Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 8
★ JÓLABLAÐ TÍMANS 1957 * B en því miður hefur ekki enn veriö bolmagn til að gera hann sýningar hæfan, þótt vonandi verði þess ekki langt aö bíða úr þessu. Loks er að nefna enn eina bygg- ingu í Skagafirði, sem er í opin- berri eigu og varðveitt sem forn- gripur. Það er nokkur hluti af bæ Skúla fógeta, sem hann reisti á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð. Skúli Magnússon var sem kunnugt er sýslumaður Skagfirðinga um hríð og bjó á Ökrum frá 1741. Svo segir Espólín, að hollenzka duggu ræki á Borgarsandi og gerði Skúli sýslu- maður skip og góss upptækt, að því er skilja má með nokkrum rang- indum, og lét hann síðan byggja bæinn á Ökrum mjög af þeim viði, er hann fékk af skipinu. Um þessa bæjarbyggingu hafa gengið fleiri munnmæli. Til dæmis átti Skúli að hafa látið byggja alla veggi að húsunum samhliöa, eitt lag á dag, og troða hvert lag svo þétt, að hann gæti ekki sporað það, er hann skoðaði það að kveldi. Til mai’ks um stærð viðanna var sagt, að ásum tveimur í þak hefði Skúli ekiö fram vötnin og á bakkann niður undan Ökrum. Um vorið lét hann svo setja þessi tré upp á gráa, 19 vetra hryssu, annálaðan stólpagrip. Dróst sú gráa með trén upp undir túnið og hné þar dauö niður. Hvað sem líður öllum munnmæl- um er það vist, að Skúli sýslumað- ur Iét reisa bæ á Ökrum, þann er vandaðri var og sterkari að við- um en almennt gerðist, enda stóð bærinn lengi og eru til af honum lýsingar þeirra manna, er mundu hann allan. Með fullri vissu stend- ur eitt húsanna enn, og eru það bæjardymar. Þær eru mjög ramm- lega byggðar og viðaðar vel, port- byggðar, og voru áður rúmstæði á lofti. Mörg fomleg byggingarat- riði eru í húsinu, en á engan hátt getur kallazt stórkostlegt. Hins vegar er það þess virði að gera sér það ómak að skoða það. Það er með elztu húsum í Iandinu og kem- ur við sögu eins hins svipmesta manns síðari tíma. Það er gam- an að hugleiða, hvernig stórhugur Skúla lýsti sér þegar í þessari torf- bæjarbyggingu, sá sami fram- kvæmdahugur, sem síðar leiddi til stofnunar innréttinganna og bygg- ingar stórhýsa úr steini í Viðey. Áfast bæjardyrunum er gamalt þinghús, gert upp úr stofu á bæ Sfcúla, svo að bæjarþilin á Ökmm eru tvö, hlið við hlið. Þau siást af vegi, en annars geri ég ráð fyrir, að fáir ferðamenn viti um þessi gömlu hús á Ökrum. Við höfum nú farið í huganum einskonar hringferð um meginhér- að Skagafjarðar og haft viðkomu á fimm stöðum, þar sem varðveitt- ar eru gamlar menningarsöguleg- ar byggingar. Fleiri gömul hús eru vitanlega til í þessu landi, varð- veitt sem þjóðminjar, en ég hef valið þessi að umtalsefni af því að þau eru öll í sama héraðinu og það er hægöarleikur fyrir hvern þann, sem sjálfur ræður ferð sinni ,að taka sér einn langan sumardag til að kynna sér þau öll. Þau standa öllum opin, og til þess er þeim haldið til haga fyrir opinbert fé, að sem flestir geti notið þeirra, þau eru hvert um sig sérstakur drátt- ur í svipmóti landsins, minningar um daglegt líf forfeðra vorra, sem byggðu þetta sama land og vér, en við gjörólík skilyrði í menningar- og atvinnuháttum. (Grein þessi er útvarpserindi, sem dr. Kristján Eldjárn flutti á sl. h&'usti og leyfði blaðinu góðfúslega að prenta hér). s 45% ostur 40% ostur 30% ostur Gráðaostur Smurostur Góðostur Rjómaostur Mysuostur Mysingur Látið ostinn aldrei vanta á snatborðið Afnrðasalan Símar 17080 & 12678 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.