Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 27

Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 27
JOLABLAÐ TÍMANS 1951 27 Eitt ár í Paradís Framh. af 19. siðu. gluggann og beið. Mínúturnar liðu, en Símon kom ekki. Hvað hefur komið fyrir manninn, hugsaði ég. Hann hafði svo að segja alltaf komið á sama tíma, en nú var ég búin að bíða í tvær klukkustundir og hann var ekki kominn. Hvað átti ég' að gera? Átti ég- að fara í skrifstofu skipaútgerðarinnar og fá fréttir af skipinu? Nei, ég gat ekki átt það á hættu að Símon. kæmi að tómu húsi. Ég ætlaði að vera róleg og bíða; hann hlaut að koma á hverri stundu. Það var komið langt fram á dag. Mér leiddist biðin, og ég var hrædd. Ég var alltaf að líta út um glugg- ann og hlusta. Jú, þar opnaðist úti- dyrahurðin. Ég spratt upp úr sæti mínu, en stirnaði af. ótta. Þetta fótatak, þungt og jafnt, þekkja áíí- ir Englendingar. Þetta var lögregl- an. Það var drepið á stofudymar. þurfti heldur ekki. Hurðin vajropn- uð, og tveir lögregluþjónar stóðu í dyrnnum. ■ „Ert þú kona Símonar?“, spurði annar þeirra. „Já,“ svaraði ég. „Hvað er að? Af hverju eruð þið hér? Hefir Sí- mon orðið fyrir slysi?“ Þeir sögðust ekki svara neinum spurningum, en ég ætti að mæta strax á lögreglustöðina. Ég stökk á undan þeim, og var komin á lögreglustöðina áður en ég vissi af. Þar var spurt um nafn mitt, giftingardag og margt fleira, en síðan var mér sagt, að franska lögreglan værj að leita að Símoni, en hann finndist ekki. Það ætti að taka hann fastan. Hann ætti konu og börn í Frakklandi, og hefði framið lögbrot með þvi að giftast mér. Mér var sagt að hjónaband okkar væri ógilt; — ég væri sama og ógift. Margt fleira var lesið yfir mér, en ég heyrði fæst af þvi. Mér var leyft að fara heim og ég komst þangað einhvern veginn, en nú tók ég ekkert eftir sólskininu og góða veðrinu. Ég gekk í leiðslu um húsið. Mér fannst að Símon hlyti að koma. Þetta gat ekki verið satt, sem þeir sögðu á lögreglustöð- inni; hér hlaut einhver misskiln- ingur að eiga sér stað. Ef til vill voru tveir menn með sama nafni. Ég beið, hlustaði og horfði út um gluggann meðan bjart var. Símon hlaut að koma. Hann hafði lykla að húsinu og yrði kominn þegar ég vaknaði í fyrramálið. Ég gat ekki farið að hátta, en þegar komið var undir morgun fleygði ég mér upp í rúmið í öll- um fötunum og sofnaði. Ég vakn- aði við það, að mig sveið í andlitið. Það var sólargeisli, sem skein inn um gluggann og féll á andlit mitt. Það var komið langt fram á dag. Slmon var ekki kominn. Óvissan og örvæntingin greip mig; ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Dagarnir liðu, hver eftir annan. Langir dagar. Ég beið eftir Símoni, en hann kom ekki. Ég seldi smátt og smátt muni' úr búi okkar, til þess að geta lifað. Ég fór til skipa- miðlarans til að vita hvort Símon ætti kaup þar inni, en svo var ekki. Mér var sagt, að hann hefði horfið skyndilega, ekki komið um borð þegar skipiö átti að sigla, og hann væri enn ófundinn. Þegar fram liöu stundir sá ég, að ég varð að segja lausri íbúðinni og selja húsmuni okkar, þvi að ég gat ekki staðið í skilum. Þetta voru örðugar stundir, því að mér þótti svo vænt um heimilið, sem við Sí- mon höfðum skapaö. Ef ég hefði átt barn, hefði ég ekki verið svona einmana. Er ég hafði lokið við að selja húsmuni okkar, tók ég saman föt mín og lét þau í ferðatöskuna. Ég fleygðf mér niður á töskuna og grét, sárt og