Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 10
70 JÓLABLAÐ TÍMANS 1948 Jörgen frá Húsum: Tvö kvæði um sveiíina HeiðarbýtLð Fljótsdalur Það andar minning moldum þessum frá, hér móðir vakti yfir börnum sínum. Og gróðurinn, hann segir sögu þá að sólin vermdi horfna bænum þínum. Hve hér er kyrrt, þótt hrynji í gljúfri foss. Ó, heilög stund, ég ann þér næturvökum. Hér heiðablærinn ber mér þýðan koss, og bærir strá á föllnum húsaþökum. Hér geymast eflaust æsku þinnar spor, er ung þú gekkst um lyngi vaxna móa. Ég veit þú þráðir sumar, sól og vor, — að sjá er húsavöllur tók að gróa. Og enn er moldin mjúk á stekkjargrund, cg máske eitthvað, geymist þar í leynum frá barnsins sál, er létt og viðkvæm lund sér lífsveig drakk úr fjallablænum hreinum. Og hérna lifðu fyrrum frjálsir menn, þar fallnir veggir hylja gengnu sporin, en mér finnst þó sem eitthva“S sé hér enn af ást og friði er grænkar jörð á vorin. En sagan verður víst ei sögð hér öll, ég veit svo fátt, en geta má í eyður. Og vonalönd þín varða dalsins fjöll þar vorsins himinn brosir tær og heiður. Er litkast jörð og leysir vötnin blá, þá líða heiðasvanir fram um dalinn, og fuglar una hreiðrum sínum hjá, en horfnu fólki er annar staður valinn. Ég heyri kveðið vinhýrt vögguljóð, það vermir sál og yljar hugans rótum, sem heiðalöndin ljómar kveldsins glóð, er leikur blærinn þýtt á dalamötum. Hér heiðadísir hefja fagran söng, en hulda vorsins lætur strengi óma, og fossinn kveður kátt i gljúfra þröng, hér kyssir döggin álfa meðal blóma. Og mér finnst hugur himni færast nær, og hugsa mér þín sál í lotning krjúpi, en minninganna Ijóma á landið slær með ljúfri þrá frá þínu sálar djúpi. Hér andar blítt af barnsins fögru þrá þess bezta draums, sem andi mannsins geymir. Minn hugur viknar, vina mín, að sjá hve vel í föðurtúni blómin dreymir. Svo líð ég áfram leiðir fram að dröfn, en landið þitt í móðu vorsins sefur. Ei þýðir neitt að þylja göfug nöfn í þögli býlið minningarnar vefur. Hvert horfið býli á sögu, sem er merk, um segul hugans minningarnar þjóta. Hér birtist dýrlegt drottins handaverk, svo dásamlegt var hér að elska og njóta. Hér saman bjuggu söknuður og þrár og saman þætti örlaganna spunnu, og fólkið hryggðist, felldi gleðitár. Við fegurð himins næturljósin brunnu. jólaskónum sínum, með hvitu eltiskinns bryddingunum. Það er gaman að vakna, það er gam- an að lifa og fagna nýju ári, fullu af skæru, hreinu sólskini. Á stól viö rúmið lggja spariíötin litlu stúlkunnar, samanbrotin og það er fljót- gert að klæða sig með hjálp pabba. Dalagrundin góða mín gott er ávalt hjá þér búa — bráðum sumarsólin skín, sendi ég kveðju heim til þín. Disir breyta vatni í vín, víst skal faðmi að þér snúa. Dalagrundin góða mín gott er ávalt hjá þér búa. Dalur heilsar hýr á brá heilög bíður næturvaka, þar sem ungu blómin blá blika mögnuð ljóssins þrá. Urn bæinn minn er bjart að sjá, blikar á lindir, fuglar kvaka. Dalur heilsar hýr á brá heilög bíður næturvaka. Sefur lóa sætt í mó, sælt er hérna einn að ganga. Blærinn strýkur bjarkaskóg, — blómagrundin hýr og frjó. Minnisstæðast mér er þó moldir þegar fara að anga. Sefur lóa sætt í mó, sælt er hérna einn að ganga. Hér hef ég aleinn unað þrátt úti á björtum sumarkvöldum, hlýtt á vorsins hörpuslátt hulda þegar leikur dátt, séð um kvöld í sólarátt, svífa ský með gullnum földum. Hér hef ég aleinn unað þrátt úti á björtum sumarkvöldum. Sofðu í bliðri rökkur ró, rósalandið, prýði dala. Blær úr lofti bjarkaskóg bærir þegar leysir snjó. Holtasól í heiðamó hlær, er grænka tekur bala. Sofðu í blíðri rökkur ró, rósalandið, prýði dala. Þú ert öllum undur góð æskusveitin fagra og prúoa. Þjggðu drengsins litla Ijóð, líf mitt þér ég helga og blóð. Sumarnótt með sólarglóð sveipi þig í vorsins skrúða. Þú ert öllum undur góð æskusveitin fagra og prúða. Ort þegar höfundur var staddur í Reykjavík sumardaginn fyrsta 1945. Kominn heim. Velmetinn borpari hafði verið að njóta lifsins með tveimur vinum sínum. Þegar Jieir ætluðu að halda heim, muncli hann ekki töluna á hiisi sínu, en hann vissi í iivaða götu liann bjó. Verður Jiað nú að ráði, ao Jieir féluRar iuuis fyl}?ja honum lieim og Jiegar komið er í götuna, fara þeir að gera vart við sig í húsunum og spyrja hvort förunautur sinn eigi )>ar heima. Eftir að hafa farið erindisleysu i nokkur hús, hringja l>eir dyrabjöllu í einu húsi enn og kemur til dyra kona sköruleg og gustmikil. Verður ekki af kveðjum, en konan rekur skjól- stæðingi þeirra orðalaust kinnhest, svo að smellur í. Ilann snýr sér J>á að förunautum sínum og segir með hægð: ,-,Þakka ykkur fyrir, piltar! Nú mun ég vera kominn heim.