Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 24

Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 24
24 JÓLABLAÐ TÍMANS 1951 Hangikjöt á hverjum degi Barnasaga eftir Aif Henriksson EINIJ SINNI var matvörukaup- maður, sem þótti hangikjöt allra mata bezt. Einn góðan veðurdag var hann á gangi um búð sína og sýslaði við kirnur og koppa. Þá heyrði hann allt í einu kynlegt hljóð úr horni. Hann skimaði um hólf og gólf, en sá ekkert óvenju- legt í búöinni. Á hillunum stóðu raðir af krukkum og baukum meö síld og salati, ediki og grænmeti, lyftidufti og eggjadufti, og kaup- maðurinn hugsaði sér um leið og hann renndi augum yfir hillurnar, að margir þessara bauka hefðu nú staðið þarna helzti lengi óhreyfðir og óseldir. Líklega væri þjóðráð að flytja nokkra þeirra ofan á búðar- borðið, svo að viðskiptavinirnir gætu athugað vörurnar betur. Þá heyrði hann tístið aftur, jæja, það líktist nú samt meira krunki. Honum datt í hug, að mús hefði komizt inn í búð ____ ina, svo að hann á!íL sótti sér smá- stiga og reisti iú* ;\r . •Ji'Zyþ'r UPP við hillurn- ^ 1 ^ ar. Síðan kleif hann upp í stig- ann og tók að skyggnast inn fyrir baukarað- irnar. Hann tók baukana einn af öðrum og setti þá niður á búð- arborðið, og þá heyrði hann hljóðið enn þá einu sinni. í þetta sinn kom það ekki ofan úr hillunni, heldur úr einum bauknum, sem hann hélt á, og nærri lá, að hann missti alla bauk- ana, sem hann var með í fanginu og ylti sjálfur niður úr stiganum. Það var eggjaduftsbaukur, sem hljóðið kom úr, ofurlítill ‘pappa- baukur með rauðu loki. Hann var vandlega límdur aftur, en þó fannst greinilega, að eitthvað kvikt bærði á sér innan í honum. Kaupmaður- inn staulaðist ofan úr stiganum með baukinn í hendinni, tók hníf og skar á límbandið, sem hélt lok- inu föstu, og lyfti því. Hann gerði það þó mjög varlega og bjó aðeins til ofurlitla rifu, svo að hann gæti gægzt í baukinn. „Góðan daginn hér,“ var sagt með dimmri bassa- rödd niðri í bauknum. Kaupmaðurinn varð svo hlessa, að hann mundi ekki einu sinni eftir því að verða hræddur. Hann skellti lokinu á aftur og depl aði augunum, en svo rak forvitnin hann til að lyfta lokinu svolít- ið á nýjan leik. En þegar hann sá, hver það var, sem hafði boðið góðan daginn, varð hann svo undrandi, að hann var nærri fall- inn kylliflatur á gólfið og varð að styðja sig við búðarborðið. í bauknum sat nefnilega dálítill fuglsungi og glennti upp ginið. Kaupmaðurinn gapti af undrun. „Hvers konar fugl ert þú, góði minn,“ gat hann þó að lokum stamað. „Ég?“ sagði unginn með sömu bassaröddinni. „Ég er auðvitað baukagaukur.“ „Hvers konar fugl er það?“ stam- aði kaupmaðurinn. „Baukagaukur? Hefirðu aldrei heyrt talað um baukagauka?“ „Nei, þeirra hef ég aldrei lieyrt getið,“ sagði kaupmaðurinn. „Og þó þykist þú vera matvöru- kaupmaöur," sagði fuglinn og skellti í nef. „Það er þá kominn tími til þess að þú kynnist okkur. Við baukagaukarnir erum ekki klaktir úr eggjum í fuglahreiðrum eins og aðrir fuglar, heldur í eggja- duftsbaukum í matvöruverzlunum" „Þú ert samt sá fyrsti, sem fæð- ist í minni búð,“ sagði kaupmaður- inn. „Já, við erum heldur ekki svo al- gengir,“ sagði baukagaukurinn. „Við erum helzt á loftvogum, klukk- um og öðru slíku glingri. Við ger- um ekki öllum matvörubúðum þann heiður að fæðast í þeim.“ „En þú talar samt íslenzku," sagði kaupmaðurinn. „Já, hvaða mál annað ætti ég að tala? Það er eina málið, sem ég hef heyrt hér í búðinni," sagði unginn. „Satt er það, við erum þjóðræknir hérna,“ sagöi kaupmaðurinn. „Nú væri notalegt að fá ærlegan matarbita. Ég hef ekki snætt morg- unverð í þessu lífi enn þá,“ sagði unginn og & lagði undir flatt. „Það er hægt að bæta úr því,“ sagði kaupmað- urinn og skar vænan ostbita af ostahleifn- um í hill- unni. — „Gerðu svo vel.