Tíminn - 24.12.1951, Side 39

Tíminn - 24.12.1951, Side 39
JÖLABLAÐ TÍMANS 1951 39 fólk, og víst ferst okkur ekki að lá því skilningsleysi á helgidómum sögimnar. Við sjáum í því efni lítið aftur, og það lítið með fólsku og sleggjudómum, en við sjáum ekki fram, ekki fet, og skiljum ekki það sem er að gerast fyrir fótum okk- ar. Nú í sumar byggjum við ramm- gera safnfor í klausturrústunum að Helgafelli og gátum ekki fundið henni annan stað. Og innan stund- ar munum við reisa járnbenta búð- arholu fyrir bjúgu og pylsur á bæj- artóttum Ingólfs Arnarsonar í miðri Reykjavík. Við sem nú lifum ættum að líta aftur til annars en þess að kasta steini á forfeður okkar fyrir það sem við sjálfir gerum miklu meir og miklu ver en þeir. Einhver hin áhrifamesta ræða sem jeg hef heyrt var raunar ræða forsætisráð- herrans og áður búnaðarmála- stjórans, sem hann flutti fyrir mannfjölda undir berum himni að Hólum. Hann lýsti því í öllu lát- leysi, að um 1880 keyptu Skagfirð- ingar Hólastað, með nokkrum styrk Eyfiröinga og Húnvetninga, til þess að reisa þar búnaoarskóla. Þetta gerðu sumir hinna bestu manna, meðan aðrir ágætir menn lögðu á ráð um það, að koma son- um landsins og dætrum vestur um Atlanshaf. Skólinn byrjaði 1882, árið sem ekkert sumar kom á Norð- urlandi, þegar snjóaði í hverri viku, sagði ræðumaðurinn, árið sem ekkert sumar kom á Norðurlandi. Einmitt það ár reistu Norðlending- ar sjer búnaðarskóla. Þeir ættu að líta upp úr gröf sinni nú þessir menn, þessir bænd- ur, sem ekki Ijetu það á sig fá, þó að ekkert sumar kæmi á Norður- landi. Athöfn þeirra var fremur þrek og karlmenska, heldur en bjartsýni. Engan þeirra mundi hafa dreymt um það, að synir þeirra ættu eftir að sjá Hólastaö eins og hann er nú, svo húsaðan að hin gamla dómkirkja er lítil orð- in og fór hjá sjer undir brekkunni, þar til hlutur hennar hefur nú ver- ið rjettur með turninum, til minn- ingar um Jón Arason. Þeir ættu að lita upp úr gröf sinni og heilsa hin- um íturhugaða skólastjóra sem þar situr nú, þeir ættu að horfa á hann heyja. Þeir mundu ekki einusinni skilja samhengið, þeir mundu varla átta sig á því að neitt af þessu væri þeim sjálfum að þakka. Þeir ættu kanski líka að heilsa upp á sonarsyni sína í skrifstofum rik- isins í Reykjavík, og sonarsynirnir mundu kanski sýna þeim fram' á að vinnutímarnir sjeu heldur of marg- ir og krónurnar of fáar. Þetta mundu gömlu bændurnir að vísu skilja og átta sig fljótt og segja sem svo: þetta er ekki okkur að kenna! Það mætti festa yfir hverjar skóladyr í landinu þessi einföldu orð: Norðlendingar reistu búnaðar- skóla að Hólum það ár sem eklcert sumar kom á Norðurlandi. En þó er satt best að segja um það, að Freyr, guð bóndans, geng- ur nú allmjög á landeign Hvita- krists að Hólastað. Fyrmeir stóð guðs hús hæst allra húsa á staðn- um, og svo einnig dómkirkjan sem nú stendur þar. Bæjarhús og bisk- upssetur stóð neðar, og það svo lengi, að ljósmynd er til af hinum seinasta bæ sem þar stóð; þar eru nú kálgarðar. En skólinn stóð til annarar handar, og ekki hærra. En síðan bregður svo við að sótt er á brekkuna með allar nýjar bygging- ar; skólinn stendur