Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ TÍMANS 1951 13 RÉTTA ANDLITIÐ Þa'ö er þér óbærileg tilhugsun aö vera grunaöur um morö. Þér finnst þaö skelfilegt að vera talinn morö- ingi. Það er ekkert merkilegt við i það, en veiztu hvers vegna þér finnst það svo ofboöslegt? Það er vegna þess, að þú veizt hvernig dómur er kveöinn upp yfir slíkum manni. Þú veizt hvernig þú dæmir hann sjálfur. Hann er ofur- seldur fordæmingu — eins og orm- ur undir hæl þínum. Það er vegna þess, aö þú fyrir- f lítur hann takmarkalaust, hatar hann og hefir viðbjóð á honum. Þiö 1 lítið á þaö sem dyggð að traðka á honum eins og eiturkvikindi, eins og þú orðar það sjálfur. i Það er vegna þess, að þú villt ekki ; kannast við neinn skyldleika við i hann. Hann má ekki vera maður, af því þú ert það. Það er vegna þess, að þú getur ekki haldið við þínum háu hug- I myndum um sjálfan þig, ef hann á að teljast til sömu tegundar og þú. Þa'ð er vegna þess, að með af- broti sínu þrýstir hann að þér sannindum — þeim sannindum um þig sjálfan, sem þú villt ekki vita af. Þú og hann eruð báðir af einni ætt, — þið eruð bræður. Það, sem býr í honum, býr einnig með þér. Þú veizt það, en villt ekki vita það. ; Þess vegna villtu útskúfa honum. Með dómnum yfir honum heyrir þú ! dóm yfir sjálfum þér, en þú villt ekki heyra hann, því að þá getur ‘ þú ekki varðveitt þína eigin ímynd- uðu tign, lýgina um sjálfan þig. Þá lýgi vilt þú hafa fyrir sannleika. En þetta getur þú ekki varðveitt ; nema þú gerir hann clíkan og ó- : skyldan sjálfum þér. Hann skal i vera kvíkindi, svo að þú getir hald- i ið áfram að ímynda þér, að þú sért | maður, — göfugur og stór. • Þú ert fullur uppgerðar. Þið ; komið báðir frá sama stað og þið ' stefnið að einu marki. Þið eruð 1 eins í raun og veru. Það, sem þú hefir umfram hann, var þér gefið, ■ — honum var neitað um það, en þú lítur á það sem verðleika þína að- eins og blindur af drambsemi stíg- ur þú á háls honum, — honum, sem eklci fékk það, sem þér var gefiö. Þú reiðist vegna grunsemdanna gegn þér og kallar þær brjálsemi. Þú ert hræsnari. í gærkvöldi varstu moröingi í hjarta þínu. Augu þín höföu fundið sér stað á hálsi Sonju, þar sem þig langaði til aö grípa um og þrýsta að. Fing- urnir krepptust eins og klær. Ég sá þig. Var þaö þér aö þakka, að þú geröist ekki moröingi? Brauzt þú niður hatrið í liuga þér pg byggðir musteri kærleikans á rústum þess? Eða var það uppeldi þitt, stétt þín, umhverfi og ástæður, sem bjarg- aöi þér? Þetta allt var þér gefið á freistingastundinni, annar fór þess á mis. Ef þú hefðir hataö á ; sama hátt í frumskóginum, þar sem enginn sá til þín, — hefðir þú 1 aðeins verið maður, — maður án þess, sem Troels Rolf var gefiö, þá hefðu hendur þínar unnið í sam- ræmi við hjarta þitt. ‘ * Þetta er sannleikurinn um þig, af því aö þú ert maður, — af því ; þú ert bróðir afbrotamannsins, í sem myrti Edel. Þú ert af ætt Ká- ' ins. En þú vildir ekki vera bróðir 1 þess, sem sekur var. Hann geröir i þú að ófreskju. Nú þjáist þú, af I því aö þú átt ekki einungis að vera ) bróðir hans, — þú átt að vera ! hann sjálfur. H Þú kallar þig hugsjónamann, 1 Troels Rolf, og með laundrjúgu : stolti lætur þú aðra kalla þig það lika. Þú lætur þaö ekki á þig bíta, ; aö með sama stolti fyrirlítur þú ; lika í leyni þá, sem kalla þig hug- sjónamann. Hugsjónalif þitt -er Gerliard Rasmusscn heitir danskur prestur, sem nýlega hefir orðið frcgur um öll Norður- Iönd vegna skáldsögu, sem hann hefir samið. Sagan heitir Rétta andlitið (Det sande ansigt) og er ein af mörgurn verðlaunasögum, — cn á því segist ekki rnikið. Danska blaðið Landet hefir birt þessa sögu, sem framhaldssögu síðast- hðið sumar. Hér á eftir fer lítill kafli úr sög- unni, en fyrst þarf þó að gefa nokkra hugmynd um efni hennar. Troels Ralf verkfræðingur er grunaður um að hafa myrt telpu. Hann hefir verið