Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 3
m ^JÓLfiBUiÐ-TÍMAííS 1951 BERNHARD STEFANSSON Æskuheimili Jónasar Hallgrímssonar é . L gr Flestir Islendingar, sem komnir ' eru til vits og ára, vita, að „lista- skáldið góða“, Jónas Hallgrimsson, var fæddur að Hrauni í Öxnadal og margir vita einnig, að fæðing- ardagur hans er 16. nóv. 1807. Hins hefi ég aftur orðið var, að ýmsir vita ekki, hvar Jónas ólst upp og enn fleiri, þeirra á meðal menn, sem kunna ljóð eftir hann og dást að honum, vita næsta lítiö um æskuheimili hans, þó að þeir renni grun í hvert það var. Ég heíi oroið þess var, að jafn- vel sumir mermtamenn halda, að Jónas hafi alizt upp í Hrauni þar til faðir hans drukknaði í Hrauns- vatni; þá hafi hann yfirgefið æsku stöðvarnar og lítil sem engin kynni af þeim haft eftir það. Jafnvel eft- ir að æfisaga Jónasar, eftir Matt- hías Þórðarson prófessor, kom fyr- ir almenningssjónir, hefur þessari kenningu skotið upp og það opin- berlega. Gefur þó Matthías ná- kvæmar upplýsingar um æskuár Jónasar, þar á meðal um dvalar- staði hans og heimiii, svo fræði- mönnum a. m. k. ætti að vera vor- kunnarlaust aö vita hið rétta í þessu efni. Og þó að sumum finnist ef til vill þetta atriði ekki skipta miklu máli, ljóð listaskáldsins séu hin sömu, hvar sem hann ölst upp, þá hygg ég þó, að það sé.um þetta sem annað, að betra sé að vita hið rétta, heldur en að hyggja hið ranga. Það mun og almennt talið gott til skilnings á verkum manna, að vita sem bezt skil á æfi þeirra, allt frá barnæsku og um það um- hverfi, sem þeir lifa í. Hygg ég, að svo hljóti einnig að vera um Jónas Hallgrímsson. Nú er ég að vísu sjálfsagt ekki til þess fær að bæta neitt um það, sem um æfi og starf Jónasar Hall- grímssonar hefir verið skrifað, enda er það ekki ætlun mín. En svo stendur á, að ég er fæddur og upp- alinn og hefi dvalið meiri hluta æfi minnar i næsta nágrenni við æskuheimili Jónasar. Ég er því næsta kunnugur þar. Auk þess hefi ég sérstakar heimildir um þetta, að nokkru frá dögum Jónasar sjálfs og að nokkru frá því fáum árum eftir dauða hans, en þá voru nánustu ættingjar hans þar enn. Verður þeirra heimilda siðar get- ið. Af þessum ástæðum ætla ég að segja hér nokkuö frá þessu heim- ili og þá um leið frá sumum af allra nánustu ættingjum og venslamönn um Jónasar. Þess er þá fyrst að geta, að þó að Jónas Hallgrímsson væri fædd- ur að Hrauni í Öxnadal, þá ólst hann þar ekki upp nema fyrsta misseri æfi sinnar og hefir hann því ekki átt neinar minningar frá dvöl sinni þar. Þegar hann fædd- ist, bjuggu foreldrar hans að Hrauni, en þau voru, sem kuxinugt er, séra Hallgrímur Þorsteinsson, sem þá og til æfiloka var aðstoðar- þrestur séra Jóns Þorlákssonar skálds á Bægisá, og kona hans, Rannveig Jónasdótti'r. Vorið 1808, þegar Jónas var á 1. ári, fluttu foreldrar hans að Steins- stöðum í Öxnadal og bjuggu þar síðan meðan bæði lifðu og áttu þar heima til dauðadags. Steinsstaðir í Öxnadal voru því æskuheimili lista- skáldsins og ég hygg, að þar hafi honum sjálfum fundizt hann eiga heimili til dauðadags og verður sið- ar nánar að þvi vikið. Sem kunnugt er drukknaði faðir Jónasar í Hraunsvatni, þá er Jón- as var tæpra 9 ára gamall. „Þá var eg ungur, er unnir luku fSiSur augum fyrir mér saman, man eg þó missi minn í heimi fyrstan og sárstan, er mér faöir hvarf“, segir Jónas um þann atburð, og hann bætir við: , man eg og minnar móður tár, er hún aldrei sá aftur heim snúa leiðtoga liúfan, Ijós á jörðu sitt og sinna. Það var sorgin þyngst.