Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 26

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 26
26 ★ J □ LAS LAÐ TÍMANB 1957 ★ ekki væri um að villast, að stöðugt blæddi inn í það. Þetta bar þess ör- uggt vitni, að stöðugt blæddi frá stungunni í hjartavöðvanum, og af þessu leiddi það, að hjartslátt- urinn varð stöðugt hraðari og veikari, eins og venjan er, þegar um innri blæðingar er að ræða, sem ekki hefir tekist að stöðva. Auk þess lá maðurinn í djúpu með- vitundarleysi, og hafði aldrei eitt augnablik rankað við sér né getað tekið til sín næringu. □ Við nákvæma rannsókn, sem Dr. Rehn framkvæmdi strax og hann kom heim, komst hann nákvæm- lega að sömu niðurstöðu og aðstoð- arlæknirinn: að hnífur tilræðis- mannsins hefði gengið inn í hjarta vöðvann, og þess vegna hefði blætt inn í hjartapokann og þaðan inn í brjóstholið, og vitanlega dauðinn vís ef ekki væri að gert. En myndi það breyta útkomu þessa sorgarleiks, þótt hann færi að framkvæma aðgerð, er enginn hingað til hefði getað framkvæmt með árangri og teldist máske til hegningarverðrar aðgerðar ef illa tiltækist? Dr. Rehn hafði lesið um nokkrar skurðaðgerðir, er gerðar höfðu verið á dýrum og mönnum á þessu sviði og allar misheppnast. Einni öld áður en þessi atburður gerðist, hafði líflæknir Napoleons keisara skorið inn að hjarta manns nokkurs, er gert hafði tilraun til sjálfsmorðs, með því að stinga hníf inn í hjartað. Læknir Napoleons skar inn að hjarta mannsins og komst bæði in í gegnum brjósthol- ið og í gegnum hjartapokann inn að hjartanu og sá stunguna, sem blæddi úr, en brast kjark til að framkvæma frekari aðgerðir og maðurinn lézt af blóðmissi. Þegar hér var komið frásögn, þagnaði frásögumaðurinn minn augnablik og segir svo: „Það kom eins og leift ur yfir Dr. Rehn að gera bæri þessa aðgerð án tafar og án tillits til þess hvernig fara myndi“. Hann sagði löngu seinna, að það, sem stutt hefði þessa ákvörðun, ef þá eitthvað hefði stutt hana sérstak- lega, væri það, að dýralæknir einn í Rómaborg, sem hann þekkti, hefði skorið upp kanínu, stöðvað hjarta hennar augnablik og komið því svo snarlega í gang aftur og því skyldi ekki það sama ske með mannshjartað? Skyndi bjartsýni, sem í sögu skurðlækninga, mun vart eiga sér dæmi, og hálftíma síðar lá hinn ungi, særði maður á skurðborðinu og Dr. Rehn og læknar hans við hlið hans. Skurðstofa sú, er Dr. Rehn not- aði, var lítið herbergi og útbúnað- ur allur fábrotinn og einfaldur, miðað við skurðstofur nútímans. Sáraumbúðir voru þó soðnar, það hafði próf. Bergmann í Berlín kennt læknum um heim allan. Eng ir gúmmíhanzkar, sem læknar nú nota við allar aðgerðir, þekktust þá. Læknar notuðu sem sé berar hendurnar, sem vitanlega ollu mik illi áhættu hvað sárasýkingu snerti. Svæft var með ether, eða blöndu af ether og klóroformi, og engir sérfræðingar á því sviði, eins og nú eru notaðir við allar stærri skurðaðgerðir. Tvo lækna hafði doktorinn sér til aðstoðar, annar svæfði en hinn aðstoðaði við sjálfa skurðaðgerðina. Um þetta, eða samanburð á að- stöðu Dr. Rehns, og nútíma snilling á þessu sviði, þarf ekki að rita langt mál. Hitt er svo annað mál, að svo virðist oft, sem að orsakir mikilla viðburða í sögu mannkyns- ins fyrr og síðar, byggist á skyndi- hugsunum, sem koma eins og eld- ing í huga manna og framkvæmast venjulegast. Því aðrir fá ekki boð- in. Svo dæmi séu tekin úr læknis- fræðinni, var það þannig með Dr. Rehn, eins og fyrr greinir, Dr. Fors- mann, Sauerbruch og fleiri, svo segir Grímur: „Af því flýtur auðnu brestur, öllum sem ei