á ferð í þeim bæjarhluta þegar ódæðið var framið og getur ekki gefiö neina skýringu á ferðurn sín- um. Lögreglan fylgist með öllum ferðum hans og hann bíður aðeins handtökunnar. Troels Ralf er saklatís af þessum glæpi, en honum finnst það óþolandi svívirðing að vera grunaður um slíkt ódæði; Það gengur svo nærri listiðnaður blekkinga, — svo snilldarlega gerður, að þú trúir þeim sjálfur. Þú hefir logið svo oft í hjarta þínu, aö þú ert á valdi þinnar eigin lífslygi. Þú þekkir ekki sjálfan þig og gerir þér ekki grein fyrir þeirri fyrirlitningu, sem þér er orðin eiginleg. Rut og Sonja hafa rétt fyrir sér. Þú vildir fórna af þínu eigin til að vinna fyrir mennina. Það sagðir þú og lést aðra nafa það eftir. Þú taitíir þér trú um, að þetta væri satt, en úr þessum fórnum byggöir þú fílabeinsturn sjálfsþóttans og með ofmati á sjálfum þér leizt þú niður á þá, sem þú hættir aö telja . meðbræður þína. Það var turn til sjálfsdýrkunar og upphefðar fyrir hugsjónamanninn Troels Rolf. Þér ægir hin marghöfðaða ó- freskja fjöldans, með þúsund köld og andúðarfull auglit. Þú hefir aldrei séð þitt eigið. Það andlit, sem horfir niður úr turninum, — hið sama andlit Troels Rolfs. Hefðir þú séð það, hefðirðu þekkt það aftur í nótt. Þetta andlit, sem þú sást allsstaðar aftur og aftur, var þitt eigið. Hvern annan viröir þú, hvern annan elskar þú meira en sjálfan þig, meira en skurð- goðamyndina af hugsjónamannin- um Troels Rolf? Þú óttaðist miskunnarleysi dóm- arans, kulda föður þíns og Deville, sem hæddist vægðarlaust að neyð þinni. Þú áttar þig ekki á því, að þú ert sjálfur vanur að fara með hlutverk þeirra, svo að menn hafa kveinkað sér frammi fyrir þínu háttvirta dómarasæti. Litastu nú um. Þú getur séö marga, sem þú hefir dæmt meö hrokafullri þögn eða stærilátu augnaráði. Auövitað eru aöíerðir þínar tiginmannlegar! Þú ert mannvinur! Nú dæma aörir þig. Það er ekkert tiginmannlegt eða mannúðlegt við þeirra dóm, þeir þekkja það ekki. Þeir dæma þig bara, — þeim sama dómi, sem þú dæmdir sjálfur. Þaö er hefnd þeirra og refsing þín, — en þú hróp- ar um sakleysi og hneykslanlegar aðfarir. Áttu vini, Troels? Hvað marga? Þú hefir byggt hús, sem voru góð fyrir menn aö búa í, en ennþá betri fyrir hróður og álit Troels Rolfs og háar hugmyndir þínar um sjálfan þig. Vissirðu það? Þú vissir það. Þaö var þér aldrei fyllilega óljóst. En hefir nokkur leitað til þín með sorg sína til að fá huggun? Hafa áhyggjur orðið léttari þar, sem þú varst nærri? Kom nokkur og sett- ist hjá þér, einungis til að sitja þar þegjandi með þér og sækja sér styrk í hlýju persónuleika þíns? Hversu marga hefir þú glatt? Hverjum gafstu nýjan lifsþrótt? Hv&rra byrðar hefir þú boriö? honum, að hann scgir fjölskyldu sinni, að grunur lögreglunnar sé réttur. Faðir hans, Nobelsvcrðlaunaskáldið Anders Ralf, og flestir aðrir cru á báðum áttum, en kona hans, Rut, og föðurbróðir hans, séra Mikael Ralf, láta ekki blekkjast. Eftir gestaboð hjá föður sínum hefir Troels Ralf gengið um göturnar langt fram á nótt. Þá hefir hann heimsótt vin sinn, Seis lækni, sem segir honum að það sé ekki neitt undarlegt eða niðurlægjandi þó að hann sé grunaður, því að fínir menn geti líka unnið afbrot og yfir öll- um vofi með vissum hætti truflun á sálarlífi. Heima hjá sér hittir Troels Ralf svo séra Mikael föðurbróður sinn og segir honum frá ofsjónum sínum á gönguferðinni. Eftir að hafa hlustað á Troels, spurt hann fáeinna spurninga og síðan talað *við hann nokkur orð, segir prestur það, sem hcr fer á eftir: * Hverja tókstu þér við hönd, þegar kjarkur þeirra brast? Hverja leidd- ir þú á réttan veg með góðu oröi, þegar þeir fóru villir vegar? Hvern elskaðir þú, Troels? Ná- unga þinn eða sjálfan þig? Hvernig er það með hjónaband þitt? Veiztu að talað var um þig með virðingu, þegar þú giftist Rut? Það veiztu. Þú vissir það strax fyrir brúðkaup