“ Já, án efá hefir það verið sorg- in þyngst“, en ekkjan unga á Steinsstöðum virðist ekki hafa misst kjarkinn við sorgina. Hún hélt þar áfram búi, þar til eftir að Rannveig dóttir henn ar, sem var 5 árum eldri en Jónas, giftist og hún og maður hennar tóku við jörð og búi. En á Steins- stöðum átti Rannveig Jónasdóttir heima til æfiloka og var á veg- um dóttur sinnar mörg hin síðari ár. Varð hún kona gömul og andaðist ekki fyrr en árið 1866, eða 21 ári síðar en Jónas son ur hennar. Það er langt frá bví, að Jónas Hallgríms- son færi alfarinn úr Öxnadal eftir lát föð- ur síns, eins og ýmsir hyggja. Hann fór bá að vísu til frændfólks síns í Eyjafirði og dvaldi þar um tíma. En fljótlega kom hann aftur heim að Steinsstöðum til móð ur sinnar og þar er ið • hvað eftir annað tali sóknarprestsins árum. Fermdur var hann og að Bægisá, prestssetri sveitarinnar. Móðir Jónasar kom honum fyrir utan sveitar til að „læra undir skóla“, en þó að unglingur dvelji um tíma við nám utan heimilis, slitur það ekki heimilisíesti hans. Sama er að segja um skólaár Jón- asar að Bessastöðum. Þá mun hann hafa dvalið heima á Steinsstöðum á sumrum og gengið þar að allri venjulegri sveitavinnu. Full vissa er t. d. fyrir því, að Jónas dvaldi á Steinsstöðum sumarið 1828. • Það sýnir rneöal annars kvæðið „Ferða- lok“. Full vissa er þannig fyrir því, að Jónas Ilallgrímsson ólst að lang mestu leyti upp á Steinsstöðum og að hann átti þar heirna fram yfir tyítugt. Eftir að hann lauk stúd- entsprófi 1329, verður líklega ekki beinllnis talið, að hann hafi átt þar „lögheimili". En hvað mun honum sjálfum hafa fundizt? Ekki verð- ur beinlínis neitt um það sannaö, en nokkuð má ráða af líkum. Næstu 3 árin eftir stúdentsprófið gegndi Jónas skrifstofustörfum i Reykja- vik, en hann skoöaði það sem al- gert bráðabirgðastarf, því að hann ætlaði sér, þá er færi gæfist, að sigla til háskólanáms. Á þessum ár- um fór vinur hans Tómas Sæ- mimdsson norður í land og gisti á Steinsstööum. Hann skrifaði Jón- asi meðal annars um það og segist hafa komið við heima hjá honum. Ætli hann hafi líka ekki heyrt Jón- as segja „heima á Steinsstöðum“? Sem kunnugt er fór Jónas til há- skólanáms i Kaupmannahöfn árið 1332 og var talinn nemandi þar í all mörg ár, sennilega til 1838. Ég hygg nú, að íslenzku Hafnarstúdentarn- ir hafi ekki skoöað herbergin sín á Garði, og því síður leiguherbergi út um bæinn sem heimili sín, heldur heimili foreldra sinna heima á ís- landi og aö svo hafi einnig verið um Jónas. Það væru þá helzt 7 sið- ustu árin af æfi Jónasar, sem vafi gæti leikið á um, hvar honum hafi fundizt hann eiga heima. En þeg- ar þess er gætt, aö' Jónas kvongað- ist altírei og stofnaði aldrei sitt eig- ið heimili, þá má vafalaust telja, að hann hafi alla æfi hugsað og hans get- í mann- frá þeim talað um þann stað, þar sem móð- ir hans og systur áttu heima, sem heimili sitt, að hann hafi alla æfi sagt: lieivia á Steinsstöðum. Skal nú gerð tilraun til að lýsa þessu heimili Jónasar Hallgríms- sonar að nokkru og þá fyrst um- hverfinu. Síðar mun ég svo segja nokkur deili á nánustu ættingjum og venslamönnum hans. Verður þó að fara fljótt yfir sögu. Cxnadalurinn, þar sem æsku- heimili Jónasar Hallgrímssonar var, er djúpur og nokkuð þröngur, með tignarlegum, sumir segja hrikalegum, fjöllum til beggja hahda. Undirlendi er nokkurt í dalnum, einkum um Steinsstaöi, og fjallahlíðarnar eru víða grösugaj' neðantil. Segja