Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 10
Þar vaxa ýms fjallablóm, t. d. dvergsóley, laukasteinbrj ótur, með litlu, rauðu laukana 1 blaðöxlun- um, fjalladepla o. fl. — Grösugt engi er suðaustan við bæina. Er sumt af því áveituland og gott gul- stararengi. Þarna á enginu vex stórvaxin safastör (Burnefja) hvarvetna.. Er hún algeng austur um Sandfell og Hofsengjar og Fag- urhólsmýri, en óvíða fundin ann- arsstaðar á landinu. Skriðdepla er algepg á enginu. í skurðum og poll- um flutu grasnykrublöð og hin smágerðu, hvítu blóm lónasóleyj- arinnar á vatninu, en botn grynnstu pollanna var sumstaðar gulur af smáum blómum flagasól- eyjar og sefbrúðu. Vetrarkviða- störina alkunnu (snjónál) virðist vanta að mestu eða öllu í Örsefum. Upp og austur af enginu taka við grýttar grundir. Flseða lækir ef- laust yfir þær á vorin. Gulmaðra og klóelfting ráða þar rikjum og lita grundirnar. Mikið ber einnig á gulum körfum íslandsfifilsins. hafi eftir staðið. — Veðrátta versnaði einnig um skeið, svo að jöklar gengú fram. Lenti þá Breiðá, bær Kára Sölmundarsonar, undir jökul eins og kunnugt er. En nú dregur jökullinn sig til baka aft ur af láglendinu og nýir tindar koma í Ijós upp úr honum.--------- 4. ágúst 1727 varð jarðskjálfti. „Kl. 9 árdegis heyrðust 3 brestir og rétt á eftir kom jökulhlaup fram úr Berjagili fyrir austan Sandfell, fór það yfir alla Kotáraura og tók Kotársel og sauðfé og hesta, sem íyrir því urðu. Litlu síðar hljóp Virkisjökull og tók af tvær hjáleig- ur frá Sandfelli og margar kindur og eyddi mikið graslendi. Prests- setrið var nú kvíað af ógurlegum jökulhrönnum beggja megin; flýði þá presturinn og heimilisfólk hans upp i fjallið í Dalskarðstorfu; þar var tjaldað og flutt þangað mat- væli og aðrar nauðsynjar. Eftir jökulhlaupin kom ógurlegt ösku- fall og grjótflug og stóð af þessu mesta myrkur i 3 daga. Eldgang- graslendi fyrir neðan. Standa beit- arhús langt niður á flatneskjunni. Við Skattafellsá t Örafum. Vatnajeppi frá Svínafelli. inni). Bak við bæinn standa nokkur tré, flest gróðursett 1928. Hæstur er reynir, 7.40 m.; mun hann vera eitthvað eldri, líklega frá 1911, ættaður frá Hallorms- stað, en flestir hinna frá Skapta- felli. Rétt ofan við Svínafellsbæina eru á tveimur stöðum ljómandi fallegir skógarhvammar. Falla lækir fram af bergi og liðast um hvamm- ana; en háar bjarkir uppi á brúnun um mynda umgerð og gera hvammana svipmikla. í hvömmun- um er skjólsælt mjög og allt vafið í gróðri. Þar dafna stórir gulvíði- runnar, reynivíðir, hvannir, blá- gresi, blákolla, gleymmérei, blá- klukka, mjaðurt, hrútaberjalyng, undafíflarsóleyjar, smjörgras, ilm- reyr o. fl. Ber mikið á bláu og gulu blómalitunum. En í Skógargils- hvömmunum sér sigurskúfurinn um rauða litinn. Sé farið upp gilin koma í ljós aðrir hvammar, einn- ig með laufhvelfingum upp af hin- um. Má hér kveða: „Á vorin skart- ar skógarbjörk í skikkju grænna laufa. Ég leita inn í laufsalinn; i limi syngur þrösturinn: ó skógar- björk, ó skógarbjörk i skikkju grænna laufa“. Sundpollur er í einum hvamminum, rétt í skógar- jaðrinum. Er þarna friðsælt mjög. Svínafell og Skaptafell eru til- valdir dvalarstaðir ferðamanna. Víðsýnið á Skaptafelli, gilin þar og nálægð Bæjarstaðaskógar; skógar- hvammarnir i Svinafelli og hrika- legur skriðjökullinn örskammt frá, eru sannarlega ferðar og fyrirhafn- ar verð. Sennilega verður Skapta- fellsá bráðum brúuð og er þá versti farartálminn úr sögunni. Svinafells jökull styttist nú óðum. En einu sinni náði jökultungan heim undir tún og beljaði áin undan honum rétt í túnjaðrinum. Hár varnar- garður úr jökulruðningi hefir hlað- izt upp og bægt ánni frá túninu. Frá hlaðinu sást jökullinn bera yfir ruðningshólana — í manna minn- um, en svo er ekki lengur. Frá jökulruðningnum blasir skriðjökulbrúnin við, kolmórauð og öll sprungin, en