Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 19
★ JPLABLAÐ TÍMAN5 1957 ★ 19 Jónar Guðmiindssosi, síýrlmaður: VITÍNN Á STRAUMNESI Þennan fagra sautjánda júnímorgun, eins og andríkir menn mundu orða það, var gott að lenda báti við klapp- irnar á Straumnesi. Vita- skipið Hermóður hafði varp- að akkerum skammt frá fandi og þegar var hafizt handa að koma gashylkj- unum fil vitans á lamdi, þó ekki væri enn kominn skrif- stofutími, eins og einhver' orðaði það, þegar ræst var út. Vélbátnum var slakað úr uglum og síðan voru hylkin látin um borö í hann. Þegar þvi var lokiö, var lagt af staö í land. Flestir voru syfjaöir ennþá, þvi skömmu áöur um nóttina var komiö viö á Horn- bjargsvita, meö flutning. Fuglinn i fjörunni íiaug garg- ancli upp, þegar vélbáturinn náig- aðist lanaiö: — Séröu þetta hvita þarna á steininum, sagöi Guöni Valda viö mig: Þaö er svartíugl.. og þetta þarna er greinilega half- biiki, hélt hann áfram og benti á feita æóarkoilu, sem sat a sjónum rétt við bátinn. En mér stökk ekki bros yfir þess- ari gamansömu dýraí'rædi hjá Guðna Vaiua, þvi satt aö segja var skapiö ekki sem bezt ennþá. Hvern ig átti maöur líka aö geta verió í góöu skapi kl. sex aö morgni á sjálfan þjóöhátiöardaginn og eiga í vændum aö fara aö kiungrast meö hundraökilóa gasfiöskur yíir stórgrýtisurö á sjálfum sér.... Nei, þaö var sannarlega ekki nein sér- stök ástæöa til aö vera i góöu skapi nú. Vitinn á Straumnesi stendur á dálitlum tanga, eöa nesi, eins og nafniö bendir til, undir háu fjalli, sem heitir Straumnesíjall. Á algengri sigiingaieiö sýnist fjaran þarna svolítiö grýtt, en þeg- ar í land er komið, sést að hún er meira en svolítiö grýtt, því annað eins samansafn af eggjagrjóti er víst varla til á íslandi og er þá langt til jaínað. — Og þegar tveir menn reyna að díaga hundraökílóa gasflöskur á sjálfum sér upp fjör- una, þá blöskrar manni fyrst þessi einkennilega grjótnáttúra hér í Straumnesi, og maöur hlýtur aö undrast kjark þeirra manna, er á sínum tíma lögðu í aö byg'gja þarna vita, eöa með öðrum oröum töldu ekfci eftir aö bera heilan vita úr sementi á sjálfum sér upp þessa fjöru, þar sem hendur og fætur dugöu ekki samanlagt til gangs, hvað þá til að bera klyfjar. En hvað sem því líður, þá er vitinn þarna, hár og reisulegur. Þý^ingarmikil leiíisögn Straumnesvitinn er afar þýðing- armikill fyrir allar siglingar við austanvert ísafjaröardjúp og enn- fremur sem landtökuviti fyrir tog- arana, því djúpt í norðri liggja ýmis fengsælustu fiskimið togara- flotans, og þegar NA-stórviðrin bresta á > g skipin leita lands, þá er oft g' .c að hafa vita í fjörunni, „sem sýnist svolítiö grýtt“. Það er kannske réttara, aö geta þess hér, vegna þeirra, sem ókunn- ugir eru vitamálum, að flestir ljós- vitar á fslandi brenna gasi, sem flutt er í þá a. m. k. einu sinni á. ári. Vitarnir brenna þó mismiklu af gasi, eftir því hvert ljósmagn beirra er. Gasiö er geymt á sér- stöknm stálhyikjum, eða flöskum, sem tengdar eru við sérstakt leiðslukerl'i í vitanum. Efst í vita- húsinu er sjálf ljösakrónan. Ljósa- krónur þessar eru afar dýrar og vandaðar, því raunar fara gæöi vitans m -st eftir stærð og gæöum hennar. Ljósakrónur þessar eru m. a. búnar einföldum, sjálfvirkum ventlum, sem opna og loka reglu- bundið fyrir gasið, eftir því hvern- ig vitinn á aö leiftra (blikka). Þaö