má aö dalurinn sé nokkuð hrjóstugur,: en þar er þó „gott undir bú“ og landkostir mikl- ir. Um miðjan 'dalinn eru hólarnir, „sem hálfan dalinn fylla“ og „rétt við háa bóla, hraunastalli undir“, þ. e.: í hólunum vestan ár er bær- inn Hraun, þar sem Jónas fæddist. Ég hugsa, að hverjum vegfar- anda, sem um Öxnadal fer í fyrsta sinn, veröi starsýnt á fjallið fyrir ofan Hraun og á Hi'aundranga, sem gnæfir þar yfir, og að honum verði þá ef .til vill hugsað til orða Hannesar Hafsteins, að þarna sé minnisvarði, sem náttúran sjálf hafi reist elskhuga sínum, Jónasi Hallgrímssyni. Fjallið fyrir ofan Hraun er annars tindótt mjög, þess vegna tala margir ókunnugir um Ilraundrangana i fleirtölu, en það kunnum við Öxndælingar illa við. Einn tindurinn er þar miklu mest- ur. Það er Hraundrangi, um annan dranga tölum við ekki. Hinir tind- arnir heita ýmsum nöfnum, en enginn þeirra Drangi. Hraundrangi sést víða að, og frá Steinsstöðum sést hann litlu mið- ur heldur en heiman að frá Hrauni. Merkur rithöfundur, séra Jónas Jcnasson frá Hrafnagili, var fyrir mörgurn árum staddur á Steinsstöð um, æskuheimili Jónasar Hall- grímssonar, og er hann litaðist þar um, varð honum að orði, að hér mætti lesa Dalvísur Jónasar Hall- grímssonar, þó að maður hefði hvorki séð þær skráðar né heyrt þær; þær blátt áfram sæjust þar. Og þetta er satt. „Fííilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum", blasa við frá Steinsstöðum. „Flóatetur, fífusund“, voru þar einnig á dögum Jónasar og flóinn er þar enn, en nú er bú- ið að þurka svo upp landið, að fíf- an er að mestu horfin. En þegar ég var ungur, var stórt sund fyrir sunnan og neðan túnið á Steins- stöðum, hvítt af fífu hvert sufnar. „Smáragrundina" sjá allir, sem um veginn fara. Hún er nokkru fyr- ir sunnan túnið. „Gljúfrabúi gamli foss“ er skammt fyrir ofan bæinn á Steinsstöðum. Þessi foss er í læk, sem kemur fram úr gljúfrum, eða þröngu klettagili („gilið mitt í kletta þröngum“) skammt fyrir of- an og fellur síðan fram af háum klettastalli. Þessi lækur er ekki sér- lega vatnsmikill, nema í leysingum á vorin, og auk þess hefir sumt af honum brotið sér farveg norðan við klettastallinn, svo að sá hluti vatnsins er ekki í fossinum. Af þessum ástæðum ber oft fremur lítið á fossinum í þurkatíð nú orö- ið. í mínu ungdæmi sást hann aft- ur ætíð greinilega og svo mun ekki síður hafa veriö á dögum Jónasar og næsta fagur er fossinn, þegar vatnsmagn er nægilegt. „Góða skarð með grasahnoss" er einnig til í fjallinu fyrir ofan Steinsstaði og mun ég geta þess nánar í öðru sambandi. Ekki veit ég hvar betur á við að tala um „hnjúkafjöllin himinblá“ en ein- mitt í Öxnadalnum og þar má einn ig sjá „hamragarða“ og „hvíta tinda“, þó að ekki sjáist beinlínis til megin jökla landsins. Já, hinar látlausu „Dalvísur" Jónasar Hallgrímssonar lýsa Öxna- öai og umhverfi Steinsstaða alveg sérstaklega, betur en nokkur önn- ur orð íá gert. En þrátt fyrir þetta hefi ég séð það dreg-ð í efa, að skáldið hafi átt nokkuð cérstaklega við Öxnadal í vísunum. Mig minnir, að ég hafi jafnvcl séð þeirri fjarstæðu haldið fram, að hann muni hafa átt við „Dal“ undir Eyjafjöllum, þó að þar sé tæplega nokkur dalur í augum Norðlendings, eins og Jónas var. En mér er spurn, er ekki lang líklegast að skáldið hafi átt við sína eigin æskusveit, sveitina sem hann þekkti bezt og sjálfsagt hefir unn- aö mest? Ég heW, aö öll sálfræði-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.