rétt við jökuljað- arinn — á hægri hönd — taka við skógi vaxnar brekkur. Eru hér andstæður furðulegar eins og víðar í Öræfum. — Svínafellsskógar eru víða fallegir, þótt ekki séu þeir háir að jafnaði og sums staðar að- eins kjarr. Hér og hvar standa all- háar hríslur upp úr. Beztu trén munu hafa verið felld árlega til eldiviðar áður en rafmagn kom í bæina. Talsverður maðkur var í skóginum, en samt minna en á Skaptafelli. Undirgróður er mikill í skóginum. Ber mest á blágresi og mjaðurt. Skógurinn endurnýjar sig auðsjáanlega miklu meir en Bæjarstaðaskógur, því að hér sjást hvarvetna ungar birkihríslur í upp- vexti. — Á bæjarhlaðinu lágu óvenju digrir rekaviðarbolir. Hefir verið erfitt ver’k að flytja þá heim, þvi hér er ærið löng sjávargatan. „Ef skógartrén okkar gætu orðið svona sver væri gagn að skóginum“, sögðu Svínfellingar. En hver veit nema vænir barrviðir eigi eftir að vaxa upp í skjóli Svínafellsskóga í framtíðinni. Hlíðin blasir við sól og er eflaust opt mjög heitt hér í brekkunum. Mun óviða meiri veður- sæld á landi voru. — Nálægð jökl- anna virðist ekki saka. — Allbreiðar melaöldur taka við ofan við skóg- inn upp undan Svínafelli. Uppi á fjallsegginni er gat og steinbogi yfir. Kallast þar Klyfberinn. Vetr- arblóm og mosalyng voru enn í blóma á gamburmosabreiðunum uppi við fjallið. Skaflar lágu sums- staðar. Uppi við kletta, undir Klyf- beranum, vex einkennilegur þúfu- steinbrjótur með smá, gul blóm. Girtur skógarreitur er rétt hjá. Austar tekur við kjarrlendi með 1 —3 m. háum gulvíðirunnum, allt austur að Virkisá. Rauðblómgað hjálmgras vex víða í skrlðujöðrum í kjarrinu. 17. júlí var veður fagurt. „Hneggj aði loft af hrossagauki“, en þrestir sungu hvarvetna í skóginum. Eru hlíðarnar skógi vaxnar allt utan frá Virkisá og inn að Svínafells- jökli. Samt eru skriðugeilar all- víða. Eitthvað mun ennþá yera höggvið af skógi, því að ekki er nægilegt rafmagn á öllum bæjum. Er hér sem víðar auðséð, að: í bjarkarskjóli feður fyrr á Fróni byggðir reistu. Nú blæs um auðan bæjarhól, því burtu eru gömul skjól. En fé og búi farnast bezt í faðmi hlýrra skóga. Að áliðnum degi komu ferða- menn frá Reykjavík (hagfræðing- ur, læknir og lögfræðingur með frúm sínum). Hafði ferðafólkið farið að Skaptafelli og i Bæjar- staðaskóg, en var nú á austurleið landveg að Hallormsstað. Slógumst við í förina að Hofi. Er ekið yfir kvíslar og sanda. Prestssetrið gamla, Sandfell, er í eyði, en hús eru uppi standandi. Umfeðmung sáum við heima við bæinn. — Bæ- irnir í Öræfum standa á gróður- eyjum í sandhafi, sumstaðar marg- ir saman í hverfum. Hefur byggðin forðum verið miklu meiri en nú. Jökulhlaup og ágangur vatnanna hafa eytt stór svæði á umliðnum öldum. Hefur eldur oft verið uppi undir jökli að byggðarbaki og hafa jöklar hlaupið fram á ýmsum stöð- um. Sagnir eru um það, að árið 1362(?) hafi jökullinn hlaupið aust ur í Öræfum og tekið af á einum morgni og í einu flóði 40 ^æi, en 8 urinn hætti eigi með öllu fyrr en 25. maí 1728. Gos þetta gjörði mik- inn skaða, mjög stór svæði af land- areign Sandfells gjöreyddust, Svínafell og Skaptafell skemmdust mjög af öskufalli. Einn unglings-, piltur og tvær stúlkur fórust í vatnsflóðinu úr Virkisjökli. Hlaup- in drápu þess utan 600 fjár og 160 hross. Eftir gosið urðu margir að flytja sig úr Öræfum í Suðursveit og Fljótshverfi, en fluttu aftur, er jarðirnar tóku að lagast.