Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 9
★ JÓLABLAÐ TÍMANS 1957 ★ 9 Andrés Kristjánsson: Tvö hundruð pesetar í stað vegabréfsáritunar til Spanafríku Gistihúsið Reina Christina í Algeciras. Umhverfis það or víðáttumikill trjágarður með stórvöxnum pálmagróðri. Mér var hálf órótt, þar sem ég sat í leðurklæddum hægindastóln- um í reyksal ferjunnar, sem geng- ur yfir Njörvasund milli Algeciras á Spáni og Ceuta í Marokkó eða Spanafríku, eins og þeir kalla þaö á Suöur-Spáni. Lái mér kvíðnina hver sem vill — ég hafði enga vegabréfsáritun til Marokkó. Yfir sundið er ekki nema klukkustundarsigling, og nú var skipið komið fram hjá fremsta horni Gíbraltarhöfða fyrir drjúgri ; stundu, svo að dómsms var skammt í að bíða. Mundi ég fá að stíga á í land, eða yrði ég rekinn aftur með* ( ferjunni yfir sundið? Ég reyndi að * sefa áhyggjurnar með því að dreyp»a á Carlsberg, sem sjálfsagt f þótti að hafa á boðstólum í þessu nýja og glæshega skipi, þar sem það var smiðað hjá Burmeister & Wain i Kaupmannahöfn eins og Fossarnir islenzku. Fjandans klaufa skapur að hafa ekki áritunina. Gleymska í Garðastræti Forsaga máisins var sú, ao áöur en ég gerði ferð mína að heiman til Spánar, gekk ég vestur í Garða stræti til Magnúsar Víglundssonar, ræðismanns, og fékk vegabréfsárit un til Spánar. Eg hafði að vísu á- kveðiö þá að fara til Marokkó, en mér kom ekki til hugar, að ég þyrfti sérstaka áritun þangað — til Spanafríku, sem að vissu leyti er hjarta og hornsteinn í ríki Francós sjálfs. Eg minntist því ekki einu orði á þetta við Magnús. Næst er bezt að kveðja til sögunn ar danskan kuningja, sem situr við hlið mér í langferöabifreið rétt utan við San Sebastian. Við höfum sammælt' ferð okkar til Marokkó og erum að fletta vegabréfum okk- ar. — Þú hefir enga áritun til Mar okkó, segir hann allt i einu. — Nei, svara ég, — þarf ég þess? — Eg er nú hræddur um það, segir hann. — Þú verður að reyna aö fá hana í Madrid. r I . : Heim&ókn í hiÖ háa ráfiimeyti og svo' komum við til Madrid síðla kvöids eftir langa ferð yfir gráa hásléttuna. Morguninn eftir fór ég í betri buxurnar og skundaöi I utanríkisráðuneyti Francós og fann eftír nokkra leit þá deild þess, sem annast eftirlit með útlending- um. Mér var tekið ákaflega blíð- lega. Ungur maður hlustaði með samúöarsvip og vakandi eftirtekt á sorgarsögu mína; að mér hefði láðst að fá áritun til Marokkó á vegabréf mitt, áður en ég fór að heiman, og því virtist nú loku fyr- ir það skoðtið, að ég gæti heimsótt þetta ágæta land, Spanafriku, en mér þætti sem ferð mín til Spánar væri aðeins hálf orðin, ef ég yrði að hætta við það. Eg spurði, hvort ekki væri unnt að bæta úr þessum vanda. Þessi ágæti maður kvaðst allur að vilja gerður að leysa vandræði mín, en því væri ekki aö leyna, að á því væru ýmsir annmarkar. — Skyldi hann samt þegar í stað kanna málið á æð'ri stöðum. Eg fékk mér sæti og beið langa hríð — hálftíma, klukkutíma, tvo tima. Viö og við kom ungi maðurinn til mín og sag'ði, að svariö væri alveg’ að koma. Og svo kom það. Ungi maðurinn sagði, að því miö- ur hefði svo reynzt við nákvæma athugun á æðstu stöðum, að þeir fjórir dagar, sem ég rnundi dvelja í Madrid, væru ekki nægilega lang ur tími til þess aö þrýsta stimplin- um, sem gæfi mér leyfi til að heim- sækja Spanafríku, á auða síðu í vegabréfi mínu. Mér skildist, að þetta væri mikiö verk og þyrí'ti sér í lagi mikinn undibúning, sem erf- itt var að lýsa á ensku. En valmenn ið gaf mér heillaráð, sem hann taldi að leyst gæti allan vanda minn í þessu efni. Hann spurði, hvar ég hyggðist stíga á land í Spanafríku. Eg kvaö fyrsta áfangastað minn þar vera hat'narborg þá, sem Ceuta heitir, andspænis Gíbraltar. Fulltrúinn benti mér á það, að ég mundi geta komizt til þessa fyrirheitna lands, ef ég beitti dálitlum klókindum og hernaðarlist. Galdurinn væri sá að fara fyrst til Tangier, hinnar alþjóð legu