Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 18

Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 18
18 JÓLABLÁÐ TÍMANS 1951 „Taugarnar þúsundir ísvetra ófu“ (Erindi, flutt á iþróttamóti Héraðs- sambands Suður-Þingeyinga, sum- arið 1951). Hannes Hafstein segir í ferða- kvæði: „Ég vildi óska, að það yrði nú regn, eða þá bylur á Kaldadal, og ærlegur kaldsvali okkur í gegn ofan úr háreistum jöklasal.“ Ég hefi orðið þess var, að býsna mörgu fólki finnst þessi ósk skálds- ins eftir regni eða byl nokkuð yfir- lætisleg. Flestir biðja víst heldur um blíðviðri, þegar þeir fara á fjall- vegi. En það er engin ástæða til þess að taka þessi orð skáldsins sem yf- irlæti. Hinn ungi, hrausti, sterki, ó- þreytti og gáfaði maður biður í kvæðinu um áreynslu til þess að verða ennþá hraustari, sterkari — og gáfaðri. Og hann rökstyður óskina mjög rækilega: „Loft við þurfum. — Við þurfum bað, að þvo burt dáðleysismollukóf! Þurfum að koma á kaldan stað á karlmennsku vorri halda próf.“ Þetta sagði Hannes Hafstein fyrir hálfri öld síðan, þegar hann „barst á fáki fráum fram um veg“ áleiðis til Kaldadals í hópi glaðra félaga, sem voru ýmsu vanir og rufu fjallaþögnina með söng og hófa- hljóði. En hvað ætli hann hefði sagt nú, ef hann hefði verið uppi, og setið í hægu sæti í bíl ásamt innifölu fólki, andstuttu fyrir lítil líkamleg átök og kvíðandi gusti í bílnum, ef það skyldi nú hvessa? Já, hvað ætli Hannes hefði sagt um kvíðann fyrir gustinum, — hann kvað: „Ég elska þig, stormur, sem geisar um grund og gleöiþyt vekur í blaðstyrkum lund, en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur.“ Ætli hann hefði ekki tekið ennþá sterkara til orða um þörfina fyrir loft og kaldan stað — og karl- mennskupróf? Ég tel engan efa á því. Síöan hann kvað þessi ljóð hafa orðiö miklar breytingar á íslandi — og yfirleitt á þá leið að draga úr á- hrifum regns og bylja og létta próf karlmennskunnar. Landið er líkt og það áður var, en lífið í landinu er orðið allt ann- að en það var. Nú ferðast menn undir þaki í bílum, — í stað þess að áður fóru menn á hestum eða fótgangandi. Nú fæst mikill hluti þjóðarinnar lítið við regn og storm. Vinnudagur verkalýðsins er nú orðinn aðeins átta stundir — og margir komast hjá að vinna svo lengi, þótt enn sé að vísu unnið miklu lengur við framleiðslustörf- in af þeim, sem þau stunda, — og í öllum stéttum séu til menn, sem ekki telja tímana. Hinar miklu og margvíslegu framfarir síðustu ára miða að því að draga úr áreynslu manna. Þetta er gott og eftirsóknarvert, en með því skapast þó ný vandamál. Fátt er svo gott, að enginn galli fylgi. Þegar áreynslunni léttir, þá er karlmennskunni hætta búin og hreystinni og manndómnum yfir- leitt. Hannes Hafstein var skáld karl- mennskunnar, hreystinnar og manndómsins. ^ ■w& Kvæðabrotin, sem ég hefi hér vitnað i eftir hann, eru vísdómsorð á þessu sviði, þótt þau séu sögð í léttum tón. Um daginn fór fram viðtal í út- varpinu milli fréttamanns útvarps- ins og Benedikts Jakobssonar, í- þróttakennara. Benedikt var þá nýkominn úr hinni frægu för íslenzkra íþrótta- manna