trúa vilja. Ósýnilegur oss að gestur, innan vorra situr þilja.. Þyiur sá ei langan lestur, en lætur sína meining skilja. En ef ekkert á oss bítur, engill fer og lánið þrýtur“. Dr. Rehn hafði eins og svo marg- ir miklir rnenn, fyrr og síðar, blust að rétt. Um þessa skyndiákvörðun sagði Dr. Rehn síðar á læknafundi: „Mér fannst uppskurður fjarstæða, en sarnt komst ekkert annað að í huga mínum þá stundina“. í þetta sinn var umhugsunar- fresturinn ekki langur, því að segja mátti, að þegar læknirinn hafði tekið sína örlagaríku ákvörðun, væri ungi maðurinn í andarslitrun- um. Þegar allt var svo undirbúið, sem kostur var á, var skorinn lang- ur skurður á milli 4. og 5. rifs, og 4. rifið allt numið í burtu til þess að gefa betra svigrúm og auðvelda væntanlega hjartaaðgerð. Og þeg- ar opnað var brjóstholið, rann strax út mikið blóð, er þjappað hafði vinstra lunganu saman. Var það að vissu marki happ, því hefði ekki svo verið, hefði sjúklingurinn sennilega andast samstundis. Nokkrum árum síðar sönnuðu til- raunir hins heimskunna læknis Sauerbruchs að opnun brjósthols fylgir lost og dauði, sé lungað eigi áður samanþjappað eða aðrar ráðstafanir gerðar. Dr. Rehn gat nú fljótlega áttað sig á því hvað gerzt hafði. Sást glögglega að hnífur morðingjans hafði farið inn í gegnum hjarta- pokann og sært hjartavöðvann all- löngum skurði, er sauma þurfti saman að minnsta kosti 3 sauma. Og hófst nú sá þáttur aðgerðar- innar, er Dr. Rehn hafði mest kvið- ið fyrir. Hjarta sjúklingsins bærð- ist bæði hratt og óreglulega og virtist svo sem engu mætti muna að það stöðvaðist fyrir fullt og allt. En nú skeði það, sem læknirinn hafði vart dirfzt að vona, að þeg- ar blóðið, sem fyll't hafði bæði brjósthol og hjartapokann var hreinsað út, brá svo við, að sláttur hjartans magnaðist og mátti heita bærilegur að. aðgerðinni lokirini. Barátta læknanna hafði í þetta sinn staðið óslitin í 2—3 klukku- tíma og auðvitað allan tímann milli vonar og ótta. Má geta þess, að þegar Dr. Rehn saumaöi sjálfa hjartastunguna, stöðvaðist hjartað aðeins andartak, eða máske frek- ar eins og læknirinn sagði síðar „fannst mér þetta“, af því ég var alveg sannfærður um' að manns- hjartað þyldi yfirleitt ekkert hnjask“ og var það álit ríkjandi, eins og fyrr er frá greint, hjá öll- um læknum þeirra tíma. En allt fór þetta að lokum ágætlega. Just- usi heilsaðist sæmilega að hinni miklu aögerð lokinni og útskrif- aoist 4 vikum síðar, furðanlega hress og gat mætt sem vitni í hin- um miklu málaferlum er hófust út af morðtilrauninni. Að aðgerð þessari lokinni hafði starfsfólk Dr. Rehns orð á því, að skyndilega hefði læknirinn horfið af sjúkrahúsinu án þess að kveðja eða þakka starfsfólkinu ágæta hjálp. En hann fór aðeins á afvik- inn stað til þess að þakka góðum vættum. Nýr boðskapur og mikil hjálparvon, nýjar leiðir höfðu skyndilega opnast, og það var ekki einn hinna frægu, sem það höiðu gert, heldur ókunnur læknir, sem aldrei fyrr hafði á einn eða annan hátt vakið athygli. En það var þetta afrek, sem kom Dr. Sauerbruch á flot, en sem kunnugt er gerðist hann ruðningsmaður nýrrar tækni á þessu sviði. En nafn Dr. Rehns mun ekki gleymast, engu síður en margra annarra brautryöjenda og merkisbera nýrra hugsana og fram kvæmda mannkyninu til blessunar. Jónas Sveinsson. REYKJAVIK vottavé ÞESSI ágæta húshjálp, sem er innlend framleiðsla, smíðoð af HÉÐNI og RÁFHA er oftast fá- anleg með litlum fyrirvara Mimið að MJÖLL er einföld, sterk, ódýr og hentar íslenzkum heimilum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.