Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 25
JÖLABLAÐ TÍMANS 1948
25
Knútur Þorsteinsson
— frá Úlfsstöðmn —
^Ji/ö k i/ce éi
BROT.
í lýðsins ös ]m leiðst uni borgarstrœti,
í leit að sálarfrið.
Þú varst svo einn, þinn andi samúð þráði,
og öll liin björtu svið.
Og áfram bar þig, í þeim fjölda straumi,
en enga fylling lilauzt á lífs þíns draumi.
Þú glœsta sali glaums og leika sóttir,
og glaðan bergðir teyg.
Ef ekki þar, hvar yrði þá að finna,
þá angan Ijúfu veig.
En aðeins stundar yl þau veittu kynni
og auðnin stœrri varð í sálu þinni.
X\
1
jf
♦♦
::
Þú skammsýnn maður, gerðir það ei greina,
sem gœfumuninn vann;
að hvorki i torgsins þröng, né harksins höllu,
þinn hjartans arinn brann.
í starfi og fórn þann eld þú aðeins finnur,
það eitt þér þrœði hamingjunnar spimiur.
Sí
8
A UTLAGASLOÐ.
Hin gömlu minni gremju og klökkva valda,
við gráar rústir, þar sem hreysið stóð.
Og ógnum þrungin auðnin hvílir kalda,
um útlaganna fornu rauna slóð.
Um hugann liður saga um elsku sanna,
er sama farveg tveggja vonum bjó.
En illskublinduð heiftarhyggja manna,
til hels og nauða dæmdi í fjalla tó.
1
::
8
s:
Og allra tima angur, böl og kvíða,
ég eygi glöggt um þennan dapra svörð.
Því ennþá þeim, sem hjartans röddum hlýða,
til hrjósturgöngu býður okkar jörð.
s«u:«:ua::
8
Lars byrjaði vinnu eldsnemma á morgnana. Hann
var hamhleypa til verka.
Um haustiö hafði hann lokið smíði eða byggingu
íveruhússins og rutt akurspildu. Vinnan gekk bezt
þegar Marit var hjá honum.
í huga Lars var þetta annað og meira en venjuleg-
ur bær og akur. Þetta var aðsetursstaður lífsham-
ingju hans og framtíðarvona. Þarna átti að sýna
mönnum hvernig lifa má saman í ást og eindrægni
alla ævi.
Jóh. Sclieving, þýddi.
hnigu í tímans haf urðu hér furðulegar
breytingar. Nýtt landflæmi tók aö
myndast. Þjórsá átti drjúgan þátt í
þeirri nýsköpun, með því að bera jökul-
gorm sinn ár og síð fram í flóa þennan.
En jafnhliða tók landið að lyftast, unz
svo var komið, að þar sem áður var
sjávarbotn urðu víðáttumiklir aurar og
sandflákar. Gerðust þá enn stórkostlegri
viðburðir í sögu þessa landshluta, sem
breyttu í skjótri svipan byggingu hans
og sköpun allri. Eldflóð, sem vart mun
eiga sinn líka á síðari tímum jarðsög-
unnar, flæddi hér yfir innan úr óbyggð-
um og allt fram í sjó. Þegar þessum ó-
sköpum linnti, og raunar fyrr, var
drottnun hafsins yfir landflæmi þessu
lokið til fulls. Smám saman seildist svo
gróðurinn inn yfir hraunstorkuna og
þar með var lokaþátturinn í sköpunar-
sögu landsins hafinn.
Það er naumast hægt að renna aug-
unum yfir þetta svipfagra land án þess,
að láta hugann dvelja um stundarsakir
við þessar og þvílíkar staðreyndir, við-
víkjandi myndun þess. En brátt verður
vitundin um návist Heklu, eldfjalla-
drottningarinnar frægu, öllu öðru yfir-
sterkari. Hún er þarna í býsna mikilli
nálægð, og manni skilst, að sú nálægð
muni vera fullmikil þegar fjallbákn
þetta teygir eldtungur sínar til himins,
en glóandi hraunkvikan streymir niður
hlíðarnar, andspænis bænum. Að þessu
sinni var þó um ekkert slíkt að ræða.
