Tíminn - 24.12.1957, Page 25

Tíminn - 24.12.1957, Page 25
hjartaaðgerðina ekki nóg með það, fenginn hafði verið kvikmyndatökusnillingur frá Paris til þess að kvikmynda þessa nýju, merkilegu aðferð, svo aðrir læknar gætu lært og notað. Hófst svo aðgerðin, er gekk ágætlega. Hresstist litla stúlkan fljótt og hélt heim með pabba og mömmu, albata að skömmum tíma liðnum. En nú kem ég að kjarna frásagn- ar minnar, og hefi m. a. af þeim ástæðum verið Iangorður um þessa hjartaaðgerð, svo að glögglega kæmi i Ijós aðstöðumunurinn hjá nútíma hjartaskurðlækni, og lækn inum þýzka, er fyrstur geröi hjarta uppskurð fyrir rúmum 60 árum, Dr. Rehn, yfirlæknir við Bæjar- spítalann i Frankfurt am Main. En þar dvaldi ég um skeið í sumar og heyrði þá sögu þá, er nú skal skýrt frá. □ Mér finnst það ekki liggja utan við ramma þessarar greinar, þótt í fáum dráttum sé minnst á borg þessa. Hún er ein af stórborgum Þýzkalands, ein mesta verzlunar- borg og miðstöð vestur-þýzka flug- kerfisins, bæöi innanlands og til allra nærliggjandi landa. Fyrsta byggð hófst þar á fyrstu öld eftir Kristburð, en er nú milljónaborg; veriö óháð um aldaraðir, verið að- setur stórkónga eins og Karla- magnúsar, og verið gjörsigruð af Moltke gamla og Bismark árið 1866 og lögð undir Prússa. Mun hið suðræna blóð þeirra Frankfurtar- manna hafa valdið því, aö borgar- búar studdu Austurríkismenn gegn Prússum. Nokkrum árum síðar skeði sá atburður, að á kunnasta hóteli borgarinnar var friður sam- inn milli Frakklands og Þýzka- lands. Nánar tiltekið árið 1871. í síðari heimsstyrjöldinni var borg þessi fyrir mjög miklum skemmd- um vegna þess, að þar voru geymd- ar miklar olíubirgðir og auk þess fjölmargar verksmiðjur, er fram- leiddu hergögn. Allt er nú þetta breytt til mikilla bóta. Þarna á þessum slóðum eru aðalbækistöðvar hins svonefnda hernáms Vesturveldanna. Á fyrstu árunum eftir styrjöldina, meðan Þjóðverjar voru lítils megnugir, tálguðu þeir til sín dollara, vörur, styrki, lán á vörum og lán til bygg- inga. Þáðu heil hressingarhæli, '•‘■vkrahús, hótel og ég veit ekki hvað, og lifðu í sátt og samlyndi við hernámsþjóðirnar, eins og ekkeri hefði ískorizt. Og þeir, sem sáu borgina Frankfurt skömmu eftir styrjaldarlokin, munu minnast þess hversu mjög þessi fyrrverandi fagra borg líktist einna helzt ný- runnu eldhrauni og engu öðru. Nú er þetta allt breytt og eins og þar stendur „sjá, allt er orðið nýtt“. 05, kvöldiö, sem ég kom til Frankfurt, stefndi ég göngu minni til mikillar nýbyggingar, sjúkrahúss á þeim stað, er hinn litli spítali Dr. Rehns, hafði fyrrum staðið. Þaö var stutt- ur spölur frá hótelinu, sem ég bjó á, til sjúkrahússins. Ég átti von á að hitta þar gamlan starfsbróðir frá námsárum mínum í Vínarborg, eftirmann Dr. Rehns. Það var dá- lítið farið að skyggja, blærinn hlýr og gaman aö veita því athygli, hvernig turnar og stórbyggingar borgarinnar mörkuðust skýrt við kvöldloftiö. „Loft er kyrrt, ei kvikar grein á baðmi“, og svo var þetta kvöld. Ég hélt yfir eina af brúnum, er liggja yfir ána, en einmitt undir henni gerðist atburður sá, er var tilefni til hj artauppskuröar Dr. Rehns, en brú þessi liggur í næsta nágrenni við hið gamla sjúkrahús. Inni á skrifstofu vinar míns var um margt spjallað, m. a. gat prófessorihn þess, að hann væri nýkominn frá læknafundi í Genf og hvar heldur þú, aö ég hafi búið? spurði hann. Á hótel „Beau Rivage“ og á her- bergi nr. 17, en þar bjó Elísabet keisarafrú