Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 21

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 21
21 JÖLABLAÐ TÍMANS 1948 „Þú verður auðvitað hjá okkur. Þér kemur þó ekki til hugar að vera ein á gistihúsinu?" „Það mundi verða leiðinlegt.“ „En hversvegna viltu búa ,í gistihúsi? Við höfum átta herbergi. Þú getur búið hjá okkur. Og það svo lengi sem þú vilt.“ „Er það frænka?“ „Elsku barn, þarf ég að fullvissa þig um það? Heimili okkar er þitt heimili, svo lengi sem þú vilt.“ „En hve þú ert góð, frænka.“ „Blessuð vertu ekki að eyða orðum að þessu. Þú lætur niður farangur þinn, og kemur á morgun.“ Klukkan var ekki orðin tíu morguninn eftir þegar leigubíll staðnæmdist við Kalmershúsið. Adelina var komin með töskur sínar. Prú Kalmer hafði símtalað við son sinn kvöldið áður og sagt honum fréttirnar. Hún varð þess á- skynja að honum þóttu þetta mikil tíðindi. Hún þótt- ist viss um að þau trúlofuðust. Og ef Adelina vildi aftur fara til Ameríku, þá mundi ekki standa á Holger. Hann hafði lengi langað til þess að komast þangað. Hann mundi geta lært margt á hinum ameríkönsku sjúkrahúsum. Ef Adelina vildi vera heima eftirleiðis gat hún vafa- laust komizt vel áfram, sem dráttlistarkona, og að líkindum haldið samböndum sínum í Ameríku. Það mundi verða Holger mikil fjárhagsleg, stoð er hann færi að vinna að doktorsritgerð sinni. Frú Kalmer faðmaði frænku sína mjög innilega er hún kom í dyrnar. Milli faðmlaganna ýtti hún henni frá sér til þess aðgæta hana. Frúnni geðjaðist vel að yfirlætisleysi ungu stúlk- unnar. Enga gremju var hægt að sjá á svip hennar, aðeins barnslega gleði og þakklátsemi. Prófessorsfrúin, var hrifin og hrærð. Hún fór þeg- ar og sýndi Adelinu herbergi það, er hún hafði út- búið handa henni. Það var uppi á lofti. Adelina var með tár í augum af ánægju. Hún mælti: „Þú hefir svo mikið fyrir mér, frænka.“ „Nei,“ svaraði frúin. „Þetta er heimili þitt. Hér skaltu vera svo lengi, sem þú vilt.“ Svipur Adelinu bar þess vott að hún ætti bágt með , að trúa því að hún mætti vera þarna. „Ég er svo glöð,“ sagði Adelina. Hún hló og það var létt yfir henni. „Ég var í svo miklum vandræðum.“ „Vandræðum," sagði frú Kalmer brosandi. „Hvernig var það?“ Adelina svaraði: „Já, ég var svo óheppin að týna nælu, sem ég átti að fara með til gullsmiðs vegna þess að einn steinn í henni hafði losnað. Ög af þvf varð frú Wimledon fjúkandi reið.“ „Frú Wimledon? Hver er hún?“ Frú Kalmer starði á frænku sína. „Frú Wimledon. Það er frúin sem ég kom með frá Ameríku. Hún á bróður hér. Hann er í ameríkönsku sendisveitinni.“ „Af hverju varð frúin reið?“ „Hún varð voða reið. Hún fékk hálfgert taugaáfall. Og svo....“ Adelina leit upp og hló. „Svo missti ég stöðu mína.“ „Stöðu þína?“ „Já, frænka. Ég var lagsmær hennar. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég gat ekkert farið.“ — Það varð löng djúp þögn. Prófessor Kalmer horfði á konu sína. Svo lagði liann handlegginn um mitti heímar, og með hinum tók hann um mitti Adelinu. Svo sagði hann hátt og skýrt: „En nú hefir þú fengið tryggan samastað, Adelina mín. Hér er þér velkomiö að vera svo lengi, sem þú vilt. Og við von- um bæöi, (hann gaf konu sinni aðvörunarmerki), að þú dveljir hér lengi.“ „Halló!“ var kallað. „Halló, mamma! Er hún kom- in.“ „Það er Holger,“ sagði prófessorinn hlæjandi. „Hann er óþolinmóður. Eigum við ekki að fara niður til hans?