Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 27

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 27
J Ó LAB LAÐ T í MAN S 1948 27 eftir prestinum. En hann hafði aðra skoðun á því máli. Hann sagði, að helmingurinn af því, sem presturinn segði, væri eitthvað, sem hann hefði lært af bókum, og það væri gagnslaust fyrir sig, að hlýða á það. En það, sem Hrólfur i Haga, ef til vill fengist til að segja í þessu vandamáli, væru hans eigin skoðanir og árangur af eig- in reynslu. Hrólfur í Haga kom gangandi heim túnið síðar um daginn. Hann var í stormtreyju og með buxurnar brotn- ar niður í sokkana. Hann gekk álútur og fór sér hægt. Það var eins og hann liti ekkert í kring um sig, en væri þungt hugsandi. Solveig tók vingjarnlega á móti Hrólfi. Hann tók kveðju hennar hlýlega. Því næst var honum fylgt til baðstofu. Eftir að hafa heilsað Sigurði bónda, tyllti hann sér á rúmstokkinn. Því næst sagði hann hægt og hlýlega: „Örlagavöldin hafa sent þér stranga lexíu vinur minn. Ég finn til með þér af hlýjum huga.“ „Já, mér hafa fundist þessir dagar verið strangir.“ „Það get ég vel skilið. En hvað finnst þér erfiðast?“ „Ég sendi eftir þér, af því að ég treysti þér til að skýra mér í einlægni frá skoðun þinni á því, hvers vegna þú álítur, að drengurinn minn sé tekinn frá mér, og um leið öll gleði yfir lífinu. Mér finnst það svo misk- unnarlaust að taka Jökul minn frá mér.“ „Verið getur að ég hafi mínar eigin skoðanir á því máli, en ég tel vafasamt, að það komi þér að nokkru liði, þótt ég segði þér þær, því að þær eru sprottnar af reynslu minni, en ekki aðfengnar frá öðrum.“ „Þetta veit ég. Þess vegna sendi ég eftir þér. Þú átt að vera sálusorgari minn í dag. Þess vegna vona ég, að þú viljir opna huga þinn og segja mér skoðanir þínar.“ „Aldrei hefir mér nú komið það í hug, að leitað yrði til mín í þessu efni. En nú skal ég verða við ósk þinni og opna hug minn fyrir þér, og segja þér skoðanir min- ar á þessum og svipuðum atvikum daglegs lífs. En fyrst verð ég þá að segja þér ofurlítinn kafla úr ævisögu minni. Ég er Vestfirðingur að ætt, fæddur þar og uppalinn. Þegar ég varð fulltíða maður felldi ég hug til bónda- dóttur þar í dalnum. Hún hafði flesta þá kosti, sem konu má prýöa. Kún var fögur og myndarleg álitum, gáfuð og hjartahlý. Ég var svo lánsamur, að henni geðjaðist vel að mér líka, og við kunngerðum hjúskap- arheit okkar að haustlagi. Ég átti þá talsverðan bú- stofn, og ætluðum við að halda brúðkaup okkar um vorið og hefja búskap. Á sæludögum tilhugalífsins, fannst mér stundum þessi gæfa mín vera óverðskulduð og gæti ekki varað lengi. Mér fannst ég ekki verður þess að njóta ástar jafn yndislegrar stúlku. Og einhver geigur var i mér um, að ég mundi ekki njóta hennar lengi. Um veturinn veiktist hún hættulega. Þaö var hvíti dauðinn, sem hér var á ferðinni. Sumarið eftir dó hún. Eftir lát hennar lá við að ég yrði sturlaður. Ég fór einförum og var ekki mönnum sinnandi. Ég sökkti mér niður í sorg og söknuð og fannst líf mitt eyðilagt og sá hvergi bjartan blett. Þá var það sem hjálpin kom. Hún kom á einkenni- legan hátt. Og nú segi ég þér leyndarmál, sem