Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 6
6 JÓLABLAÐ TÍMANS 1951 Ölgerlin Cyili £kallayrítnAMn REYKJAViK - SÍMI 1390 - SÍMNEFNI MJÖÐUR. Þar stendur stærsti óg ramgervasti kastali, sem nú er til uppi stand- andi í Mið-Evrópu. Bygging kast- alans var hafin um 1000, en hann var raunar ekki fullgerður fyrr en að 600 árum liðnum. Það er full- komlega klukkustundar verk að» skoða kastalann svo að nokkru gagni sé, og verður þó ekki allt grandskoðað. Virkisveggirnir á Hohen Salzburg, eins og kastalinn er kallaður, eru margfaldir. Þar er fagur hallargarður með aldagöml- um og stofngildum linditrjám, hall ir, varðturnar, kirkja og kapelia, dýflissur, hermannahvelfingar og skrautsalir. Niður í bergið liggja völundarhús og gangar. Kastalinn er illvinnandi, og hér varðist Mattheus Lang erkibiskup hinn harði og illræmdi sumarið 1525 fá- liðaður, er bændur og borgarar gerðu uppreisn gegn veldi hans. Orð _ Lúthers var þá sá neisti, sem bálið tendraði, og sá logi varð að geysi- legri þjóðfélagsbyltingu í þýzkum löndum. Plógjárnin urðu sverð, og prestar og prelátar fengu margir hverjir skjóta ferð til annars heims. En hér í Hohen Salzburg varðist kaþólska kirkjan öllum árásum En nú er allt breytt. inni : ein- um varðturninum hefir lítill karl- fauskur sett upp verzlunarborð úr nokkrum fjölum og selur nælur, myndir og aðra minjagripi, og inni í hvelfingunni, þar sem sakborn- ingar voru áður píndir til sagna, er lítil kerlingarskellibjalla að máta rauðar og bláar Salzborgarhúfur á dóttur sænskra hjóna. En við og allt þetta fólk, sem hér er á ferli, erum gestir á þessum stað. Nútím- inn getur ekki helgað sér hér land. Hver sem hér gengur hlýtur að líta á sig sem framandi gest, sem ó-' sýnilegir húsráðendur horfa þög- ulir og brúnaþungir á úr hverju horni. Dansað á blóðsporum. Frammi í steinlögðum hallar- garðinum á bergbrúninni er nú veitingastaður, þar sem léttklætt og hláturmilt fólk situr undir sól- hlífum við kaffibolla eða glóandi vínglas. Þegar rökkvar er kveikt á marglitum ljóskerum frammi á virk isbrúninni, hljómsveit tekur að leika Vínarvalsa og ungt fólk stíg- ur dansinn í blóösporum riddara miðaldanna á máðum og slitnum steinhellunum. En þegar líður ao miðnætti koma veröir í rauðum, gulum og bláum búningum og slökkva ljósin, og fánar dagsins eru dregnir af hún. Það er merki um það, að nú skuli fólk flytja sig undir þak veitingaskálanna þarna uppi, þar sem því er búin gleði við glaum, dans og vín fram í morg- unsárið. Vor gleði i minningu Mozarts. •En þetta á nú einkum við um júií- og ágústdagana, meðan Moz- artshátíðin er haldin í Salzburg, þvi að þá er öll hin mikla gleði borg- arinnar í minningu hans, sem fædd ist í fátækt og dó örsnauður fyrir aldur fram án gleði heimsins, en gæddur ódauðlegri köllun. Þennan mánaðartíma á hverju sumri fiykkjast til Salsburg þúsundir hljómlistarmanna frá flestum lönd um heims og fjöldi annarra lista- manna. Þann tíma má velja um hundruð hljómleika og óperusýn- inga, og hátíðahöld þessi hafa gert Salzburg að höfuðborg sönglistar- innar. Þá má og hvern dag sjá „Gamla sjónarspilið um Envar-1 leikið á tröppum dómkirkjunnar og fjöldi annarra gamalla og hefð- bundinna leikja er þar settur á svið á torgum úti. Fram eftir degi eru öll veitingahús og knæpur fullar af fólki, sem drekkur ótæpt hið gullna vín, syngur og ræðist við um söng og list, en kryddar tal sitt með nýj - ustu hneykslissögum um léttúðar- líf listafólksins í borginni. Gestaþrautir úr vatni. Af bergveggjum kastalans blasir lystihöllin Hellbrunn við með skrautgörðum sínum umhverfis. Þangaö er hálf míia frá borginni. Markus