Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 2
 ★ JDLABLAÐ TÍMAN5 1 ^ 3 / / Sigurður Olason, lögfræðingur Úr sögu handritamálsins agnússonar i. Nokkur hreyfing er nú korain á handritamálið á ný, eftir að hafa að mestu legið niðri um nokkurt árabil. Er nú svo að sjá, sem ný sókn sé hafin af íslendinga hendi, jafnvel í fremstu víglínu, sbr. á- lyktanir Alþingis frá í fyrravetur. Ekki hefir þó staðið á Dönum, eða hinni gömlu klíku háskólamanna þar, að sýna íslendingum vigtenn- urnar sem fyrr í þessu máli, svo sem hin illvíga grein dr. Holst Christensens háskólalektors ekki fyrir löngu er ljóst dæmi um, sbr. grein Andr. Warbergs málflm. og loks Starcke ráðherra, sem jafn- vel lætur liggja að því, að Danir kunni eða geti selt handritin úr landi. Það er sýnt, að Danir þykj- ast enn sem fyrr standa báðum fótum í jötu í máli þessu, þeirra sé eignarrétturinn að handritun- um, auk þess sem það sé þeim að þakka, að verðmætum þessum var bjargað frá glötun og eyðilegg- ingu. Kröfur íslendinga séu því „óþolandi nöldur“, sem nú verði að kveða niöur „eitt skipti fyrir öll“ eins og það er orðað í grein dr. H. Chr. Má af þessu marka, sem reyndar vitað er, að enn eru sterk öfl, bæði í Danmörku og einn- ig utan, sem vinna gegn íslend- ingum í málinu, bótt mörgum hér heima láti sér gjarnan í bjartsýni sinni sjást yfir þá staðreynd. Og ekki verður séð, að nein breyting hafi orðið á afstöðu Dana eða danskra stjórnarvalda, né yfirleitt nein ný viðhorf hafi skapazt ASalhöfundur „erfðaskrárinnar" Hans Gram í málinu, sízt íslendingum í vil. Er því enn á brattann að sækja fyrir okkur íslendinga, ef máli þessu á nokkuð að þoka í áttina, og á það sennilega ennþá langt í land. Nú er að vísu margsýnt fram á,að jafnvel þótt það væri rétt, að hinn formleQi eignarréttur . að handrit- unum tilheyrði Dönum, þá væri þeim allt að einu skylt, lagalega og þjóðréttarlega, og því fremur siðferðilega, að skila handritunum til íslands aftur. Þau urðu innlyksa í Danmörku vegna þess eins, að Kaupmannahöfn var á þeim tíma höfuðborg beggja landanna og að- al stjórnar- og menntasetur, kon- ungdæmið og konungsbókhlaðan jafnframt íslenzkar stofnanir, Kaupmannahafnarháskóli háskóli íslands o. s. frv., og vitað og viðurkennt að þessir aðilar kom- ust yfir handritin í þeirri aðstöðu, og sumpart fyrir valdboð. Það er og alrangt, að Danir hafi bjargað handritunum frá tortímingu, þvert á móti fórust feiknin öll af íslenzk- um handritum og skjölum í með- förum Dana, bæði sukku i sjó og brunnu, sem kunnugt er, og verð- ur það tjón íslenzkri og norrænni menningu aldrei bœtt. Nú sem ís- lan.d er laust úr ríkistengslum við Danmörku ber okkur ótvirœður Undarlegur arfleiðslugjörningur. Er eignarhald Hafnarháskóla að hand- riíunum ólöglegt? Hefir háskólinn náð þeim undir sig með óheiðarlegum lagalegur réttur til þess að fá hand rit okkar og forngripi út úr búskiptunum við Dani og danska konungsdæmið. Eru öll þessi rök íslendinga svo kunn og alþekkt, a. m. k. hérlendis, að á- stæðulaust er að rekja þau frekar hér. , jJ Það er þannig ekki „eignarrétt- urinn“ einn í þrengri merkingu, sem allt veltur á í þessu máli. Auk þess er það mjög í óvissu, hvernig þeim rétti er háttað, og margar skoðanir uppi í því efni. Ekki fyrir löngu hefir t. d. danskur prófess- or dr. Alf Ross komiö fram með (í Ugeskr. f. Retsvæsen 11.5. ’57) alimerkilega kenningu, sem getið hefir verið um í blöðum hér. Hann viðurkennir að eignarréttur Hafn- arháskóla sé hœpinn, þótt rök hans séu að öðru leyti nokkuð tor- skilin. Ég ætla mér ekki hér að fara að ræða eða skýra eignar- réttarhlið handritamálsins. Það er eftirlátið öðrum, sem betur kunna. Hinsvegar væri ekki úr vegi, að rifja upp lauslega hvernig þessi „eignarréttur“, eða hvað það á að kallast, hefir orðið til upphaflega, og livernig á því stendur, að fiand- ritin, einkum