Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 17
JÖLABLAÐ TÍMANS 1951 17 FERÐ MILLI FJARÐA Það eru nokkur ár síðan móðir mín tók saman frásögn þá, er hér birtist lítið brevlt. Gerði hún það að beiðni minni og léði mér erindið lil flutnings á samkomu heima í Mjóafirði. Frásögnin var upphaflega skrifuð mcð hliðsjón af því, að áheyrendúr þekktu umhverfið. Þess vegna þykir mcr r'étt að hita fyigja stutta lýsirigu á staðháttum. Háncfsstaðir cru á suðurströnd Seyðis- fjarðar, ntcrri miðja vegu milli kaupstað- arins og Skálaness. l’aðan er um tveggja tíma sigling á ganggóðum vélbátum suður að Holi í Mjóafirði, en sá bær er á norðurströnd fjarðarins, nálega rniðja vegu milli Fjarðar og Dalatanga. öjóleiðinni milli Hánefsstaða og Hofs mætti til glöggvunar skipta í þrjá áfanga: Fyrst út Seyðisfjörðinn að Skálanesi, þá suð- ur með Bjargi, Afrétt og Lendingum að Dalatanga og loks inn hjá Skriðum, Steins- ncsi og Eldleysu, fram með Hofsströnd að ] lofi. Lendingarskilyrði eru hin verstu fyrir ut- an Hof, þcgar átt er suðlæg, og verður raun- ar ólendandi ineð öllu, ef veður herðir nokk- uð að ráði. Hins vegar má oft bjarga bát í svokölluðum Lendingum norðan Dalatanga, einmitt í sunnanátt. Þessi minnisstæða kaupstaðarferð var far- in fyrir meira en hálfri öld. En það er alltaf dálítið lærdóinsrfkt að rifja það upp, hvern- ig samgöngum var þá háttað, ekki sízt Ivrir okkur, sem nú erum rétt að sálast út af samgönguleysinu innan um bílana, skipin og ílugvélarnar. V. H. Foreldrar mínir, SigurSur Stef- ánsson og Sigríður Vilhjálmsdótt- ir, bjuggu allan sinn búskap á Há- neísstöðum í Seyðisfirði og þar er ég fædd og Uppalin. En ég var send til fermingar suður í Mjóafjörö. Tímann, sem ég gekk til spurninga, dvaldi ég á Hofi hjá Árna móður- bróður rnínum og Þórunni konu hans. Leið mér þar ágæta vel. • Þetta sama vor drógu foreldrar mínir allmjög saman seglin í bú- skap sínum. Björg, systir mín, fluttist þá að Hofi meö manni sín- um, Vilhjálmi Árnasyni. Bjuggu þau þar i tvö ár og var ég hj á þeim þann tíma. Jóhanna systir mín giftist um þessar mundir öðrum syni Árna á Hofi, Einari, og byrj- uðu þau einnig búskap þar á bæn- um. Ekki gat ég gert aö því, að mér leiddist að vera nú farin úr for- eldrahúsum, enda þótt allir væru mér góðir á hinu nýja heimili. Þess vegna setti ég það ekki fyrir mig að leggja á fjallið fótgangandi, ef tækifæri gafst til-þess að komast heim til pabba og mömmu. Þá var ekki heldur hikað, þó að leið lægi yfir djúpið og á ekkert að treysta nema eigin krafta og samferöa- fólksins til þess að knýja ferjuna — og svo lukkuna og guð. Þá voru ekki vélarnar og ekki um annað að ræða en duga eða drepast. Svo er það seinna vorið, sem ég er á Hofi, að Árni gamli býst til kaupstaðarferðar ásarnt konu sinni og fleirum á litlum, færeyskum báti, sem Höfrungur hét. Ferðinni var heitið til Seyðisfjarðar. Ræðarar voru þessi: Árni bóndi, með vinstri hönd visna og aflvana, sonur hans og fermingarbróöir rninn, Arnlaugur, unglingspiltur, Pétur að nafni, þá væskill að burð- um, jafnvel svo, aö ég, stelpan, hafði í fullu tré við hann, ef í það fór, og svo ég sjálf. — Þetta var liöið, sem átti að knýja-Höfrung til Seyðisfjarðar og aftur til baka full- fermdan, hvort sem blési með eða móti. Dagurinn rann upp. í mínum aug um var hann bjartur og fagur, því nú var förinni heitið heim til for- eldranna. Umhverfiö var þó held- ur kaldranalegt, hafísslangur með öllum löndum, og víða landfast, og töluvert hröngl inni í fjarðarbotn- um. En þetta hafði engin áhrif á mig. Ég var glöð og létt í lund, þeg- ar ég lagði af stað þennan morg- un. — Nú má geta þess, að lítt sást á búningi minum, að hér gengi há- seti til skips: Skósítt peysupils, slegið sjal, skotthúfa! Hvað um það, allt í lagi. Ég var tekin góður og gildur ræðari, hoppa nú léttilega út í bátinn við