Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 16
16 JOLABLAÐ TIMANS 1951 Vatnsmœlir. mæld. Niðri við Stóra-Botn er vatnshæðarmælir, sem Jón bóndi ies á daglega, og annar vatnshæð- armælir uppfrá, sem hann les á einu sinni í viku, hvort heldur það er í beljandi stormi og hriðarbyl, rigningu að haustinu eða brakandi þerri að sumrinu. En þessi ferðalög til álestrar á mælinn eru erfið alla tíma ársins fyrir mann, sem er ein- yrki á búi sínu. Það, sem vantar við Hválvatn til þessara mælinga er sjálfritandi vatnshæðarmælir, sem nægilegt væri að heimsækja á þriggja til fjögurra mánaða fresti. Slíkur mælir kostar að vísu nokk- urt fé, en myndi gera allt starf þarna stórum auðveldara og ná- kvæmara. í vor í leysingunum var áin svo mikil, segir Sigurjón, ao hún flutti fram 7500 lítra á sekúntíu eða 15 sinnum meira en hún gerir í dag, og með því að byggja 20 m. háan stíflugarö, einmitt þar sem tjöldin standa nú, er hægt að hagnýta sér þessa miklu vatnsorku, ekki aðeins yrði þá hægt að geyma vatnsmagn- ið frá vorleysingunum til annarra tíma ársins, þegar allt er frosið og rafmagnsnotkun er mikil, heldur væri þarna hægt að geyma vatn frá úrkomuárunum til þurrkaár- anna. Með 20 m. háum stíflugarði fengist, að því er Sigurjón minnir, eitthvað urn 120 míllj. teningsmetra vatnsgeymir I Hvalvatni og væri þar fengin hin æskilegasta topp- stöð fyrir Reykjavik. Þá myndi verða eytt nokkru úr vatninu á þeim tímurn, sem rafmagnseyðslan er mest, en á miili myndi hækka í því aftur. Hin raunhæfa þýöing regn- og vatnamælinganna við Hvalvatn er þá fólgin.í því, að reilcna út virkj- unarskilyrði á þessum stað, fá úr þvi skorið, hve mikið vatnsmagn er til ráðstöfunar, og hve mikið vatn myndi safnast fyrir, ef það fengi ekki að renna óhindrað burt. Starfið þarna uppfrá er ekki allt af erfiðislaust. Oft hefir það kom- ið fyrir, að lagt hefir verið saman nætur og dagar til þess að fram- kvæma það sem þurfti. í sambandi við uppsetningu mælanna var haf- in leit að bílfærri leið frá Víðikeri á Kaldadalsvegi að Hvalvatni og tókst að komast þangað með jeppa- bifreiöar og aðrar sterkar bifreið- ar. Seint í október haustið 1948 var svo farinn leiðangur á tveim bif- reiðum og unnið að mælunum fram undir kvöld. Þá skall skyndilega á með ofsahríð og þurfti þá til mik- ið snarræði og dugnað að bjarga fólki og bílum í tæka tíð um veg- leysurnar í náttmyrkri og öskubvl. í það sinn skall hurð nærri hælum, að bifreiðarnar fengju vetursetu við Hvalvatn, og víst er um það, að fólkið, sem heima var, taldi sig hafa heimt leiðangursmenn úr helju, þegar þeir komu heim þreytt ir en hressir, eftir sólarhrings úti- vist. Ferðin okkar í sumar var engin hrakningaferð, en hún var vinnu- ferð og starfsdagarnir voru langir. Sunnudeginum var varið til þess að setja upp nýja mælinn hjá Veggj- um. Við Teresía mældum á mæl- um, sem fyrir voru, en barst til þess óvænt hjálp, því að menn höfðu einmitt komið á bíl frá Kaldadals- vegi á sunnudagskvöld og ætluöu heim um nóttina. Okkar verki var lokið klukkan 1 um nóttina og feng um við far með þessum bíl og vor- um komnar til Reykjavíkur kl. 4i/2 á mánudagsmorgun. En þeir Ari og Sigurjón fengu sér klukkutíma blund á mosaþembu, rétt á meöan myrkrið var svartast. Héldu svo upp í Súlur og settu upp mælinn þar. Þegar það var búið gengu þeir nið- ur að Stóra-Botni og óku þaðan til Reykjavíkur. Þá höfðu þeir í 60 tímá ferð hvílt sig í 8 tíma, ef með er talinn dúrinn þeirra á mosanum. Kaupfélag Önfirðinga FLATEYRI Óskar öllum viðskiþtamönmini sínum gleðilegra jóla og nýárs og þakkar við- skiptin á þessu ári. 'V I í í i i i i í i í í i I i í i i i i i i íí ii :í íí ÍÍ i i i í í Í i i Í i i FORDSON 05 FORD útvegum vér með stuttum íyrirvara írá Englandi og Ameriku Vélaxnar eru útbúnar með hinum nýja sjálfvirka lyftuútbúnaði fyrirvinnslu vélar. Allar venjulegar heyvinnu- og jarðvinnslu- vélar, til viðtengingar, útvegum vér einnig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.