skjala- og handrita- safn Árna Magnússonar, lentu þar, sem þeim hefir verið haldið síðan allt fram á þennan dag. Mætti það e. t. v. verða til þess, að gerð yrði ýtarlegri gangskör aö því, að rann- saka og skýra upphaf og sögu hand ritamálsins, af einhverjum þeim sem lærdóm hefði, sagnfræðileg gögn og aðrar aðstæður. Slík rann- sókn hefir enn engin fram farið, svo ég viti, a. m. k. ekki hvað snertir hina undarlegu arfleiðslu Árna Magnússanar á safni sinu til Kaupmannahafnarháskóla, og má það nokkurri furðu gegna, svo mikið sem annars hefir verið um mál þetta ritað. II. Árni Magnússon dó í Kaup- mannahöfn árið 1730. Hefir jafnan verið talið, að hann hafi með sér- stakri arfleiðsluskrá gefið Kaup- mannahafnarháskóla allt bóka-, handrita- og skjalasafn sitt, sem orðið var eitt hið mesta og fræg- asta safn sinnar tegundar i öllum heimi. Er „eignarréttur" Dana, (háskólans) að hinum íslenzku handritum fyrst og fremst byggð- ur á þessum „löggerningi". Aðal- efni arfleiðsluskrárinnar var þetta: 1. Allt skjala-, handrita- og bóka safn Árna .Magnússonar afhend- ist Kaupmannahafnarháskóla til óskoraðrar eignar, án fyrir- hætti ? Árni Magnússon vara eða fyrinnæla af neinu tagi. 2. Af eignunum að öðru leyti, sem voru allmiklar, skyldi að litlu fráteknu stofna sjóð (Legat), sem að nokkru (óákveðnu) leyti stæði i sambandi við skjalasafnið, og var tilteknum mönnum frá háskólanum falið að gera stofnskrá og aðrar ráð- stafanir um sjóðinn að mestu eftir eigin vild og geðþótta. 3. Ekkja Árna Magnússonar skyldi fá einhverjar vaxtagreiðslur til að lifa af, sem ætti að vera „vorkunnarlaust með nokkurri sparsemi“, eins og komizt er að orði í arfleiðsluskránni. 4. Skiptaforstjórar skyldu vera tveir menn . frá háskólanum, Bartholin og Gram, og var þeim heimilað að breyta skránni síð- ar að eigin vild. 5. Fyrri arfieiðsluskrá skyldi ógild vera („aldeeles til intet gjört“). Plagg þetta er samið af fyrr- greindum Th. Bartholin etazráð og Hans Gram, justizráð og háskóla- rektor, eftir að Árni Magnússon er orðin dauðvona, og undirritað í andlátinu, sbr. hér á eftir. Stofn- skráin er síðan ekki gerð fyrr en áratugum síðar, og er sjóðurinn þar kenndur við sögu „Dana og Norð- manna“, en íslands að engu getið né íslenzkrar sögu. Frumrit „erfða- skrárinnar" hefir aldrei fyrirfund- izt, síðan er það var „undirritað“. Eins og ég gat um áðan hefir engin sérstök athugun farið fram á því nánar, hvernig arfleiðslugern ingi þessum hafi verið háttað, hvernig til hans stofnað og við hvaða aðstæður, né heldur hefir verið reynt að skýra hin ýmsu á- kvæöi hans. Hefir það þó verið orð- að áður, að e. t. v. væri ekki allt með felldu um þessa arfleiðslu, sérstaklega með tilliti til þess, að frumrit erfðaskrárinnar liggur ejcki fyrir. Ég mun í grein þessari rekja það í stórum dráttum, sem telja má upplýst um þetta, eftir þeim gögnum, sem hér eru tiltæk, þ. á m. sérstaklega bók Árna Magn ússonar-stof nunarinnar sj álf rar, (Finnur Jónsson: Á.M. Levned og Skrifter, I—II), og draga af þeim heimiidum þær ályktanir og til- gátur, sem hendi eru næstar um þennan furðulega arfíeiðslugern- ing. Er bessi hlið málsins vel þess virði, að henni sé gaumur gefinn, og nokkurs um vert, aö almenning- ur fái aðstöðu til þess að vita, eða a. m. k. geta sér með nokkrum líkindum til um hið rétta og upp- haflega samhengi þessara hluta, þótt hér verði að sjálfsögðu ekki um neina sagnfræði- eða vísinda- lega rannsókn að ræða. III. Vissulega er arfleiðsluskrá Árna Magnússonar um marga hluti furðuleg. íslendingum hefir t. d. alltaf þótt undarlegt, að hann skyldi ekki með einhverjum hætti tilemka íslandi safn sitt, eða a. m. k. gera einhvern fyrirvara í þá Þessi mynd er af opnu í Fiateyjarbók, einum mesta dýrgrip íslenzkra handrita í dönskum söfnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.