Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 5
JÓLÁBLÁÐ TÍMANS 1951 5 Andrés Kristjánsson: 18 dagar í Ausfurríki VII. Sa.lzbu.rg — hin germanska Rómaborg Nóttin í Badgastein var köld og 1 hráslagaleg, þótt komiö væri fram að mailokum. Þessi litli og fagri ferðamannabær í f j allkrikanum ! við fossana þrjá í Gasteindal, þver- | dal út frá Salzachdalnum, var grár og hráslagalegur. Það var hríðar- fjúk og fururnar gráar, er við kom- um út úr járnbrautargöngunum ! milli Mallnitz og Badgastein. En þetta er í miðju Austurríki á mót- um fylkjanna Kárnten og Salz- burg. Við tókum langferðabílinn okkar af lágum vagnpallinum, sem hann hafði staðið á gegnum göng- in, stigum inn og hröðuðum ferð niður að Badgastein. Á vinstri hönd óð Grossglockner, konungur austurrísku fjallanna, 3738 metra hár, í skýjakafi. Vegurinn upp eft- ir hlíðum hans er ekki enn orðinn snjólaus, svo að við verðum að láta heimsókn í ríki hans biða betri tíða. En við hyggjum gott til komunn- ar 1 Badgastein, því að ferðamanna auglýsingarnar tjá, að þar séu heitar heilsulindir, og staðurinn einhver eftirsóttasti ferðamanna- staður í Austúrríki, jafnt sumar sem vetur. Það var því sannarlegt tilhlökkunarefni að eiga nú að fá ' að orna sér við heitar lindir eftir hráslagann uppi í skarðinu. En að- kornan varð kuldaleg, og þetta var í eina skiptið í Austurríkisferðinni, sem við skriðum í rúmin hálfskjálf andi, og þótt okkur það hálfgerð kaldhæðni örlaganna, þar sem þetta var eini staðurinn, sem aug- lýsti heitar lindir. Túnin gul af sóleyjum. * Um morguninn höldum við af stað niður dalinn, sem er eins og blómlegur dalur á íslandi. Túnin eru gul af sóleyjum, og sláttur víða skammt á veg kominn. Svo komum við að ánni Salzach, sem byltist kolmórauð í gljúfri sínu, því að hún er í óða önn að flytja fannirn- ar ofan af Grossglockner. Á háu klifi stendur stórt trélíkneski af Kristi á krossinum, en slík kross- tré eru tíð sjón á viðsjálum vega- mörkum í Austurríki. |> Svo breiðir dalurinn úr sér og verður að allvíðri sléttu með bæj- I um og þorpum, einstökum bænda- býlum, en skógarlundum og kletta- borgum hér og hvar. í nokkrum ' fjarska hiliir undir háreista og ramgera borg á háum kletti, en út 1 frá henni breiðast húsþyrpingar. ! Það er Munkaberg með kastalan- | um mikla og. fornfræga, hinum mesta allra miðaldakastala, sem til er í germönskum iöndum. Og borg- in umhveríis er Salzburg, hin ger- manska Rómaborg, fæðingarstað- ur Mózarts, höfuðborg óperunnar, og nú aðalstöðvar bandaríska her- námsliðsins í Austurríki. Hin germanska Róm. Það er liðið að hátíegi, er við ök- um inn á ráðhústorgið. Þar er ver- ið að steypa gosbrunn mikinn. Það eru fjórir hestar, sem spú vatninu i fögrum bogum úr fnæsandi nös- um og gapandi gini. Þar stígum við út, og eftir ríkulegan hádegisverð hjá borgarstjórninni eigum við daginn sjálfráðir til að skoða borg- ina, unz haldið skal um kvöldið til Zell am See. Salzburg, saltborgin, á sér langa og viðburðaríka sögu, og aðall henn ar er runninn úr grárri forneskju. Hún var öldum saman höfuðborg voldugs erkibiskuparíkis og mið- stöð kristniboðsins í Austur-Ölp- um. Á henni brotnuðu og holskefl- ur þeirra árása, sem Slavar gerðu úr austri. Og biskuparnir voru ein- valdir og lutu hvorki konungum né keisurum. Þeir efldu og skreyttu borg sína eins og hæfði voldugum þjóðhöfðingjum. Salzburg átti sína Akrapolishæð og sína Péturskirkju. Að lokum gleypti Austurríkiskeis- ari þó Salzburg, og örlög hennar urðu hin sömu og annarra bisk- uparikja miöaldanna. En minjar hinna gullnu tíma standa óbrot- gjarnar, svo óbrotgjarnar, að Salz- burg ber enn með fullum sóma nafnið, hin germanska Róm. Gyðingabúöir og katakombur. í Salzburg haldast ár og aldir í hendur, þar mætist gamalt og nýtt í ótrúlegustu litbrigðum lífsins. Ný herseta erlends setuliðs hefir enn aukið hið kynlega sjónarspil and- stæðnanna. Áin Salzach skiptir borginni í tvennt. Austan hennar er gamla borgin undir Munkabergi eða höggvin í