Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 14
14 ★ JÓLABLAO TÍMANS 1957 'k Ingeborg prinsessa heldur á Ástríði. Margrét til vinstri og Martha til hægri. yndisþokki hennar var lieillandi. Ástríöur prinsessa fékk góða al- menna menntun, áherzla var lögð á tungumálanám og hljómlist, hún lærði að leika vel á hljóðfæri, en sjálf sagðist hún enga hæfileika hafa, með því átti hún við, að hún hneigðist ekki að neinni sérstakri listgrein, sem svo algengt var með ættmenn hennar, Bernadottana. En hún var vinnug.efin og fékk að iðka það, sem henni var hugleikið. Eftir ferminguna var því meiri áherzla lögð á verklegt nám henn- ar, hún varð mjög vel að sér í handavinnu, en þegar hún var gift amaðist maður hennar við því að hún þreytti sín fögru augu á því að grína í lykkjur og spor. Hún byrjaði snemma á því að fást við matreiðslu í litla eldhúsinu beirra systranna og seinna fékk hún að fara í reglulegan matreiðsiuskóla. Þar þótti hún dugleg og snör og var sama að hverju ún gekk, hún varð jafnan fljótust til að hreinsa, ef einhver sullaði niður á borð eða gólf. Hún hafði matreiðslubókina sína með sér, þegar hún fluttist til Belgíu. „En hér er svo fínt, að ég fæ aldrei neitt að elda“, sagði hún einhverju sinni við vinstúlku sína. Það var þó ekki alveg brennt fyrir það, því að stundum bar það til, þegar þau hjón ferðuðust burt í kyrrþey, og dvöldust um helgar í eftirlætisbústað sínum, að hún matbjó fyrir þau. Og eitt sinn þeg- ar Gustaf Svíakonungur og Ingi- ríður sonardóttir hans, nú Dana- drottning, fóru með Ástríoi og Leó- pold í smáferðalag til einnar af lystihöllum- belgisku konungsfjöl- skyldunnar, bjuggu þær frænkurn- ar til matinn, dúkuðu borðið og skreyttu það fagurlega. Þær voru í sjöunda himni yfir því að geta gert þaö sem þær langaði til, en Leópold sagði stoltur: „Að hugsa sér hvílíka fyrirmyndarkonu ég á, hún er ekki aðeins falleg og yndis- leg, heldur er hún líka dugleg og myndarleg.“ Ekkert fannst Ástríði prinsessu jafn skemmtilegt og það að annast lítil börn, gera allt fyrir þau, enda sagðist hún ekki geta gert upp á milli þess, hvort henni þætti skemmtilegra að baða kornbarn, eða leika við stærri börn. Þegar hún var á tvitugasta árinu fékk hún að taka þátt 1 fjögra mánaða námskeiði í ungbarnameðferð. Þrjátiu og fjórar ungar stúlkur tóku þátt í námskeiðinu og byrj- uðu að vinna klúkkan átta á morgn ana. Þær áttu ekki einungis aö hirða um börnin í þröngri merk- ingu, heldur var þeim líka kennt að þvo og slétta þvott, sauma smá- barnafatnað, búa til mat fyrir smá hörn og fleira og fleira. Ástríður 'fékk átta mánaða stúlkubarn, Britt-Mari til að annast um, og henni þótti fjarska vænt um litlu ögnina. Það gekk sumum erfiðlega að skilja, hvers vegna Ástríður prins- essa hlífði sér ekki við erfiðis- vinnu, heldur virtist beinlínis hafa nautn af henni. Dag nokkurn kom ein af kunningjastúlkum hennar á námskeiðið til að heilsa upp á hana. „Hvað er prinsessan eiginlega að gera!“ hrópaöi hún upp yfir sig, þegar hún sá að Ástríður var aö þVO gólf. „Eg er að skúra gólf eins og þú sérð. Fáðu þér svuntu og krjúptu hérna á gólfið hjá mér, það er svo gaman að skúra gólf.“ En það var ekki gaman að þurfa að skilja við litlu Britt-Mari. Þeg- ar Ástríður kom heim að loknu námskeiðinu hljóp hún beint til mömmu sinnar, sem sat að te- drykkju ásamt nokkrum gestum, fleygði sér í faöm hennar og sagði: „Ó, það er svo hræðilegt að þurfa að skilja við lítið barn, sem manni þykir vænt um.“ Ástnður og Leópold sáust fyrst einn góðan veðurdag :í marzmán- uði áriö 1926. Þá kom útlend hefð- arfrú með son sinn til Stokkhólms. Þau settust að í bezta hóteli borg- arinnar, Grand hóteli. Madame og monsieur Rethy voru nöfnin, sem þau skrifuðu í gestabókina. Þau mæðginin ferðuðust undir dulnefni til þers að vei-a frjáls ferða sinna, laus við blaðaskrif, opinberar mót- tökur og óbægilega athygli. Elísabet Belgíudrottning og Ingi- borg prinsessa voru vinkonur og hún bauð þeirn mæðginum til te- drykkju, strax sama daginn og þau komu til Stokkhólms. Ástríður lét ekki mikið fara fyr- ir sér, en Leópold varð strax heill- aður af henni og nærvera hans og athygli gerði hana eitthvað óstyrka því að þegar hún að beiðni móð- ur sinnar skenkti gestunum meira te fórst henni ekki betur en svo að hún hellti ofan á belgíska krón- prinsinn. Hann þurrkaði af sér teið með vasaklútnum sínum og horfði hlægjandi inn í dökk augu henn- ar. „Æ, hvernig mér ferst þetta, góði, fyrirgefðu mér“, bað hún í öngum sínum. „Gerir ekkert, ég kærði mig hvort sem var ekki um meira te.