“ Stíginn var svo breiður að þau gátu öll- gengið sam- hliða. En sem betur fór gekk frú Kalmer þeim megin sem handriðið var. Það var ágætt. Henni veitti ekki af að styðja sig við það. Jóh. Scheving þýddi. fárlegt væri að eiga sök undir annars trúnaði. Hann fór einförum alla sína refilstigu. Heima í ættlandi sínu dró hann engan með sér í fallinu; einn mað- ur aðeins, umboðsmaður hans í Lundún- um, hvarf um leið og Alberti gaf sig fram, og mun að vísu hafa matað sinn krók meir en herra hans. Sparisjóður sjálenzkra bænda sem Al- berti tók við úr höndum föður síns, var fjöregg bændastéttarinnar og bakhjarl þeirra í frelsisbaráttunni. Þeir fengu Alberti sjóðinn i hendur með hinum sama trúnaði og verið hafði með þeim og föður hans. Smjörsölufélag Albertis og stofnun þess var líka eins konar trún- aðarmál milli hans og þeirra. Hann lagði áherzlu á að heildsalarnir mættu sem allra minnst um þetta vita; þá gætu þeir síður gert bölvun. Tillögur komu fram á fyrstu árum Albertis um strang- ari reglur um endurskoöun og eftirlit með sparisjóðnum. Alberti lagðist ekki móti þessu, en bændur felldu tillögurn- ar sjálfir með atkvæði sínu. Þannig höf Alberti starfsferil sinn við mikinn trún- að og sjálfræði. Hann bauð sig fram til þings í hefnd- arskyni við Hörup, ritstjóra „Politiken“, og felldi hann. Það liggur í hlutarins eðli að Alberti hafði ekki pólitíska skoðun af innri þörf, en hann var trúnaðarmað- ur bænda og þeir hans. Hann gat ekki orðiö annað en vinstrimaður. Hann stofnaði sér blað, „Dannebrog“, og það fyrirtæki hans varð traust og öruggt og blaðið gott blað. Hann sneið það mjög í líkingu við ,,Politiken“, en var lítið eitt nær hægrimönnum. Þeir höfðu enn völd- in. Vinstrimenn greindi á um það helzt, hvort nokkurra sætta eða samkomulags skyldi leita við hægrimenn um einhverja samvinnu. Alberti skipaði sér í flokk miðlunarmanna, með mikilli varúð. ,Fyrstu tvö árin á þingi hafðist hann [Hekki að. Hann sat í sæti sínu hvern fund til enda, þagði og hlýddi til. Hann talaði aldrei nema um smáatriði, lézt ekki vita, var fáorður, gagnorður og ljós í máli, glettinn með algeru látleysi og ró. Röddin var þurr, en ísmeygileg, á- kaflega sannfærandi. Nú var ráðin gagnger tilraun til mála- miðlunar við hægrimenn, 1894, og var Alberti kjörinn til meðalgöngu og sátta, með öðrum, og meðal hinna fremstu. Hann vann að þessu fram á síðustu stund. En þá sveik hann allt í einu for- ingja sinn, Bojsen, sem hann átti kosn- ingu sína að þakka. Hann skarst úr leik og gekk í nýtt samband vinstrimanna, með I. C. Christensen, og batt eftir þetta pólitísk örlög sín við örlög hans. Þessi undanbrgð hans þóttu mjög skemmi- leg í þann tíð. En það þótti öllum ljóst síðar að þessu réð ekki sannfæring, held ur nauðsyn hans. Hann fann í þessum svifum að sjálenzkir bændur voru að snúast gegn sættunum. Hann gat ekki án bændanna verið, ekki sleppt forstöðu sparisjóðsins. Þaðan stóð honum enginn vegur opinn annar en í tukthúsið. Hon- um skildist og það af vitsmunum sínum að I. C. Christensen var framtíöarinnar maður. Hann tók sér stöðu fast að baki hans, og honum var aldrei síðan borin pólitísk tvöfeldni. Vinstriflokkurinn hafði enn riðlazt í þessum hálfu sáttum við hægrimenn. Alberti og Christensen fylktu andstöðu- liðinu á nýjan leik, milli hægrimanna og sósíaldemókrata til vinstri. Christen- sen varð foringi flokksins, en Alberti nán asti skjaldsveinn hans og bardagamað- ur. Hann fór þó enn varlega, og aldrei nema með öruggan vilja bændanna að baki sér. En því lengur sem leið, því meir mæddi á honum bardaginn. Hann var hugrakkur og rósamur, ótrauður til hryðjaverkanna í vörn og sókn, þung- höggur, gersamlega