frá Austurríki, er morð- ingi stakk hana í hjartastað, pg svo bætti hann við: Hefði Dr. Rehn verið þar nærstaddur, hefði hon- um máske tekist að bjarga lífi þessarar heimskunnu konu, því nokkru áður hafði honum fyrstum manna tekist að bjarga lífi ungs manns í Frankfurt, sem stunginn var hníf i hjartað. Sú saga er mjög merkileg, einkum fyrir þá sök, að lítt reyndur læknir við frekar erf- iðar kringumstæður, réðist í jafn glæfralegt tiltæki, sem engum hafði tekist, né þorað að ráðast í, a.m. af þeim ástæðum, að sú var trú manna aö ef mannshjartað væri snert eða stöðvað „eitt syndar augnablik“, eins og þar stendur, þá væri dauö- inn vís. Og hér kemur sagan, eins og ég ritaöi hana niður um nótt- ina: Hrefna litia Atburður þessi skeði 5. septem- ber árið 1896. Ungur maður sat inni á veitingahúsi í Frankfurt og lenti í orðasennu við konu nokkra. Bæði voru ör af víni og féllu orð þeirra á millum ógætilega. Endaði þetta orðaskak með því, að ungi maöur- inn stóð snúðugt upp og gaf kon- unni kinnhest. Að því loknu snar- aðist hann út í náttmyrkriö. Úti i horni á veitingakránni sat maöur nokkur og einnig mikið við öl, og elti hann kjaftshöggvarann beint út í rigninguna og myrkrið, og hófst þar hinn mesti eltingarleik- ur um götur borgarinnar, og að lokum niður að ánni Main. Þar liggur opið svæði, sem er bæði leik völlur barna og hvíldarstaður þreyttum vegfarendum, og nefnist enn þann dag í dag Nizza, en að nokkru hverfur þetta svæði inn- undir aðalbrú, er tengir austur- og vesturhluta borgarinnar. Og í von um að geta forðast mann þann, er á eftir hljóp, hraðaði pilturinn sér innundir brúna, en varð fótaskort- ur og féll örmagna niður, Atburð- ir gerðust nú með miklum hraða, því að sá, er á eftir hljóp, náði unga manninum og stakk rýting í brjóst hans. Skal nú fljótt yfir sögu fara. Ungi maðurinn fannst þarna nokkru síðar í blóði sínu meövit- undarlaus. Var hann tafarlaust fluttur á bæjarsjúkrahúsið, sem bæði var lítið og illa útbúið tækj- mn, og við þessi vandræði bættist svo það, að yfirlæknirinn, Dr. Rehn var ekki heima og ekki væntanleg- ur heim fyrr en daginn eftir. Að- stoðarlæknirinn var ungur og ó- reyndur og vissi ekki sitt rjúkandi ráö. Hann rannsakaði særða mann inn vel og gaumgæfilega. Fór m. a. með sárakanna inn í sárið, og fánn, að það lá inn að hjartanu og að öllum líkindum inn í það sjálft, og voru þá örlög mannsins örugglega afráðin. Hann hafði aldrei heyrt þess getið, að læknar hefðu fram- ið hjartaaðgerðir, en liins vegar minntist hann ummæla próf. Bill- roths í Vínarborg, senr frægastur var allra lækna sem skurðlæknir: „Að svo mikil fifldirfska væru að- gerðir á hjarta, að hegna bæri sliku tiltæki". Og hinum frægu um mælum Ovids var hann eihnig kunnugur: „Aö hjartasár séu allt- af banvæn og munu svo vera til enda veraldar“. Dr. Siegel, en svo hét aðstoðar- læknirinn, beið rólegur þar til yf- irlæknirinn kom heim að kvöldi næsta dags. Sá særði, Justus að nafni, lá stöðugt meðvitundarlaus og dró auðsjáanlega heldur af honum, en samt tórði hann, en segja mátti, að líf hans væri sem blaktandi skar, nábleikur, og slag- æðin vart finnanleg.Aðstoðarlækn- irinn ritaði nákvæmlega niður hjá sér allt, sem skipti máli um sjúkl- inginn, m. a. það, aö svonefnd hjartadeyfa hafði aukist til muna og benti til þess, að vökvi, og þá blóð, hefði fyllt brjóstholið, svo Husfeldt prófessor HjarfaaSgerð

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.