Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 37

Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 37
JÓLABLAÐ TÍMANS 1951 37 JÓLAKVÖLD í PASVÍK Framhald af 8. síðu ' En samkvænit tíSarandanum var auðvitaS haft misjafnlega mikið við gestina, eftir því hvar þeir stóðu í þjóðfélagsstiganum. Var svo alls staðar gert í þá daga. Höfðingjar og aðrir heldri gest- ir borðuðu og sátu í gestastofunni, en sváfu á stofulofti og í stofunni sjálfri, ef margir voru. Fyrir þá var borinn sá matur, sem beztur var til og borðbúnaöur allur var hinn prýðilegasti. Vín var þá og jafnan á borðum, bæöi borðvín og brenni- yín. Var þó Stefán hinn mesti hófs- maður og hafði megna andstygð á ofdrykkju. Drakk hann aldrei svo, að á honum sæi vín og þoldi illa drukkna menn; þó tók hann glas með gestum sínum og eins í mann- fagnaði utan heimilis. Minni háttar bændur og aðrir alþýðumenn voru látnir borða inni í hjónahúsinu meo húsbóndanum, væri hann viðlátinn. Þeir sváfu á dyralofti eða í baöstofu, ef margir voru saman; sama er að segja um fylgdarmenn höfðingj anna. Förumenn og aörir, sem lægst voru settir, mötuðust í baðstofu með vinnufólkinu og sváfu þeir þar einnig. Mat fengu þeir nægan sem aörir, en þeim vai*" skammtað hverj - um fyrir sig í skál og á disk og snæddu meö hornspæni og vasa- hníf sínum. Sama var og um vinnu fólkið, enda hélzt sá siður fram yfir aldamót og er ef til vill ekki með öllu útdauður enn. Við einn förumann, sem oft gisti á Steinsstöðum, var þó haft meira en aðra „stéttarbræöur" hans. Var hann oft látinn borða inni í hjóna- húsi með húsbóndanum og sofa í gestaberbergi yfir bæjardyrum. Þessi maöur var Sölvi Helgason, sem nú er á ný orðinn nafnfrægur. Sölvi var líka mikið þokkalegar til fara en aðrir umrenningar og sjaldan eða aldrei lúsugur. En flestir aðrir umrenningar og raun- ar fleiri voru morandi i lús og átti kvenfólkið í hinu mesta stríði við að verka hana úr rúmum þeirra, eftir að þeir voru farnir. Þó að ég hafi farið hér nokkr- um orðum um það, hversu stéttar- munarins gætti á þessum tímum, einnig að nokkru í móttöku gesta á Steinsstöðum, þá vil ég taka þaö skýrt fram, að þau Steinsstaðahjón gerðu sér einmitt minni mannamun en flestir aðrir og að ekkert var fjær þeim en að vera höfðingja- sleikjur. Þetta var aðeins tiðarand- inn þá,- sem einstakt heimili gat ekki breytt. Ekki var tekin borgun fyrir næt- urgreiða á Steinsstöðum, nema þá ef til vill sem alger undantekning, t. d. þegar útlendingar gistu þar, en ég efast um, að borgun hafi nokkurntima verið tekin. Er lítt skiljanlegt, hvernig heim- ilið fór að standast allan þann kostnað, sem af gestunum hefir hlotið að leiða. En það stóðst fjár- hagslega og voru þau hjón vel efn- uð, þrátt fyrir tilkostnaðinn, enda voru þau bæði ráðdeildarsöm og samhent um búskapinn sem ann- að. Hefir það og sennilega hjálpað, að Stefán haf'ði töluverðar auka- tekjur, þvi hann var lengi umboðs- maður, sem svo var kallað þá, það er, að hann hafði umsjón með þjóð jörðum eða konungsjörðum i Eyja- fjarðarsýslu og innheimti eftir- gjöldin eftir þær. Voru þessi störf tiltölulega mjög vel launuð í þá daga. Móöir mín mundi eftir mörgum þjóðkunnum mönnum, sem gistu á Steinsstöðum á meðan hún var þar í æsku. Einn þeirra var æðsti valds- maður landsins, Hilmar Finsen, stiftamtmaður, síðar landshöfð- ingi. Pétur biskup Pétursson gisti þar einnig á visitasiuferð og hafði all mikið föruneyti. Þingmennirnir af Norðaustur- og Austurlandi gistu þar og jafnan, er þeir fóru til þings og einnig á heimleið. Meðal þeirra voru t. d. Jón Sigurðsson á Gaut- löndum, séra Halldór Jónsson á Hofi í Vopnafirði og séra Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað. Var uppi fótur og fit á Steinsstöðum, þegar þessir menn komu, því þeir voru vinir og samherjar Stefáns. Skólapiltar gistu og oft á Steins- stööum, einkum á meðan Tómas fóstursonur þeirra hjóna og son- arsonur Rannveigar, var í skóla, því þeir komu þá með honum. Urðu sumir þessara pilta þjóðkunnir menn síðar. Mundi móðir mín eft- ir mörgum þeirra, t. d. Kristjáni Jónssyni fjallaskáldi. Þótti