Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 1
Fagnaðarefnið er koma Krists JÓLAHUGLEIÐING eftir séra Sigurjón Guðjónsson, prófast, Saurbæ Lúkas. 2. Ennþá eina sinni koma blessuö jólin inn á heimilin, inn í hjörtu mannanna, með boðskap- inn um kœrleikann frá himni, sem elskaði ■— og elskar — mennina að fyrra bragði. Kjarni jóla- boðskaparins er fólginn í orðum Jóhannesar: :>Svo clskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Þessi fáu orð fela í sér allan fagnaðarboðskapinn. — Nú er þitt og mitt að taka við honum — eða hafna honum. Oss er boðin auðlegð, eilíf auðlegð, liin dýrsta gjöf. Viljuni vér þiggja hana og opna hjörtu vor, þakka hana og lofa, og hverfa inn í þa hljóðu fylkingu kynslóðanna, sem fann í henni þá blessun og þann frið, sem heimur fœr ekki veitt? Eigum vér á þessum jólum þá auðmýkt og hjartans trúnað, að vér séum fús til að beygja kné við dýrastallinn lága, vöggu Jesúbarnsins, og minnast orða postulans í 2. Korintubréfi, er hann segir: „Þér þekkið náð Drottins vors Jesú Krists, að hann, þótt ríkur vœri, gjörðist yðar vegna fátœkur, til þess að þér auðguðust af fá- tœkt hans.“ Gegnum ys nútímans, auglýsingaskvaldur og mannlegt stœrilœti, berst mild, en sterk, rödd jóíaeugilsins: „Óttist ekki. — Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð. Yður er frelsari fæddur.“ Fagn- aðarefnið er koma Krists í heiminn, nýtt hverri kristinni kynslóð. Kristur er frelsarinn, er hefir mátt iil að leysa mennina frá synd og villu, bclvau og óliamingju, ef þeir vilja þiggja hjálp hans og opna hjörtu sín fyrir kœrleikanum frá himni. En finnum vér til þess núna á jólunum, að oss er þörf á frelsara, sem fœr veitt lífi voru til- gang og fylling? Því aðeins eignumst vér gleði- leg jól, að vér finnum til þess og komum fra?n fyrir hann, sem gaf, í bœn og þakkargjörð. Hið ytra tilhald jólanna er aukaatriði, og ekkert óhóf á þar við. Aðalatriðið er, að fagnaðar- boðskapur þeirra nái til hjartnanna, sé kjarninn í jólaqleði vorri. Og þá fyrst kunnum vér réttiiega að vegsama og lofa Guð fyrir hina miklu náðar- gjöf, sem mætir oss í mynd sveinsins frá Betle- hem. AÖ horfa á hann var oss mörgum kennt við móðurkné, og með því hlutiim vér hinn bezta arf, sem oss ber að skila ávöxtuðum til nœstu kynslóðar. Einnig á oss, er nú lifum, hvílir sú skylda, að vitna um kœrleikann frá himni, og minnast þeirrar miklu ábyrgðar, sem lífið, kon- ungsgjöfin, leggur oss liverjum einum á herðar. Til þess styrki oss góður Guð á þessari blessuðu jólahátíð og alla daga. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu œvigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng. Fjárhirðum fluttu fyrst þann söng Guðs englar, unaðssöng, sem aldrei þver: Friður á foldu, fagna því, maJÖur: Frélsari heimsins fæddur er. Cjíe&iíecj jód

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.