Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 35
JÓLABLAÐ TÍMANS 1951
35
piltarnir færu í glímu: Hygg ég, að
þetta hafi þótt nýstárlegt í Öxna-
dal í þá daga, því jafnvel í æsku
minni var ekki mikið um frístund-
ir á slættinum og ekki held ég, að
það hefð'i þótt viðeigandi, ef við
hefðum kastað orfunum og farið
að glíma.
Meðal annarra framkvæmda
Tómasar var það, aö hann byggöi
upp allan bæinn á Steinsstöðum.
Stóð sá bær að mestu þar til fyrir
fáum árum og var ég vel kunnug-
ur í honum. Sá bær mun hafa ver-
ið byggður áður en Jónas Hall-
grímsson var siöast heima og hefir
hann því dvalið í honum. Bær þessi
var með sama byggingarlagi og þá
tíðkaðist í Eyjafirði og víðar, en þó
reisulegri en almennt gerðist. Marg
ir timburkaflar eða burstir sneru
til vesturs fram á hlaðið; voru þar
bæjardyr, stofa, skáli, margar
skemmur og smiðja, er stóð nokk-
uð frá hinum húsunum. Yfir bæj-
ardyrum var svefnloft ætlað gest-
um. Úr bæjardyrum var gengið til
gestastofu. Mun hún hafa þótt
hrein stássstofa á þeirri tíð, því
jafnvel í æsku minni var hún enn
hið prýðilegasta herbergi. Á lofti
stofunnar var svefnherbergi, vel
búið. Það var ætlað hinum tignustu
næturgestum. Úr bæjardyrum lágu
göng inn í bæinn; voru búr og eld-
hús sitt til hvorrar handar þeirra,
en austast bæjarhúsa var baðstof-
an. Var hún í þrem hólfum: Syðst
var hjónahúsið, þar inni var eins
konar lokrekkja, sem hjónin sváfu,
í. Var hún útskorin af mikilli list;
þá var aðal baðstofan, eða miðbað-
stofan. Þar svaf vinnufölkið og hélt
til, þá er það var inni við. Nyrzt var
svo afþiljað herbergi, kallað Norð-
urhús, ætlað þeim heimilismanna,
fcarli eða konu, sem hjónin höfðu
mest við á hverjum tíma. Oft var
þó þetta herbergi haft handa næt-
urgestum.
Tómas Ásmundsson andaðist ár-
ið 1855. En árið eftir giftist Rann-
veig Hallgrímsdóttir i 2. sinn Stef-
áni Jónssyni, alþingismanni á
Reistará og flutti hann til hennar
að Steinsstöðum.
Stefán var fæddur 24. sept. 1802,
svo að þau hjón voru bæði nær 54
ára er þau giftust. Ræður því að
líkum, að þau áttu ekki börn sam-
an. Eins má gera ráð fyrir, að skyn-
samlegar ástæður hafi valdiö því,
að þau gengu að eigast, en ekki þær
tilfinningar, sem venjulega valda
samdrætti ungs fólks. Allt um það
varð hjónaband þeirra hið farsæl-
asta.
Undarlega lítið hefir verið um
Stefán Jónsson alþingismann skrif
að, jafn gagnmerkur maður og
hann var. Mun ég því geta hans hér
nokkru nánar.
Hann hóf búskap á Syðri Reist-
ará í Arnarneshreppi og bjó þar
þangaö til hann giftist Rannveigu
á Steinsstöðum 1856, en þá flutti
hann þangað til hennar.
Fyrri kona Stefáns hét Sigríður
Árnadóttir. Hún andaðist 30. sept.
1851. Þau áttu 3 börn, sem öll dóu
á undan föður sínum. Ein dóttir
þeirra giftist þó og átti börn. Eitt
þeirra var Stefán Árnason, sem
lengi bjó á Steinsstöðum og marg-
ir muna ennþá. Hann var alinn upp
hjá Stefáni afa sínum á Steinsstöð-
um og erfði hann að nokkru. Hann
varð fróðleiksmaður og lagði eink-
um stund á ættfræði og annan
þjóðlegan fróðleik, en ekki var hon-
um sýnt um búskap né fjármál.
Var hann þó vel gefinn maður á
marga lund, en naut sín ekki í líf-
inu.