“ (Þorv. Thoroddsen). — Sést af þessu, að ekki hefir ætíð verið friðvænlegt í Öræfum. Sveinn Pálsson lýsir Öræfingum svo, að þeir séu rösklegir og lag- legir, þreknir, þrifnir og alvarleg- ir. Sveinn hitti þar líka einkenni- iega menn. Talar hann t. d. um Jón bónda Einarsson á Skaptafelli. Ilöfðu forfeður hans búið þar 8 hver fram af öðrum. „Jón var vel að sér í sögu, landafræði, lögum og grasafræði, kunni vel dönsku og þýzku og hafði fengizt við lat- neska, gríska og hebreska málfræði. Hann var þjóðhagi á tré og járn, hafði smíðað byssu með kopar- hlaupi og vagn með 4 j^jólum; auk þess var hann heppinn læknir. Gamall karl á Hnappavöllum (Sig- urður Magnússon?) safnaði rit- höndum allra manna, völum úr öllum landdýrum og kvörnum úr öllum fiskum. Af þessu átti hann mikið safn. Á engum manni öðr- um segist Sveinn hafa séð gulan, glórandi. hring kringum sjáaldrið. „Glórði í augu karls í myrkri eins og kattaraugu.“ Að Hofi komum við Gröntved síðla kvölds og gistum hjá Bergi Þorsteinssyni i nýju steinhúsi. Á Hofi er sex eða sjöbýli. Liggur bæja þorpið undir hamrahlið, en breitt Mjög er staðarlegt heim að lita að Hofi. Bæirnir eru reisulegir flest- ir byggðir í gamla burstastílnum og standa í röð samhliða. Fara þeir prýðilega í landslaginu. Burstirn- ar, bæjarþilin og grænir veggirnir eiga þar heima undir fjallinu. Að Hofi er lítil, gömul torfkirkja, byggð um 1884. Fremur er hún fá- tækleg innan, en hlýleg utan að sjá, græn og gróin. Loðvíðirunni vex á þakinu. Kirkjugarðurinn er stórþýfður, algróinn klóelf-tingu, guimöðru, maríústakk, sóley, kúmeni, húsapunti o. fl. Nokkrar bjarkir og reyniviðir standa þar til prýois. Tré vaxa við flesta Hofs- bæina. Munu þau elztu gróðursett um 1920, en flest kringum 1930. Eru þetta birki og reynir um 3—6 m. há. Rauðberjarunnar vaxa þar all- margir. Ennfremur litið lævirkja- tré og glitrós frá Kvískerjum; gras- iaukur, álfakollur o. fl. skrautjurtir, sömu tegundir og i Svínafelli. Engjar eru viðlendar og grösug- ar; sumt áveita, vaxin gulstör, mýr- arstör o. fl. tegundum. Safastörin er algeng 30—50 cm. há. Ljósrauö- ir blómskúfar munkahettunnar stórprýða engið, likt og að Svína- felli. Víðast um landið er engjarós- in, eina rauðblómgaða skrautjurt mýranna, en hér bætist munka- hettan við. Skriödeplan skríður víða um engjar og tjarnastæði. Sjást blóm hennar eins og örsmáir, bláir deplar niðri í grasinu. — Skammt austur frá bæjunum sést skrúðgræn rák í klettunum og nið- ur af þeim. Stingur hún mjög í stúf við umhverfið og sést langt að. Heitir þarna Fróðinn. Litlar lækj- arsprænur kvíslast niður klettana og valda gróskunni og fagurgræna iitnum. En breiða af silfurmuru og hrútaberjalyngi litar ræmu niður frá klettunum. Röndóttar tígurlær sátu í vef í berginu innan um punta, liðfætlu og köldugras, ioð- víði, hvönn og gulvíðirunna. Marg- ar fagrar blómjurtir vaxa í Fróð- anum, t. d. munkahetta, klettafrú, blágresi, undafíflar o. fl. Sáum við alls um 50 tegundir í klettum Fróð- ans. 18. júlí flutti Bjarni Gíslason á Hnappavöllum okkur Gröntved í jeppa sínum austur að Kvískerjum. Milli Kvískerja og Hnappavalla hafa verið ýmsir bæir til forna, þar sem nú er Breiðamerkursand- ur. „Forðum var hér frjósemd nóg, felldi bóndinn viðu í skóg; en kolgrá vötn í svartan sand settu allt hans gróður land. Ekkert gras og enginn bær, aldrei þessi sandur grær. Þyngir að með þokuhúm, þögnina rýfur væl i skúm“. Kvísker er austasti bær Öræfa. Stendur hann á dálítilli, afskekktri gróðureyju, langt úti á Breiða- merkursandi — undir Kvískerja- múla. Úti fyrir ströndinni liggja Tvísker, sem bærinn ef til vill dreg- ur nafn sitt af. Sandurinn fyrir neðan Kvísker er heldur að gróa og eru þar komnir hlaupahagar fyr ir fénað. Á Kvískerjum er athvarf ferðamanna, sem um sandinn fara. Þar er nýlegt steinhús. Mun ríkið stuðla að því, að þar haldist byggð. Þarna búa hinir nafnkunnu Kvískerjabræður. Leggja þeir stund á fuglamerkirigar, grasafræði o. fl. náttúrufræðileg viðfangsefni. Hafa þeir t. d. ritað um gróður og dýra- líf í Esjufjöllum. Hálfdan Björns- son fór með okkur Gröntved um nágrenni Kvískerja og sýndi okk- ur vaxtarstaði ýmsra fágætra jurta. í skrúðgarði fram undan bænum vex 6 m. hár reynir og Framh. á 31. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.