Fj alladrottjiingin var umvafin djúpri
kyrrð og hafði nú sýnilega tekið sér var-
anlega hvíld, eftir sitt síðasta æði. Ljós-
grár þokuhjúpur var að breiðast yfir
hana hið efra, en upp af suðvesturöxl-
inni teygðust nokkrar reyksúlur, sem
vitnisburður þess, að enn tórðu glæður
hennar hið innra, þótt sjálfu gosinu
væri raunverulega lokið.
Þessi mildi friðarhöfgi, sem hvíldi yfir
Heklu nú, var harla ólíkur ógnarhjúp
hennar í upphafi hins nýafstaðna goss,
þegar hún var svo að segja gersamlega
hulin biksvörtum gosmekki, er reis í
ferlegri mynd upp af fjallinu, og teygð-
ist eins og himinhár ævintýraveggur
óralangt til suðurs. Var mynd sú svo
stórfengleg, að seint mun mér úr minni
líða.
Hekla hefir tekið allmiklum breyting-
um af völdum þessa síðasta goss. Þær
breytingar hafði ég einkar góða aðstöðu
til að virða fyrir mér frá Galtalæk. Að
vísu var efsti hluti fjallsins hulinn þoku-
slæðu, svo að hinn mikli hnúkur, sem
myndast hefir á hátoppnum, sást ekki.
En suðvesturöxlin, þar sem gosið varaði
lengst, sást mjög greinilega. Hefir hún
sýnilega hækkað nokkuð og ummynd-
ast á ýmsan hátt. —1 Yfirleitt hefir hin
rómaða fegurð Heklu beðið talsvert tjón
vegna hamfara eldsins og afleiðinga
þeirra. Það tjón verður ekki bætt. En
þrátt fyrir það fær engum dulizt, að
hún er enn — og verður — höfuðprýði
fjallanna á þessum slóðum.
Eftir að hafa virt ITeklu allnákvæm-
lega fyrir mér, tek ég að gefa hinu ná-
lægara umhverfi Galtalækjar frekari
gaum. Túnið er mikið ummáls og flat-
lent. Austan til við það rennur vatns-
mikill lækur, samnefndur bænum. Eru
smáhólmar þarna í læknum, skógi-
vaxnir, en neðan við þá fellur lækurinn
fram af allháu þrepi og myndar brattan
streng, er Skógafoss nefnist. Hefir flúö
þessi nú verið virkjuö og knýr rafstöð
í þágu heimilisins.
Drjúgan spöl fyrir austan Galtalæk
fellur Ytri-Rangá til suövesturs, straum-
hörð og vatnsmikil. Handan við hana
fer landið ört hækkandi og er hrjóstrugt
mjög og eyðilegt yfir að líta. Þar í auðn-
inni er þó einn áberandi gróðurblettur,
sem stingur kynlega í stúf við hiö dökka
umhverfi. Þessi gróðurblettur er túniö í
Gamla-Næfurholti. Að austanveröu við
það taka svo Hekluhraun við, úfin og
hrikaleg. Inn með þeim að vestan mun
leið mín liggja að morgni næsta dags,
allt inn að Litlu-Heklu. En þaðan er
ætlun mín að hefja uppgönguna á sjálft
Heklufjall.
Þegar kvöldið leið tók himininn að
sveipast samfelltíri skýjabreiðu. En ég
þóttist vita, aö þar myndi aðeins vera
um næturský að ræða, og var því að
mestu áhyggjulaus hvað veðurútlit
snerti. Hins vegar var mér ljóst, að enda
þótt veður kynni að verða hið ágætasta
næsta dag gæti hæglega svo farið að
þokukúfur yrði á Ileklu, svo að úr hinni
fyrirhuguðu för minni þangaö upp gæti
ekki orðið, enda varð sú raunin á.