hærra en kirkj- an, hlöðurnar standa hærra, og nýjasta húsið stendur allra hæst. Með því áð öll þessi hús eru mikil ásýndum draga þau mjög úr stærð kirkjunnar. Og við hlöðurnar rísa nú tveir háir og digrir heyturnar, meiri að vexti en klukkuturninn fyrir hina nýju Líkaböng. Þetta má að vísu alt mjög bæta með nýju litavali, og það ætlar skólastjórinn að gera, því að fáir mundu bera meir fyrir brjósti fegurð og sæmd þess staðar en hann og kona hans. Það er hægt að fella heyturnana með nokkrum hætti inn í ’ mos- græna hlíðina að baki, með hin- um sama lit. En kirkjan heilsar fyrst hverjum gesti sem kemur heim að Hólum og minnisvarði Jóns biskups, tvær fagrar byggingar í einni samfeldri, listrænni heild, drifhvítar, hreinar, auökendar hin- um andlega heimi og þeim einfald- leik sem er aðal allrar hinnar bestu listar. Engum getur dulist hve mikla menningareign Norðlendingar eiga þar sem Hólastaður er. Slíkur stað- ur ber í sjer nýtt líf og nýtt lífs- magn eftir þvílíkan hátíðisdag sem Norðlendingar hjeldu þar í sumar, þar sem þúsundir manna komu saman í góðum hug og hátiðahug. Hin frábæra risna sem þeir auð- sýndu géstum sínum jók á alla þessa fegurð og alla þessa magnan sem sögustaðir bera í sjer umfram aðra staði. Hjaltadalur er fagur, en þó líkur fjölda annara dala á ís- landi. En sagan hefur magnað hann. Hann er girtum háum fjöll- um, en víð útsýn útnorður til fjarð- arins og út til hafs, þar sem mið- sumarsólin fleytir sjer við hafs- brún. Þetta kvöld að Hólastað var magnað mikilli fegurð. Margir ör- lagaþræðir þjóðarsögunnar eru fast slungnir saman að Hólum. Skamt fyrir neðan, beint út frá kirkju- dyrum, er Víðines, þar sem Kol- beinn Tumason fjell fyrir grjót- kasti biskupsmanna og þá launin fyrir að efla heimamann sinn til biskups og seilast svo sjálfur eftir drottinlegu valdi. Eitt tilsvar getur lýst manni betur en heilar bækur. Svo er um eitt tilsvar Jóns Arason- ar og um kviðlinga hans, og svo er um tilsvar Guðmundar góða: Ekki sakar um dúkinn, en svo mun verða minn biskupsdómur; svo mun hann slitinn verða sem dúk- urinn. En þessi slitni dúkur nægði til mikilla áhrifa á örlög þjóðar- innar. Það er fánýtt að yrkja upp sögu landsins í huga sjer. En hvernig hefði orðið íslensk menningarsaga, ef Gissur Einarsson hefði lifað Jón Arason? Og hvernig hefði orðið pólitísk saga landsins, ef Kolbeinn Tumason, hinn ágætasti höfðingi Norðlendinga, hefði ekki fallið fyr- ir hnefasteini hálffertugur, heldur lifað Guðmund Arason og stýrt Norðurlandi fram í elli, svo að eng- inn Örlygsstaðabardagi hefði orð- ið, enginn Haugsnesbardagi og engin Flugumýrarbrenna? Kvöldið að Hólum á degi Jóns Arasonar svaraði svo fánýtum spurningum með engu nema feg- urð, þeirri fegurð sem enginn fær skilið nema lifa hana sjálfur. GLEÐILEG JÓL! Húsgagnaverzlun Kristjáns Siggeirssonar Laugaveg 13 — Sími 3879 EIGIN FRAMLEIÐSLA TIMBURÞURRKUN VINNUSTOFUR Fötin hrein og þvegin frá okkur Sækfum — SeneSum Einungis fyrsta flokks efni notað til framleiðslunnar. /° (! ttcimiÉó t('híin g»VOTTAISÚS — EFNALAUG BORGARTÚNI 3 - SÍMI 7260 - 7262

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.