Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 8
3 JÓLABLAÐ TÍMANS 1951 rassinn á henni, aö hundarnir frammi í skotinu við dyrnar hrukku viö og litu upp. Hún rétti úr sér og gekk aftur meö þýöu brosi til sinna mörgu kraumandi potta á eldstæðinu. Hann horfði á' eftir henni píreygur, og hvarf nú allt í einu aö því, að segja okkur sögur af viðskiptum sínurn við kvenþjóðina, en tók fram í upp- haíi, að hann þyrði að staðhæfa það, að hún, konan hans, hefði á sínum tíma verið bústnasta og mýksta tátan á öllu Kirjálaeiði. Þótt ekki gæti hann kallað hana fyrstu ástina sína, það mundi vera ósatt. Því að leið hans hefði legið, ef svo mátti segja, yfir konur af hinu margvíslegasta tagi, jafnvel Lappameyjar og Skoltlappastelpur. Svo púaði hann frá sér miklu reykskýi og skemmti okkur með því að segja frá ástarævintýrum sín- um, sem voru bæði mörg og sögu- leg. A meðan þessu fór fram, sýslaði húsfreyja við potta sína og lagði á hið rauirverulega jólaborð. Hún skildi ekki mál hans, en virtist hins vegar bera fullgott skynbragð á það, hvernig hún átti að búa hon- um jólaborð. Því að auk hinna fyrr- nefndu rétta stóðu þar nú svo hrokaíull föt og skálar, að gulu tólgarkertin í rósóttu stjökunum, eitt milli hverra tveggja rétta, náðu vart að lýsa yfir hvert til annars. Og að síðustu sló litla, tifandi Lundúnaklukkan á veggnum átta. Þá heyröist allt 1 einu manna- mál úti á hlaðinu. Einhverjir stöppuðu af sér snjóinn og gengu að því búnu upp á marrandi sól- byrgisgólfið. Hundarnir teygöu álkuna og urruöu, en þögnuðu við umvandanir húsbónda síns og horfðu hljóöir til dyranna, sem opnuðust, án þess að gestkomend- ur berðu eða húsbændur byðu inn. Svo steig hávaxinn öldungur yfir þröskuldinn, ósvikinn patriarki með mikið, hvítt skegg og kónga- nef, hvelfdar brúnir og sítt, úfið hár undir bjarnarskinnshúfunni, búinn fótsíðum sauðarfeldi, með breitt, marglitt belti um sig miðj- an. Hann steig fram og heilsaði húsbændum. Eftir honum fór gömul kona, lít- il og hnellin, dúðuð í marglitt sjal, sem hún kastaði þegar niður á herðarnar, og gekk fram til þess aö heilsa, fyrst húsfreyju, því næst bónda. Hún brosti hlýlega, hafði hljómblíðan róm og eitthvað virðu- legt í fasi sínu. Eftir henni fór löng, mjóslegin kona, aö þvi er virtist komin nokk- uð til ára sinna, einnig hún var tíúðuð í sjal, sem féll niður á herð- ar henni, þegar hún gekk fram þungum skrefum til þess aö heilsa húsráðendum. Hún bar höfuðið hátt sem hermaður í réttstöðu og var með samanbitnar varir, eins og hún hefði lofað sjálfri sér þvi, 'að láta aldrei neitt uppi um leyndar- mál sitt, hversu merkilegt eða ó- merkilegt, sem það nú var. Jarpt hár hennar var vafið í þungan vöndul i hnakkanum, svo að það var eins og hún yrði þess vegna að ganga með þessu dæmalausa fasi. Félagi minn tók út úr sér pípuna og fór að hósta, eins og honum hefði svelgzt á. En ég var um þetta leyti sem ákafast að rannsaka fólk- ið og átti auðvelt með að vera al- varlegur í bragði. Síðan fylgdi henni eftir, eins og í eftirdragi, ef svo mætti segja, lít- ill náungi með hökutopp og stór gleraugu, annar fóturinn styttri en hinn, svo að hann varð að styðjast við staf. Hann heilsaði með breiðu brosi og þakkaði, að þvi er okkur skildist, í mjög vel völdum orðum fyrir hið vinsamlega heimboð, enn í ár, til lútersks jólahalds í þessu húsi. Einnig hann var búinn fótsíðuru sauðarfeldi. Hann fór nú úr yfir- höfn sinni