“ — Já, í öllum guð-guðanna bænum, Markús minn! — Mundi það þá hafa nokkra vog að nefna það við þig, að vera ekki að barna fyrir mér söguna — að óþörfu? — Já já, já já! — Nú, ræfillinn.... Já, jæja, — hún stóð þá þarna í fjöru, hún Sæhildur. ... Ég ætla annars að fá mér jórturtuggu, garmurinn.... Og Markús seildist inn á sig eftir dósum, náði sér nú ekki í lausa tölu úr vasa, hafði ekki hirt um að búa sér út fljóttekið nesti. Hann opnaði þær og tók upp úr þeim munn- tóbakstölu, sem hann stakk upp í sig vinstra megin, fór með hana svo langt, að það kom gúll á kinnina á honum. Æ, árans ekki sen gaufið a tarna, — en líklega var nú betra að reyna að halda sér í stilli. Þar blés hann sig upp, ropaði — og hvað haldið þið? Hann fór að raula, ef raul skyldi kalla — þetta ósóm- ans murr og ýlfur! Þó brúðir væru blómlegar búnar geislum Ránar, auðarlín svo af þeim bar eins og sólin mána. — Nú, það voru einhverjar hugleiðingar í honum út af minningunni um þær Tangamæðgur, trúlega þá bezt að láta hann fara sínu fram. Hann reri, kvað vísuna aftur, tvítók þá seinni partinn: Auðarlín svo-o, af deim ba-a-ar eins hog só-ó-hóhlin ma-á-ánha-a-a. Svo varp hann öndinni og mælti: — Iiún stóð þarna í fjöru, og Hákon özlaði vita- skuld í land og heilsaði henni með kossi ajá, kunni sosum að meta hana.... Svo segir hún og horfir á hann: — Svo þú veizt það þá, Hákon? — Veit ég víst, dúfan. ... En gafst þú honum sér- deiiislega grásleppuspyrður í fyrradag? Hún var ýmsu vön af bónda sínum, Sæhildur, en nú leit hún, aö mér sýndist, steinhissa á hann — já, og það var ekki laust við, að konublóminn fölnaði í vöngunum á henni. Svo sagði hún, var kannski eins og ofurlitið stirðmælt: — Já, ég gerði þaö. Hann var eitthvað að tala um það, hvað honum þætti grásleppan góð — steikt á glóð. Og þessi aumingi grét, þegar ég fékk honum spyröurnar, spurði mig, hvort hann mætti ekki ein- hvern tíma í vikunni gera það rétt að gamni sínu að kveikja upp í slátursuðuhlóðunum og dunda sér við að steikja þær. ... Og svo leið þessi vesalings-aumingi út af i morgun — sitjandi á rúminu sínu. — Veiztu, hvar lrann hengdi þær? ■— Nei, hann sagði mér það nú ekki, en ég heyrði, að lrann fór með þær út, gæti trúað, að hann hefði helzt að kalla falið þær, fundizt varið 1 það, þessum aumingja, — þetta sosum dýrmætt fyrir honum. — Ég skal þá segja þér, Dúfa mín, hvar þær eru: Þær eru innst inni í horni á innri skemmunni, trú- lega innan við reipakippurnar. Nú þótti mér hún blikna, Tangasólin, dró heldur en ekki skýjaslæðu íyrir hennar ásjónu. — Þótti honum þá þessi lifandis ósköp til þessa koma? Hugsa sér, hvað rnaður hefði getað glatt þenn- aii aumingja oft og mikið, ef maður hefði þar eftir haft vit á því! Þú hefðir átt að sjá augun í Hákoni bónda, Hvítur minn, þegar hann — eftir að hafa litið snöggt undan og eins og skekið sig — leifc á sina tíúfu. Mikiö var það ljós — og sá máttur og sá hiti: — Þetta get ég ekki heyrt þig segja, heillakona. Þökkum heldur miskunnarföðurnum fyrir þá umbun, sem hann, fyrir þitt nægtanna hjarta og þína mann- dómsrögg, fékk okkur veitta, að láta okkur auðnast að gera þessu veraldararnakefli hélunæturnar haust- fagrar, mín dúfa. Hann rýndi i gaupnir sér í tungisljósinu, Markús, sagði síðan seinlega, næstum það minnti á, þegar menn feta sig áfram í hálfrokknu á lítt troðinni slóð: — Þau voru geislafögur, brúnaljósin hennar, þeg- ar hún leit á hann Hákon — 'nefir löngum rómaður verið — regnboginn.... En hún sagöi ekkert, gerði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.