ég hefi engum sagt áður. Mig dreymdi stúlkuna mína allar nætur fyrst eftir að ég missti hana, og var það ekki undarlegt, þar sem hugurinn snerist allur um hana á daginn. En svo fór ég að finna nálægð hennar á daginn líka. Stundum fann ég, að hún studdi hönd á öxlina á mér eða klapp- aði mér þýðlega á kinnina eins og hún var vön aö.gera. Fyrst hélt ég að þetta væri hugarburður. En þegar þetta endurtók sig og ég íann hin mildu, friðandi áhrif, sem fylgdú þessú stundum, þá sannfærðist ég um, að þess- ar stnndir væri stúlkan mín hjá mér. Og svo kom skyggnin og ég fór að sjá hana. Þessi reynsla mín dró sárasta broddmn úr söknuðinum, og ég fór að ná mér á ný og sinna störfum mínum. Þessi áhrif fylgja mér enn. Og á þessum stundum hefi ég öðlast skýringu á því, hvers vegna ástvina- missir er oft nauðsynlegur, til að opna augu manna fyrir hinu eilífa lífi. Skýring mín er þessi: Þegar barn fæðist, tekur sér bústað í líkama þess ódauðleg sál, sem hefir lifað áður. Hún á ef til vill langa sögu að baki. En barnið fæðist þess og bærinn riðar, svo að nærri ligg- ur, að hann hrynji til grunna. En þetta er aðeins forboði þeirra geigvænlegu við- burða, sem nú eru að hefjast. Öllum verður litið til Heklu, því að menn grunar að af hennar völdum muni þetta stafa. Og sjá! Upp af toppi hennar rís ægilegur mökkur, er geysist með ofsa hraða upp í liiminhvolfið og breiðist þar ,/át, á . syip^undu... Pliminninp for- myrk'.ast og á skömmum tíma leggst niðamyrkur yfir Heklu og umhverfi hennar. Næfurholtsbærinn hverfur i það mikla myrkur, eins og dropi í haíið. — Gnýrinn frá Heklu er nú orðinn aö ógurlegum dunum og brestum, eins og fjallið sé að molast í sundui'. Vikri rignir niður og í sífellu þjóta leiftrandi eldingar gegnum myrlcan geyminn, boð- andi ógnir og tortímingu. Sunnanvindurinn færist nú skyndi- lega í aukana og hinn ferlegi voðamökk- ur, sem brýzt án afláts upp úr eldfjall- inu, sveigir til norðvcsturs. Landsveit- inni er borgið frá yfirvofandi eyðingu. •— En yfir byggðir og óbyggðir norðurs- ins geysist gosmökkurinn, með dauðann sjálfan fyrir förunaut. Hér lýkur þessari furðusýn. Sjónar- svið ímyndunaraflsins lokast og húsa- rústirnar á Næfurholtstúninu blasa við mér á ný, hjúpaðar huliðsblæju eilífrar þagnar. Hugmyndaflug og staðreyndir höfðu runnið hér saman í eitt, svo að þar kann ég naumast nokkur skil á. í fornum annálum er vitneskjan um gos þetta geymd, sem hófst í júlímán- uði árið 1300, og er talið eitt hið ógur- legasta Heklugos, er sögur fara af. — Og annálarnir greina frá mörgum öðrum geigvænlegum Heklugosum frá liðnum öldum, auk þess sem rúnaletur jarö- laganna ber þeim vitni. Hékla hefir ver- ið athafnasöm í meira lagi. Saga henn- ar er saga stórfelldra náttúruafla, sem skapa og tortíma í senn. Öld eftir öld hefir hún ógnað byggðum þessa lands með kynjamætti sínum. Hvert eldgosið öðru ægilegra hefir brotizt upp úr iðr- um hennar. Og einmitt fyrir áhrif þess- ara kynjaafla er Hekla sjálf orðin til. Á óralöngum tíma hefir hún smám saman myndazt úr gosefnum þeim, sem gígir hennar hafa spúð. Þannig er saga Heklu, og þannig er saga landsins, sem