Sitticus, hinn lífsglaði erkibiskup, reisti höll þessa og lét gera garðinn fræga með öllum sin- um vatnsgestaþrautum. Þar getur að líta vélgengt brúðuleikhús frá 17. öld og hundruö gosbrunna í ó- trúlegustu myndum. Hellar hafa verið höggnir og hlaðnir í bergiö með undarlegum líkneskjum og kynlegum hvelfingum, sem ýmisr ljóma í gullsroða, mánasilfri eöa glitrandi bergkristöllum. í þessi völundarhús leiddi hinn lífsglaöi erkibiskup gesti sína, en alls stað- ar um veggi og gólf voru vatnsaugu leyndra gosbrunna, og þegar minnst varði sneri biskupinn hand- fangi og beindi vatnsbunum í skall ann á kardinálum sínum eða upp undir kjólfalda hefðarfrúnna úr gólfinu, og verður það raunar að teljast dálítið undarleg og óvenju- leg dægrastytting erkibiskups. En það varð hins vegar skemmtileg og erfið gestaþraut að komast óvotur úr hirðboðum biskups. Og dalurinn verður blár fjörður. Sólin er sigin bak við fjallatind- ana í vestri, og haf dalsléttunnar, sem var ljósgullið um hádegisbilið, er orðið rauðblátt og sveipað léttri móðu. Það rökkvar óðum og dal- urinn til norðurs verður að dökk- bláum firði, sem teygist frá ljós- strönd borgarinnar fyrir fótum manns. Þá er bezt að leggja i ein- stigið og þræða snarbratta skógar- götuna spölinn niður í Festungs- götu. Þaðan liggur leiðin um marg- ar þröngar en fjölfarnar götur. Þaö er eins og veitingastofur séu í hverju húsi. Dyrnar standa opnar og glaumur og söngur berst um stræti. Sums staðar syngja menn kliðmjúk Dónárlög og róa í gráð- ið, annars staðar jóðlar allur söfn- uðurinn fjörugar smalavísur frá Týról, og á einstaka stað má heyra, að jazzinn hefur numið land í borg Mozarts. Með barnavagn a Mozartstorgi. Það er byrjað að rigna, þegar við komum niður á Mozartstorgið, þar sem eirstytta tónskáldsins gnæfir. Að baki Mozarts gamla handan torgsins er þunglamaleg grá stein- bygging. Þar standa margar mold- litar herbifreiðar við gangstéttina og hermenn Sams frænda þramma fram og aftur með byssur um öxl. Yfir dyrum er skráð stórum stöf- um: American headquarters. Amerískur hermaöur leiðir konu sína, unga og ýturvaxna Austurrík- isstúlku, yfir torgiö hjá Mozarts- styttunni. Þau aka barnavagni á undan sér, og litli snáðinn, sem virðist vera kominn á annað ár, bendir skrikjandi upp á þennan stóra og skrítna steinkarl, sem gnæfir við himin. Og á horninu við Residenstorg stendur annar her- maður og heldur í höndina á svart- hærðri og brosmildri stúlku, og svo hverfa þau inn um dyrnar á næstu Mozartsknæpu. Skál fyrir Mozart. TJm hlaðið hjá herra Hitler. Við stígum inn í bifreiðina og kveðjum Salzburg, hina glöðu borg allra alda. Regnið er farið að streyma úr loftinu. Eftir örstutta stund erum við komnir að þýzku landamærunum og fáum allra náð- arsamlegast leyfi þýzkra landa- mæravarða til að stytta okkur leið yfir spenann, sem Þýzkaland teyg- ir þarna inn í Austurríki, en þýzk- ur hermaður verður samt að fylgja okkur spölinn. Nú liggur leiðin svo að segja um hlaðið hjá Hitler í Berchtesgaden, en ekki er tími til að koma við. Undir miðnætti sjá- um við ljósin í Zell am See blika á skyggðum vatnsfleti. Þar bíður okkar góður kvöldverður og gist- ing. Og er við sitjum þarna og hvíl- um lúin bein fyllist stofan allt í einu af masandi og hlæjandi stúlk- um. Þar er kominn flokkur sænskra ungmeyja. Þær eru í vikuferðalagi um Austurríki og langar ósköp til að heilsa upp á norræna blaða- menn, sem þær hafa heyrt á skot- spónum að væru þarna staddir. Qg kvöldið líður við dans og glaum. GLEÐILEG JOL! FARSÆLT KOMANDI ÁR Sælgætis- og efnagerhin FREYJA h.f. L.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.