lengi. Ég var að yfir- gefa mína paradís, þar sem ég hafði verið í heilt ár. Ég fékk aftur vinnu á mjólkur- búinu, en fann bráðlega að ég gat ekki unað þar. Ég fékk meðmæli hjá forstöðumanni búsins, fór til næstu borgar og fékk þar vinnu á hóteli. En ég var friðlaus. í sjö ár fór ég borg úr borg og vann á hó- telum. Ég var alltaf að leita að Símoni. Mér fannst alltaf að hann hlyti að koma. Ég var eirðarlaus og þreytt á sál og likama. Svo kynntíst ég herra Smith. Hann kom oft ú hótelið, þar sem ég vann, og fór að tala við mig. Hann var einstæðingur i veröld- inni eins og ég. Oft höfðu menn boðið mér út meö sér, er ég var við vinnu mína, en ég hafði enga löngun til að fara með þeim. Ég var alltaf að leita að Símoni.. Herra Smith vann í kolanámu. Hann var stilltur maður og góð- legur. Kynning okkar leiddi til þess að hann bað mig að giftast sér, og það varð úr að ég gerði það. Hann reyndist mér góður maður, prúður og hæglátur, og bragðaði aldrei á- fengi, en það fannst mér kostur. í fjögur ár leið okkur vel, en svo komu verkföll, hvert af öðru. Þá fengum við styrk frá verkamanna- félaginu, en hann nægði okkur ekki til framfærslu. Ég fór þá að vinna utan heimilis, aðallega við þvotta og hreingerningar í stórum húsum. Það varð stöðugt þrengra um atvinnu hjá herra Smith, svo að við fluttum okkur í ódýrari íbúð. Ég hélt áfram að vinna, oftast hjá sama fólkinu, og mér féll það vel. Nú hefir herra Smith verið at- vinnulaus í fjögur ár, en við lifum samt og látum hverjum degi nægja sína þjáningu. Frú Smith stundi þungan og sagði: „Ég grét svo mikið þegar ég fór úr minni paradís. Ég græt víst aldrei framar.“ Að nokkrum tíma liðnum flutt- ist ég úr borginni, svo að leiðir okkar frú Smith skildu. Þegar ég kvaddi vinkonu mína og nágranna- konu, bað ég hana að færa mér fréttir af frú Smith þegar hún skrifaði mér. Tveimur árum síðar fékk ég eitt sinn gréf frá þessari vinkonu minni. í þvi stóð þetta, meðal ann- ars: „Frú Smith varð snögglega geðveik og var flutt á geðveikra- hæli. En hún þurfti ekki að vera þar lengi; hún dó þar eftir nokkra rnánuði." Ég starði á bréfið í höndum mér. Minningarnar um frú Smith og sögu hennar komu í huga minn. Nú var hún farin, sem áður gekk á milli nágrannanna og vann fyr- ir þá erfiðustu verkin, með góðvild og samvizkusemi. Hún kom alls- staðar vel fram, og hefur farið með gott veganesti yfir til ókunna landsins. Góða kona. Ég sé þig á þinni nýju, sléttu og björtu braut. Nú hefur þú eignast varanlegan frið. Kaupfélag Austur-Skagfirðinga Hofsósi Ó S K A R öllum viðskiptamönnu sínum nær og fjær (ftetilegra jcla c</ farAœb kcmanjiárA. Þakkar viðskiptin á hinu líðandi ári. Kaupfélag Austur-Skagfirðinga RIKISUTVARPIÐ Utvarpsauglýsingar berast með hraða rafmagnsins og mætti hins lifandi orðs til nálega allra landsmanna. Afgreiðslutímar í Landssímahúsinu 4. hæö alla virka daga, nema laugardaga, kl. 9—11 og 13.30—18. Á láugar- dögum kl. 9—11 og 16—18. Á sunnudögum og öðrum helgidögum kl. 10—11 og 17—18. Sími 1095. RIKISÚTVARPIÐ Kaupfélag Arnfirðinga BÍLDUDAL (Útibú á Bakka i Arnarfirði). Selur allar fáanlegar algengar nauösynjavörur. Þar á meðal: Matvörur, alls konar, vefnaðarvörur, tilbúinn fatnað, skófatnað og pappírsvörur. Umboð fyrir Samvinnutryggingar. Tekur innlendar afurðir í umboðssölu. ) ) ) Gleiðileg jól! Farsœlt komandi ár! Kaupfélag Arnfirðinga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.