Ég vaknaði árla næsta morgunn og
gáði til veðurs. Var þá blæjalogn, en
himininn að miklu leyti skýjum hulinn
og Hekla einnig að ofanverðu. En þess
sáust ýms merki, að þegar var tekið að
grisja i skýjabreiðuna og þótti mér lik-
legast að bjartviðri myndi verða þá um
daginn og þá eigi ósennilegt að þokan
myndi hverfa af Heklu áður langt liði.
Lagði ég því næsta vongóður af stað frá
Galtalæk áleiðis að Heklu og var þá
klukkan um sex. Leið mín lá til austurs
frá bænum, með stefnu á vesturjaðar
Hekluhrauna.
Skýjaslæður himinsins greiddust nú
smám saman sundur og brátt tóku geisl-
ar sólarinnar að verma landið. Var þá
veöur hið fegursta og útsýni dásamlegt
til allra hliða. Fjallahringurinn skartaði
í ótal litbrigðum. Af hinum einstöku
fellum þótti mér Búrfell tilkomumest.
Það er héöan næstum því í hánorðri og
sér á suðurenda þess, sem er sérlega
formfagur. Fjallaraninn suður af Heklu
var einnig mjög tilkomumikill, laugað-
ur í geislum árdegissólarinnar. Lengra til
suðurs blöstu við fannahvel Tindafjalla-
og Eyjafjallajökuls, eins og stórbrotin
furðuverk. Það eitt skorti á fegurð um-
hverfisins, að sjálft djásnið í fjalla-
hringnum, Hekla, naut sín eigi til fulls,
þar eð efsti hluti hennar var þoku hul-
inn.
Nokkurn spöl fyrir vestan Rangá kom
ég á fagurt gróðurlendi, með lágvöxnum
„trjá“-runnum hér og hvar. Var land
þetta einkar hlýlegt og laðandi í morg-
kyrrðinni. Dögg var á jörðu, svo að grös
og jurtir virtust alsett glitrandi perlum.
— Allt í einu sé ég hvar mórauður villi-
refur kemur labbandi í hægðum sínum
milli runnanna. Hann lítur rannsak-
andi augum til beggja hliða og fer að
öllu gætilega. En rétt í sömu andránni
verður hann mín var og þýtur, eins og
kólfi væri skotið, til baka og er þegar
horfinn mér úr augsýn. Hið vitra dýr
var ekki lengi að átta sig á hverri hugs-
anlegri, aðsteðjandi hættu og forða sér
í tæka tíð.
Eins og áður er getið, er Rangá all-
vatnsmikil, og er því sakir straumhörku
örðug yfirferðar gangandi manni. Samt
er hún væð á stöku stað. En vegna ó-
kunnugleika verö ég að leita nokkuð
fyrir mér að öruggu vaði. Loks sé ég
stað, sem.mér lízt sæmilega á til yfir-
ferðar, fer úr skóm og sokkum og veð
út í ána. Vatnið er svellkalt, eh aðeins
rúmlega knédjúpt. Rennur áin þarna í
flughalla og er svo straumhörð, að ég
verð áð gæta allrar varúöar. En yfir
kemst ég samt klakklaust og held nú
förinni áfram án frekari tafar. — Fram-
undan eru tvær litlar skógartorfur, eins
og vinjar í eyðimörku. Eru þær sýnilega
síðustu leifar af meiriháttar skógi, sem
eyðandi öfl hafa smám saman unnið á.
Er ég' nálgast skógartorfur þessar
berst skyndilega undurfagur söngur að
eyrum mér. Einhvers staðar í limi
trjánna er sólskríkja og það er söng-
rödd hennar, sem hljómar hér svo íag-
urlega í hinu kyrrláta umhverfi, að ég
nem ósjálfrátt staðar og hlýði hugfang-