Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 2
2 JÓLABLAÐ TÍMANS 1951 fíjer útl a íslandi hafa tveir bisk- upar verið teknir frá sjálfu altar- inu og leiddir til aftöku, og má þetta furðulegt heita með heldur friðsamri og nær vopnlausri þjóð. Annar þessara biskupa hefur feng- ið ilt eftirmæli og enga uppreisn. En Jón Arason varð dýrlegur af dauða sínum og frelsishetja íslend- inga. Þar að auki hefur verið reynt, bæði af útlendum mönnum og inn- lendum, að gera hann að píslar- votti fyrir trú sína. En slikt er að rangsnúa spjöldum sannrar sögu. Jón Arason beið ósigur fyrir út- lendu veraldarvaldi, en einnig, og því má síst gleyma, fyrir sterkri frelsishreyfingu innanlands sem var andlegs eðlis og æskileg, hvað sem segja má um suma forvigis- menn hennar. Þetta leiðum við ís- lendingar hjá okkur, hvenær sem við minnumst þjóðhetjunnar. Við einblínum á það hlutskifti hans að vérða „dæmdur af danskri slekt“. Við einblínum á þau hremmilegu örlög hinna íslensku boðbera and- legs frelsis, að þeir voru eins og dæmdir til — hjer sem annarstað- ar — að gera bandalag við purkun- arlaust og soltið fjárhagsvald, vopnað konungsvald, sem síðan sveik alla sína eiða og allar menn- ingarskyldur, braut niður, brendi, rændi og ruplaöi. En í staðinn fyrir græðismyrsl hins nýja anda og hins nýja tíma veitti þetta útlenda vald þjóð okkar sár á sár ofan, svik á svik ofan. Þessi hræðilegu von- brigði svikinnar þjóðar hafa gert Jón Arason dýrlegan, enda mun vegsemd hans ekki af honum tek- in meðan íslenskt þjóðerni lifir. Fyrst og fremst varði hann hið síð- asta sem eftir var af hinni fornu íslenzku goðakirkju og þvínær hin- ar síðustu leifar hins forna höfð- ingjavalds, þó að mjög væri úr brunnið. En mest er um vert sjálf- an manninn, hina íslensku hetju í Jóni Arasyni, hina stórbrotnu og tignu ættjaröarást, heiðríkju hins, íslenzka anda yfir höfðingja hinn- ar latnesku kirkju, að hann þorði á þeim tíma að leggja málfar síns móðurlands til jafns við latínuna, kirkjumálið, lærdómsmálið, heims- málið sjálft. Fyrir þessar sakir gleymum vjer öllu því sem minna er um vert, gleymum yfirgangí hans, rangsleitni og valdaflani. Við leggjum fæð á Daða í Snóksdal, þó að hann væri mjög seinþreyttur til vandræðanna, þó að hann kæmi fram sem göfugum höfðingja sæmdi, af fullri góðgirni og sátt- fýsi, en mikilli festu og karlmensku, er engin sanngirni tjáði, og þó að hann gerði ekkert annað en að verja frið og rjett og borgaralegt öryggi í landinu. Svo mikill er Ijóminn af hinum íslenzka anda Jóns Arasonar. Svg mikill er þessi ljómi að katólskir menn vilja breyta honum í katólska gloríu, og jafnvel lútersk kirkja virðist eigna sjer nokkuð af þessari birtu. Trúarlega sjeð var þaö þó fyrir lúterska kirkju gert að höggva Jón Arason, og án hennar tilverkn- aðar hefði það ekki gert verið. Það er næsta undarlegt að íslensk nú- tímakirkja og nútímamenn skuli með einhverjum hætti ruglast á þessu einfalda máli, því fremur sem við höfum öldungis óræka vitneskju um það, að Jón Arason skildi þetta sjálfur harla vel. Hann skildi til fulls örlög sín: Vondslega hefur oss veröldin blekt, vjelað og tælt oss nógu frekt . . . Veröldin hefur blekt hann. Hinn veraldarsinnaöi höfðingi og kapps- maður er leiddur burt frá töpuðum leik. Hann hefur tapað pólitísku tafli. Alt er hjegómi, eins og á tíð prjedikarans. Ef til vill var „ver- öldin“, valdastreitan, ekki þess verð að leggja þar lífið við, og sig- urvegarinn er þeirrar fórnar mjög óverðugur. Þessi játning Jóns Ara- sonar snertir vissulega qkki trúna sjálfa, ekki neitt sem guði hans kom við, enda væri hann þá óverð- ugur þeirrar aðdáunar sem verið er að sýna honum sem trúarhetju. Var ekki trúin sjálf harla einfalt mál fyrir Jóni Arasyni? En sá sem snjerist til varnar fyrir, forna valdaskipun í landinu, hvernig mátti hann hafna trú feðranna? Hin stórmannlega, ef svo mætti segja háleita fyrirlitning í svari hans til hins lúterska prestlings, tekur hún ekki af öll tvímæli um það, að fyrir Jóni Arasyni væri sjálf trúin hafin yfir allar deilur og allar orðræður? Hin fláa veröld hefur brugðist honum, henni hef- ur hann treyst um of, en guði sin- um er hann enga fórn að færa. Eitthvað á þessa leið varð mjer hugsað i Hólakirkju sjálfri á degi Jóns Arasonar. Hvað sem öðru líð- ur: sú messugerð sýndi þó, að hina íslensku þjóðkirkju bagar ekki játningarígur nje háskaleg form- festa. Hið sögulega erindi Magnús- ar