klappirnar, þríf af mér sjalið og sezt á afturþóftuna hjá Arnlaugi, fermingarbróður mínum. Árni og Pési reru framá. Við rerum nú allknálega fyrsta sprettinn, mér fannst Höfrungur flytja kerlingar eftir haffletinum. Ferðin norður gekk svo eins og í sögu og gistum við á Hánefsstöðum um nóttina. Aðkoman heima var dapurlegri en ég hafði hugsað. Pabbi var lagst ur í rúmið. Það var hans síðasta lega. Snemma næsta morgunn var svo farið í kaupstáðinn. Við fórum í búðir, létum mynda okkur og luk- um öðrum erindum. Reynt var að hafa hraöann á, því það var hugs- að til heimferðar þá um kvöldið. Var svo strax haldið af stað út aö Hánefsstöðum. Þar var um tveggja klukkustunda töf. Hafði sú við- staða hin örlagaríkustu afdrif, svo sem síðar kom í ljós. Klukkan mun hafa verið orðin sex eða sjö, þegar við fórum frá Hánefsstöðum. Veðrið var indælt, en það leyndi sér ekki, að áttin var nú orðin suðlæg. Ég verð að játa það, að mér var ekki eins glatt í geði nú, þegar ég settist á þóftuna hjá Arnlaugi frænda, eins og morg uninn áöur, þegar haldið var frá Hofsklöppum. Að sama skapi fannst mér róöurinn erfiðari, enda báturinn nú hlaðinn vörum. Allt gekk vel út að Skálanes- tanga. Þá fóru að koma töluverðar vindþotur og fóru ört vaxandi eft- ir því sem simnar dró. Og þegar komið var suður undir Lendingar, var hann orðinn stífhvass. Sarnt drógum við vel ennþá. En nú var komið hik á mann- skapinn. Mundum við nokkurntíma ná fyrir Dalatanga, hvað þá meira? Spyr ég þá Árna, hvort við gætum þá ekki lent í Lendingun- urn, ef við sæjum okkar óvænna. Hann taldi það fráleitt vegna haf- íssins, sem alls staðar lá með lönd- um. — Eitthvað var svo bollalagt um hvað gera skyldi. Og þó að skömm sé frá að segja, þá verður mér að orði: „Okkur er nú óhætt að sj á, hvernig hann lítur út hinum megin við tangann." Hvort sem það hefir verið vegna þessara orða minna eða ekki, þá tekur gamli maöurinn þetta ráð. Var nú hreiðraö um þær í skutn- um, Þórunni og Guðrúnu dóttur hennar, sem þá var innan viö ferm ingu, einnig sunnlenzka stúlku, er bætzt hafði í hópinn og var að fara kaupakona til Konráðs Hjálmars- sonar. Segl var breitt yfir, því að ágjöf fór vaxandi. Það var farið að húrna. Áfram var haldið, en seint gekk röðurinn. Suður að ,,Rastarhæl“ (út af Dala- tanga) komumst við þó, þangaö og ekki lengra. Og hún var úfin þá á aö líta, Dalaröstin, a. m. k. í aug- um 16 ára gamallar stúlku. — Ekk- ert orð hafði verið talað langa hrið, og ekkert var enn sagt, aðeins ró- ið. En nú miðaði okkur ekki leng- ur. Nú spyrnti sá á móti, sem afl- meiri var en öldungurinn einhenti og unglingarnir þrír. Samt var ró- ið. Róðurinn varð vélrænn, hreyf- ingarnar eins og ósjálfráöar, aldrei lagt upp. í hálfan annan klukku- tíma var barið við Rastarhælinn í algerri þögn. Þá rís gamla konan upp í aftur- skutnum, lítur í kringum sig og segir: „Já, nú hefir ykkur miðað!“ Orðin voru að vísu hughreystandi, en því miður ekki á rökum reist. Hins vegar urðu þau til þess, að ég sný mér að þeim á framþóftunni og spyr, hvað þetta eigi að þýða, hvort þeir sjái ekki, að okkur hafi ekki miðað nokkurn skapaðan hlut i lengri tíma. Þetta var nóg til þess, að það var hætt að róa. Hver sneri bátnum, veit ég ekki, en hann sner ist, og — barningnum var lokið um sinn. Útlitiö var þó allt annað en glæsi legt, orðið dimmt af nótt og ís á reki hér og þar. Kallar nú Árni á dóttur sína og segir henni að vera frammi í og láta vita, ef ís sé fram- undan. Veðrið var komið í algleym- ing, ekki um annað að gera en halda árum í sjó meðan rokurnar dundu yfir, og reyna þannig aö halda bátnum í horfi. Við Arnlaug- ur grilltum varla þústuna í skutn- um, þegar rokurnar skullu yfir og sælöðrið lamdist í andlit okkar. Þaö var fátt talað og enginn mælti æðruorð. Einu sinni heyrði ég Arnlaug segja í hljóði, eins og við sjálfan sig: „Nei, þetta hjálp- ar ekki, við drepum okkur alveg.