Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 33

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 33
★ JDLABLAÐ TIMANS 1957 ★ 33 * Erfðaskrá Arna Magnússonar FrtLmk&ld af bls. 4. Ánm Magnússonar. Hún hefir aldr ei, e§& fwmrit liennar, fyrirfundist (F.J. I. 114 o.v.). Þeir Barth. og Graat Jtafðn hana á brott með sér eftir „<mdirskriftirnar“, og heíir ekki til hennar spurzt síðan. Trúir nokkar því, að háskólinn í Kaup- mannahöfn hafi látið svo mikil- vægt fík;jal glatazt fyrir kœruleysi; Eða skráin látin hverfa, eftir að hú* hafði gert sitt gagn, sbr. áður s&gt? Eða var hún kannske aldrei bdin til? Verður hver að trúa því tua þetta, sem honum þykir lík legast, ea staðreynd er, aö skráin fyrirllnnst ekki. En n* má segja, að þetta væri allt i sdmanum, ef til væru gilcl og évéfengjanleg eftirrit af skránnL En það er öðru nœr. Þeg- ar átti að fara að setja saman stofnskrm fyrir sjóðinn, samkvæmt ákvæKnm erfðaskrárinnar, komu að vfefQ fram „eftirrit“ af henni, tvö etfm fieiri, en öll óstaðfest, og þannig ögild sem heimildargögn. Og ekki nóg með það, eftirritunum bar elcM saman, „delvis unöjagtige" sem viðurkennt er í bók F. J. (178). Þaö skiptir ekki máli þótt ósamræmíð sé efnislega óveru- legt, hér má álls engu skeika, ef byg-gja á á slíkum plöggum, enda er hér um að ræða einhverja form- ströngnstu löggerninga, sem gerð- ir eru, og varöar ógildingu ef út af ber, þegar af sönnunarástæðum. Bætir þetta sízt málstað og réttar- aöstööu Hafnarháskóla, ofan á allt annað, aö hann þannig hefir hvorki frumHt erfðskrárinnar, né heldur lögformlegu staðfest eftirrit. Eru það satt að segja býsn mikil og fádæml, annáð eins og þetra, nerna skýringa sé e.t.v. skemmra að leita, en i fljótu bragði kannað virðist. Og svo kemur það, e/ trúa má af- ritunum, að sjálfur aðalhöfundur erfðaskrárinnar, sá mikli og lærði Hans Gram, sýnist hafa verið orð- inn eitthvað miður sín og ekki lengur getaö stafað nafn sitt rétt á plagg þetta! E.t.v. er þó til skýring á þvi fyrirbrigði, og skal hér látið liggja milli hluta.) IX. Það væri hvorki rétt né viöeig- andi, að skiljast svo við þetta mál, að nefna ekki það atriði, sem helzt mætti vitna í, til stuðnings því, að Hafnarháskóli hefði réttmæta heimild á safni Árna Magnússonar, þrátt fyrir ógilda erfðaskrá og margskyns annmarka. Og á ég hér við ummæli Jóns Grunnvíkings, sem skrifað hefir um síðustu æfi- daga Á. M. Hann segir Á. M. hafa haft í huga, að gefa háskól- anum „bœkur“ sínar, eftir sinn dag (F.J.B. 33). En það er sérstak- lega eftirtektarvert, áð hann nefn- ir hvergi handrita- og skjalasafn- iö. Þaö viröist því einsætt, eftir réttri gagnályktun, sem og mála- vöxtum, að J. Ól. greini söfn þessi að með vilja: Annarsvegar bóka- safnið, sem Á. M. hafði viöað að sér viða um lönd, og að minnstu leyti snerti ísland, og á hinn bóg- inn handrita- og skjalasafnið, sem var sérstaks eölis og að yfirgnæf- andi hluta frá íslandi komiö og varðaði fyrst og fremst ísland og íslenzka sögu. Frásögn J. Ól. bendir því út af fyrir sig til þess, að Á. M. hafi ekki hug'sað sér að gefa Hafn- arháskóla það safn, hvað sem öðru líður. Hitt er svo annað mál, aö áform Arna Magnússonar um aö afhenda Hafnarháskóla bókasafnið veröur síðan með óbeinum hætti til þess, að háskólinn. sér sér færi á að ná undir sig handrita- og