Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.12.1951, Blaðsíða 4
4 JÓLABLAÐ TÍMANS ÍMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMMMW^lJMMMMMMM^íWlí y\y •«Vy /íjr p ■© -Jrí> r5?- 'f </ X) 4 Q O % G^ \* 9 G^ BORGARNES! - STOFNAÐ 1904 Óskar ölluni félagsmcnnum sínum i'öííenra ióía iegra jola og farsældar á nýja árlnu KAUPFÉLAG BORGFIRÐÍNG faf-íftíft- ,w«- k íi ktWé %í WMMMMSMMR TWSíí leg rök hnígi að því, að þeirri spurn :ingu sé svarað játandi, emkum þegar þess er gætt, að lýsing þess- arcir sveitar er alveg hárrétt í vís- unum, jafnvel þó að sumt í beim geti einnig átt við aðrar sveitir. Skáldið nefnir hvergi Öxnadal í vísunum. En er það ekki einmitt vegna þess, að hann talui enga þörf á því sökum þess, að hann hafi álitið, að öllum hlyti að vera þaö augljóst, að hann var aö kveða um æskusveitina sína? Og svo er annað, sem í mínum augum gerir það að fullri vissu, að :t „Dalvísum" er Jónas að kveða um Öxnadalinn: í Gunnarshólma og í kvæðinu um fjallið Skjaldbreið og fleiri kvæðum Jónasar eru að vísu rnikið glæstari og stórfelldari nátt- úrulýsingar heldur en í Dalvísum. En Dalvísurnar bera mun meiri vott um persónuleg kynni skáldsins af því sem lýst er, heldur en hin kvæðin; bera beinlínis vott um, að verið er að kveða um æskustöðvar og átthaga. „Yður hjá eg alla stynd uni bezt í sæld og þrautum". Sr hér ekki verið að tala um það, sem skáldið hefur lengi dvalizt með? „Verið hefur vel með oss, verða mun það ennþá löngum“, segir hann við fossinn. Og hann foeinlínis eignar sér gilið: „gilið mitt í klettaþröngum“.- Pinnur ekki hver maður, að hér er ekki einungis veriö að lýsa því, sem fyrir augað ber, lieldur eru minn- ingar, œskuminningar, tengdar við það? Og finna ekki allir, að það er einmitt œskudalurinn, sem skáldið kveður með þessum orðum: „sæludalur sveitin bezt, sólin á þig geislum helli“. Já, „Dalvlsurnar“ eru áreiðan- lega um Öxnadal, æskudal skálds- ins, og því hefi ég dvalið svo við þær, að þær lýsa nákvæmlega rétt þvi umhverfi, sem Jónas ólst upp við. Ég hefi áður drepið á það, að móöir Jónasar Hallgrímssonar lifði til hárrar elli og átti alltaf heima á Steinsstöðum, en Rannveig dótt- ir hennar og maður hennar tóku þar við búi. Rannveig systir Jónasar var, fædd 9. nóv. 1802. Tæplega tvítug giftist hún manni, er hét Tómas Ásmundsson. Bjuggu þau á Steins- stöðum, sem fyrr segir, fyrst í tví- býli viö móöur hennar og síðan ein. Þau eignuðust 4 börn, dóu 2 í æsku, en 2, sonur og dóttir, komust til fullorðinsára. Sonurinn hét Hall- grímur. Hann varð síðar bóndi á Grund í Eyjafirði og víðar. Var hann tvígiftur. Fyrri kona hans hét Dýrleif Pálsdóttir. Þeirra synir voru Páll, síðar bóndi í Möðrufelli í Eyjafirði og Tómas, er prestur varð á Völlum í Svarfaðardal. Hann var alinn upp á Steinsstöðum hjá Rannveigu ömmu sinni. Síðari kona Hallgríms hét Margrét Thorlacíus frá Saurbæ. Þeirra börn, sem til fullorðinsára komust, voru: Júlíus bóndi á Munkaþverá í Eyjafirði, Rannveig, kona Eggerts Laxdals kaupmanns á Akureyri og Valdi- mar, er fékkst við ýms störf á Ak- ureyri. Auk þessara barna átti Hallgrímur son, utan hjónabands, er Ingimar hét; var hann lengi bóndi á Litla-Hóli í Eyjafirði. Öll þessi börn Hallgríms giftust og áttu börn, svo afkomendur hans eru nú orðnir fjölmargir. Öll börn hans eru nú dáin, en