Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 19
JÖLABLAÐ TÍMANS 1951 19 EITT ÁR í PARADÍS Það var einu sinni að vorlagi, þegar ég var búsett í Englandi, að mig vantaði hjálp við hreingern- ingar. Ég færði það í tal við vin- konu mína, og hún vissi um konu í grenndinni, sem oft var í vinnu utan heimilis. Þessi kona hét frú Smith. Hún var strax fús til að hjálpa mér, og kom á tilteknum tíma. Frú Smith var há kona og vel vaxin, með dökkt hár, sett upp í stóran hnút í hnakkanum. Augu hennar voru blá, stundum nærri svört, og andlitiö samsvaraði sér mjög vel. Hún var lagleg kona og hreinleg. Mér varð starsýnt á hana, því að hún hafði ekki venjulegt út- lit. Það var eitthvað við hana, sem mér geðjaðist strax vel að, en gat ekki gert mér grein fyrir. Hún leit út fyrir að vera um það bil 35 ára gömul. Ég gaf frú Smith auga, meðan hún var að vinna, og sá, að hún fór sérstaklega vel með allt, sem hún handlék, eins og henni þætti vænt um það. Eins gætti hún þess, að láta hluti á rétta staði, og gekk hógvær- lega um allt. Hún var fremur kuldaleg, ef við hana var talað, og sjaldan sá ég hana brosa, nema ef hún var með einhvern hlut, sem henni fannst fallegur; þá var eins og hún gleymdi sér og hlýja skein úr augum hennar. Ekki vildi hún þiggja neinar góðgerðir hjá mér. „Herra Smith bíður heima“, sagði hún, „og ég þarf að vera komin heim á réttum tíma.“ Hún vann hjá mér um tima, meðan á hrein- gerningunum stóð, en er því var lokið sagði hún mér, að aðalstarf sitt utan heimilis væri fataþvottur, en það væri erfitt verk og hún því . oft þreytt. En hún sagði, að sér þætti skemmtileg tilbreyting að vinna húsverk, og talaðist svo til, að hún kæmi til mín eftirleiðis á vissum tíma, til að hjálpa mér við heimilisstörfin. Frú Smith hafði unnið hjá mér í rúmt ár, en aldrei þegið góðgerð- ir. Þegar henni var boðið eitthvað, var alltaf sama svarið: „Ég þarf að ljúka mínu verki sem fyrst og kom ast heim, því að herra Smith bíður mín.“ Hún nefndi hann alltaf herra Smith, en ekki manninn sinn. Svo var það einu sinni, að við frú Smith vorum tvær einar í hús- inu, og ekki var von á neinu af heimilisfólkinu fyrr en seint um daginn. Mér fannst venju fremur þungt yfir frú Smith. Ég lagði te og brauð á eldhúsborðið, kallaði á frú Smith og sagði henni að nú værum við tvær einar í húsinu, en ekki von á neinum heim fyrr en seinni hluta dagsins, og þó að ein- hver kæmi, yrði það ekki í eldhús- ið; við skyldum því drekka te sam- an í þetta skipti. Ég sagöi henni líka, að í mínu landi væri það venja að gera aðkomufólki eitthvað gott, en hún hefði aldrei viljað þiggja vott eða þurrt hjá mér. Þá brosti hún, settist hjá mér, og við drukkum teið, en ekki voru sam- ræðurnar .fjörugar fremur en venju lega. Frú Smith sagöi sjaldan ann- að en já eða nei þegar við hana var talað. Þegar við höfðum lokið tedrykkj unni sat frú Smith þögul um stund og horfði á mig með dreymandi aug um, en síðan sagði hún: „Húsmóð- ir góð. Þú heíur haft orö á því, að ég væri ekki eins og aðrar stúlk- ur, og það er víst satt. Nú ætla ég að segja þér það, sem ég hefi aldrei áður sagt nokkrum manni.“ Og svo sagði hún mér sögu sína á þessa leið: — Ég var fædd og upp alin í sveit, því að foreldrar m'ínir voru bænda- fólk. Við áttum lítið en snoturt bú; ég var einkabarn og mér leið mjög vel á uppvaxtarárunum. Foreldr- ar mínir veittu mér allt til gagns og gleði, er þau gátu, og voru mér elskuleg og góð. Ég minnist margra góðra og skemmtilegra stunda frá bernsku minni. Þaö var oft glatt og skemmtilegt á heimili okkar um uppskerutímann, því að þá var oft ungt fólk í vinnu hjá okkur. Þá var mikið sungið og hlegið, og vinn an gekk fljótt og vel. Foreldrar mín ir höföu sparað saman nokkurt fé, til þess að geta veitt mér meira en barnaskólamenntun, og þegar ég