vægðarlaus og þó allra manna gætnastur, fámáll utan ræðustólsins og svo dulur að enginn mað ur vissi hug hans. Ári fyrr en hann bauð sig fram til þings var hann byrjaður á kauphallar- braski í svo stórum stíl og við svo fárleg mistök, að hann seig sífellt niður í þaö hyldýpi sem vonlaust varð úr að komast. Hann tók að braska með hlutabréf í gullnámum og demantsnámum í Suður- Afrílcu. Hann tapaði og tapaði, kunni ekki að hætta fremur en aðrir hans nót- ar, en tók úr sjálfs síns hendi hið tap- aða fé, flutti á milli sparisjóðsins og smjörsölufélagsins, rambaði á glötunar- barmi hverja stund, jafnframt því sem hann vann sér meira traust, meiri mann virðingar og meiri aðdáun í opinberu lífi. Honum auðnaðist að vinna fyllsta traust foringja síns I. C. Christensens, svo gerólíkir menn sem þeir voru. Það er eins og Alberti hafi verið það nauðsyn að eiga við hlið sér i stjórnmálunum flekklausan mann og heiðarlegan, því að hinumegin, í syndum sínum og sukki, átti hann engan samverkamann, engan að og engrar hjálpar að vænta. En tryll- ings von um stórgróða, skyndilegan feng, hefir haldið honum uppi. Estrup, hinn harðsvíraði foringi hægri manna, hrökk frá völdum og samvinna náðist í þinginu um afgreiðslu fjárlaga. Hægrimenn höfðu þó enn völdin. En vinstrimenn sóttu á jafnt og þétt, og um aldamótin brast loks fylking hægri- manna og vinstrimenn mynduðu stjórn í Danmörku 1901. Þetta þótti miklum tíðindum sæta um öll Norðurlönd, og fyrir íslendinga og sjálfstæðisbaráttu þeirra varð þetta afdrifaríkt. Nú fékkst fram heimastjórn á íslandi. Svo hastarleg þóttu þessi umskipti í stjórnmálanefnd Dana að nokkuð var úr þeim dregið með því að fela flokkslaus- um manni og pólitískum sjálft forsætis- ráðuneytið og stjórnarmyndunina. Christensen varð menntamálaráðherra, Alberti dómsmálaráðherra. Og á þessum tveim mönnum lenti það einna mest að koma formlega fram með nýrri löggjöf þeim umbótum í réttarfari, persónu- frelsi og menntamálum, sem vinstri- menn höfðu svo harðlega barizt fyrir um hálfa öld. Alberti sótti fast að verða fjármálaráðherra, en flokkinum þótti ó- gerlegt að fela það embætti öðrum en Hage, sem síðar varð mjög kunnur sem fjármálaráðherra og verzlunarráðherra Dana. Þannig bar það til að Alberti varð æðsti vörður laga og réttvísi í hinu góða Danaveldi. Þegar hann tók við þessu veg lega embætti, var hann búinn að stela úr sjálfs sín hendi nær 7 miljónum króna og margfalsa reikninga bænda- sparisjóðsins og smjörsölufélagsins í meira en tug ára. Öll hin langa og harða barátta frjáls- lyndra manna í Danmörku var fyrst og fremst barátta hins fátæka, heiðarlega manns fyrir menning og réttlæti í þjóð- félaginu. Foringjar þeirra voru hug- sjónamenn, persónulega flekklausir menn og grandvarir; þetta þótti svo sjálfsagt, að einn mesti þröskuldur í vegi þeirra sem sóttu að Alberti var þessi sjálfgerða vissa, að í hópi þeirra I. C. Christensens og hans nánustu samherja gæti þó ekki glæpamaður veriö. Alberti færðist nú mjög í aukana; hann varð meir og meir brjóst fyrir flokki sínum í sókn og vörn; þetta gerði það meðal annars að almenningur greindi ekki mjög á milli pólitískra á- rása á flokkinn og persónulegra árása á Alberti. Flokksmenn hans vörðu hann í þinginu í full sjö ár með hrópum og hlátri að árásarmönnunum. Þessi fár- lega viðureign um æru dómsmálaráð- herrans varð meir og meir að pólitískri skilmingu milli flokkanna. Alberti var engum líkur í vörn. Hann afvopnaði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.