heimilisfólkinu, einkum því yngra, skólapiltarnir vera skemrnti legustu gestirnir, þeim fylgdi kát- ína og fjör. En sumir förumenn og flæking- ar gátu einnig verið skemmtilegir. Sumar förukerlingarnar gátu sagt skemmtilegar sögur og margir karlanna voru skrítnir og létu all kátlega og var hent gaman að þeim. En yfirleitt þótti þó föru- fólkið hálfgerð plága, einkum vegna lúsarinnar, sem það skildi oftast eftir. Margt fleira mætti um Steins- staðaheimilið segja. Það var eitt af þeim heimilum, sem héldu uppi ís- lenzkri menningu á þeim árum, þegar útlend áþján, fátækt og um- komuleysi þjökuðu þjóðina. Hvert þeirra á sína sögu og er hún lítt rannsökuð enn. En nú er allt orðið breytt. Opin- berir gististaðir eru komnir í stað- inn fyrir gestrisnu sveitaheimilin áður, þar sem gestunum var tekið sem vinum. Og skólar eru komnir í stað heimafræðslunnar. En hversu mjög sem þetta kann að vera betra og fullkomnara held- ur en hið gamla, þá eiga þó gömlu, góðu, íslenzku sveitaheimilin svc mikinn þátt í menningu þjóðar- innar, að þess ber ”að minnast. Rannveig Hallgrímsdóttir, hús- freyja á Steinsstöðum, andaðist 15. des. 1874 og þó'tti veriö hafa ein hin merkasta kona á Norðurlandi á sinni tíð. Stefán, maður hennar, lifði miklú iengur og andaðist elcki fyrr en 11. okt. 1890, 88 ára gamall. Átti hann heima á Steinsstöðum til æfi- loka, en eftir lát konu sinnar leigði hann þó mestan hluta jarðarinn- ar. Þannig bjuggu foreldrar mínir þar i sambýli við hann í nokkur ár, þar til hann fékk dótturdóttur sinni og manni hennar jörðina til ábúðar. Til dauðadags hafði Stefán mik- inn áhuga á stjórnmálum og studdi t. d. þá Jón á Gautlöndum og Benedikt Sveinsson eindregið, er þeir buðu sig báðir fram í Eyja- fjarðarsýslu vorið 1886, enda voru báðir vinir hans og gamlir sam- herjar. Þó var hann þá nær 84 ára að aldri, en áhugi hans var hinn sami og áður. Engum er það ljósara en mér, að systur listaskáldsins góða, hús- freyjunnar góðu og mikilhæfu á Steinsstöðum, og manns hennar, vinar og samherja Jóns Sigurðs- sonar, ætti að minna^t betur og rækilegar heldur en ég hefi getað gert. En góðfúsir lesendur verða að taka viljann fyrir verkið. GLEÐILEG JÓL! talsvert um halta í Svíþjóð. Aulc þess bæri þar í landi nálega ann- ar hver maður gleraugu. Flestir þó fyrir prýðis sakir og til þess að sýnast læröir. Hann settist hlæjandi og hóf nú fjörugar samræður við gestg^afa okkar, sem bauð vindil. Sjálfur kveikti hann aftur í pípu sinni og settist á sinn gamla stað, kross- lagði fæturna og masaði glaðlega á milli þess sem hann púaði mikl- um reykjarskýjum. Á meðan lagði húsfreyja síðustu hönd á hiö óviðjafnanlega jólaborð, kveikti á kertunum og bað menn gera svo vel. Sjálf valdi hún sér sæti þannig, að hún gæti rétt krás- irnar hinum lotningarverða pópa og virðulegri lconu hans. Og það var viðhöín, ljósadýrö, gnægð mat- ar, sem hefði getað slegiö rnann blindu og nægt hundraö behiinga- mönnum. Auk allra köldu réttanna á borð- inu áður, lágu nú á stórum leirföt- um steiktur, soðinn og kryddaður silungur, hreinkjöt og lifur fljót- andi í íloti, heilt fjall nýsoðinna mergbeina, sem klofin höfðu ver- ið og raðað þannig, að auðvelt var að ná til innihaldsins. Á tágabökk- um lágu margar tegundir brauðs, glóðarbakað flatbrauð, skreytt brauð bakað á járnofninum. Heimúrinn þoldi hungur, fólkið gerði uppreisn í nafni sultarins. En hjá þessum kaupmanni, Kristjáni Bakkehög í Pasvík, lá við að menn gerðu uppreisn vegna þess, að þeir voru mettir og sátu við matborð, sem átti naumast sinn líka um þessar mundidr. En svo var líka silungurinn veiddur í norsku fjallavötnunum við Tanan, tjáði gestgjafinn og gerði hinum lostæta fiski góð skil. Hreinkjötið, lifrina og mergbeinin haíöi .hann pantað- írá Bosselcop. Osturinn var frá tengdaforeldrum hans á Kirjálaeiöi, smjörið strokk- aö í Pasvík. Sauðakjötið frá ís- landi, hérasteikin frá Ran. Hvað- an í fjáranum kalkúnlnn var, vissi hann ekki. Hann hafði keypt hann í Helsingjafossi í haust. Þannig störfuðu kaupmennirnir og tengdu saman þjóðirnar, meðan stjórnmálamennirnir sátu og