Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ TÍMANS 1951
25
En skógurinn var fullar af alls
kyns fuglum, sem flugu milli
trjánna og sátu á greinum þeirra.
Eln hann sá hvergi baukagaukinn,
vin sinn. Þannig ráfaði hann um
skóginn fram á kvöld, en gekk síð-
an heim þreyttur og svangur. En
leiðin heim var löng, og hann sett-
ist inn í lítið veitingahús við veg-
inn til að fá sér hressingu og gist-
ingu. En um leið og hann kom í
dyrnar barst að vitum hans hangi-
kjötslykt. Svo hafði borið við, er
hann kom að húsinu, að ilmandi
pönnukökur, sem eldhússtúlkan
hafði verið að baka, urðu allt í einu
að hangikjöti, vesalings stúlkunni
til undrunar og ótta. Kaupmaður-
inn bað um eitthvað annað, en það
var sama hvað fram var borið
handa honum. Það varð að rjúk-
andi hangikjöti um leið og það
kom á borðið. En kaupmaðurinn
gat nú ekki komið niður einum ein-
asta bita af hangikjöti, og endirinn
varð sá, að hann lagðist til svefns
þreyttur og svangur.
Daginn eftir kom hann heim, og
kona hans kom hlaupandi á móti
honum. „Þú hefir fundið bauka-
gaukinn sem betur fór,“ sagði hún
glöð.
„Því heldur þú það?“ sagði kaup-
maðurinn.
„Vegna þess að í gær gekk mér
alveg ágætlega að matreiða,“ sagði
hún. „Þú getur ekki ímyndað þér,
hve pylsurnar, sem ég bjó til, voru
góðár.“
En. þegar kaupmaðurinn heyrði
þetta, hryggðist hann á ný, því að
hann vissi, að matreiðslan hafði
gengið svo vel heima þennan dag
vegna þess, að hann hafði ekki ver-
ið :heima. Þá gat hann alls ekki
verið, heima hjá konu sinni, ef
heimilið átti að sleppa við að snæða
hangikjöt. Hann varð að finna
þennan galdrafugl, þótt hann yrði
að leita hans allt sitt líf. Hann
gekk hryggur að heiman á ný og
hélt aftur inn í skóginn og horfði
í hverja einustu trjákrónu.
En hann hafði ekki langt farið,
er hann hnaut um eitthvað og
stakkst á nefið í grasið.
„Ertu að leita að mér?“ var sagt
með dimmri bassarödd, sem hann
þekkti vel. Og þarna lá baukagauk-
urinn í grasinu, en kaupmaðurinn
kunni sér vart læti sakir gleði og
feginleiks.
„Já, ef þú vissir, hve mikið ég er
búinn að leita að þér,“ sagði hann.
„Mér er sú saga öll kunn,“ sagði
fuglinn. „Ég sá þig vera að rangla
hér í skóginum í gær. En þú hugðir
aðeins upp í trén en aldrei á jörð-
ina.“
„Já, hvar átti ég að leita þín ann-
ars staðar en' i trjánum?“ sagði
kaupmaðurinn.
„Grannvitur ertu. Veiztu ekki, að
baukagaukar halda sig ætíð niðri á
jörðinni. Jæja, hvað viltu mér þá?
Ertu orðinn leiður á hangikjötinu?
Langar þig kannske í einhvern
annan jólamat? Það er svo sem
hægt að breyta til.“
„Já, kæri baukagaukur. Ég mundi
verða þér þakklátur allt mitt líf, ef
þú vildir leysa mig úr þessum álög-
um. Ég get alls ekki komið niður
einum einasta bita af hangikjöti
framar.“
„Einmitt það, er svo illa komið
með uppáhaldsrétt þinn. En verið
'getur, að þú getir gert mér greiða
til endurgjalds.“
„Þó það nú væri. Það væri mér
sönn ánægja. Segðu bara til, og
það skal veitt, ef það er í mínu
valdi,“ sagði kaupmaðurinn.
„Þá ætla ég að kynna þig kon-
unni minni,“ sagði fuglinn grafal-
varlegur. Síðan rak hann nefið upp
í loftið og kurraði eins og rjúpa, og
í næstu andrá birtist feimin gauk-
frú við hlið hans.
„How do you do,“ sagði frúin og
hneigði sig.
„Fyrirgefið, að hún talar aðeins
ensku,“ sagði maðurinn hennar.
„Hún er nefnilega klakin út í mat-
vöruverzlun í Birmingham í Eng-
landi.“
„Ja, sú þykir mér forfrömuð,"
sagði kaupmaðurinn og hneigði sig
fyrir frúnni. „Hvað get ég gert fyrir
yður, frú?“
„Svo er nú mál með vexti, að
okkur vantar eggjaduft,14 sagði
gaukurinn.
„Ég óska til hamingju, og það er
til reiðu,“ sagði kaupmaðurinn.
„Ekki vænti ég, að þú eigir eggja-
duftsbauk uppi í hillunni þinni og
vildir vera svo góður að lána okkur
hann um sekið?“ sagði gaukurinn.
„Það er meira en sjálfsagt,“
sagði kaupmaðurinn. „En ætti hann
að standa á sömu hillu og baukur-
inn þinn? Og ég opna auðvitað
gluggann upp á gátt, þegar þar að
kemur, án þess að biðja um upp-
fylling nokkurrar óskar. Og glugg-
inn skal vera opinn næstu daga,
svo að þið getið flogið inn, þegar
ykkur hentar.“
Þessi kjör þótti baukagaukunum
alveg ágæt og gengu þegar að þeim.
Þau þökkuðu kaupmanninum hjart
anlega. Kaupmaðurinn gekk glað-
ur og reifur til búðar sinnar og
opnaði fyrir öllum viðskiptavinun-
um, sem safnazt höfðu í röð við
dyrnar. Og þegar hann kom heim
um kvöldið, snæddi hann brauð og
mjólk alls hugar feginn. Honum
fannst þessir réttir svo góðir, að
hann var sannfærður um að hann
hefði aldrei áður borðað eins góð-
an mat.
Upp frá þeim degi snæddi hann
hvaða mat sem var, glaður og á-
nægður. Hann vissi það raunar
aldrei með vissu, hvort gaukahjón-
in komu nokkru sinni I búð hans
til að notfæra sér hið góða boð
hans og hið ágæta eggjaduft. En í
hvert sinn, sem hann tók bauk of-
an úr hillunni bjóst hann hálfvegis
við að heyra kynleg hljóð úr hon-
um.
Prentsmiðjan Edda h.f.
LINDARGÖTU 9A - SÍMAR: 3720 & 3948 - SÍMNEFNI: PRENTEDDA - PÓSTHÓLF 552.
PRENTAR FYRIR YÐUR:
B Æ K U R,
B L Ö Ð og
T í M A R I T, smáprentun
alls konar, EYÐUBLÖÐ,
F J Ö LRITUNARBÆKUR.
Getum nú aftur
tekið að oss tilbúning
og prentun í litum á alls konar
KARTONUMBÚÐUM
fyrir EFNAGERÐIR og annað.
leoilecj jól oc^ ^aróceít mjtt dr!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.