ykkar. Þaö er fært tekna- megin hjá bér á reikningi þínum. Daglega á kona þín að minnast þess. Hvers vegna veslast hún upp? Hvers vegna deyr hún í lifanda Jífi? Hvað gekk þér til, þegar þú giftist henni meðan ósköpin dundu á henni og heimili hennar? Var það þinn eigin heiöur og háar hug- myndir þinar um sjálfan þig, sem fyrir alla muni varð að vernda, — eða var það hamingja hennar? Þú hefir metið sóma þinn mikils, Tro- els Rolf, — lagt mikiö upp úr á- nægju þinni með sjálfan þig. Ást hennar átt þú. Hvaö villt þú meira til endurgjalds? Á hún að tilbiðja guöinn í turninum eins og aðrir? Á hún, auk þess sem hún elskar Troels, að bera lotningu fyrir Tro- els Rolf, hinum fræga verkfræð- ingi, hugsjónamanninum, sem aldrei sveik gefið loforð, ekki held- ur loforð um hjónaband — Troels Rolf, sem þekkir engan annan, sem srnna lof á skilið? Hvaöa örvænting rak þig áfram um göturnar, kvöld eftir kvöld? Nótt eftir nótt? Var það örvænting vegna þess, að þú gast ekki elskað hana eins og hún elskaði þig? Að þú þoldir ekki samanburð? Að þú gazt ekki oroið hennar verður? Var það vegna þess, að þú gazt ekki gefið henni eins og hún gaf þér af gnægð sinni, af góðleik og hlýju? Var þao örvænting vegna þess, að hjarta þitt var ófrjótt, kalin eyði- mörk, brunnin af sjálfselsku og sjálfsþótta? Eða var það dulin gremja vegna þess, að hún gat ekki. elskaö samkvæmt þínum kröfum, — að hún gat ekki samtímis elskað Troels og kropið fyrir guðinum. Troels Rolf? Aö hún gat ekki elskað þann, sem með þögn sinni og tal- andi tilliti, meö hverri hreyfingu og persónulegum þótta lét hana skilja, að hún mátti vera þakklát fyrir að fá aö anda aö sér sama lofti og hann? Hefir þú leyft henni að heiðra föður sinn og móður fyrh’ það, sem var þess virði, eða hefir þú hjúpað nöfn þeirra með þögn og kulda og orðlausri óvirðingu? En hún átti að heiðra föður þinn, sem þú fyrirleizt sjálfur. Hvern dæmdir þú á næturgöng- um þinum fyrir hamingjuleysi hjú- skapar þíns? Sjálfan þig eða hana? Hverjum ætlaðir þú að breyta? Henni eða sjálfum þér? Hver átt:. að auðmýkjast og biðja um fyrir- gefningu? Þú eöa hún? Svaraðu þéi: sjálfur en svaraðu með fullri hrein- skilni. Það er síðasta tækifærið. Troels! Hvern elskaðir þú? Ná- unga þinn eða sjálfan þig? Afburðamaðurinn í kjallaranum. elskaði líka sjálfan sig. Hann gekk. í stjórnlausu æði blindrar eigin- girni og holdlegra fýsna, án hugs- unar og skynsemi á ofurvald frum stæðra náttúrukrafta. Ein hrösur.. —- og henni fylgir kollsteypa í hyl ■ dýpi. Þú elskaðir sjálfan þig y turninum, dag eítir dag, ár frí ári. Þú reiknaðir í leyni með köldr. yfirlögðu ráði, þú tignaöir kær- leika þinn og varst að því kominr?. að svipta konu þína lífinu, þú hug- sjónamaðurinn Troels Rolf. Þér var það fyrir öliu að varðveita sjálfs- virðingu þína og ofmat þitt á sj álf- um þér, að tigna geislaljóma þann, sem þú hafðir sveipað um nafr;. þitt i eigin vitund og annarra. Turninn þinn er hruninn Troels, Ég veit ekki enn hvort hægt er acJ bjarga þér úr rústunum. Við get- um það ekki einir. Þetta er undii: þér komið. En tvö skilyröi eru ó hjákvæmileg: Vilji þinn til yfirbótt. og hæfileiki þinn til aö sjá loksins sannleikann og kannast við hann. Viðurkenna hann skilmálalaust. . „ Hér verður' saga þessi ekþi rakir:. nánar eða meira sagt úr hennL Hún er fyrst og fremst skarpleg; sálarlifslýsing. Það er vel metinn „betri borgari“, sem lifað hefir „lýtalausu Iífi“, sem presturinn segir þessi orð viö og þau eru að vissu leyti þungamiðja sögunnar, Til þess mun hún einkurn skrifuð, að koma þessari prédikun að eyr- um flekklausra heiðursmanna. Og: þó aö hún njóti sin miður slitin úr samhengi eins og hér, ætti hún þó að geta sýnt glöggum og hugs- andi lesendum hvað það er, sem séra Gerhard Rasmussen liggui: einkum á hjarta. H.Kr. þýddu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.