til Osló, — hafði verið far- arstjóri. Og öld eftir öld grúfðu norðursins nætur í niðdimmum rjáfrum, þar vöggubörn sváfu og önduðu hörku í hverja sin, og hlúðu um lífsmeiðsins rætur. Þar hel og líf barðist harðast í Iandi hæstur, mestur reis norrænn andi. Námsterk og framskyggn brann hvötin í hug yfir hafdjúpsins veg, yfir arnarins flug. - t Þeim ber ágætlega saman um gildi áreynslunnar skáldunum, Ein- ari og Hannesi, og íþróttakennar- inn kemst að sömu niðurstöðu og Einar um uppeldisáhrifin gegn um aldirnar. í kvæöinu „Hafísinn" talar Einar um: „Túngrösin kynhætt af þúsund þrautum." Ef við athugum kalið í túnunum og berum í því sambandi saman ný- ræktina með innfluttum grasteg- undum og gamla túnið, þá sjáum við sannleik orða skáldsins. Ný- ræktina kelur, þótt gamla túnið sleppi við kal. Þar gilda hin sömu lögmál og og með fólkið. — Allt, sem lifir, þarf áreynslu í einhverri mynd, til þess að efla lífs- kraft sinn — og geta orðið sterkt. Harðræði norðurhjarans reyndi á þolrifin — og sá hneig í valinn, sem ekki dugði. Þannig velur náttúran úr og kynbætir. Einar Benediktsson lýsir þessu í kvæðinu um hafísinn, sem hann kallar handlækni Norðurlands: Fréttamaðurinn spurði margs um förina. Að lokum spurði hann svo eitt- hvað á þessa leið: Hvernig heldur þú að standi á því, að íslendingar eiga svona marga afreksmenn í hlutfalli við aðrar þjóðir, sem eru miklu fjöl- mennari? Benedikt svaraði að efni til þannig: Ég álít, að það sé kynstofninum að þakka — og þá einkum því stranga uppeldi, sem náttúra lands- ins heíir veitt honum gegn um ald- irnar. Þetta var eftirtektarvert svar, sem ég fyrir mitt leyti held að sé laukrétt. íþróttamennirnir íslenzku æfa sig rækilega að vísu og nútíminn elur þá vel, — og þetta er nauðsyn- legt. En samt mundi það ekki hafa hrokkið þeim til frægðar og frama, ef þeir hefðu ekki tekið í arf harð- fylgið og kraftinn, sem regnið og íslenzki bylurinn kallaði fram í feðrum þeirra og mæðrum á liðn- um öldum. Einar Benediktsson, sem er sam- nefndur Hávamálahöfundur seinni tíma — hefir lýst því mjög skáld- lega og djúphugult, hvernig upp- eldið, bæði líkamlegt og andlegt, var hér á norðurslóðum á fyrri öld- um. Hann kvað: „Taugarnar þúsundir ísvetra ófu. Ennið kvöldhimna skararnir hófu. Vöðvanna mátt efldi kyn eftir kyn hjá kaldsóttri unn, undir þjótandi hlyn. „Með blóðrás helsins hann streymir til stranda og styrkir hvern kraft út á ystu þröm, en allt, sem er krangt og hýmir á höm, hann hreinsar úr vegi og blæs á það dauðans " anda.“ Við erum ekki lengur eins háð harðræði norðurhj arans og forfeð- ur okkar voru. Þvi er betur. Hafísinn ægir okkur alls ekki á sama hátt og þeim, — þótt enn sé hann vágestur, sem kviðið er fyrir að komi. Lífið í landinu er orðið margfalt þægilegra og léttara en það var. Hjá all stórum hluta þjóðarinn- ar er það satt að segja orðið svo létt síðustu árin, að áreiðanlega leiðir til þess, að manndómur minnkar í landinu og þjóðin úrkynjast, ef bætur finnast ekki. Þetta fólk hefir gengið úr hin- um stranga skóla norðlægrar nátt- úru og er hætt að taka próf hennar. Og flestir landsmenn sækja beint eða óbeint i sömu átt. Hinar tæknilegu framfarir og hin félagslegu þægindi leysa menn und- an harðræðinu, sem „andaði hörku í hverja sin, og hlúði um lífsmeiðs- ins rætur.