“ Kvöldið eftir hélt Ástríður sér meira til en venjulega, belgísku mæðginin voru boðin til kvöld- veizlu á heimili foreldra hennar og það átti að dansa eftir grammó- fónmúsík. Eftir þetta leið skammt á milli funda þeirra, Ástríðar og Leópolds, þau hittust um vorið í París, þar sem hún var til skammrar dvalar, ásamt móður sinni og Mörtu syst- ur sinni. í sömu ferðinni voru mæðgurnar gestir belgísku konungs hjónanna i einni af sumarhöllum þeirra. Um sumarið kom Leópold til Svíþjóðar og var nokkrar vik- ur á Fridheim, þau trúlofuðust þá Á.striður og hann, en því var hald- ið leyndu þar til um haustið. Unga fólkið, sem var saman- komið á Friðheim naut sólríkra, jmdislegra sumardaganna í ríkum mæli, það synti í Brúvíkinni og reri út á milli hólmánna, lék tenn- is og fór í ökuferðir, og Ástríður og Leópold laumuðust til að fara ein út á bát og t-öldu sér trú um að þau væru að róa til fiskjar. Leópold var vinnusamur og vildi stöðugt hafa eitthvað fyrir stafni, hann tók sér fyrir hendur að gera nýja vegi í lystigarði hertogans af Vestur-Gautlandi, og Ástríður var stórkostlega hrifin af því, hvað mannsefnið hennar gerði góða vegi. Leópold krónprins dvaldist á Friðheim undir dulnefni, og tókst svo vel að fela tign sína, að ekki einu sinni hið naska þjónustufólk komst að því, hver hann var. Hann Leopold konungur kaus sér sjálfur eitt af minnihátt- ar gestaherbergjunum uppi á háa- lofti í höllinni og var kynntur fyrir gestum sem belgískur liðs- foringi í námsdvöl í Svíþjóð. Trúlofun yngstu dóttur hertog- ans af Vestur-Gautlandi og ríkis- erfingja Belgíu var gerð heyrum kunn þann 21. september þetta sama ár. Fjöldi manns var saman kominn á járnbrautarstöðinni i Stokkhólmi, þegar Leopolds var von, en hann hafði ekki til einskis vanizt því að fara huldu höfði til þess að fá frið íyrir forvitnisaug- um fjöldans. Hann ferðaðist ekki aðeins á þriðja farrými, heldur steig hann einnig af lestinni nokkru áður en hún kom til Stokk hólms og ók í bíl heim til unnustu sinnar. En þar með var leyndinni lokið. Ungu hjónaefnin gengu frjálslega um götur borgarinnar og leyfðu að myndir væru teknar af þeim. Þau voru viðstödd hátíðasýn- ingu í óperunni og gengu þá fram í konungsstúkunni, Ástríður var með fangið fullt af rósum. Þau voru svo falleg og hamingjusöm, að það hreif alla, sem sáu þau og varð þeim minnisstætt. Fjórða nóvember voru þau gef- in saman í borgaralegt hjónaband í konungshöllinni í Stokkhólmi. Borgin var blómum skreytt og sænski og belgíski fáninn blöktu hlið við hlið. Svíakonungur hélt brúðkaup þeirra með pomp og prakt í höll sinni, veizlan fór fram í viðhafnar- sal, sem kallast Hvíta hafið. Kon- ungurinn mælti fyrir minni brúð- hjónanna og kveðjuorð til bróður- dóttur sinnar. Það var eina ræðan, sem haldin var í brúðkaupi beirra. Honum fórust svo orð: „Vér höfum í dag verið vottar að bví að mín elskaða bróðurdóttir, Ástríður prinsessa, hefir samsamað örlög sín örlögum Leópolds, ríkis- arfa Belgíu, megi guð í ríkum mæli blessa sameiningu þeirra. Heit- ustu vonir vorar um hamingju fylaia brúðinni til hins nvia heima- lands hennar. Hún yfirgefur nú hið gamla land feðra sinna, til bess að stofna sér heimili í nýju landi. Hinni nýju stöðu hennar fylgir rnikil ábyrgð og þýðingarmiklar skyldur. Ég vona af öllu mínu hjarta, að henni megi auðnast að vinna traust og kærleika þeirrar þjóðar, sem hún nú ætlar að deila sköpum við. Elsku Ástríður mín, gefðu þig alla að því hlutverki, sem bíður þín, og þú munt öðlast hamingju, en sendu stundum kær- leiksríkar hugsanir til þess lands, þar sem þú ert alin og uppfóstruð. Megi lán og frami fylgja allri við- leitni þinni í öllu þínu lífi.“ Brúðkaupsveizlan stóð stutt og að henni lokinni óku brúðhjónin í opnum vagni um götur borgar- innar til þess að lofa fólkinu að sjá sig og kveðja það. Sama kvöld- ið fór brúðguminn ásamt foreldr- um sínum af stað til Belgíu, en Ástríður skyldi koma á skipi á eftir, enn var ekki öllum formsat- riðum fullnægt, nýtt brúðkaup beið hennnr í Brussel. Hvítklædd á hvítu skipi kom hún til Belgíu, þá hófst ævintýrið um Snæprinsessuna frá Norðri. Frá skipsfjöl veifaði hún hendi til mannfjöldans, sem beið hennar á höfninni í Antverpen, sú hand- hreyfing var ávallt síðan kölluð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.