eins og patríarkinn. Og er þeir höfðu hengt þær á hrein- dýrshornið hjá dyrunum, steig gamli maðurinn fram og rétti okk- ur sinabera hönd sína, en húsbónd- inn kynnti okkur, fyrst á rúss- nesku, síðan norsku. Og hinn há- vaxni öldungur var enginn annar en sjálfur pópinn í Pasvík. í síðri vaðmálsúlpunni með glj áleðurs- lindann um mittið var hann ekki nærri eins ellilegur og viö fyrstu sýn i feldinum með bjarnarskinns- húfuna. Hann bauð okkur vel- komna og óskaði okkur gleðilegra lúterskra jóla í nafni Drottins, svo hljóðaði að minnsta kosti fljótleg þýðing túlksins, en ég þakkaði fyr- ir hönd mína og félaga míns og lof- aði auk þess að geyma orð hans í minni. Þar eítir fengum við að taka í mjúka hönd hinnar blíðlegu eigin- konu hans, sem starði á okkur brúnum augunum, furðu losin yfir því að hafa nú loksins fengið að sjá tvo Svía. Og þeir voru reynd- ar ósköp likir öðrum mönnum, þýddi gestgjafi okkar með ísmeygi- legu orðalagi, en ég svaraði aftur fyrir hönd mína og félaga míns og sagði, að ummæli hennar væru fullmikið hól. Hún ætti bara að sjá okkur, þegar við lcæmum upp úr undirheimum. Og þá er túlkurinn hafði þýtt, klappaði hún. mér hlæjandi á höndina, fékk sér síðan sæti við hlið hins hávaxna bónda síns og gerðist virðuleg á svip. Svo urðum við fyrir ófrýnilegu augliti hinnar samanbitnu. Hönd hennar var hörð sem tréausa, munnurinn lokaöri en áður. Hún var kennslukona þorpsins, fengum við nú að vita, og félagi minn tuldraði eitthvað á þá leið, að það hlyti 'að vera ljóta gamanið að vera skólastrákur í þessu rúss- neska þorpi. Það ikti í Bakkehög, en hann huggaði gest sinn með því, að hún væri ekki eins hræðileg og hún liti út fyrir að vera. Hún hefði aðeins verið dálítið óheppin í viðskiptum sínum við karlkynið, sem reyndar gat verið nóg — og vel það, bætti hann við með hlut- tekningu í augnaráðinu. Hún settist hjá konu pópans og sat þar teinrétt, hreyfingarlaus og samanbitin, eins og hún sæti fyrir framan ljósmyndavél, til þess að heimurinn fengi nú loksins ljós- mynd af reglulegri ráðgátu. Á entíanum fengum við þá að taka í hönd hins halta. Hann strauk með lausu hendinni um hökutoppinn, horfði á okkur pír- eygöur og kankvís í gegnum gljáfægð gleraugun og sagði eitt- hvað, sem kom gestgjafa okkar og túlki til þess að hlæja. Hann hlaut því líka að vera gæddur kýmni- gáfu. Hann hafði ofan af fyrir sér með barnakennslu og kenndi hrafl úr sögu lands sins. Nú varð hann þó einnig að lýsa undrun sinni yf- ir því, hve Svíarnir væru líkir fólki. Þótt hann hefði, satt að segja, af litlu að státa í þeim efnum og vildi ekki beinlínis fara að vekja hlátur andspænis tveim hraustum og myndarlegum útlendingum með því að gleyma, að hann var sjálf- ur haltur. Þar að auki hefði hann lélega sjón og yrði aö bera óprýð- andi gleraugu. Þetta lét skemmtilega í eyrum. Og nú svaraði ég aftur fyrir hönd mína og félaga míns, brosandi og í þeirri líkingu við ræðu hans, sem mér var auðið, að það væri einnig Framh. á 37. síðu. >> 1*1 S *.f.' í I '.f.* S 'f.- 3 *.f.- i •>•• 9 * S -f. Kaupfélag f Húnvetninga Sláturfélag A-H únvetninga Mjólkursamlag Húnvetninga BLÖNDUÓSI JKAUPFELAGHUNVETNINGA-KAUPFELAGHUNVETNINGAC Færa öllum viðskiptamönnum sinum f jær og nær beztu þakk- ir fyrir viðskiptin á síðast liðnu w; u 2 s E-» M > 2 O X u < á r i. ?ÉLAGHÚNVETNINGA 'W u* Q* D < KAUPFÉLAGHÚNVETÍ Með ósk um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.