skjalasafn- inu Iíka, í skjóli þess hversu komiö var heilsufari Á. M., og með þeim aðferðum, sem áður hefir verið rætt um. Það er ljóst af frásögn Jóns Ólafssonar, að enda þótt Á. M. hafi hugsað sér að láta geyma bóka- safnið í háskólanum, þá hafi hann allt að einu ætlast til, að það væri með einhverjum hætti eða í einhverju formi tileinkaö íslend- ingum, sbr. þau ummæli eftir Á. M. að bækur þessar skyldu vera „sin- um landsmönnum til gagns“, og mörg fleiri í þá átt. Sýnir þetta ásamt öðru, að Á. M. hefir haft ís- land og íslendinga í huga í sam- bandi við þessa hluti. Annars munu ekki finnast frá hendi Árna Magnússonar sjálfs nein gögn eða heimildir, — nema þá „erfðaskráin" — fyrir því, að hann hafi haft í huga að gefa Hafnarháskóla skjöl sín og hand- rit. Þvert á móti lét hann jafnan liggja að því við íslendinga, að hann ætlaðist til að þau kæmu hingað aftur, (eftir afritun, út- gáfu etc.). Aðeins á einum stað nefnir hann háskólann lauslega i þessu sambandi, og segist ætla að „kasta“ skjölum sínum „þar upp", (safn Fræðifél. VIII. bls. 198), sem eftir málvenju myndi þýða helzt, að fleygja þeim þangað í svip, urír stundarsakir, eða þessh. Heföi Á. M. haft varanleya ráðstöfun í huga, myndi hann vissulega hafa orðað þetta á annan veg. Auðvitð er það hafið upp yfir allan efa, að Árni Magnússon hefir jafnan, meðan andi hans var frjáls og heilsan óskert, haft þaö í huga, að safn hans yrði siðarmeir flutt til íslands, er aðstæður leyfðu. Laxness lætur Á. M. naf a uppi ráða gerðir í íslandsklukkunni, um að byggja hús yfir safnið hér á landi, og flytja það þangað. Þótt skáld- skapur sé, er þessi tilgáta vafalaust sannleikanum samkvæm. X. Eg hef hér að framan dregið fram ýmis atriði, sem benda til þess, að erfðaskrá Árna Magnús- sonar hafi aldrei. verið gilt eöa löglegt heimildargagn, allra sízt Hafnarháskóla til hauda, eins og að henni var staðið og til stofnað af hans hálfu, bæði að undirbún- ingi, efni og formi. En jafnvel þótt löglega hafi verið farið að við arf- leiðslu þessa á ytra borðinu, efni hennar veríð sjamkvæmt - „vilja" Á. M., undirskrift lögleg o. s. frv., þá eru allt að einu færð sterk rök að því, að hann hefði aldrei gert sllka arfleiðslurdðstöfun, ef hann hefði verið heill heilsu andlega og líkamlega. Og kemur nú þar sögu að Á. M. gekk ekki Iengur heill til skógar, er hér var komiö, síöasta árið sem hann lifð’i. Bruninn mikli. 1728 var sem kunnugt er ógurlegt áfall fyrir Árna Magnússon. Hann sá lífs- starf sitt hrynja til grunna, að hon um fannst, og bækur og skjöl brenna, sem hvergi væru til í heim- inum, og aldrei yrðu bætt. Þetta áfall braut algerlega niður þrek hans, heilsu og lífslöngun. „Gleði mln er horfin, og hana megnar enginn að veita mér aftur" er haft eftir honum. Ber öllum heimildum sama?i um, aö hann hafi aldrei verið samur maöur efiir þetta, andlega né likamlega, — én hann var þá orðinn hálfsjötugur maður — og hafi þetta beinlinis dregið hann til dauða. Enda bættust ofan á þetta ill húsnæðisskilyrði eftir brunann. Finnur Jónsson segir það „sikkert og vist,“ að þetta hafi allt „virket undergravende paa hans helbred", og Dansk biografisk. leksikon tekur beint af skarið’: „Denne Ulykke tilföjede ham et Knæk, som han ikke forvandt, og levede kun kort Tid efter dette“. Sjálfur segir hann í bréfi, aö slys- farir