Tíminn - 24.12.1957, Side 36

Tíminn - 24.12.1957, Side 36
36 ★ JÓLABLAÐ' TÍMANB 1957 ★ *# «# ^ '&jff VÖTTUR eítir Aðalbjörn Úlfarsson frd Vattarnesi Fornar sögur frd því segja að fyrstur hafi reist sér bú Yöttur karl á Vattarnesi og vann þar að með tryggð og trú. Byggð hann reisti bjó með sóma bcerinn stóð við rætur fjalls, rausn var líka á reyndum bónda, ráðin hafði hann til alls. Búslóð átti bóndinn stóra bceði knár til sjós og lands fram við haf ið vildi hann vera, var og góður bátur hans. Skemmtun var það mannsins mesta, að mega róa um víðan sjó. Þá var engin þröng á miðmn, þar var hann í kyrrð og ró. Vöttur átti vini marga, vil ég nefna Skrúðsbóndann. I Skrúðum bjó hann skörulega, skrautlegur var allúr hann. Þar átti hann sjálegt setur sem var prýtt ,á alla lund. Þangað bauð hann vini Vetti, voru þeir kátir hverja stund. Drukku þeir fast, en dólgur sveri draugabrögðin notar þar. Leiðir hann Vött í Ijósa sali, þar lagleg hvíla búin var. En þegar Vöttur þurfti að sofa, þá kom hann ei blundi á brá. Ægilegt sverð er upp hann Utur, yfir honum hangir þá. Skrúðsbóndinn fljótt blundi bregður býður Vetti góðan dag, síða-n hvernig sofið hafi, segðu mér allt um þinn hag. Vöttur segir vini shvum vandrceðin er ekkert bidl. „Ekki skal þig elsku vinur oftar hrceða dordingull.“ Seinna Vöttur vini sínum ve.izlu hélt með bros um fés. Skrúðsbóndinn kom á skipwn fínum, skriðu þau drjúgt í Vattarnes. Vöttu-r kom með klukku eina Klukkusker fékk nafn sitt þá. Henni þar til heilla bónda, hringir hann svo heyra má. A Kolfreyjustað bjó kerling mikil Kolfreyja hún nafnið bar, mikil var hún vina- Vattar, veizlur þó hún héldi ei þar. Mikil var hún fynrferðar, fingrasver og öll svo stór. Hjá henni var Vöttur vinur, vceskill einn og sýndist mjór. Einu sinni er hann réri út á sjó, en tólf voru á. Gerir á þá voða veður, vildi karlinn landi ná. Veðurharkan var svo mikil að runnið gátu þeir ei hót. Það var líka alveg eins og að þeir væru að berja grjót. Ut á haf þeir augum líta áfram sjá þeir bruna um mar, skip er áfram skríður drjúgum, skal vel mannað fa-rið það. Kolfreyja er kerling þetta, að koma úr róðri og að þeim fer. „Róið“, sagði hún, „róið karlar róið í kjolfarið hjá mér“. Ein á báti er hún þarna, ekki ?nunaði hana- neitt þehn að hjálpa úr þessum vanda, þó var hún samt orðin sveitt. Þetta vildi Vöttur launa vinu sinni og sendi því þrjátíu álna þykktar vaðmál, það á að fara vettlinga í. Kolfreyja sendi kveðju Vetti „Kort er efnið vinur minn. Það vantar í þimlana alla því ég set tvo á vettlinginn.“ Brá hann við sá bóndi snari, bcetir fimmtán áhvum við. Þá er hún Uka ánægð orðin, er þá laúnað hennar lið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.