var 15 ára fór ég í heimavistar- skóla. Á öðrum námsvetri raínum í skólanum dó pabbi minn. Þá fór ég heim, en vonaði þó að ég gæti farið í skólann aftur. En mamma var svo lasin og sorgmædd eftir fráfall pabba, að ég gat ekki yfir- gefið hana. Við héldum áfram búskapnum í rúmt ár. En margt af því, sem þurfti að vinna, gátum við ekki sjálfar, og því urðum við að kaupa hjálp. Það varð okkur of dýrt; við fórum að safna skuldum og seid- um ýmsa muni, sem við gátum án verið. Okkur varð það brátt ljóst, að við gátum ekki haldið búrekstr- inum áfram. Mamma átti eina systur, sem var ekkja eins og hún. Þessi móðursystir mín skrifaði mömmu og bað hana að koma og búa með sér, því að hún sagðist oft vera lasin og ekki treysta sér til að vera ein. Um svipað leyti bauðst mér vinna á stóru mjólk- urbúi í þorpi þar skammt frá. Við áfréðum þá að selja búið, geröum það, borguðum skuldir okkar, og mamma fór til systur sinnar en ég til vinnu á mjólkurbúinu. Þar hafði ég fæði og húsnæði, ásamt öðru starfsfólkik. Mér féll vinnan vel, samstarfsfólkið var mér gott og aðbúnaður góður. Við stúlkurnar vorum látnar afgreiða í sölubúð mjólkurbúsins til skiptis, og fleiri saman þegar mikið var að gera, sem var mjög oft, því að daglega kom margt af skipum til kauptúnsins, og áhafn- ir þeirra keyptu mjólk og mjólkur- afurðir hjá okkur. Dag nokkuryi, þegar ég var við afgreiðslu, tók ég eftir því, að sami maðurinn var búinn að koma nokkuð oft inn í búöina, og það atvikaðist ein- hvernveginn svo, að alltaf lenti á mér að afgreiða hann. Þegar ég afgreiddi hann síðast þennan dag, skömmu fyrir lokunartíma, sagði hann: „Við siglum í kvöld, en ég kem aftur eftir 12 daga, og þá af- greiðir þú mig.“ Það sagðist ég ekki vita. Mér fannst hann horfa svo einkennilega á mig, og ég fór að hugsa um það þegar hann var farinn. Ég heyrði á máli hans, að hann var ekki Englendingur, en myndarlegur var hann, hár vexti og hæfilega þrekinn, með afar- dökkt og mikið hár. Já, þetta var víst nokkuð laglegur maður. 'Tíminn leið fljótt. Dökkhærði maðurinn kom aftur. Hann sagð- ist vera franskur og vera skipstjóri á skipi, sem sigldi með vörur á milli landanna. Hann sagðist koma við á fleiri höfnum en vera hér á 12 daga fresti. Hann kom oft og talaði mikið við mig þegar hann gat. Hann hét Símon. Við urðum kunningjar, en aldrei hafði ég talað við hann nema í búðinni. Svo var það einu sinni þegar hann kom, að við vorum þar tvö ein. Þá sagði hann mér, að hann hefði elskað mig frá því er hann sá mig fyrst, og ég mætti til með að lofa því að hitta sig. Ég lofaði engu, en áður en hann fór sagði hann: „Þú ert stúlkan mín. Guð hefur skapað þig handa mér. Aðeins handa mér.“ Eftir að Símon var farinn, fann ég að hann sagði satt. Ég var heill- uð af þessum manni. Næst þegar hann kom ítrekaði hann ósk sína um að við töluðum saman. „Aug- un í þér eru svo lifandi," sagði hann, „þau dansa - fyrir mig. Komdu til mín, ég get ekki beð- ið.“ Við Símon ákváðum að gipta okkur eftir mánaðartíma. Ég gekk eins og í leiðslu, og eftir að Símon var farinn á sjóinn var ég að hugsa um það, hvort ég myndi ekki vakna upp frá þessu öllu einhvern daginn og komast að raun um að það hefði aðeins verið fallegur draumur. Við tókum á leigu litla en fall- ega íbúð. Á stofunni okkar var stór gluggi, sem vissi út að sjón- um. Nú átti ég annríkt um tíma, við innkaup til búsins og undir- búning heimilisstofnunar, en ég vildi ekki hætta vinnu í mjólkur- búinu fyrr en ég gipti mig. Ég fékk oft bréf frá mömmu. Hún var þreytt, enda var hús syst- ur hennar ekki nálægt því eins þægilegt eins og það, sem við bjuggum í áður, og frænka mín var oft rúmföst, svo að heimilis- störfin hvíldu að miklu leyti á mömmu. Ég heimsótti þær á helg- um, þegar ág átti frí, og gisti þá hjá þeim til þess að vera sem