er afar þýöingarmikiö fyrir alla, aö leiftur hinna mörgu einstöku vita séu örugg og alltaf hin sömu, því á þeim ljóseinkennum einum veröur oft aö þekkja þá. Ljósa- krónan, eöa ventlaútbúnaöurinn, opnar og lokar fyrir gasiö, eins og áöur var sagt, en þó logar stanz- laust lítill logi og er hann nefndur vökuloginn. Vökuloginn hefir þaö hlutverk aö kveikja í hinum reglu- bundnu gasskömmtum, sem ventl- arnir skammta. - Ljósabúnaöur þessi eöa kerfi sem hér er lýst, er afar öruggur, en þó einfaldur. Er aö heita má viðburö- ur, ef hann bilar, enda er æskilegt að svo sé. Aðferö þessi er uppfinn- ing sænsks manns, sem lét aö lok- um líf sitt við tilraunir á þessu sviöi. Sami maöur fann einnig upp acSferö til að láta gæzlulausa vita og dufl aðeins sýna ljós í myrkri, en ekki þegar bjart er. Sú aöferö hefir geysilegan eldsneytis- sparnaö í för meö sér, en ekki þyk- ir þó slíkt borga sig hér á landi, þar sem nætur eru bj artar á sumr- um og aagurinn stuttur í skamm- deginu. Þó eru fáeinir íslenzkir vit- ar búnir slíkum Ijóstækjum. Er- lendis er aöferö þessi mikiö notuö, sérstaklega þar, sem ekki eru vita- verðir, sem geta slökkt ljósin yfir hábjartan daginn. Það er m. a. hinum hagkvæma útbúnaði að þakka, að íslenzku vitarnir þurfa mjög litla gæzlu og eru þar af leiöandi ódýrir í rekstri, þar sem ekki þarf sér- stakan mann á hverjum vitastaö. Hinn einfaldi hugkvæmi útbúnaö- ur heldur stöðugan vörö á löngum skammdegisnóttunum í flestum vitum á íslandi. Vökuloginn 'brenn- ur án afláts, svo smár, aö hann sést varla og þegar ventlarnir opna fyrir gasið blossar skært ljósið og sker vetrarmyrkriö mílur til hafs og leiöbeinir þannig sjófarendum framhjá skerjum og landi. Vitaveríir og vitaskip Þó vitarnir séu, eins og áður var sagt, sjálfvirkir, eru þó til öryggis og viöhalds vitaveröir við flesta vita. Varzlan er þó víöast hvar aukastarf manna, sem búa í ná- grenni við vitana. Víða hagab' svo til, aö vitar standa nærri sveita- bæjum og er þá bóndinn á bænum oft vitavörður. Sumar þessar jarð- ir eru í eigu Vitasjóös og er vita- gæzlan þar ábúöarkvöð. Sumir vita veröir annast einnig ýmsa aöra þjónustu fyrir sjófarendur, svo sem veðurathuganir og radíóvita. Afskekktustu vitana, þar á meö- al skerjavitana, annast vitaskipið „Hermóður“ eingöngu. Meðal þeirra vita, sem vitaskipið „Hermóöur“ annast, er Straumnes- vitinn. Bæði er hann mjög af- skekktur og auk þess er tíðum mjög erfitt að lenda þar í fjörunni, vegna brims og sjógangs. Kemur hinn sjálfvirki öruggi útbúnaöur sér því vel þar, eins og annars stað ar, þar sem erfiöleikar eru á reglu- bundinni gæzlu. Hægt er aö lenda báti við Straumnes á tveim stöðum: að austanverðu og vestanverðu við nesiö. Á báðum stööum er lent við klöpp og raunar er hvorugur stað- urinn svo sem nein lending, því ekkert má vera aö veðri, til að ó- fært sé. Við lentum að austanverðu í þetta skipti, því dálitla SV undir- öldu lagöi upp á nesiö, en við klöppina var sem sagt ládautt. Rétt áður en við komum að, lét Ólafur stýrimaður henda út drekanum og hélt við á honum, unz stefni báts- ins kenndi létt við klöppina. Ólaf- ur er búinn aö vera í vitaflutning- um árum saman og kann vel tök- Greinarhöfundur, Jónas Guömundsson, stýrimaður. (Ljósm. Garðar Páisson). Skipstjórinn Guðni Thorlacius

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.