heimsborgar í norðvestur- horni Afríku, því að enginn maður í jarðríki þyrfti vegabréfsáritun til þess að stíga þar á land. Þar skyldi ég síðan ganga á fund spænska ræðismannsins og mundi ég fá hjá honum áritun til Marokkó eins og veifað væri hendi. Þaö væri sem sé miklu minna verk þar en hér í ráðuneytinu. Eftir það gæti ég gert innreið mina í Spanafríku meö fullu veldi, og ætti ekki að skipta máU, þótt það yrði á öðrum stað, en upphaflega var ráð fyrir gert. Og Spánverjar hlógu Eg kvaadi pennan fulltrúa hins háa ráðuneytis meö þökkum og brosti og hélt út í borgina. Það var liöið fast að hádegi. Eg fór á fund hins danska ferðafélaga míns og tjáði honum málalok. Síðan sett- umst við á veitingastétt á San Ant- onio til þess að fá okkur kaffi. Með okkur voru tvær miðaldra konur danskar, sem kunningi minn hafði rekizt á. Þarna sat ég drjúga stund í þungum þönkum og hugsaði reik ult ráð mitt. Umhverfis okkur úði og grúði af kátum Spánverjum, er voru að fá sér hressingu áður en þeir fengju sér miðdegisblundinn. Þá tók ég allt í einu eftir því, að Spánverjarnir í kringum okkur voru farnir að benda á okkur og hlæja hátt og innilega eins og krakkar. Eg hélt fyrst, að þeir væru að hlæja að vegabréfsleysi mínu til Spanafríku, en svo sá ég, að dönsku konurnar voru farnar aö reykja vindla eins og heima hjá sér og það fannst Spánverjum að von- um svona mikið grín. Og svo liðu dagarnir. Eg sniglaö- ist súður Spán, skoöaði merkilegar borgir, var á sæluviku í Sevillu og sígaunahátíö í Granada. Eg var nærri búinn aö gleyma vegabréfs- leysi mínu til Spanafríku í gleöi lifsins og alls, sem fyrir bar. Svo kom ég til Algeciras siðla dags. Veðrið var fagurt, Njörvasund blasti við' og það blikaði á skipin, sem sigldu þar í röðum. Handan litla flóans gnæfði Gíbraltarklett- ur með stöllum sínum og syllum, húsum og vígjum, hangandi utan í björgunum. Um kvöldið var hann eins og ljómandi álfaborg að sjá frá Reina Christina, þar sem við íág um undir pálmunum. En vegateréfs leysi er ekki sérlega gott svefn- lyf og ég vakti lengi nætur meö áhyggjum. Hefiríu talað vií tollarana? Um morguninn fór ég aö ræða um þessi vandræði mín við gisti- húsvörðinn. — Hefirðu nokkuö tal að við tollverðina hérna? spurði hann. — Nei, er það ekki alveg gagnslaust? spurði ég. — Ja, þaö eru nú til ýmsar leiðir, sagði hann. — Spánverjar eru ráðagóöir menn, og Sapanafríkumönnum verður sjaldan ráðaleysi að banameini. — Talaðu við tollverðina hérna niðri á bryggjunni. Eg þekki þá, segðu þeim að ég hafi sent þig til þeirra, það sakar ekki að minhast á þetta við þá. Algeciras er pínulítill bær. Þar búa nokkrir fiskimenn og þar er mið- stöð ferjanna, sem ganga yfir sund ið. Og svo er Reina Christina þarna, enskt gistihús í spænskum pálma- lundi, þar sem enskir lordar og am- erískir glænefir ganga um og horfa á Gibraltar. Mér var meinilla við að fara fyrst til Tangier og þaðan inn i Marokkó. Eg var búin að ákveöa það í feröaskrifstofu að fá að fljóta með ákveðnum ferðamanahnóp i langferöabíl frá Tetuan upp í af- skekkt Berba-þorp í Atlasfjöllum. Eg vildi fyrir engan mun missa af þessu tækifæri, því að engar járn- brautir liggja inn i landið, og um þær slóðir eru heldur engar fastar áætlunarferðir með bifreiðum. Tetuan, höfuðborg Spænslta Mar okkós, er drjúgan spöl inni í landi, Berbabændur á ferli í þorpinu Xauen uppi í Atlasfjöllum. Þorp þetta var alveg lokað Evrópumönnum þar til fyrir 20 árum. Þaö stendur utan i brattri fjallshlið, og vatnið er leitt í steinrennum undir húsin. Gíbraltarhöfði rís hömróttur úr sæ, að austan þverhníptur, en að vestan með stúirivrn og syllumi. Þar er byggðin og víghreiðrin að nokkru leyti sprengd inn í bergið. Handan floans, íerrs sér á til vinstri er Algeciras. Þaðan að sjá er Gibraltar eins og skinandi ^ álfaborg með þúsundum Ijósa á kvöldin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.