Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 38

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 38
3B ★ JDLABLAÐ' TÍMANB 1957 ★ Maðurinn lifir ekki... Dag eftir dag kom hann til mín, og ég gaf honum mat, því að augu hans voru full af hungri. Góð ráð gaf ég honum einnig. Svipur hans bar vott um úrræðaleysi. Og ég benti honum á veginn, sem lá til borgarinnar, því að í borginni var sérstakt hæli fyrir betlara. En þeg- ar hann virti ráð mín öll að vett- kistu hans á áfangastað. Hugur minn reikaði eins og hungur, eins og þorsti um dagleið- irnar fimm, sem ég hafði skilið honum eftir við læstar dyr. Og hjarta mitt var fullt af sorg, því að ég, sem gaf honum brauð mitt hafði svelt hann til bana. Kári Sveinn ugi og hélt uppteknum hætti, brast mig þolinmæði, og ég vísaði hon- um á bug. í hinzta sinni rétti ég honum brauðhleif, sem nægja skyldi í nesti, þær fimm dagleiðir, sem voru frá hliði mlnu til borgar innar. Hann fór, og augu hans voru full af þögn, svo djúpri, að ég heyrði hafið í fjarska. Hann fór, og vegurinn varð löng stuna, sem brast, þegar fótatak hans heyrðist ekki lengur. Hann fór, og ég varð feginn. Það eru takmörk fyrir því, sem maður getur gert fyrir betlara. Að morgni skaut ég loku frá dyrum, glaður í bragði, og bjóst til að ganga út í daginn, endurnærð- ur eftir langan svefn. En fyrir hurðinni lá eitthvað þungt. Að stund liðinni tókst mér að smjúga gegnum gættina. Himinninn var skýjaður, hafið i fjarska hrannað brimi. Fyrir dyrum mínum lá hann, dáinn. Brauðhleif- urinn var ósnertur. Hinzta sinni horfði hungur hans á mig, storknuðum augum, drukknum þögn svo djúpri, að ég greindi óm þeirra orða, sem ég aldrei hafði sagt. Eg hóf hann á arma mér og bar inn í hús mitt. Og þar sem hann hvíldi fyrsta sinni í herbergi því, sem gestum var ætlað, sveipaður hlýrri voð, varð mér Ijóst, að einnig hann var maður. Að þrem dögum liðnum var hann grafinn. Hljóðum skrefum fylgdi ég andvarpi vegarins, sem skilaði IIJIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!llllllllllllllllllllllll!llllllll!l!llllllllllllllll|llinilllllllll!lllllllllll!!l!'llllllli:!llllllllllillllllllllIlll!l!ll!lllll!l!IIIIIIIIIlÍIIIIII'lll!llini!llll!:illlltllllllllllllllllll1lllllllllll!!! f -=3=0 KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA óskar öllum viðskiptavinum sínum (jíe&ifecjrci jóla ! og cjœjhrílá nýárá iiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiitiiiiiiiimiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiKimiimiiiiimiiiiiiimmiimiiiiiiiiiuimiiiummmiiimmiHiimiimimiiiiiiiiiiimmmiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Rafmyndir h.f. (myndamótagerð) Lindargötu 9A Edduhúsinu Sími 10295 Mlyndamót fljótt og vel af hendi leyst

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.