fjallshlíðina. Ég reika um þessar gömlu og -þröngu götur nokkrar klukkustundir, en finn sárt til þess, að mér skuli ekki gef- ast lengri tími til könnunar en ein dagsstund. Hvarvetna blasir við reisn og dýrð fyrri alda, fagrar byggingar, skreyttar og flúraðar eins • og hugkvæmni listamanna fyrri alda gat fegurst af sér fætt, ekkert til sparað og mannsverkið metið að engu. Gangstéttirnar eru undir fornum súlnagöngum, og búðirnar litlar og margar frá mektardögum gyðinganna í þess- ari borg. Þegar ofar dregur sjást örsmáir gluggar katakombanna 1 bergveggnum horfa á mann eins og gömul, rýnandi augu. Dóttir Péturskirkjunnar. Svo stend ég á torginu framan við dómkirkjuna. Hún var byggð sem smækkuð mynd af Péturs- kirkjunni í Róm í byrjun 16. ald- ar. Byggingameistararnir voru ít- alskir, og barockstíllinn er þar alls ráðandi eins og í flestum hinna gömlu bygginga i Salzburg. Sumir hafa kallaö þessa dómkirkju „feg- urstu kirkju Ítalíu á austurrískri grund“. Sprengja hitti hvolfþök turnsins 1944, en þau hafa nú ver- ið endur’oyggð í fornri mynd. Fegursti kirkjugarður i heimi. Frá dómkirkjunni snýr maöur lítið eitt til hægri og kemur að St. Péturs kirkjugarðinum, sem talinn er af mörgum fegursti og sérkenni- legasti kirkjugarður í heimi. í miðju hans stendur Margrétar- kapellan, síðgotnesk bygging frá seinni hluta 14. aldar. í bergveggn- um annars vegar við kirkjugarðinn eru katakomburnar höggnar í berg- ið. Þær eru taldar allt frá 2. öld eftir Krist, eftirlíking rómversku katakombanna og voru griðastaðuy hinna fyrstu kristinna manna á, þessum slóðum. Við innganginn að katakombunum eru Michael Haydn og Nannerl, systir Mozarts, grafin, Lengra til hægri er Franciskana- kirkjan frá því um 1200. í kór henn ar er trélíkneski af Maríu mey, skorið af Pacher. En mesta lista- verk þessarar kirkju er steinljón- ið rómverska, sem gætir prédikun- arstólsins. Borg Mozarts. Við höldum nú til suðurs eftij; Hoffstallgötu og komum inn í Ge- treidegötu, og allt í einu verður fyr- ir okkur málmskilti, sem vekur é sér athygli, þótt það sé ekki stórt Það er á húsinu númer 9 og á því stendur: „Hér fæddist Wolfgang Amadeus Mozart 17. jan. 1756“. Og' þá erum við komin aö hjarta Salz- borgar, því hjarta, sem þrýst hefir blóðinu úm æðar borgarinnar sí9» ustu hálfa aðra öld. Á þriðju hæS er íbúð Mozartsfjölskyldunnar, og þar er nú Mozartssaín, eitt ai: mörgurn í borginni, því að allir reyna að kenna allt sem hægt ei; við Mozart í þessari borg hin síðari. ár. Hér ólst undrabarnið Mozarí; upp undir leiðsögn föður síns., hljómsveitarstjórans við hirð erki- biskupsins, og náði undraverðrf. leikni í barnsaldri í slaghörpuleik, En fár er spámaður í sínu föður- landi, og það var raunar ekki fyrr en eftir dag Mozarts, sem fæðing- arborg hans vildi kannast við hann. og heiðra hann. En þá var það gert svo að um munaði. Nú heitir allí'. sern heitið getur í höfuðið á hon- um i þessari borg — Mozartstorg, Mozartsgötur, Mozartsknæpur og Mozartssöfn. Hver prangari borgar- innar er hólpinn, ef hann getur með einhverjum hætti kennt rekst- ur sinn eða hús við Mozart. Mesti kastali Mið-Evrópu. En nú er bezt a'ð snúa sér aö Munkabergi. Þegar maður hefir gengið um gamlar og þröngar íbúð argötur upp hlíðina, þar sem gleði- meyjar borgarinnar veifa til ferða- mannsins úr mörgum gluggum, er komið að lestinni, sem liggur upp á bergið. Eftir örfáar mínútur er ferðamaðurinn kominn upp á ham. arinn 130 metra ofan við borgina. / nágrenni Salzborgar. Kaslalann á Munkabergi ber hcest. Sahacháin sést í horninu til hœgri. Dal- urinn er sem samjelldur aldingarður með akrum, skógabeltum og aldin- trjám milli fallegra timb- urhúsa. Aðalborgin cr undir Munkabergi hinum niegin. , Salzburg að kvöldlagi. Kastalinn á Munkabergi er fagurlega lýstur og Ijósin glitra í öllum regnbogans litum í vatni gosbrunnanna og á líkneskjum og trjám Mirabellu- garðsins. Kúpulturnar dómkirkjunnar bera við Munkaberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.