Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 1
6 fagnct eftir séra Sveinbjörn Högnason rsjq fs 2\ g5 Z LlJ LE nJ [E UnJ ft „Verið óhrœddir, því að sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er i dag jrels- ari jœddur." — Lúk. 2, 10—11. IJm allan kristinn heim fagna menn nú jólum einu sinni enn. Allir leit- ast við að gleðjast og gleðja aðra, eftir því, sem tök eru á. En misjafn- lega leita menn þeirrar gleöi, eins og áður og það sjálfsagt hver eftir sinni trú á það hverjir séu líklegastir og mestir gleöigjafar lífsins. Víst er um það, að miklar hafa jólaannirnar verið að þessu sinni, eins og. fyrr, hvernig sem fer með árangurinn til að gleöja og gleðjast. Þvl miður vill það víst of oft gleymast oss mörgum, að enginn sannur jólafagnaður er til, nema þar, sem hinn aldagamli boðskapur liátíðar- innar nœr til að helga hugina og veita birtunni að ofan inn i sáiir mannanna. Boðslcapurinn, sem segir frá fœöingu hans í þennan heim, sem boðaði mönnunum frið, fyrirgefningu og kœrleika guðs, og að yfir striði og sorta jarðar vœru opnir heimar Ijóss og friðar, sem mann- legir hugir gætu öðlazt hlutdeild í, og það þegar hér á jörðu. Margir eru þeir sjálfsagt enn, sem ekki telja sig hafa þessa boðskapar þörf, og að alla gleöi, sem þeir þrá, sé að fá í gjöfum, gœðum og gengi þessa heims. Sú trú er einnig vissulega óhvikult og svikalaust boðuð, og ekki er því að neita, að allt amstur og undirbúningur jólanna ber þessari trú oftast órœkara vitni hjá flestum, en trú þeirri, sem jólahátíðin boðar. Og þó hygg ég, að þeir séu raunverulega fáir, þeir alvarlega hugsandi menn og konur nú á dögum, sem þannig hugsa. Ég hygg, meira að segja, að þeim, sem mest hafa á þetta treyst undanfarið, fari æ fjölgandi, sem er að verða það Ijósara með hverjum deginum, sem líður, að i sorta og háska veraldar, sem um oss er, „gefst ekkert skjól nema guð.“ Það stenzt engin von mannanna nema í honum og fyrirheitum hans. Það er engan frið að finna nema andi hans fái fullvissað oss um, að vel- þóknun hans og handleiðsla sé yfir lífi voru og störfum, að hann styrki oss i hœttum, og lifgi það og endurfœði, sem með oss kól i nœðingum og stríði lífs vors. Það er vissulega þannig ástatt i heimi vorum nú, að fáum mun rótt í huga, sem með athygli liorfir í þann sorta, sem yfir manniegum leiðum jrúfir nú. Allir menn þrá frið, er rísi úr svartnœtti stríðs og ótta. Allir tala fagur- lega um þá aldagömlu drauma mannkynsins, og vissulega leggja margir hinna beztu manna sig alla fram um að þeir megi rœtast. — En ég hygg. að það muni enn, sem fyrr, reynast og fara svo, að enginn fœr friðað þessa jörð og þá, sem hana byggja, nema hann, sem á þessari hátíð fœdd- ist og þau áhrif og þau öfl, sem frá, honum stafa til mannlegs lífs. Ófriður og hatur liið ytra um oss stafar fyrst og fremst af þvi, að sálir vor mannanna eru sjúkar og friðarvana. Vér fáum aldrei friðað hinn ytri heim, nema friður og sátt ríki fyrst hið innra með sjálfum oss, — að vér fáum komizt í sátt viö lífið og þá, sem með oss lifa, í sátt við örlög vor og þau öfl, sem máttkust vaka yfir lifi voru öllu. En þar vill einatt margt vera, sem veldur oss öróleika, kviða og sálarkvala. í sálum vorum svíða sárin og nísta þau öfl, sem vér létum einatt af vangá og hverflyndi stjórna oss, en sem vér óttumst þó og viljum ekki lúta. Þar fer fram hið örlagarika strið og barátta milli góðs og ills, sem síðan brýst út í svo margvislegu missœt-ti og árekstrum við umhverfi vort og gerir það ótryggt og jafnvel fjandsamlegt flestar stundir. Það er alveg víst, að sjúk og friðarvana sál getur aldrei friöað heiminn. En liátíðin flytur oss þann boðskap, að yfir oss vaki þau máttaröfl, sem vilji styrkja oss til sigurs i þessari baráttu. Hún boðar oss, að oss sé frels- ari fœddur, sem ennþá sé á meðal vor til að vitja hinna sjúku og friðar- vana mannsálna, til að veita þeim frið sinn og gleði, og til að fullvissa þœr um fyrirgefningu guðs, náð hans og kœrleika til breyskra barna hans. Já, til að vera oss öllum það Ijós, „sem lýsir oss um dauðans dal, að drottins náðarstól.