“ Mér fannst ég vera furðu róleg, því þó að rokið væri mikið þarna und- ir bjarginu, þá var sjór svo sléttur, að furðu gegndi. Undarlegt er það, hvað smávægi- leg atvik verða minnisstæð frá svona stundum. Enn finn ég lykt- ina, sem lagði að vitum mér frá kexpoka, sem tekinn var mjög aö blotna í rúminu rétt viö fætur okk ar Arnlaugs. Þótti mér hún marg- falt verri en sjávarseltan, sem ann- ars fylltl öll vit. Höfrungur hafði drjúgan skrið norður með Bjarginu að Skálanes- tanga. En þar þyngdist róðurinn, því nú var aftur á móti að sækja fyrir tangann og inn að Skálanes- lendingunni og kraftar ræðaranna sjálfsagt mjög teknir að þverra. Gunnu var nú orðið svo kalt frarn á, að hún varð að fá aö hita sér vio árina. Tók ég þá sjal mitt Eftir Stefaníu undan seglinu í skutnum og skreiddist frarn í stafn. Sjalið dugði þó lítið gegn kuldanum. Ég fór brátt að skjálfa, tennurnar aé glamra í munni mér, og þaö svc mjög, að ég sá ekki annað rác vænna en að troða horni af sjal- inu upp í mig. Þetta stóö þó ekk; lengi. Þegar fyrir tangann var konr. ið mætti okkur ísrek og hafði ég þá nóg að gera að ýta jökunun. til hliðar, því ísinn var þó ekk: stærri né þéttari en svo, að þetta tókst. Klukkan fjögur um nóttina náð-- um við landi á Skálanesi eftir 9— 10 klukkustunda látlausan róður, Hvernig það tókst að halda út að berja síðasta spölinn, er mér ekki ljóst. Sennilega hefir eitthvað dregið úr storminum. Og vist vai það: Með guðs hjálp höfðum vié aftur fengið fast land undir fætur, Ég varð fyrst að skreiðast upp á. klappirnar, og svo Gunna. Gamli maðurinn hafði verið óvenju fá- látur. Nú fyrst kannaðist ég vi£ raust hans, þegar hann kallaði og bað okkur að vera fljótar heim að Skálanesi og biðja um hjálp til þess að bjarga bátnum. En þetta var hægra sagt en gert, því íætur okk- ar voru stiröir og dofnir af kulda Svo var okkur kalt, að við tókun. ekki eftir fyrr en við vorum komn- ar upp í hné í sjó í þangi huldun. pollunum. Heim komumst við þó, enda skammt til bæjar. Fólkið bað guð að hjálpa sér, þegar það heyrð: málavexti. Á Skálanesi hafði ver- ið óláta veður um nóttina, rúðui. brotnar og annaö eftir því. Heimamenn brugðu skjótt við og björguðu bátnum, en við stelpurn- ar vorum látnar hátta ofan í heitt rúm. Samt skalf ég af kulda fyrst lengi vel. Um hugsanir okkar og tilfinningar, nú þegar á land vai komið, skal ekki rætt. En hvernig halda menn að peysufötin mín hafi litið út, þegar ég fór aö hátta? Hvergi þurr þráður og svuntan týnd. Skotthúfan var þó enn á sín- um stað! Sennilega hefi ég haft klút á höfðinu. Peysuna hafði ég auðvitað krækt frá mér fyrir löngu, enda fannst peysubrjóstið í austr- inum daginn eftir. — Hefði ég nú dugað betur í treyju og buxum af þeirri gerð, sem ungmeyjar nota nú tíðast á ferðalögum? Úr því fæst varla skorið með vissu! En bærilega leið mér daginn eftir, að~ eins nokkuð sár í lófum, því þar var ýmist blaðra eða fleiður við hvern fingur — allt gróið löngu áð- ur en ég gifti mig. Það þarf ekki að orðlengja, aö öll fengum við hina beztu aðhlynn- ingu á Skálanesi. Og þar vorum viö næsta dag. Þá var vestan stólpa rok og1 ekki viðlit að halda ferð- inni áfram. Daginn, sem við freistuðum heimferðar, voru tveir aðrir bátar á leið til Mjóafjarðar. Sá síöari tók land í Lendingun- um norðan Dalatanga. Munu menn irnir hafa verið á Grund um nótt- ina. Þeir höfðu verið að bjarga bát sínum, þegar við fórum þar hjá á suðurleiö, þó að við sæjurn þá ekki. Álitu þeir okkar bát svo vel menntan, að hann mundi treystast suður fyrir, svo eitthvað hefir þá skriöið skútan! Fyrri báturinn var snemma á ferð, að hann komst til Mjóafjarð- ar. En þegar hann kom inn fyrir Eldleysu, var ísrek og stormur orð- inn svo mikill, að þeir urðu að Framhald á síðu 31. Sigurðardóttur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.