Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 20
★ JDLABLAÐ TÍMANS 1957 ★ 20 in á því að lenda bátum í fjöru við alls konar skilyrði. Þegar báturinn snerti klettinn, stökk einhver upp með frambandið og hélt bátnum að, meðan menn gengu á land. Við Ólafur vorum kyrrir í bátnum og hjálpuðumst við að binda kaðal- spotta í gashylkin. Er búið var að binda, var hylkinu varpað útbyrð- is og þá höluðu ótal hendur það upp á klöppina. Þegar siðasta hylkið lá á klöppinni, bundum við bátinn. Hylkin Nú var skipt liði. Guðni skip- stjóri og Ólafur stýrimaður héldu strax upp að vita, til að tengja tómu gashylkin frá, eins og sagt er. Guðni Thorlacius skipstjóri hef ir verið skipstjóri á vitaskipinu „Herrríó'ði“ í mörg ár. Hann var einnig stýrimaður og skipstjóri á gamla „Hermóði“, svo hann er far- inn að kunna sig í vitaflutningun- um. Guðni er mesti dugnaöarfork- ur til allra verka og telur ekki eft- ir sér að ganga í hvaða verk sem er, ef því er að skipta. Guðni og Ólafur fóru strax á stað upp að vita, en við hinir sex fórum að mæla gashylkin með augunum, svona rétt eins og við ættum von á því, að. þau drægju sig upp urðina sjálf í þetta skipti. Ég átti að draga með Guðna Valda og við fórum að fara úr peysunum, því peysur eru nefni- lega óþarfar i hylkjadrætti á Straumnesi. Er við höfðum horft fjandsamlega á hylkin um stund, hnýttum við hylkj abandinu í fyrsta hylkið. Hylkjaband er ca. 4 faöma langur kaðalspotti og er notað til að draga hylkin. Hylkjaböndin eru um borð í „Hermóði“ oft nefnd aktygin, svona í hálfkæringi. Bönd unum er bundið í sérstaka höldu, sem er á stút hylkisins, þannig að tveir jafnlangir endar séu til að draga á. — Jæja drengir, hvernig lízt ykkur á hann? sagði Siggi Magg og glotti. Siggi Magg, eða Sigurður Magnússon, er búinn að vera jafn- lengi á trHermóði“ og Guðni skip- stjóri. Hann ætti því að vera far- inn að þekkja þetta starf. Áður en hann gerðist dráttardýr hjá Vita- stjóminni, eins og hann orðar það í gamni, var hann á ýmsum fiski- skipum. Það gekk í fyrstu sæmilega að draga hylkin, þótt erfitt væri að fóta sig á slýjuðum klettunum í fjörunni. Víða voru grænir, fúlir vatnspyttir á leiðinni, sem þurfti að krækja fyrir, svo og djúpar sprungur. Maður fór jafnvel að hlakka til að komast í urðina fyrir ofan, þar sem ekki var jafn sleipt. Von bráðar fóru sígarettureyking- ar og hóglífi að segj a til sín. Guðni Valda var ódrepandi og þolinmóð- ur við þennan útlifaða hjassa, sem forsjópin hafði sent honum í hylkjadráttinn, og var sífellt með gaman á lofti. Hinum gekk vel, eftir því sem efni stóðu til, enda vanir svona nokkru, því þeir höfðu í mörg ár talizt til „dráttardýra Vitastjórnarinnar". Annars er hylkjadrátturinn með því alversta hér á Straumnesi. Kannske má segja, að hvergi sé gott að þurfa að draga hylkin, en hvað skal gera? Þegar okkur hafði við illan leilt tekizt að draga síðasta hylkið upp að vitanum og þau lágu fyrir framan dyrnar, hlið við hlið, eins og sigraðir óvinir í kistulagningu, var aktygjastreðinu þó ekki með öllu lokið, því um veturinn hafði varðskip látið í land innmeð hlið- inni tvö gashylki, sem ekki þurfti þó að nota. Þessi hylki urðum við nú að sækja. Því miður var ekki hægt að sækja þau á báti, svo ekki var um annað að gera en draga þau út að vita. Skipsflak og gömul saga Hylki þessi lágu eins og áður er sagt innmeð hlíðinni, þar sem ligg- ur i fjörunni flak af skipi. Skips- flak þetta er að vísu illa farið, en þó sést vel, að þetta var einu sinni fagurt skip. Reyndar er þó óskilj- anlegt, að það skuli ekki vera löngu horfið saman við urðina undan átökum brimsins, en það hefir verið óvenju sterkbyggt skip og vandað. Ennþá, eftir að hafa legið í fjörunni í slétt fjörutíu ár, má meira að segja lesa nafn þess á kinnungnum: „Goðafoss“ stend- ur þar máðum en vel læsilegum stöf um. Hann strandaði þarna í dimm- viðri árið 1916, eða aðeins eins árs