“ Þennan boðskap bera jólin enn til hverflyndra, vegvilltra og syndugra manna. Og aldirnar, sem liðnar eru frá þvi að þessi boðskapur barst fyrst til jaröheima, þœr benda oss með margfaldri reynslu sinni til þess, að í honum felist það, sem vér mennirnir þörfnumst og þráum mest, og að enginn geti án frelsundi kraftar hans lifað heilbrigðu og hamingju- éömu lifi. Ómarnir um frelsi og frið munu aldrei þagna i djúpuni sálna vorra á meðan vér heyjum það strið, sem oss er haslað hér á jörð. Þess vegna eru ómar jólahátíðarinnar svo helgir og magnþrungnir í hvert sínn er þeir berast oss, og þeir vekja fegurstu og Ijúfustu kendirnar í huanm vorum. Dag hvern heyjum vér strið með sigrum og ósigrum, — strið við oss sjálf og umhverfi vort á marga lund. Og það eru mörg vonbrigöin og mörg sárin, sem lifið veitir oss, jafnvel þeim, sem það fer mýkstum höndum um, að þvi er oss virðist. Ótti, kviði og áhyggjur vilja lama hug- ann og svo mun vera nú um marga jafnvel meira en oft áður. En þá berst jólaboðunin fagra og hugljúfa oss þessa stund, sem segir: „Verið ó- hrœddir, þvi að sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öll- um lýðnum, yður er i dag frelsari fæddur." Þennan fögnuð eiga jólin enn að flytja oss, — oss öllum, sem óttumst, stríðum, mœðumst og erum áhyggjufull i mörgu. Þau eiga að veita oss fögnuðinn yfir því að frelsari er oss fœddur. Frclcari, sem vill leiða oss og styrkja, — sem vill skilja oss, er aðrir dœma oss, — sem vill veita oss kœrleika sinn og fórnandi ástúð, er umhverfið andar köldu að oss, — sem vill benda oss til Ijóss- og friðarheimanna, er yfir oss vaka, þegar um oss myrkvast og skýjaþykknið byrgir fyrir augu vor. Já, frelsari, sem segir oss, að „guð vilji ekki dauða syndugs manns, heldur aö ha:in snúi sér og lifi.“ Vér kristnir menn vitum, að þessi frelsari, sem vér fögnum nú, hefir leitt óteljandi sjúkar og vegvilltar mannssálir i friðarfaðm guðs. Hann hefir skilið þann, sem villtur fór og veitt honum vissuna um kœrleiks- og fyrirgefningarhuga guðs yfir sér og lifi sínu. Hann hefir veitt huggun hrelldum og syrgjandi, reist þomn, sem fallinn var og tendrað aftur von- ina og lifsgleðina hjá þeim, sem voru að bugast undir vonbrigöum og fargi þungra örlaga. Og mér er spurn: Hver er sá, sem ekki þarf og þráir slíkan frelsara í lifi sínu? — Það er til meira en nóg af þeim öflum umhverfis oss, sem vilja lama, veikja og dœma, — og ekki sizt þegar vér erum veikust fyrir, vanmáttugust, sjúk á sál og friðarvana. Frelsari heimsins og andi hans liefir œtið farið grœðandi, styrkjandi og huggandi um mannlegt lif, og veitt Ijós og frið þeim sálum, sem varð myrkast um og næðingar bar- áttunnar surfu fastast að. Hann geröist konungur kœrleikans og friðar- ins meðal mannanna, og því er hverjum leitandi og Ijóselskum manni jafnan Ijúft að lúta honum og tigna hann. Enn er runnin yfir oss hin helga hátíð jólanna, með þessa óma, sem aldrei hefir tekizt að þagga i mannlegum sálum, síðan þeir bárust mannheimi hina fyrstu jólanótt. Þessa óma friðar, fyrirgefningar og fagjiaðar til syndugra og veilcra marína: Vér skulum láta þá hljóma skýrt og fagnandi i sálum okkar allra þessi jól, svo að helgi þeirra og fegurð megi styrkja oss og veita oss hátíð og fögnuð hennar í anda og i sannleika. Megi þeir ómar ná til allra hjartna, inn á livert heimili í landi voru og um allan kristin heim. Msgi þeir flytja fögnuð og frið, fyrirheit og blessun sína yfir skuggalegar leiðir jarðheima. Já, megi þeir tengja hjörtu vor allra fastar þeim guði, sem sendi einkasoninn sinn til að vera frelsari vor og leiðtogi i lifi og dauða. Lesendur mintr, guð elskar oss öll, þig og mig, þótt vér séum einatt veg- villt og vanþakklát börn hans. Þann boðskap á jólahátíðin um fram allt að bera oss. Já, „svo elskaði guð heiminn, að hann gaf son sinn ein- getinn, til þess að hver sem á hann trúir skuli ekki glatast, heldur öðl- ast eilíft lif. Þvl að ekki sendi guð son sinn í heiminn til þess að hann skyldi dœma heiminn, heldur til þess, að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann. (Jóh. 3, 16—17.). Megi sá bo&skapur lýsa oss og friða i öllum myrkrum, sorgum og von- brigðum lífs vors, og látum hann fá oss, á þessum jólum, til að taka, uitdir hvatningu skáldsins, sem segir: „Þótt þú berir hryggð i huga halda skaltu dýrðleg jól. Hann, sem allra harma þekkir, hann, sem lífsins vonir ól lœtur falla á leiöir þínar Ijós og yl frá kœrleikssól. Snúðu þér til hans og haltu helg og dýrieg þessi jól.“ Megi dýrð þeirra og friður berast oss öllum. Megi frelsarinn, senl fæddur er, ná til hjartna vor allra með kraft og frið og^ gleði. GLEÐILEG JÓL ! jj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.