Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 23

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 23
★ JÓLABLAÐ TÍMANS 1957 + 23 í leðurhylki. Gunnar horfði aðdá- unaraugum á gripinn. En hvað var gaman að fá svona snotra og skemmtilega gjöf. Hann vissi líka, að þessi gerð var afar sjaldgæf og dýr. Nú gæti hann farið að safna vopnum, eins og hr. Borch. Hr. Borch, hann haföi alveg verið búinn að gleyma honum. Hann leit á úrið sitt. Hann var að verða of seinn. Það hafði svei mér verið gott að hann mundi allt í einu eftir því að hann átti að „spjalla“ við kenn- arann. Nokkrum mínútum síðar barði hann að dyrum hjá hr. Borch. Til alirar hamingju var það kennarinn sjálfur, sem lauk upp. —Hvað villt þú? Æ, já, það.var líka rétt, gjörðu svo vel að koma inn. Hr. Borch brosti vingjarnlega til hans. Hann er að komast í jólaskap hugsaði Gunnar. — Það var nú vitleysa, þetta með aukavinnuna, ég meinti þaö auðvit- að ekki. En mig langar til að vita, hvers vegna þú varst svona utan við þig' í tímanum. Ég hrópaði að minnsta kosti þrisvar og þú heyrðir ekkert. — Tja, sagði Gunnar. — Það var ekki svo merkilegt. Ég sat bara og horfði á snjóinn — nú og þá fór ég að hugsa um þau heima — og hugsa um, hvernig jólin yrðu . . . — Hlakkar þú mikið til? — Já, það geri ég sannarlega. Hr. Borch horfði alvörugefinn fram fyrif sig. — Já, ætli ég skilji þig ekki, drengur minn. Ég man vel, að ég hef sjálfur hlakkað til jólanna og þráð að kornast heim, þegar ég var drengur. Jólin eru yndisleg hátíð. Allir eru svo góðir og keppast við að gleöja hverja aðra. Allt hið bezta og fegursta kemur fram í hverri manneskju. Já, já, Gunnar minn, ég vona, að þú fáir allar jólaóskirnar þínar upp- fylltar. Gleðileg jól, drengur minn. Gunnar greip í framrétta hönd hans og þrýsti hana fast. — Þökk fyrir, gleðileg jól, sagði hann. Allt í einu fann hann, að honum féll miklu betur við hr. Borch en áður, þótti jafnvel dálítið vænt um hann, svei mér þá. Hr. Borch var ekki úr steini. Nei, aldeilis ekki. En sú reginfirra. Gunnar nam staðar við dyrnar að herbergi Herberts. Hann heyrði glaðar og háværar raddir að inn- an, þar var líf og fjör og gleði. Hann langaði til að slást í hópinn. Það var varla, að hann kæmist þar fyrir. Herbergið var yfirfullt. Nær allur bekkurinn var kominn saman þarna. Hebert var í óða önn að vefja utan um sleikibrjóstsykur- inn, sem hr. Borch átti að fá. — Hananú, 17. blaðinu var vafið utan um gjöfina með hátíðlegum tilburð- um. Litli sleikibrjóstsykurjnn var orðinn á stærð við meðalstórt reifa- barn. Síðan var skrifaö utan á böggulinn og bundið um hann seglgarn. Drengirnir hrópuðu af fögnuði, er Herbert lyfti bögglin- um upp. — Húrra, húrra, húrra, húrra. — Sko, sagði Herbert, — þá er það í lagi. Ó, hvað hr. Borch verður glaður á morgun, þegar hann sér þessa myndarlegu gjöf. Húrra. Gunnar fylgdist þögull og al- varlegur með aðförunum. Minnstu munaði, að hann þrifi böggulinn og kastaði honum inn í arininn. En hann stillti sig. Rétta augnablikið var ekki komið. Síðasta kennslustund hr. Borchs daginn eftir varö með nokkuð öðr- um hætti en drengirnir höfðu búizt við. Herbert hafði sett böggulinn á kennarapúltið. Drengirnir biðu í ofvæni. Eítir augnablik kæmi hr. - GETRAUNIR- Hve margir eru rammarnir? HvaS er hesiurir.n mörg kí!ó? Borch inn. Sennilega myndi hann strax taka utan af honum. Fagnað- arlætin í bekknum myndu aukast við hvert blað, sem hann tæki utan af bögglinum. Og svo . . . Sumir vonuðu, að hr. Borch mundi hafa gaman af spauginu, en langflestir voru viðbúnir að hann yröi ösku- vondur, því að þetta var nú gert til að gera grín að honum. Nokkrir drengjanna voru svona hálft í hvoru farnir að iörast þess, að hafa samþykkt hugmynd Herberts. En nú var það of seint. Þeir uröu að bíða að sjá, hverju fram yndi. Hr. Borch kom inn. Hann virtist ekki sjá böggulinn. Hann nam stað- ar og sneri baki í kennaraborðið og byrjaði þegar að tala við dreng- ina. — Þið báðuð mig um sögu í gær. Ef þið nennið að hlusta á mig, skal ég segja ykkur stutta sögu frá því, er ég var sjálfur drengur, ég skal segja ykkur frá dálitlu sem kom fyrir mig, þegar ég var á ykkar aldri. Mér tíatt það í hug í gær, þegar Gunnar var í heimsókn hjá mér og