“ Það er þægilegt að ferðast í bíl. En hvaðan fá menn, sem það gera brekkumegin, brekkusækni og brjóstþol? Það er gott, að vinnudagur stytt- ist. — En afgangsdagurinn og af- gangskraftarnir mega ekki fara í það, sem er fánýti, — og verra en langur vinnudagur. Tryggingar fyrir öllum áföllum og getuleysi eru góðar. En þær örva ekki sjálfstæðisþróttinn, heldur þvert á móti oft og tíðum. Allt þetta ,sem ég hefi nefnt sem dæmi: bílarnir, vinnuvélar, stuttur vinnudagur, almannatryggingar, eru æskilegar framfarir, en það raskar uppeldi þjóðarinnar. — Þær anda ekki hörku í sinar, þær „kosta ekki huginn að herðá,“ þær kyn- bæta ekki með þrekraunum — öðru nær. Orö skáldsins eiga sannarlega við: „Loft við þurfum. — Við þurfum bað, að þvo burt dáðleysismollukóf. Þurfum að koma á kaldan stað á karlmennsku vorri halda próf.“ En hvernig á að þvo af eða hindra dáðleysismollukófið, sem sækir á fólk í mjúklátum bílum, hjá auðveldum vinnuvélum, á löng- um frístundum, — í skjóli mikilla trygginga? Hvernig á að heyja karlmennsku- prófin, — svo að haldi komi undir kringumstæðum eftirlætisins og auðveldleikans. Það er hinn mikli margþætti vandi, sem óvíst er, hvort okkur íslendingum eða mannkyninu yfirleitt tekst að leysa. Sumar þjóðir hafa herskyldu og herþjálfun með ströngum aga. Það hjálpar þeim dálítið til þess að staþpa stáli í sína menn. Sem betur fer höfum við þó enga herskyldu — og tökum hana von- andi aldrei upp. Hvað eiga íslendingar að gera til þess að kynstofn þeirra tapi -ekki þrótti, sem honum hefir áunnizt í lífsbaráttu sinni í harðbýlu landi á umliðnum öldum, þegar hver ein- staklingur varð að duga eða drep- ast? Þegar dáðleysismollukófið ' var dauðasök oftast — og annars ná- lega það? Enginn biður um þá tíma aftur. Hvernig á að fara að til þess aö njóta ávinningsins af framförum þeim, sem létta lífið, án þess að tapa því, sem þrekið græddi á mannraununum við aö berjast fyr- ir lífinu? Þetta er ein þýðingarmesta spurning fyrir hinn tækniglaða nú- tíma. Hún er ein af allra mikilveröustu spurningunum um langlífið í land- inu? Ég varpa henni hér fram á þessu héraðsmóti, af því að æskunni er svo mikilsvert að finna svör við henni. Þetta er vandamál framtíð- arinnar — og framtíðin tilheyrir æskunni. Um fram allt má æskan ekki halda, að áreynslan sé böl. Á- reynslu að vissu marki fylgir bless- un þroskans, en áreynsluleysinu ó- gæfa aukvisans. Æska íslands ætti fyrst og fremst ætíð að temja sér það hugarfar, sem kemur fram í kvæði Hannesar Hafstein „Undir Kaldadal," — og aldrei kveinka sér við regni eða byl, — heldur sækja sér þangað þrótt. Það hugarfar gerir sitt til að tryggja henni góöa framtíð. Ég valdi mér þetta umræðuefni í dag, af því að ég taldi það hæfa íþróttamóti. íþróttirnar eru nefnilega full- komnasta svarið, sem enn hefir Framhald á síffu 23.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.