þessar hafi „storíigen for- andret mit sind og udbredt Iigesom en dösighed over mine tanker“. þ.e. sljóleika, sinnuleysi. Þarf hér vart frekari vitna við. Það er Ijóst af öllu, að Árni Magnússon hefir al- gerlega bugast af þessu mótlæti, og alls ekki lengur verið „ved sin fornufts fulde brug“, í merkingu erfðafaga. Verði erfðáskráin þvi tálin vera samkvœmt „vilja“ hans, — sem bæöi er ósannað og ósenni - Iegt, sbr. áður sagt — þá vœri sá „vilji“ einungis vitni etía sönnun um þann sljóleika og andlcgu bilun, sem enginn myndi ætla Árna Magnússyni heilum heilsu, og sem ekki yrði sett i samband við ann- að en algera uppgjöf hjá hinmn niðurbrotna og dauðvona manni. Ber þetta allt að sama brunni um þaö, að erfðaskrá Árna Magn- ússonar er og hefur frá upphafi verið marklaust plagg, og að engu hafandi í neinu tilliti. XI. Niðurstöður af þessum athuga- semdum hér að framan eru þá í stórum dráttum þessar: Hin svokallaða erfðaskrá Árna Magnússonar, sem Danir byggja á allan rétt sinn til handritanna, er og hefir verið ógild frá upphafi: 1. Engin sönnun er fyrir því, að efni erfðaskrárinnar, eins og frá henni var gengið', hafi raunverulega verið að vilja eða óskum Árna Magnússonai" a. Á. M. samdi ekki erföaskrána sjálfur. b. Á. M. „skrifaði undir" eftir að hann var orðinn dauð- vona og jafnvel rænulaus, og m.a.s. óvíst að hann hafi yfirleitt skrifað undir plagg- ið, heldur annar maður. c. Engin trygging, og ekki svo mikið sem vottorð eða áritun, er fyrir því að hann hafi þá a.m.k. vitað neitt eða skiiiö hvað hér var um aö ræða. Og heldur ekki kona hans. 2. AJjlsentVs dlíklegt eða jafnvel útilokað, að Árni Magnú-sson hefði gert slíka erfðaskrá sjálf- ur, ef hann hefði heill um fjall- aö (sr. 1. b. og 6. Iiði). Var og ekki lieimildarmaður að safn- inu nema að nokkru leyti. Enda vakti alltaf fyrir honum, að safn ið yrði flutt hingað er aöstæður leyfðu. 3. Erfðaskráin væri allt að einu ógild sem slík, og hefir verið frá upphafi, þar sem engra formskilyrða var gætt eða frá skijánni gbngið á neinn lög- formlegan hátt. 4. Gildar ástæður eru til þess að ætla, að umboðsmenn Hafnar- háskóla hafi ekki verið i alls- kostar góðri trú, og margt fram ferði þeirra grunsamlegt, svo ekki meira sé sagt. 5. Auk fyrrgreindra annmavka á erfðaskránni er það staöreynd, að frumrit skrárinnar hefir aldjJei fyrirfundizt, né heldur staðfest eftirrit, og eru önnur eftirrit ósamhljóða og að sumu grunsamleg. 6. Jafnvel þótt talið yrði, að erföa skráin hafi verið, að „vilja" Á. M. á ytra borðinu, þá er það ein- ungis sönnuh fyrir því, sbr. 2 lið hér að frama-n og sem reyndar eru fullar heimildir fyrir, a'ö hann hafi bilast við áfallið mikla 1728, og ekki á heilum sér tekið andlega eftir það, enda sljór og dauövona, er hér var komið. Arf leiðslugerningurinn einnig af þessari áatæðu ógildur. 7. Af ofangreíndrí, einkum 4. lið leiðir, að varzla Kaupmanna- hafnarháskóla á handritunum skapar honum engan hefðar- rétt að þeirn, né heldur annan lagalegan eða siðferðislegan rétt. En það hefir mikla þýðingu aö losa um tök háskólans á hand- ritunum, og eiga um ir.álið við aðra danska aðila, sem líklegri eru til þess að sýna málstað íslendinga skilning, heldur en háskólaklíkan þar. S. Ól. — Sjáðu mamma, nú ertu orðin lang- langamma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.