trúði mér fyrir því, hversu mjög hann hlakkaði til að komast heim um jólin. Ég ætla að segja ykkur fi'á jólum, sem ég átti fyrir um þaö bil tuttugu og fjórum árum. Og svo fór hr. Borch að segja frá. Rödd hans breyttist, og ef til vill var það vegna þess, að dreng- irnir hrifust gersamlega. Þeir fundu líka, að allt sem hann sagði var sannleikur. Alvörugefnir á svip hlustuðu þeir þöglir á kennarann. Þeir þjáðust með litla drengnum, sem þráði svo ákaft að komast heim um jólin, en komst samt ekki. Þegar hr. Borch lauk við frásögn sína glitruðu tár í augum margra drengjanna. Þeir reyndu að harka af sér. Það var ekki beint karl- mannlegt að skæla, þegar maður var orðinn 13 ára. Á meðan þeir hlýddu á kennar- ann höfðu þeir alveg gleymt jóla- gjöfinni. En skyndilega mundu þeir eftir bögglinum — og iðruðust nú allir af hjárta. — Ég sá, begar ég kom inn í stof- una, að þið hafið keypt handa mér ■jólagjöf. Rektor hefur líklega sagt ykkur, að þetta er síðasti veturinn sem ég kenni ykkur og þið hafið ætlað að gleðja mig af því tilefhi. Já, jólin eru fögur hátíð, þá langar ckkur öll að hjálpa og gleðja aðra. Þakka ykkur innilega fyrir, dreng- ir mínir. í bekknum ríkti dauðaþögn. Drengirnir voru fullir örvænting- ar. Sumum kom í hug að stökkva upp að púltinu, þrífa böggulinn og hlaupa út með hann. En enginn lireyfði sig. Aðeins aö eitthvað gerðist, eitthvaö, sama hvað það væri, ef hr. Borch vildi nú bíða með að taka utan af gjöfinni núna. Þá gæti einn drengjanna farið á eftir honum og sagt að þeir hefði því miður látið hann fá skakkan bögg- ul, og þeir kæmu með hinn rétta til hans eftir örstutta stund. Að lokum var þögnin rofin. — Viljið þér ekki taka utan af honum strax? Drengirnir sátu eins og stein- gerfingar. Þsir hefðu getaö drepið Gunnar, — þessi bölvaður bjálfi. Hr. Borch vafði utari af gjöfinni. Nokkrum mínútum síðar svipti hann síðasta blaðinu af og í ljós kom — hnífurinn hans Gunnars! Drengirnir vörpuðu öndinni létt- ar. Tími kraftaverkanna var þá ekkj liðinh. Hr. Borch var mjög hrærð- ■ ur. — Þetta var fallega gert af ykur, drengir. Ég er ykkur mjög þakk- látur. Hnífurinn mun sannarlega skreyta safnið mitt. Kærar þakkir og gleöileg jól, drengir mínir. Jafnskjótt og drengirnir voru Vitinn á Straumnesi Framhald af síðu 20. eldhúsið. En fyrst varð að taka upp bátinn og ganga frá ýmsu, en soltn ir menn eru nú ekki lengi aö svo- leiðis smámunum og innan skamms átu sælir menn hafragraut og rúg- brauð hjá Sigmundi kokki. Já og meira aö segja egg eins og hver vildi, því það var 17. júní. Skipið var nú komið á fulla ferð aftur. orðnir einir, þyrptust þeir í kring- um Gunnar, sem útskýrði málið fúslega fyrir þeim. Hann játaði, að hafa læðzt í nótt og hnuplað böggl- inum, og skipt um innihald. — En sleikibrjóstsykurinn, sagði hann að lokum, — já, þið verðið að afsaka, ég sko, já, hann er ég búinn að éta. — Húrra, Gunnar! — Þú ert snillingur, Gunnar! — Gunnar lengi lifi! Ærandi húrrahróp hljómuðu um stofuna, til virðingar honum, sem hafði bjargað heiðri bekkjarins. (J. K. þýddi úr dönsku). Guðjón I. vélstjóri, sagði, að við hefðum verið fljótið í landi. Ekki veit- ég um það, en klukkan var farin að ganga tíu. Guðjón vél- stjóri á „Hermóði“ er aldursforset- inn um borð. Og reyndar tvöfaldur aldursforseti, því bæði er hann elztur af skipshöfninni og svo hef- ir hann veriö lengst al-lra í vita- flutningum. Hann sótti Gamla- „I-Iermóð“* þegar hann var keyptur til landsins og var þar vélstjórd alla tið, unz honum var lagt og núver- andi „Hermódur“ var byggður. Við, sem áttum kojuna, flýttum okkur að borða, því nú var um að gera aö láta þreytuna líða úr synd- ugum skrokknum. Næsta uppskipunar„höfn“ var Galtarviti. Þar býr Óskar Aðal- steinn skáld, vitavörður og veður- athugunarmaöur. Skáldið hafði nú veriö svo veraldlegt, að panta 40 olíutunnur ásamt fleiru, sem velta þurfti upp klappirnar við Galtar- vita. — Lifið er krossgáta, sagði skáld ið, þegar v-ið báðum það að halda i bátinn. Ég hefi verið i Danmörku . ... og við byrjuðum að endastinga olíutunnunum upp fjöruna, en skáldið hélt við bátinn á meðan og sagði okkur skemmtilegar sögur frá veru sinni i Danmörku. Jónas Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.