gamall. Þá var enginn viti kominn á Straumnes, því hann var ekki byggður fyrr en sex árum síðar. Þegar við komum að flakinu, fundum við fljótlega hylkin, þar sem þau höföu legið síðan í vetur. Við stóðum í fjörunni og horfðum hljóöir á flakið, þar sem það lá í urðinni, brotið og laskað. Það er eitthvað dapurlegt við skipsflök á eyðiströnd, eitthvað raunalegt, sem engin orð lýsa; og við lásum nafnið á kinnungnum ennþá einu sinni, áður en við héld- um af stað með hylkin: „Goðafoss“. — Kannske fer það í vetur, sagði einhver, en enginn svaraði.... Já, í vetur, eða einhvern tíma seinna. Víst var það, að lokum sjást þess engin merki, að hér hafi strandaö fagurt skip fátækrar þjóðar árið 1916. Ég ætla ekki að þreyta neinn með langri lýsingu á því, hvernig er að draga gashylki innanfrá Goðafossi og út að Straumnesvita, gegnum brattar grjótskriðurnar. Að vísu vorum við nú þrír um hvert hylki, en ekki veitti <af, því erfitt er að fóta sig þarna til sam- stilltra átaka. Og þegar við kom- um á grastorfuna, sem er efst á nesinu, áðum við í siðasta sinn við lítinn læk, eða nánast sagt- fleygð- um frá okkur hylkjaböndunum og réðumst eins og eyðimerkurfarar á lækinn og svolgruðum í okkur ískalt bergvatnið, síðan drógum við hylkin siðasta spölinn að vit- anum i einum áfanga og brjóstin gengu upp ög niður af mæði. Leyndarmál vitans Þeir í vitanum höfðu ekki verið iðjulausir, meðan við lékum þarf- ast-a þjóninn í urðinni. Búið var að spegilfægja ljósakrónuna og ljös- húsið. Það hafði verið illa útleikið', því vitinn hafði sótað sig um vet- urinn. Upphófust nú andríkar umræður um þetta nýja leyndar- mál vitans: Hvernig hann hefði faf.ið að því að sóta sig. Flestir hölluðust að þeirri skoöun, aö vökuloginn hefði verið of stór, en aðrir kenndu um dragsúg og þak- leka. Ég blandaði mér ekki í þess- ar umræður, því ég hafði ekki þá hina minnstu hugmynd um, live ísmeygilegir vitarnir geta verið, ef sá gáliinn er á þeim. Jafnvel þó einfaldir séu, geta smáatriði kom- ið í koll. Það er ljóst, að nauðsyn- legt er, að vitarnir séu sem bezt úr garði gerðir fyrir veturinn, sér- staklega vitar eins og Straumnes- vitinn, þvi vikur geta liðið svo, að ekki sé hægt að komast til við- gerðar, ef eitthvað fer úr lagi .... Já, ein smá yfirsjón getur eyðilagt allt og jafnvel kostað ægilegustu sjóslys i versta tilfelli. Þegar búið var að koma tómu hylkjunum niður á klöppina, gát- um við dregið andann léttara og litið tilveruna betra auga. Og nú sýndist manni umhverfið, þ. e grjótið, bara vinalegt, og maöur steinhætti að hugsa um að segja upp atvinnunni. Meðan við gengum saman niður fjöruna, reyndi ég að láta rnér detta i hug einhvern utbúnað, sem gæti komið í stað manna, til að draga hylkin, en mér datt ekkert sniðugt í hug. Þetta var svo óskap- lega grýtt. Samt gat ég ekki stillt mig um að færa þetta í tal viö strákana, en þeir hlógu bara og sögðu, að allir nýir, sem kæmu á „Hermóð“ reyndu að gerast upp- finningamenn í fyrstu, en svo vend ust þeir aktygjunum og gleymdu öllum sniðugu hugmyndunum.... Já, satt var það; svo má illu venj- ast, að gott þyki. Ljósií Iogar Nú var aftur komið ijós í Straum nesvita. Eldurinn, sem tendraður var 17. júní myndi loga þar tix næsta sumar, ef allt gengi samkv. áætlun. Það myndi smella lágt í ventlunum fjórðu hverja sekúndu í heilt ár. Já, í heilt ár myndi hann án mannlegrar umsjónar senda hvíta ljósfingur milur til hafs. Fuglinn í fjörunni flaug garg'- andi upp, þegar Ólafur stýrimaö- ur setti' vélina í bátnum í gang. 10 sveittir menn, snöggklæddir meö peysuna undir hendinni stóðu í hnapp og reyndu að grilla vitaljós- ið í birtunni. Jú, það sást jafnvel í björtu svona nærri. Hann ætlar að jafna sig á þessu, sagði einhver og menn kinkuðu kolli. Þegar báturinn kom út að skip- inu, horfði margur angurvært á Framhald á siðu 23. liermóður vi3 festar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.