heild, ein órofin keðja stórkostlegra við- burða af völdum geigvænlegra náttúru- afla, sem hafa herjað á íslenzku þjóðina frá fyrstu tíð. Út frá þessum hugleiðingum labba ég enn af staö og held nú niður að Rangá, þangaö, sem ég óð yfir hana um morg- uninn. Vatnið í henni er jafn nístandi kalt og áður, þrátt fyrir hlýindi og yl sólarlj óssins þá um daginn. Þegar yfir ána kemur held ég beinustu leið að Galtalæk. Á túninu austan við bæinn staldra ég við og litast um. Við austur gnæfir Hekla, sveipuð grárri þoku ofan til. Á- sýnd hennar er leyndardó.msfull. í þokuhjúpnum leynist tindurinn, sem ég hafði ætlað mér að klífa og njóta út- sýnis af. Að þessu sinni átti ég ekki því láni að fagna. En í fylgsnum hugans vakir þrálát von um að einhverntíma síðar muni sú hugmynd verða að veru- leika. Falleg orð. Blað eitt í Daiirnörku spurðist fvrir meðal kvcnna hvaða 20 orð væru fallegust að þeirra smekk og clómi. Ekki varð þetla þó aiineim skoðauakönnun, en niðurstaðan er þessi: Ileilsa, hlátur, heima, ást, sólskin, barn, vinátta, brúðkaup, heppni, peningar, elska, jafnvægi, Dan- mörk, bros, frelsi, himinn, tunglsskin, öryggi, dans og friður. Noldcur uggur kom fram í blaðinu um það, að síðasta orðið væri stundum haít með til uppfyll- ingar aðeins. Innst við hjarta ce ég geymi undraljósið milda, sterka, dís í mínum draumaheimi, drottning minna hversdagsverka. Ungri sál er dátt að dreyma, dvelur þrá við óskalöndin, blessun lifs við bœinn lieima bíður þess að vinni höndin. Þar á að gera varnarvígi vonum þeim, er lífið fegra, svo það verði stig af stigi stöðugt betra og yndislegra. Það er draumur þúsund ára, þráin djúya og yndisbjarta, brunnur sælu og sorgartára, sólargeisli mannlegs hjarta. Þeir, sem slíkum vonum vígja vilja sinn og innstu hneigðir fyrir betri framtíð drýgja flestar dáðir, slitnir, beygðir. Þegar atvik ýmiskonar œgifarg á brjóstið leggja, mildur bjarmi vœnstu vonar verður til að styrkja og eggja. Þó að nísti voðavetur veitist skjól í heljargjósti þeim, sem lifa látið getur loga þann í sjálfs sin brjósti. Ég á óskir öllum kunnar, eins og grúi hversdagsmanna, einn af sonum alþýðunnar, einn í röðum þúsundanna. Óska ég mér að mega vinna, musteri lifs míns byggja i friði, samfélagsins iðgjöld inna ásamt minu skyldulíði. Þótt ég leiti langt og viða lifi ég bundinn kjörum hinna, fyrir alla ég á að líða eins og þúsund brœðra minna. Aðrir mína gæfu gera, gleði mín er fórnir hinna, þeirra er dagsins þunga bera, þola mest og dyggast vinna. Sjá ég vildi yfirunnar orsakir, sem farsœld banna, oJckur, sonum alþýðunnar, okkur, grúa hversdagsmanna. Komdu hér að hlið mér kœra, hlutverk mitt er athöfn dagsins, rök og efndir fram skal fœra fyrir liugsjón brœðralagsins. Komdu og vef mig vonum þínum, vektu og glœddu hugsun djarfa, vertu dís í draumum mínum, drottning minna beztu starfa. Með þér vinna vildi ég mega, vonum þínum maður reynast, gœfu fjölaans í svo eiga einhvern þátt við skilin seinast. Draumsjón heilög laðar, lokkar, Jausn og gœfa þúsundanna, vakir yfir vonum okkar verndarandi þjáðra manna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.