Meðan Stefán Jónsson bjó á
Reistará var hann hreppstjóri í
Arnarneshreppi, og þá er Alþingi
var endurreist, varð hann þing-
maður Eyfirðinga og sat á öllum
Æskuheimili Jónasar...
Framhala af 4.
ráðgjafarþingunum, frá 1845 til
1873, sem fulitrúi þeirra, en á þjóð-
fundinum 1851 var hann 1. fulltrúi
Skagfirðinga.
Stefán hefir ekki verið talinn til
þingskörunga vorra, enda var Jiánn
maður hlédrægur og lét lítt á sér
bera, en alkunnugt er, að menn,
sem svo eru skapi farnir, eru sjald-
an eða aldrei taldir standa í
fremstu röðum stjórnmálamann-
anna, jafnvel þó að þeir standi að
engu öðru að baki hinum, sem
meira ber á og meiri viðurkenningu
hljóta.
En Stefán „hopaði lítt, þó hóg-
vær væri“, eins og Matthías sagði
í erfiljóðum um hann. Var hann
hinn nýtasti þingmaður og örugg-
ur fylgismaður Jóns Sigurðssonar i
sj álf stæðisbaráttunni.
II.
Móðir min, en hún hét Þorbjörg
Friðriksdóttir, ólst upp hjá þeim
hjónum, Rannveigu á Steinsstöð-
um, systur Jónasar Hallgrímssön-
ar, og seinna manni hennar, Stef-
áni Jónssyni alþingismanni. Kom
hún til þeirra 9 ára gömul vorið
1865 og átti í þaö sinn heima.á
Steinsstöðum, þar til hún giftist
föður mínum 1876, en þá var Rann-
veig húsfreyja önduð fyrir tæpum
2 árum.
Móðir mín sagði mér margt um
heimilislíf og heimilishætti á
Steinsstöðum, þegar hún var að al-
ast þar upp. Mun ég segja frá sumu
af því hér.
Hún kom að vísu ekki að Steins-
'stöðum fyrr en 20 árum eftir dauða
Jónasar Hallgrímssonar, en þá lifði
móðir hans enn og dvaldi á Steins-
stöðum. Þar bjó og Rannveig syst-
ir hans. Húsakynni voru hin sömu
og verið höfðu, þegar Jónas dvaldi
síðast heima. Heimilishættir munu
og hafa verið mjög svipaðir, þar
sem húsfreyjan var hin sama. Ég
hygg því, að lýsing á Steinsstaða-
heimilinu, 20 árum eftir dauða Jón-
asar, megi skoða sem lýsingu á
æskuheimili hans.
Nú geta ókunnugir auövitað ef-
azt um, að móöir mín hafi sagt
rétt frá, en ég er sjálfur sannfærö-
ur um sannleiksgildi frásagna
hennar, enda fékk ég síðar tæki-
færi til að sannprófa sumar þeirra
og verður nánar að því vikið.
Um Steinsstaðaheimilið er þess
þá fyrst að geta, að efnahagurinn
var góður og gnógt í búi. Skorti
engan hlut, þann er hafa þurfti.
Setti þetta auðvitað sinn svip á
heimilið, einkum þegar þess er
gætt, að viða var fátækt og bágindi
á þeim árum. Heimilisfólkið fékk
t. d. æfinlega nægilegt að borða og
góðan mat, enda var rausn mikil
í heimili, en í þá daga var slíkt alls
ekki algengt, því þá var enn svo
ástatt á landi hér, að fátæklingar
sultu oft, einkum á vorin. Og jafn-
vel á efnaheimilum var það til þá,
og raunar miklu lengur, að haldið
var í mat við heimilisfólkið.
Heimilisstörfin voru auðvitað
svipuð og á öðrum bæjum. Hefur
heimilisstörfum oft verið lýst, eins
og þau gerðust á öldinni sem leiö
og hefi ég þar engu við að bæta.,
Á vorin var unnið á túninu;
áburðurinn mulinn sundur með svo
kölluðum klárum, það var kallað að
berja, síðan var honum ausið yfir
túnið.
Farið yar til. gra.sa pg.var §t.und-
um flest heimilisfólkið á grasa-
fjalli, því þá voru fjalíagrös enn
mjög höfð til manneldis.
