Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 22

Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 22
22 JÓLABLAÐ TÍMANS 1951 í næstu rennu. Allar fallhlífarnar opnuðust. Geysir rennir sér aftur niöur aö jöklinum og aftur eru hvítar fall- hlífar svífandi í loftinu og kassar í snjónum. Sagan endurtekur sig. Allt er i bezta lagi. Snjórinn kom upp úr brautinni. En svo kom óhappiö skyndilega fyrir, öllum á óvart og gerði ekki boð á undan sér. Það síðasta af fallhlífavörunum beið í rennunni, nokkrir trékass- ar með dýrmætum mælitækjum. Geysir kom niður undir jökulinn. Við fórum lágt. Þarna þutu út- varpsstengurnar framhjá, topp- tjöldin. Maður með trefil að veifa. Skriðbílar, kassar og tjöld. Axel stóð í dyrunum. — Látið fara! Kass arnir renna úr rennunni með skruðningi. Fallhlífar cpnuðust allt um kring. En — Geysir fór ekki upp aftur, heldur skreið áfram nið- ur á við. Flugvélin iék öll á reiðiskjálfi. Vængirnir titruðu og mótorarnir léku eins og strá í vindi, snjór- inn rauk inn um dyrnar upp úr kkjölfarinu. Jökullinn var eins og flugbraut í lendingu. Menn litu skyndilega hver á annan, en enginn sagði neitt. Hvað var um að vera? Var þetta okkar síðasta, eða mundi nauðlendingin takast vel? Allir treystu á mann- inn við stýrið, en vélin hlaut að brotna, þvi hreyflarnir koma fyrst niður. Þeir ná niður fyrir bol vel- arinnar. Það var raunar engin von um langa övöl á Grænlandsjökli. Mjóit á milli, en mikil breyting. En þetta skipti engum togum. Eítir skyndilegan hnykk lét vélin aftur að stjórn og fór nú upp á við. Flugið hélt áfram að hækka. Sig- urbros færðist af einu andlitinu á annað, innan um benzínbrúsana í farþegarúminu, og Kristinn leit sigri hrósandi aftur í og myndaði sigurmerki með hendinni. Hváð hafði komiö fyrir? Það mátti engu muna, að vélin færi í jökulinn. Við athugun kom í ljós, að einn kassanna hafði ekki verið af tilskilinni þyngd og ekki fallið rétt niður, heldur dregizt aftur með Vin.sæLasti svaLadrykkur veraLdarirmar og hressandi Drekkið Coca-Cola ís-kalt flugvélinni og lent á stýri hennar. Við það kom hinn mikli hnykkur á vélina og stýrið lét ekki að stjórn. — Mér varð ekki um sel, var það eina, sem Kristinn flugmaður sagði, en svitadropar lágu á enni hans. Fylgdust meö því sem gerðist. En heppnin var með, og eftir nokkurt reynsluflug í góðri hæð var séð, að vélin lét að stjórn, þrátt fyrir áfallið og það, að stýrið hafði talsvert dalast við höggíð, sem á það kom. Frakkarnir vottuðu íögn- uð sinn um útvarpið og sögðu, að þeim hefði ekki litist á blikuna, er vélin var að steypast í jökulinn. Einhver þeirra var lagður af stað eftir sjúkrakassa og annar sagðist hafa ætlað að búa betur um svefn- poka í fletinu sínu. Nú var lagt niður með síðasta hluta farmsins, benzínbrúsana, sem kastað var fallhlífalaust. Allt gekk að óskum. Geysir var aftur kom- inn í góða hæð og sneri heirn á leið, eftir kveðjuhring yfir „Camp Central“, þar sem Frakkarnir, vin- ir og félagar, sem við höfðum eign- ast með einkennilegum hætti í jök- ulfluginu, kvöddu okkur, með tár- in í augunum. Við þurftum nú ekki á útvarpi þeirra að halda. Það var eins og Geysir væri létt- ari á sér á heimleiðinni, sem hann líka var. Það var flogið heldur lágt yfir jökulbreiðuna. Jökulsprungur, bláir pollar og snjóskaflar með hvítum og nýjum snjó, þutu fram- hjá í hendingskasti. Það var byrj- að að bregða birtu inni á jöklinum að baki okkar. Skruðningur af brotnandi skrið- jökli. Flugið var hækkað til að komast yfir háfjöllin við jökulröndina. Það er ekki víst að við höfum farið út af meginlandi Grænlands mUli sömu tindanna, er við komum hjá, en líkir voru þeir þeim, er við þá höfðum kynnzt. Það var að byrja að rökkva í Kangerdlugssunq firð- inum. Það rauk hvítur úði upp af brotum skriðjökulsins og við hefð- um sjálfsagt heyrt skruðninginn, ef vélin hefði ekki haft svo hátt í þröngum firðinum milli hinna risa- vöxnu grænlenzku fjalla. Fjörður- inn var fullur af ís sem fyrr og hrönglið barst út á víðáttu úthafs- ins og dreifðist eftir því sem fjær dró ströndinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.