Jónssonar prófessors var þó eitt sjer þess verðugt að fara heim að Hólum þennan hinn fagra dag. Það opnaði viða útsýn um líf og örlög Jóns Arasonar. Til einnar áttar blasir þetta við: Gissur Einarsson hefur lögfest hinn nýja sið um mik- inn meirihluta landsins. Jón Ara- son má ekki við þessum andstæð- ingi og situr hálfnauðugur á frið- stóli. Ævi hans líður að kveldi; eft- irmaður hans mun kollvarpa rjett- um sið einnig í hans biskupsdæmi. Við þetta aftanskin yrkir Jón Ara- son trúarljóð sín, syngur svana- söng katólskrar trúar á íslandi. Hann hefur raunverulega beðið hins virðulega dauða í góðri elli, og hefði fengið að visu allgott eft- irmæli og engan dýrðarljóma, ef Gissur Einarsson, hinn yngri mað- ur, hefði lifað hann, maðurinn sem hin íslenska evangelisk-lúterska kirkja hefur gleymt, þó að hann grundvallaði þá kirkju á íslandi. Stórmennið sem í Jóni Arasyni bjó, íturhyggjumaðurinn, þjóðhetj- an, hefði horfið okkur; hann hefði þá orðið í sögu landsins ágætur meðalbiskup, skáld gott, framfara- maður i prentlist. Nú hafa leikir og lærðir tekið höndum saman að reisa Jóni Ara- syni verðugan minnisvarða. Þessi varði er nú fullgerður, sem mjög er kunnugt, rjettum fjórum öldum eftir að Jón Arason rjeð lögum og loíum á Alþingi við Öxará, fjórum öldum eftir að hann dreifði Dön- um út á flæðarflaustur og henti sjálfur gaman að öllu, fjórum öld- um eftir að einn danskur skrifari lætur leiða smurðan biskup og ís- lenskt stórmenni til aftöku, án dóms og laga. Það er eins og harmur og niður- læging Norðlendinganna sem stóðu úti i Skálholti þennan kaldlýsta haustmorgun — það er eins og hin síðasta ganga biskupsins brenni enn í blóði þeirra, eins og átthaga- vitund, eins og hjeraðsmetnaður, eins og samviska. Það er eins og þeir sætti sig varla við það enn í dag að Sunnlendingar eigi Jón Arason líka. Viðbúnaður Skagfirðinga var mikill undir dag Jóns Arasonar að Hólum, hinn 10. sunnudag eftir trinitatis í sumar (13. ág. 1950), og mörg áheit munu hafa verið gerð og margar heitar bænir um birtu sólar og blessun yfir þann dag. En kvíði Norðlendinga var mikill, því að svo var sem hlið himins hefðu opnast og regn og myrkur grúfði yfir Skagafirði, nótt og dag, viku eftir viku. Sjálfa aðfaranótt hátíð- arinnar um óttuskeið vaknaði skólastjórinn á Hólum við hrelda konurödd: Enn er hellirigning. Hvernig fer þetta alt? Það verður glaðasólskin, svaraði maðurinn, og sefur þegar aftur. Aðkomumaður sem kemur af for- vitni ber ekki slíkar áhyggjur. Sumarið 1910, þegar hin fyrsta biskupsvígsla var að Hólum og Brynjölfur bóndi í Þverárdal bar þær áhyggjur sem skólastjóranum voru nú fengnar, þá kom jeg einn- ig að Hólum. Þá vorum við Tryggvi Þórhallsson þar hestasveinar báð- ir, sátum uppi í Hólabyrðu í sum- ardýrð og þuldum hvor öðrum Ijóð Gríms Thomsen og þreyttum skiln- ing saman. Nú mun jeg sakna þar vinar 1 stað, eftir 40 árin. Fátt er mjer mjög minnisstætt frá Hólum þennan dag, eða þessa daga 1910. Ekki sá jeg þar nema einn mann sem jeg aldrei gleymdi síðan, en það var Matthías Joch- umsson. Slíkur dagur átti við hann, en mjer varð starsýnt á þennan mann sem bar svo mjög ægishjálm yfir alla aðra i huga minum, en jeg hafði aldrei sjeð hann. Og loks man jeg nú ekki nema tvent mjög skýrt. Hann sat með mörgum öðr- um við langt morgunverðarborð, fyrir vígsluna. Hann ljek á alsoddi og hjelt uppi samræðunum. Jeg sat nokkru neðar, hinumegin borðsins, og svalg i mig orö skáldsins, og þó meir alt fas hans og persónu-. Þá er máltíðinni var lokið tíndust menn á brott, en allmargir sátu eftir kringum þjóðskáldið og hlýddu máli hans. Þar voru vinir hans margir og kunnir menn. Fáir munu hafa setið eftir þar sem jeg var, og skáldið hefur líklega veitt því eftirtekt að ókunnur unglingur horfði á hann, því að vandlega þagði jeg. Hann laut að sessunaut- u;-.i sínum og mun hafa spurt hver þessi ungi maður væri, því að jeg heyrði undir væng að einhver sagði honum það. Síðan stóð hann upp og kvaddi nokkra vini sína með handabandi og gekk frá borðinu. Þá gekk hann rakleitt til mín um leið og hann fór og rjetti mjer hönd sína. En jeg hafði áður lesið orð Guðmundar Hannessonar þar um, að „það eru engir kaldir grannir fingur|ómar, sem rjett er tylt í hendi manns þegar hann heilsar, heldur er það heill, hlýr og mjúk- ur hrammur sem grípur um hend- ina og skekur hana vingjarnlega og Frámh. á 38. síðu'.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.