Ánurn var fært frá og hafðar „í
kvíum“ á sumrin. Ur mjóik þeirra
var unnið ágætis smjör, svo og skyr
og ostur. Svo kom slátturinn. Auð-
vitað var þá eingöngu unnið með
handverkfærum: slegið með nrf-
um og rakað með hrifum o. s. irv.
Svo komu göngurnar og þá ýms
hauststörf til unöirbúnings vetrin-
um.
Á vetrum sinntu karlmenn auð-
vitað hifðingu búfjárins, en konur
unnu aðallega að tóskap. Á kvöid-
vökunum unnu þó allir, konur sem
karlar, að tóskapnum, nema . einn
heimilismanna, sá er bezt þótti
lesa. Hann las upphátt fyrir heim-
ilisíólkið allar kvöldvökur og verð-
ur nánar vikið að því síðar.
En ekkert af þessu er neitt sér-
kennilegt fyrir Steinsstaöaheimil-
ið, því þannig voru heimilisstörfin
á flestum eða öllum sveitabæjum
landsins á þeirn tíma. Ég sleppi því
að fara nánar út í þetta. Skal þó
aðeins bæta því við, að ekki var
mikið um nýjar framkvæmöir eða
umbætur á Steinsstöðum í tíð
Stefáns Jónssonar.
Ég gat þess áður í þessari grein,
að fyrri maður Rannveigar á Steins
stöðum var hinn mesti athafna-
maður og bætti jörð sína mikið, svo
að hún* ber enn nokkrar minjar
hans.
Stefán var öðruvísi skapi farinn.
Hann var fremur íhaldssamur og
þvi ekki gefinn fyrir nýungar. En
aftur var hann ákaflega hirðusam-
ur og hélt öllu, sem fyrirrennari
hans hafði gert til umbota, prýði-
lega við og lét þegar heíjast handa
um lagfæringar, ef eitthvað gekk
úr sér.
Stefán var og hinn mesti alvöru-
maöur, en Tómas Ásmundsson
hafði verið glaðlyndur mjög og
glettinn, svo menn Rannveigar á
Steinsstöðum hafa veriö töluvert
ólíkir.
Þegar ég rifja upp frásagnir móð-
ur minnar frá Steinsstöðum, virð-
ist mér, að tvennt hafi einkum gef-
ið heimilinu sérstöðu á dögum
þeirra Rannveigar Hallgrímsdóttur
og Stefáns Jónssonar, alþingis-
manns. Hið fyrra er, þvílíkur skóli
þetta heimili var ungu fólki, er þar
dvaldi, ef það hafði greind og eft-
irtekt til að hagnýta sér þá fræðslu,
sem þar var að fá. Hitt er gestrisni
þeirra hjóna og hinar tiðu gesta-
komur, sem síðar veröur vikið að.
Hvað uppeldisáhrif heimilisins
snertir, er þess ekki hvað sízt að
geta, að þar ríkti á allan hátt hinn
mesti myndarbragur í umgengni og
störfum, sem ungt fólk gat tekið
sér til fyrirmyndar síðar á æfinni
og gerði það, að minnsta kosti sumt
af því fólki, sem dvaldi þar í æsku.
En ekki var minna vert um þá
bóklegu fræðslu, sem þar var að
fá, ef næg eftirtekt var fyrir hendi.
Stefán keypti allar þær bækur, sem
út komu á íslenzku á þessum árum,
en þær voru að visu ekki margar
í þá daga. Einnig keypti hann þau
fáu tímarit og blöð, sem þá komu
út. Og allt þetta var lesið upphátt
á kvöldvökunum. Blöðin voru
meira að segja lesin frá upphafi
til enda, með auglýsingum og öllu
saman. Alþingistiðindin voru meira
að segja lesin upphátt, að minnsta
kosti umræðupartur þeirra, en þá
hafði nú sumt af heimilisfólkinu
, g.eispað.og þótt Jjtið til. ko.ma.. ..
