þræðir þeir, sem spunnir eru og kallast lín. Loftslagið hefir hér öll þessi ár virzt hentugt fyrir línið. Ræktun þess gefst líka bezt í löndum þeim, sem liggja að sjó. Selta í jarðveginum er frá gam- alli tíð talin nauðsynleg fyrir lín, en ekki þykir það fullrannsakað að hverju leyti það sé betra. Það er mín reynsla, að næturfrost komi ekki sáningunni að sök. IÖulega sprettur lín þar að vorinu, sem það var þreskt að haustinu. Nú í ár sáði ég líni 21. apríl. Eftir það komu frost og kuldar um lengri tíma eins og menn muna. Línið er nú fullsprottið og er 125 crn. og þar yfir. Þroski línsins og vaxtartími er að nokkru leyti háður veðráttunni, en þó meira jarðvegnum. Nægur vaxtartimi fyrir línið er 100—130 dagar. Jarðvegur er hér fremur auðveld- ur og léttur í meðferð, og er að því leyti svipaður víðast hvar á iandinu. Létt og dálítið leirblandin jörð er hentugust fyrir lín. í för minni til Svíþjóðar í hittifyrra, sá ég víða jarðveg þann, sem lín var ræktað í. Tók ég því eftir heimkomuna sýnishorn af jörð þeirri hér i Blátúni, sem lín var ræktað í, og sendi það til dr. Granhall í Svalöv. Svar hans var á þá leið, að í álíka jarðvegi í Sviþjóð reyndist Blenda-lín bezt og þá Herkúles. Fyrir einum átta árum sendi dr. Áskell mér ofurlítið af Herkúles og Blentía blönduðu saman, og spratt það ágæt- lega. Bezt er að rækta lín á bletti, þar sem áður var grassvörður, en plægja þarf og herfa undir sáninguna. Einnig má sá í jörð þá, sem kartöílur voru ræktaðar í, sem illgresi náði ekki að spilla. Tilbúinn áburður er hentugur fyrir línrækt, það er auðvelt að dreifa honum jafnt yfir, við það verður spretta línsins einnig jafnari. Á 1000 fermetra er notað um það bil 28 kg. af Ammophosi, eða Superphosfati, 9 til 10 kg. af kalí og lít- ið eitt af kalksaltpétri eða álíka. Niður- staða á áburöarmagni er oft mjög reik- andi og kemur þar fleira til greina en hægt er að skýra frá í stuttu máli. Enn hefir lítið veriö reynt hvernig fiskimjöl gefst við linrækt, en útlit er fyrir að það sé gott. Jörð sú, sem lín á að rækta í, má ekki vera of þurr, heldur ekKi það blaut, að vatn standi þar uppi. Loftið hefir mjög hagkvæma verkun á jarðveginn. Þarf því aðeins að herfa það að vorinu, sem plægt var að haustinu. Eigi má herfa yfir línakur, eftir að búið er að sá, því eftir tvo til þrjá daga springur spíran úr fræinu og býr sig undir að grípa moldina. Nú getur línið haldið áfram að dafna þar til snemma i júlí, að salt- pétri er dreift yfir í þurru veðri. Gefst það betur en aö láta allan áburðinn í moldina í einu. Nú liður að upptöku línsins og er henni þannig háttað, að kippt er upp með báðum höndum, byrj- að er til dæmis á vinstra horni akurs- ins, gripið með hægri hendi rétt fyrir ofan mitt stráið og meö þeirri vinstri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.