mörg barnabörn hans á lífi og sum þeirra enn á bezta aldri. Kristín, dóttir þeirra Rannveigar og Tómasar á Steinsstöðum, giftist séra Jóni Thorlacíus, presti i Saur- bæ í Eyjafirði. Þeirra sonur er Ól- afur Thorlacíus, læknir og fyrrum alþingismaður, sem enn er á lííi. Hann á og afkomendur. Þau Rannveig og Tómas á Steins- stöoum hafa því oröið kynsæl mjög. Eru margir afkomendur þeirra vel gefnir og sumir hafa verið og eru listamenn. Rannveig eldri, móðir Jónasar Hallgrímssonar, mun hafa átt nokk uð eríitt fjárhagslega, fyrst eftir lát manns síns; þó rak hún tölu- vert bú á Steinsstöðum og heimili hennar var alltaf með myndar- og rausnarbrag. Það mun því vera misskilningur, sem sumir virðast haldnir af, aö Jónas Hallgrímsson hafi verið alinn upp viö einhvern vesaldóm. Það mun hafa verið þvert á rnóti. Efni voru að vísu ekki mikil, en foreldrar hans voru heldra fólk, eins og þá var kallað, heimilið allt að því höfðingjasetur og hann fékk það uppeldi, sem þá var siður að veita sonum heldri manna. Eftir að Rannveig systir Jónasar og Tómas maður hennar tóku við búi á Steinsstöðum, en það var um það leyti sem Jónas fór í skóla, juk- ust efnin fljótt og heimili þeirra þótti bera af um myndarskap, rausn og gestrisni. Likur benda til, þó að það verði ekki nú fullsannað, að þau hjón hafi styrkt Jónas til háskólanáms með beinu fjárfram- lagi og alveg vafalaust má telja, að þær móðir hans og systir hafi sent honum matvæli og ýmislegt til fata, eh í þá daga var íslenzkum stúdentum í Höfn töluverður styrk- ur að slíkum sendingum að heim- an. Rannveig Hallgrímsdóttir, systir Jónasar, var ágæt kona, búin þeim beztu kostum, sem mest hafa prýtt íslenzkar húsfreyjur. Hygg ég, aö við eigum nokkra lýsingu af henni í „Grasaferðinni" frá því hún var ung, auk þess sem Tómas Sæ- mundsson lýsir henni nokkuð 1 einu af bréfum sínum og virðist hafa orðið mjög hrifinn af henni. í „Grasaferðinni“ eru söguhetj- urnar sem kunnugt er drengur á fermingaraldri og fóstursystir hans nokkru eldri. Meðal annars, sem frá er sagt í sögunni, eru vísur, sem drengurinn gerir um þessa fóstur- systur sína: „Sáuð þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti ég falleg gull. Nú er ég búinn aö brjóta og týna. Einatt hefur hún sagt mér sögu, svo er hún ekki heldur nísk, hún hefur gefiö mér hörpudisk fyrir aö yrkja um sig bögu. Hún er glöð á góðum degi, glóbjart liöast hár um kinn, og hleypur þegar hreppstjórinn finnur hana á förnum vegi.“ Ég tel engan vafa á, að dreng- urinn í sögunni er Jónas sjálfur og að stúlkan er ekki fóstursystir hans, heldur raunveruleg systir, og að vísurnar eru ortar til hennar. Mun og öll sagan byggð á æskuminn- ingum Jónasar um grasaferð þeirra systkina upp i Steinsstaðaskarð („góða skarð með grasa hnoss1), en frá ,þeirri ferð sagði Rannveig í elli sinni móður minni. Tómas Ásmundsson, mágur Jón- asar, var hinn mesti atorkumaður og um margt á undan samtíð sinni. Hann gerði miklar umbætur á Steinsstöðum og ber jörðin minjar hans enn í dag. Hann var rcnög kátur og ærsla- fullur og gengu en í æsku minni ýmsar sagnir i Öxnadal um gaman- semi hans og smá hrekki. Hann hafði það jafri '“>l til um hásláttinn að gefa vinnuioikinu frístundir til skemmtana. Vildi hann þá helzt að Framh. á 35. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.