störöu sig blinda á hin bláu landa- mæristrik korta sinna. Erfitt var að gera út um, hvort hann lét sömu hugsun í ljós á rúss- nesku. Hvað sem því annars leið, gerði hinn lotningarverði pópi réttunum góð skil og kinkaði kolli til samþykkis máli hans. Hinni samanbitnu kennslukonu bragðað- ist maturinn einnig vel. Og halti barnakennarinn hló og lét gaman- yrði falla á milli munnbitanna, þangað til húsfreyja framreiddi seinasta réttinn, „rommgraut“. Graut soðinn úr þykkum rjóma, fljótandi í floti, graut, sem hefði getað gert norður-sænskan skógar- höggsmann af gömlu kynslóðinni alveg agndofa. En þá leit hann upp til hennar og spennti greipar, eins og hann bæði um hlifð við að neyta þessa réttar. Tillit hans bak við gljáfægð gleraugun lýsti angist, svo og rómur hans. En hún aðeins brosti, án þess að láta sér bregða, og lét diskinn fyrir framan hann. Þá bragðaði hann samt sem áður ofurlítið á grautnum, og lofaði hann eins og hinir. Meðan á þessu stóð, hafði hús- bóndinn risið á fætur og gengið til næsta herbergis. Innan stundar kom hann aftur með báðar hend- ur fullar af drykkjarföngum og ó- fyrirgefanlega undirförull á svip- inn. Þá lét húsfreyja skínandi samóvar á borðið og bar fram bakka með gljáfægðum teskeiðum í háum, klingjandi glösum, sem hún lét fyrir framan gestina. Á meðan dró hann upp tvo tappa og sagði, að nú skyldi drekka hið venjulega minni friðar á jörðu, svo ófriölegt sem þó væri, og þeirrar gæzku, sem þrátt fyrir allt væri að finna í heiminum . . . Svo var ger-t. Og það urðu mörg minni, minni hins og þessa, að því er okkur skildist. Að minnsta kosti drukkum við félagarnir mörg minni, minni húsfreyju og hús- bónda, minni pópamaddömunnar og pópans sjálfs. Þá sló hinn síðastnefndi í glasið sitt og reis á fætur, tók til máls og hélt langa ræðu, sem hann lauk með því að hefja upp raust sína og syngj a söng, að því er við komumst næst, þrunginn háleitri andagift. Því næst settist hann og þerr- aöi svitann úr blóörjóðu andlitinu. Þá reis barnakennarinn á fætur og tók til máls. Hann baðaði út höndunum, tyllti sér á tá á heil- brigða fætinum og seig niður á hlhn veika, fetti sig og hrópaði eitt- hvað upp í brúnt stofuloftið, laut í næstu andrá fram og tuldraði eitthvað, um leið og hann hristi höfuðið yfir hinum óhugnanlega „rommgraut". Svo brýndi hann í næsta vetfangi raustina og varp- aði nokkrum kjarnyrðum að merg- beinaleifunum, síðan heilum orða- flaumi að silungnum á fatinu til vinstri, leit því næst aftur til lofts- ins og klykkti út, sem hinn, með fjálglegum söng. Gestgjafi okkar raulaði undir og sló taktinn með fingrunum á borð- plötuna. En þá er söngnum var lokið, stóð hann upp og geklc aft- ur til hins herbergisins, lcom að vörmu spori til baka og bar nú undir öðrum handleggnum lítinn kút með rauöum og bláum gjörð- um, í hinni hendinni balalajka, svo segjandi, að nú skyldu menn una við strengjahljóm og guðs hreina vodka. Og svo byrjaði hinn raunverulegi fagnaður. Kennaranum gekk þó illa að koma nokkru tauti við hljóð færið, sem greinilega hafði ekki verið stillt síðan um seinustu jól. En jólaskapið glaðnaði, og um síð- ir skipti ekki ýkjamiklu, hvernig strengirnir voru stilltir. Hann greip þá, teygði álkuna, svo að höku- toppurinn horfði til lofts, og söng þannig, að konurnar fóru að þurrka augun og karlmennirnir að róa sér eftir hljóðfalli söngsins. Af þessu spratt undarleg, gagnkvæm sefjun. Og loks varð söngvarinn svo hug- fanginn af frammistöðu sinni, að hann stóð upp, steig stutta fætin- um fast á gólfið og hoppaði beint upp á borðið, sem húsfreyja hafði tekið af, sennilega í góðri vissu þess, sem í vændum var. Hann var óumræðilega tryllingslegur. Og þegar hann hafði gripið nokkra einkennilega samhljóma á hljóð- færi sitt, tók hann að dansa sem óður væri, reigði sig og beygði, vaggaði sér til hliðanna, fetti sig og bretti. Fæturnir á honum gengu eins og lævirkjavængir, og stutti fóturinn var sem skapaður fyrir þennan dans. Við og við bandaði hann frá sér hægri hendinni, eins og hann fleygði titrandi sam-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.