En hvað um það, þó að surat af
því, sem lesið var, hafi kannslce
fallið í grýttan jarðveg, þá er þó
enginn efi á, að a. m. k. sumt af
því fólki, sem á hlýddi, varð fróð-
ara og víðsýnna eftir en áður. Ég
varð þess t. d. var, að móðir mín
vissi furðanlega mikið um baráttu
Jóns Sigurössonar, einkum á síðari
áruin hans. Hún var þó ekkert póli-
tísk að eölisfari og næsta lítið vissi
hún um stjórnmálasöguna á milli
1880 og aldamóta. En upp úr alda-
mótúm fór hún aftur að fylgjast
betur með.
Hvernig gat hún, sem aldrei hafði
í skóia komið og ekki heldur lesið
neitt sjálf um þessi efni, vitað svo
mildð um starf Jóns Sigurðssonar?
Svarið er auðsætt. Hún blátt áfram
mundi margt af því, sem hún hafði
heyrt lesið á kvöldvökunum á
Steinsstöðum: í Nýjum félagsrit-
um, í blöðum og í sjálfum Alþingis-
tiðindunum, o. s. frv.
Ég skal segja hér frá einu at-
viki, sem að vísu er ekki merkilegt
efni, en sýnir þó, hvað fólk gat
munað það, sem það heyrði lesiö.
Einu sinni ■ þegar ég var drengur
heyrði ég móður mína minnast á
fransk-þýzka stríðið 1870—71. Fór
ég þá að spyrja hana nánar um
það og leysti hún úr spurningum
mínum. Bezt man ég, að hún sagði
mér frá handtöku Napóleons 3.
keisara, flótta drottningar hans yf-
ir til Englands og umsátri Parísar-
borgar. Ég undraöist ekki þá, að
móðir mín skyldi vita um þessa at-
burði, því i þá daga hélt ég, að hún
vissi allt. En síðar, þegar ég varð
eldri og hafði sjálfur lesið frásagn-
ir af þessu, bæði í kennslubókum
og víðar, varð ég undrandi yfir því,
að móðir mín skyldi vita svo glögg
deili á atburðum, sem höfðu skeð
úti í heimi, þegar hún var 14—15
ára gömul, enda vissi ég ekki til, að
hún væri neitt sérstaklega hneigð
fyrir sagnfræði. Ég spurði hana því
einu sinni, hvaöan hún hefði haft
vitneslcju sína um fransk-þýzka
stríðið. Svarið var, að um það hefði
hún heyrt lesið í „Skírni", þegar'
hún var um fermingu, en „Skírnir“
var á þeim árum, sem kunnugt er,
fyrst og fremst fréttarit.
Nú var það aö vísu almennur sið-
ur á þessum árum og lengi fyrr og
síðar, að einn læsi upphátt fyrir
heirnilisfólkið á kvöldvökunum.
Steinsstaðir voru því ekki beinlín-
is að því leyti frábrugðnir öðrum
betri heimilum.
En hvað var lesið?
Ýmsar heimildir eru til um það,
að bókakostur var víðast lítill. ís-
lendingasögurnar hafa þó víða ver-
ið lesnar, sömuleiðis þær fáu skáld-
sögur, sem þá voru til; rímur voru
og kveðnar. Þetta var og einnig
gert á Steinsstöðum.
En skyldu Ný félagsrit víða hafa
verið höfð til kvöldvökulesturs?
Ég' efast um það. Enn meira efast
ég um, a'ð svo hafi veriö um Alþing-
istíðindin. Og yfirleitt efast ég urn,
að viða á landinu hafi verið lögð
jafn mikil stund á lestur fróðlegra
bóka. og fræðirita eins og á Steins-
stöðum.
Þá vík ég að hinu öðru einkenni
Steinsstaðaheimilisins: gestrisni
þeirra hjóna og hinum yðu gesta-
komum þar.
Steinsstaðir voru og eru i þjóð-
braut og það mátti svo heita, að
þar kæmu allir, sem um veginn
fóru og fjölmargir þeirra gistru.
Þar komu menn af öllum þeim
þjóðfélagsstéttum, sem þá voru til:
flækiiigar og umrenningar, sem þá
voru enr^margir, alþýðumenn, er
svo voru kallaðir, heldri menn og
helztu höfðingjar landsins. Var öll-
um, æðri sem lægri, tekið vel oa
veittur hinn bezti beini, endfi voru-
„ þau, hjón ^ákaflega . gestrisin o»,
samhent í því sem öðru.