lengst hjá mömmu, ef ég gæti hjálpað henni. Eftir rúmlega árs- dvöl hjá systur sinni fékk mamma slag. Hún var rænulaus þegar ég kom til hennar, og dó eftir einn sólarhring. Systir hennar var flutt í sjúkrahús, og læknirinn sagði mér að hún ætti skammt eftir ó- lifað. Eftir að mamma var dáin, fann ég hvað ég átti forsjóninni mikið að þakka, fyrir aö hafa gefið mér Símon, sem allt vildi fyrir mig gera. Án hans hefði ég verið ein- mana. Nú var hans von í næstu viku, og ég var farin að þrá að elgnast mitt eigið heimili sem fyrst. Ég hafði ekkert athvarf nema mjólkurbúið, en meðan mamma lifði fannst mér ég alltaf koma heim þegar ég kom til hennar. Þegar Símon kom, sá hann að það var venju fremur þungt yfir mér, og þegar hann heyrði um frá- fall mömmu, sagði hann: „Guð skapaði þig fyrir mig, stúlkan mín, og sendi mig til þín á rétt- um tíma; það er að öllu leyti gott að við höfum ákveðið að gipta okkur svo fljótt.“ Ég sagði Sím- oni, að ég hlakkaði mjög til að eignast heimili og verða konan hans. Þá fannst mér áhyggju- svipur færast yfir andlit hans sem snöggvast, en það hafði mér líka stundum fundist áöur. Þegar ég hafði orð á því við hann, sagði hann, að barátta sjómannanna við náttúruöflin hefði sín áhrif á svip þeirra og útlit, en ég sagði við hann: „Þú ert góður og fallegur, Símon.“ Ég hætti að vinna á mjólkurbú- inu þegar við Símon giptum okk- ur, og nú fóru sólskinsdagar í hönd. Mig hafði alltaf langað til að leika á hljóðfæri. Símon keypti handa mér píanó, og ég æfði mig mikið, er ég var ein heima. Svo fór ég í frönskutíma, til þess að geta talað við fólk mannsins míns þegar við kæmum til Frakklands, og nú var ég líka franskur þegn. Líka fékk ég tilsögn í matreiðslu og handavinnu. Það var svo gam- an að hafa tíma til alls þessa. í hvert skipti þegar Símon kom heim hafði hann með sér eitthvað fallegt handa mér og í búið okkar, sem var stöðugt að verða full- komnara og fegurra. Úr stóra stofuglugganum gat ég séð út á sjóinn. Ég sá skipin koma og fara. Þegar von var á Símoni keypti ég alltaf eitthvað gott í matinn, fyllti alla vasa með blómum og fágaði allt á heimilinu. Mér þótti þetta ákaflega skemmtilegt, og Símon átti það vissulega skilið; hann var svo góður. Það var komið miðsumar. Það hafði gert rigningu eftir mollu- hita. Ég opnaði stóra stofuglugg- ann minn og teigaði að mér hreina loftið; það var sætt af ilmi trjáa og blóma. Allt var fagurt, sem augað leit. Ég sá lítil börn, sem voru að leika sér úti í góða veðr- inu. Þau voru sæl og falleg. Ég var vissulega hamingjusöm, því að ég var í paradís ástarinnar. „Sím- on, ég skal vera þér góð kona,“ hvíslaði ég út i geiminn. Þegar Símon kom heim, fórum við venjulega eitthvað út að skemmta okkur. Við fórum í leik- hús eða í skemmtiferðir um ná- grennið. Þetta var mjög ánægju- legt, því að við vorum svo góðir félagar. Við höfðum verið gipt í eitt ár. Tíminn hafði liðið svo fljótt, að ég gat varla trúað því, en samt var það staðreynd; við vorum meira að segja búin að vera gipt í rúmt ár. Þá var það einn daginn, að ég gekk út að stóra glugganum, eins og svo oft áður, og horfði út á sjóinn. Á morgun átti ég von á manninum mínum heim. „Ég skal hafa allt skreytt og fágað, Símon minn,“ sagði ég við sjálfa mig. Ég settist við gluggann. Mér fannst eins og Símon vær'i þarna hjá mér, og mér heyrðist hann hvísla nafn mitt í kvöldkyrrðinni. „Hann er að hugsa heim; ég skal taka vel á móti honum á morgun," sagði ég við sjálfa mig. Næsti dagur rann upp. Allt var fágaö og prýtt á heimilinu okkar. Steikin snarkaði í ofninum og ilminn af góðmetinu lagði um húsið. Nú var kominn sá tími, þeg- ar von var á Símoni. Ég stóð við Framh. á bls. 27. r-------------------- \ EFTIR ANTONÍU ________________;_____J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.