“ Unginn hámaði í sig ostihn og lauk honum á svipstundu. Kaup- maðurinn sá, hve hann óx og þand- ist út á samri stundu. Hann óx um helming á fimm mínútum. „Jæja, ertu nú mettur?“ spurði kaupmaðurinn. „Já, þökk fyrir matinn. Nú er ég fullvaxinn og fleygur. Nú vil ég helzt fljúga út í skóg og fara að lifa lífinu,“ sagði fuglinn. „En ef ég neitaði nú að Sleppa þér út,“ sagði kaupmaðurinn. „Jú, þú gerir það, vinur minn,“ sagði fughnn. „Mér finnst, að bezt væri að setja þig á safn. Ég gæti bezt trúáð, áð náttúrugripasafnið ætti engan baukagauk." ____ Það fór hrollur um fuglinn við þá tilhugsun. „Ef þú opnar gluggann og lofar mér að fljúga út, skal ég veita þér eina ósk,“ sagði hann. Kaupmað- urinn starði undrandi á hann. „Get- ur þú líka uppfyllt ósk- ir?“ sagði hann mjó- róma. „Ég væri nú enginn bauka gaukur ef ég gæti það ekki.“ „Þá horfir málið öðruvísi við,“ sagði kaupmaðurinn. „Jæja, hvers öskar þú þá?“ spurði baukagaukurinn. Kaupmaðurinn klóraði sér bak við eyrað og hugsaði sig um. „Ég held ég óski mér þess að hafa hangikjöt að borða daglega.“ „Sú ósk skal verða veitt,“ sagði baukagaukurinn, breiddi út væng- ina og flaug út um gluggann, beina leið til skógar. Dagurinn leið, og brátt kom að því, að kaupmaðurinn lokaði búð sinni og hélt heim. Þegar hann kom heim að húsi sínu, lagði þessa indælu hangikjötslykt á móti hon- um út um dyrnar, og þá vissi hann, að baukagaukurinn hafði efnt lof- orð sitt. Hann settist harla glaður að borðinu og snæddi hið gómsæta hangikjöt. Og þannig gekk það daginn eftir, næsta dag og þar næsta dag, en þegar kaupmaður- inn kom heim til miðdegisverðar þriðjudaginn í næstu viku, settist hann ekki jafnglaður og fyrr að hangikjötsborðinu, og á miðviku- daginn, þegar hann lokaði búð sinni, flaug honum í hug, að hangi- kjöt væri nú ekki verulega göm- sætur réttur. Gott væri nú að fá eitthvað annað endrum og eins. h fimmtudaginn viðurkenndi hann fyrir sjálfum sér, að hann væri orð- inn dauðleiður á þessu eilífa hangi- kjöti, og á föstudaginn ákvað hann að færa málið í tal við konu sína. „Elskan mín, ég skil það vel, að það er aðeins vegna mín, sem þú hefir hangikjöt hvern einasta dag, — en væri það nú ekki — ég á við — að — að —.“ „Hafa það ekki hvern dag, held- ur eitthvað annað þess á milli,“ sagði konan. „Þaö var nú líka ætl- un mín, en svo undarlega bregður við, að ég hef einhvern veginn ekki getað hugsað mér annað en kaupa hangikjöt í matinn alla þessa viku.“ „En hvernig væri nú að hafa steikta síld á morgun?“ sagði kaup- maðurinn. „Jú, það er ágæt hugmynd. Á morgun skaltu fá steikta sild, vin- ur minn,“ sagði kona hans. Daginn eftir keypti konan nokkr- ar stórar og feitar sfidar og bjóst nú til að steikja þær á pönnuna og var að láta þær krauma í feitinni, tók hún allt í einu eftir því, að þær tóku að breyta lögun, dökkna og stækka, og eftir örskamma stund lá þarna bústið hangikjötslæri á pönnunni, og hangikjötsilmurinn breiddist um húsið sterkari en nokkru sinni fyrr. Konan var alveg í öngum sínum og vissi ekki hvernig á þessum ó- sköpum stóð. Henni varö heldur ekki glaðara í geði, er maður henn- ar kom heim og sagði henni alla söguna um baukagaukinn og ósk- ina. „Þá er ekki annað til ráða en að þú farir að leita uppi þennan baukagauk þinn og fá hann til að létta af okkur þessum álögum,“ sagði hún. Kaupmaðurinn varð að viður- kenna, að það var skynsamleg á- lyktun. Hann kvaddi konu sína og hélt af stað. Hann gekk í sömu átt og hann hafði séð fuglinn fljúga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.